Morgunblaðið - 14.10.2019, Síða 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2019
Norðlingabraut 8
110 Reykjavík
S: 530-2005
Bíldshöfði 16
110 Reykjavík
S: 530-2002
Tryggvabraut 24
600 Akureyri
S: 461-4800
&530 2000
www.wurth.is
Verkfæri – Festingar – Fatnaður – Persónuhlífar – Efnavara – Bílaperur – Rafmagnsvörur
Tracker
úlpa
• Stærðir S–4XL
• Hentar báðum kynjum
• Vatnsþolin, þykk og hlý úlpa
• 100% pólýester ytra efni
• Má þvo og hengja upp
• Hægt er að losa hettu og kraga af
• Tveir innanverðir vasar og 8 að
utanverðu
Vnr: 1899 448 8XX
Verð: 15.990 kr.
40 ára Jón Karl er
fæddur og uppalinn á
Höfn í Hornafirði en býr
í Reykjavík. Hann er
grunnskólakennari að
mennt og kennir hönn-
un og smíði í Langholts-
skóla. Hann er mikill
tónlistaráhugamaður og var aðalsprautan
í hljómsveitinni Parket fyrir austan.
Maki: Karen Ösp Birgisdóttir, f. 1987,
framhaldsskólakennaranemi og vinnur í
Borgarholtsskóla.
Börn: Embla Mekkín, f. 2013, og Emil
Muninn, f. 2016.
Foreldrar: Jón Sigurgeir Karlsson, f.
1946, og Hólmfríður Traustadóttir, f. 1951,
bæði komin á eftirlaun og eru bús. á
Höfn.
Jón Karl
Jónsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert meira en tilbúin/n til að
synda á móti straumnum til að upplifa
það sem fáir upplifa. Hafðu þitt á hreinu
ef þú vilt verða tekin/n alvarlega.
20. apríl - 20. maí
Naut Þér hefur tekist bærilega til á
árinu og ert fullfær um að stjórna þínum
málum áfram. Best væri ef allir á heim-
ilinu hefðu sín föstu verkefni.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú hefur lengi reynt að fá
kunningja þinn til að skila ákveðnum
hlut. Ef þú ýtir of mikið á aðra er líkleg-
ast að þeir ýti á móti. Þú ert með húm-
orinn í lagi.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú getur aðeins sjálfum/sjálfri
þér um kennt ef verkefnin eru að vaxa
þér yfir höfuð. Hættu að spara hlutina
þangað til seinna - lífið er núna.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þér er órótt því þér finnst þú ekki
vita allan sannleikann. Ekki vera hrædd/
ur við að leggja fram tillögur um bætt
verklag í vinnunni.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þótt þú fylgir þínum lífsreglum
ertu það þroskaður/þroskuð að þú skilur
að sömu reglurnar henta ekki öllum. Ekki
eyða peningum ef þú átt þá ekki.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú er ráð að einbeita sér að heimili,
fjölskyldu og öllu sem henni tengist á
næstunni. Einhver býður þér út að
borða.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú vilt gjarnan halda í
gamla hluti. Létt lund þín smitar út frá
sér. Ekki er allt gull sem glóir.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Að morgni dregurðu eina
ályktun, en um kvöldið kemstu að allt
annarri niðurstöðu. Þú ert miklu meiri
listamaður en þú heldur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Aðgát skal höfð í nærveru sál-
ar. Bjóddu fram aðstoð þína ef þú heldur
að hún hjálpi.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú stendur fast við skoðanir
þínar í dag. Samræður við vini einkenn-
ast af bjartsýni og hressleika. Einhver
gamall vinur skýtur upp kollinum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú munt líklega heyra spennandi
fréttir af ástamálum annarra í dag. Láttu
ekki leika á þig.
fimm saman árið 2017 niður austur-
strönd Grænlands sem var um 1.300
km leið. Síðasta vetur átti ég brýnt
erindi norður til Akureyrar til að
hitta vin minn heitinn, Ágúst Þór
Árnason. Þar sem spáð var stífri
sunnanátt lét ég slag standa og
komst niður í Eyjafjarðarbotn frá
Vatnsfelli skammt sunnan við Þór-
isvatn á tveimur dögum. Þetta hefði
þó ekki gengið upp ef Einar K. Stef-
ánsson, félagi minn, hefði ekki komið
mér af stað og Júlíus Björnsson náð
í mig inn í botn.
Ég er alinn upp hjá móður minni
við að fara í fjallgöngur og stunda
útiveru og það þróaðist síðan í áhuga
á gönguskíðum og fjallaskíðum,
kletta- og ísklifri. Síðasta dellan ef
svo má að orði komast er að nota
vindinn til að ferðast yfir snjó og líka
til að leika sér á sjónum og þá á
bretti.“
Skúli er þessa dagana staddur í
Oxford, en hann er í námsleyfi frá
héraðsdómi. „Ég er að nota þetta
tækifæri til að rifja upp réttar-
sand á tveimur dögum með hjálp
kraftflugdreka. „Við erum nokkrir
félagar sem höfum verið að fara í
lengri ferðir á flugdrekum og fórum
S
kúli Magnússon fæddist
14. október 1969 í
Reykjavík og ólst upp í
gamla Vesturbænum.
„Ég var sendur í sveit til
ömmubróður míns, Hákonar Magn-
ússonar, í Nýlendu á Hvalsnesi, og
var þar tvö sumur og síðar hjá
ömmusystur minni, Eygló Hall-
grímsdóttur, og fjölskyldu á Gerðum
í Landeyjum.“
Skúli gekk í Vesturbæjarskóla og
Hagaskóla og fór á náttúrufræði-
braut í Menntaskólanum við Hamra-
hlíð. Skúli hóf nám við lagadeild HÍ
1990 eftir stúdentsprófið og lauk
kandídatsprófi árið 1995. Hann lauk
magistersgráðu í lögum frá Oxford-
háskóla árið 1998.
Skúli var stundakennari við laga-
deild HÍ frá 1998, lektor frá 2000 og
hefur verið dósent frá 2003. Hann
var skipaður héraðsdómari í Reykja-
vík árið 2004 og hélt þá áfram stöðu
dósents í hlutastarfi. „Bæði laga-
deildin og ég töldum eðlilegt að ég
héldi áfram sem dósent í hlutastarfi
og ef það er eitthvert aukastarf sem
samræmist dómarastarfinu þá er
það kennsla og fræðimennska.“
Grunnfög Skúla í kennslunni eru
réttarheimspeki og skyldar greinar.
„Ég hef hins vegar neyðst til að
kenna einnig Evrópurétt og ýmsar
praktískari greinar.“ Skúli var ritari
EFTA-dómstólsins frá 2007-2012 og
var þá í leyfi frá stöðu héraðsdóm-
ara.
Skúli var formaður Dómarafélags
Íslands 2014-2018 og hefur gegnt
ýmsum trúnaðarstörfum. Hann var
t.d. kosinn af Alþingi í stjórnlaga-
nefnd 2010-2011 og skipaður í
stjórnarskrárnefnd af forsætisráð-
herra 2014. Hann var nýverið skip-
aður af grænlenska þinginu til að
vera einn þriggja sérfræðinga til
ráðgjafar við samningu nýrrar
stjórnarskrár. Eftir Skúla liggja
nokkrar bækur á sviði lögfræði auk
fjölda greina, í bæði fræðilegum
tímaritum og dagblöðum.
Skúli var virkur félagi í Flug-
björgunarsveitinni í Reykjavík 1999-
2004 og er mikill áhugamaður um
skíðamennsku, „kite-surfing“ og
ferðamennsku. Hann skíðaði t.d. síð-
astliðinn vetur einn yfir Sprengi-
heimspekina og leggja grunn að
frekari fræðistörfum. Er kominn í
minn gamla „college“ hér í Oxford
sem hefur tekið mér afskaplega vel.
Þar áður var ég í mánuð í Þýska-
landi að kynna mér starfsemi þýskra
dómstóla. Það er hægt að lesa um
þýskt réttarfar í bókum en það er þó
hvergi nærri eins lærdómsríkt og að
sjá það í framkvæmd, ekki síst fyrir
íslenska dómara sem vinna sam-
kvæmt reglum sem eru um margt
eins orðaðar en framkvæmdar með
mjög ólíkum hætti.“
Skúli fær yngstu dóttur sína, móð-
ur og vin hennar, Þorstein Helga-
son, í heimsókn til Oxford og heldur
upp á afmælið með þeim.
Fjölskylda
Eiginkona Skúla er Helene Magn-
ússon, f. 10.4. 1969, prjónahönnuður.
Foreldrar hennar eru Françoise Al-
quier kennari og Jean-François
Fouques, verkfræðingur í franska
sjóhernum.
Börn Skúla og Helene eru Sylvía
Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent við Háskóla Íslands – 50 ára
Fjölskyldan Skúli og Helene ásamt dætrum sínum við Frostastaðavatn á Landmannaafrétti.
Fór yfir Sprengisand á skíðadreka
Morgunblaðið/Hari
Afmælisbarnið Skúli Magnússon.
30 ára Vilmar fæddist
í Reykjavík og ólst þar
upp en býr í Vest-
mannaeyjum. Hann er
nýtekinn við sem fram-
kvæmdastjóri hand-
knattleiksdeildar ÍBV.
Hann hefur verið kynn-
ir á flestum leikjum í handboltanum og
verið í handknattleiksráði síðustu þrjú
tímabil.
Maki: Þóra Sif Kristinsdóttir, f. 1989,
stuðningsfulltrúi í Hamarsskóla.
Börn: Theresa Lilja, f. 2010, og Óliver Atl-
as, f. 2012.
Foreldrar: Bjarni Bjarnason, f. 1963, sjálf-
stætt starfandi múrarameistari, og Hrefna
Björk Pedersen, f. 1964, þroskaþjálfi í
Klettaskóla. Þau eru búsett í Reykjavík.
Vilmar Þór
Bjarnason
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is