Morgunblaðið - 14.10.2019, Side 24

Morgunblaðið - 14.10.2019, Side 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2019 Undankeppni EM karla C-RIÐILL: Hvíta-Rússland – Holland....................... 1:2 Eistland – Þýskaland ............................... 0:3 Staðan: Þýskaland 6 5 0 1 20:6 15 Holland 6 5 0 1 19:7 15 Norður-Írland 6 4 0 2 8:7 12 Hvíta-Rússland 7 1 1 5 4:12 4 Eistland 7 0 1 6 2:21 1 D-RIÐILL: Georgía – Írland ....................................... 0:0 Danmörk – Sviss....................................... 1:0 Staðan: Danmörk 6 3 3 0 16:5 12 Írland 6 3 3 0 6:2 12 Sviss 5 2 2 1 10:5 8 Georgía 6 1 2 3 4:8 5 Gíbraltar 5 0 0 5 0:16 0 E-RIÐILL: Ungverjaland – Aserbaídsjan ................. 1:0 Wales – Króatía ........................................ 1:1 Staðan: Króatía 7 4 2 1 14:6 14 Ungverjaland 7 4 0 3 8:9 12 Slóvakía 6 3 1 2 10:8 10 Wales 6 2 2 2 6:6 8 Aserbaídsjan 6 0 1 5 5:14 1 F-RIÐILL: Færeyjar – Rúmenía................................ 0:3 Noregur – Spánn...................................... 1:1 Malta – Svíþjóð ......................................... 0:4 Staðan: Spánn 7 6 1 0 18:4 19 Svíþjóð 7 4 2 1 17:8 14 Rúmenía 7 4 1 2 16:7 13 Noregur 7 2 4 1 12:9 10 Malta 7 1 0 6 2:17 3 Færeyjar 7 0 0 7 3:23 0 G-RIÐILL: Slóvenía – Austurríki ............................... 0:1 Pólland – Norður-Makedónía ................. 2:0 Staðan: Pólland 8 6 1 1 13:2 19 Austurríki 8 5 1 2 17:7 16 Slóvenía 8 3 2 3 13:8 11 N-Makedónía 8 3 2 3 10:11 11 Ísrael 7 2 2 3 12:14 8 Lettland 7 0 0 7 1:24 0 I-RIÐILL: Kasakstan – Belgía................................... 0:2 Skotland – San Marínó ............................ 6:0 Kýpur – Rússland..................................... 0:5 Staðan: Belgía 8 8 0 0 30:1 24 Rússland 8 7 0 1 27:4 21 Kýpur 8 3 1 4 13:12 10 Skotland 8 3 0 5 11:17 9 Kasakstan 8 2 1 5 9:13 7 San Marínó 8 0 0 8 0:43 0 J-RIÐILL: Liechtenstein – Armenía ........................ 1:1  Helgi Kolviðsson þjálfar Liechtenstein. Bosnía – Finnland .................................... 4:1 Ítalía – Grikkland ..................................... 2:0 Staðan: Ítalía 7 7 0 0 20:3 21 Finnland 7 4 0 3 9:8 12 Bosnía 7 3 1 3 16:12 10 Armenía 7 3 1 3 13:12 10 Grikkland 7 1 2 4 7:12 5 Liechtenstein 7 0 2 5 2:20 2 KNATTSPYRNA HM Í FIMLEIKUM Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Simone Biles getur nú státað af því að vera fremsta fimleikastjarna sög- unnar. Alla vega er auðvelt að færa fyrir því rök hjá þessari 22 ára Bandaríkjakonu sem átti svo sann- arlega sviðið á HM í áhaldafim- leikum í Stuttgart sem lauk í gær. Biles vann fimm af sex gull- verðlaunum sem í boði voru fyrir hana á mótinu og er nú komin með 25 verðlaun á heimsmeistaramótum, þar af 19 gullverðlaun. Hún vann sín fyrstu HM-gull árið 2013, þá aðeins sextán ára gömul, og hefur verið nær ósigrandi síðan þá. Það eru því ekki aðeins ótrúlegar, „ómannlegar“ listir Biles sem gera hana að þeirri bestu frá upphafi í huga flestra, verðlauna- skápurinn rennir enn frekari stoðum undir það. Það var með æfingum sínum á jafnvægisslá í gær sem Biles tryggði sér 24. HM-verðlaunin og komst upp fyrir hinn hvítrússneska Vitaly Scherbo sem vann 23 HM-verðlaun á sínum ferli. Hafa ber í huga að Scherbo átti möguleika á 8 verðlaun- um á hverju heimsmeistaramóti en í kvennaflokki bjóðast aðeins 6 á hverju móti. Þá má hafa í huga að Scherbo vann „aðeins“ 12 gull og Bi- les er því búin að stinga algjörlega af í þeim efnum. Biles fékk 15,066 í einkunn á jafn- vægisslá og var 0,633 á undan Liu Tingting frá Kína. Í lokagrein móts- ins, gólfæfingum, fékk Biles svo 15,133 og var 1 heilum á undan Sunisa Lee, löndu sinni, sem fékk silfur. Áður hafði Biles tryggt sér sigur í fjölþraut og unnið liðakeppn- ina með bandaríska liðinu, sem og stökk, en á tvíslá sem verið hefur hennar lakasta grein endaði hún í 5. sæti, aðeins 0,1 frá bronssæti. Biles er ekki hætt því hún er stað- ráðin í að raka til sín verðlaunum á Ólympíuleikunum í Tókýó næsta sumar, rétt eins og í Ríó 2016 þegar hún vann fern gullverðlaun auk bronsverðlauna á jafnvægisslá. Íþróttasagnfræðingar virðast alltaf geta fundið ný met til þess að slá og í Tókýó getur Biles slegið Scherbo við að nýju, því hann á metið yfir mestan samanlagða fjölda verðlauna af heimsmeistaramótum og Ólympíu- leikum. Hann vann til 33 slíkra verð- launa en Biles er komin með 30 og á nú þegar fleiri gull en Scherbo. Hinn 22 ára gamli Rússi Nikita Nagornij var sigursælastur karla í Stuttgart en hann vann fjölþraut og stökk auk þess að vinna liðakeppnina með rússneska liðinu. Bretar unnu til tvennra gullverðlauna og urðu í 3. sæti yfir flest verðlaun á mótinu. Betur skreytt en nokkur í sögu fimleika  Biles með 19 HM-gull í sínu safni AFP Meistari Simone Biles með gullverðlaunin sín eftir HM í Stuttgart. Glódís Perla Viggósdóttir og sam- herjar hennar í Rosengård eru einu stigi frá sænska meistaratitlinum í knattspyrnu þegar tveimur um- ferðum er ólokið. Þeim mistókst að tryggja sér hann í gær þegar þær gerðu jafntefli, 3:3, á heimavelli við Önnu Rakel Pétursdóttur og félaga hennar í Linköping. Segja má þó að Rosengård hafi náð í stig því liðið var 1:3 undir þegar skammt var eft- ir. Rosengård er sex stigum á und- an Gautaborg og getur klárað dæmið í heimaleik gegn Vittsjö á sunnudaginn kemur. vs@mbl.is Glódís stigi frá meistaratitlinum Morgunblaðið/Eggert Rosengård Glódís Perla Viggósdótt- ir er í lykilhlutverki í vörn liðsins. „Við erum stoltir af okkar fótbolta, íslenska liðið spilar sinn fótbolta og við spilum okkar. Við erum smá- þjóð og við erum stoltir af því hvernig við spilum. Við mætum með sjálfstraust inn í leikinn eftir góðan sigur gegn Moldóvu en við gerum okkur grein fyrir því að við erum að fara mæta mjög öflugu liði sem tapaði naumlega fyrir Frakk- landi,“ sagði Ildefons Lima, fyrir- liði Andorra, á fréttamannafundi á Laugardalsvelli í gærkvöld, fyrir leik Íslands og Andorra í undan- keppni EM. Nánar á mbl.is/sport. Erum stoltir af okkar fótbolta AFP Fyrirliði Ildefons Lima hefur leikið 125 landsleiki fyrir Andorra. Grannþjóðirnar Rússar og Pólverjar urðu í gær næstar á eftir Belgum og Ítölum til að tryggja sér keppnisrétt í lokakeppni EM karla í fótbolta árið 2020. Rússar gerðu það á afar sannfær- andi hátt því þeir sigruðu Kýpur, eina liðið sem átti enn möguleika á að ná þeim í I-riðli keppninnar, 5:0 á úti- velli. Denis Tsjerishev átti stórleik en hann skoraði fyrsta og síðasta mark- ið og lagði upp tvö önnur.  Pólverjar lögðu Norður- Makedóníu 2:0 þar sem Przemyslaw Frankowski og Arkadiusz Milik skor- uðu seint í leiknum.  Ítalir gulltryggðu sig áfram í fyrrakvöld þegar þeir unnu Grikki, 2:0, með mörkum frá Jorginho og Fe- derico Bernardeschi.  Georginio Wijnaldum skoraði bæði mörk Hollendinga sem standa vel að vígi í C-riðli eftir 2:1 útisigur gegn Hvít-Rússum.  Þjóðverjar styrktu stöðu sína í sama riðli með 3:0 sigri á Eistum í Tallinn, þó að þeir misstu Emre Can af velli með rautt spjald á 14. mínútu. Ilkay Gündogan skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og Timo Werner eitt.  Króatar eru efstir í E-riðli og einu stigi frá EM eftir 1:1 jafntefli í Wales. Nikola Vlasic kom þeim yfir en Gareth Bale jafnaði fyrir Wales. AFP Varsjá Pólverjar fögnuðu vel þegar þeir lögðu Norður-Makedóníu. Grannþjóðirnar á EM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.