Morgunblaðið - 14.10.2019, Qupperneq 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2019
V
E
R
T
Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og
steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum.
- því að sumt virkar betur saman
Stundum
þarf tvo til
Undankeppni EM U21 karla
Svíþjóð – Ísland ........................................ 5:0
Staðan:
Írland 4 3 1 0 7:1 10
Ísland 3 2 0 1 9:6 6
Ítalía 2 1 1 0 5:0 4
Svíþjóð 2 1 0 1 6:3 3
Armenía 2 0 0 2 1:7 0
Lúxemborg 3 0 0 3 0:11 0
Bandaríkin
Utah Royals – Houston Dash ................. 2:1
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan
leikinn með Utah Royals sem endaði í 6.
sæti og hefur lokið keppni.
Portland Thorns – Washington Spirit .. 0:0
Dagný Brynjarsdóttir kom inn á á 64.
mínútu hjá Portland sem endaði í 3. sæti og
mætir Chicago Red Stars í undanúrslitum
um meistaratitilinn næsta sunnudag.
England
Reading – Everton .................................. 3:2
Rakel Hönnudóttir kom inná hjá Read-
ing á 71. mínútu.
Þýskaland
Duisburg – Leverkusen .......................... 2:1
Sandra María Jessen lék fyrstu 59 mín-
úturnar með Leverkusen.
Holland
B-deild:
Excelsior – Dordrecht ............................ 3:2
Elías Már Ómarsson lék allan leikinn
með Excelsior.
Portúgal
Estoril Praia – SL Benfica...................... 0:7
Cloé Lacasse lék allan leikinn með Ben-
fica og skoraði eitt mark.
Svíþjóð
Rosengård – Linköping .......................... 3:3
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik-
inn með Rosengård sem mistókst að
tryggja sér meistaratitilinn.
Anna Rakel Pétursdóttir lék allan leik-
inn með Linköping.
Vittsjö – Kristianstad.............................. 2:0
Svava Rós Guðmundsdóttir lék allan
leikinn með Kristianstad en Sif Atladóttir
fór af velli á 51. mínútu. Elísabet Gunn-
arsdóttir þjálfar liðið.
Djurgården – Kungsbacka..................... 3:0
Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik-
inn með Djurgården en Guðrún Arnardótt-
ir sat á varamannabekknum.
KNATTSPYRNA
EM 2020
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Íslendingar þurfa að gefa sér þær
forsendur að Frakkland vinni Tyrk-
land í kvöld og tryggi sér um leið
sæti í lokakeppni EM karla í fót-
bolta. Þá eru síðustu þrír leikir Ís-
lands í undankeppninni afskaplega
áhugaverðir og sá fyrsti af þeim er
gegn „sérfræðingum í að pirra and-
stæðinginn“, Andorramönnum, á
Laugardalsvelli í kvöld.
Það er ekki lengur neitt svigrúm
til staðar fyrir íslenska liðið. Það
þarf að vinna sína þrjá leiki til að
eiga möguleika á að komast beint á
EM. Andstæðingur kvöldsins er sá
auðveldasti sem Ísland hefur mætt
á heimavelli í undankeppni stórmóts
síðasta áratuginn og allt annað en
sigur Íslands myndi flokkast sem
einhverjar mestu hamfarir í íþrótta-
sögu þjóðarinnar, en það hefði einn-
ig átt við hjá Tyrkjum sem lentu í
meiriháttar vandræðum gegn An-
dorramönnum í síðasta mánuði. Ís-
lenska liðinu hefur í flestum til-
fellum síðustu ár verið treystandi til
að sýna andstæðingnum virðingu,
forðast vanmat og vinna leiki gegn
lakari andstæðingum, og svör Al-
freðs Finnbogasonar á blaðamanna-
fundi í gær gefa skýrt til kynna að
sú sé einnig raunin nú.
Andorra kemur hingað til lands
eftir sinn fyrsta sigur í 57 tilraunum
í undankeppni EM. Liðið er í 139.
sæti styrkleikalista FIFA en marði
1:0-sigur gegn Moldóvum á slæmum
gervigrasvelli sínum á föstudag, eft-
ir að leikmaður Moldóvu var rekinn
af velli snemma í seinni hálfleik.
Tyrkland skoraði sigurmark á 89.
mínútu gegn Andorra í síðasta mán-
uði, á heimavelli sínum í Istanbúl, og
Frakklandi gekk einnig ekkert sér-
lega vel að brjóta niður varnarmúr
Andorra í París en vann þó 3:0-
sigur. Ísland hóf undankeppni EM í
mars á því að vinna 2:0-sigur í An-
dorra með mörkum Birkis Bjarna-
sonar og Viðars Arnar Kjartans-
sonar. Alfreð var í byrjunarliðinu í
þeim leik:
Mega ekki ná að pirra okkur
„Við megum ekki láta þá komast í
hausinn á okkur. Maður sá að Mol-
dóvar misstu aðeins hausinn og
fengu rautt spjald. Þeir eru sér-
fræðingar í að pirra andstæðinginn,
Andorra, eins og sást í útileiknum
okkar við þá. Klippurnar sem við
sáum í gær voru í raun þær sömu og
fyrir leikinn í mars. Liðið hefur
engu breytt í sínum leikstíl. Við
þurfum að hafa ákveðið „cover“ til
að verjast skyndisóknunum þeirra
en annars breytist það ekki í fót-
bolta að það er alltaf erfitt að mæta
tíu manna blokk, sérstaklega ef þeir
eru þéttir fyrir á teignum. Frakk-
arnir og Tyrkirnir sáu að það getur
verið mjög erfitt að brjóta þá upp.
Að sama skapi gerum við þær kröf-
ur að við séum með þannig gæði að
við klárum svona leiki. Að þegar við
getum komið boltanum inn í teig þá
verðum við að koma boltanum inn í
teig og reyna að toga þá aðeins út úr
stöðum. Þetta verður þolinmæð-
isverk en við höfum þá trú að við
eigum að klára þetta hérna á heima-
velli,“ sagði Alfreð á blaðamanna-
fundi í gær.
Þegar talið barst að stöðu Íslands
í undankeppninni og möguleikanum
á að komast á EM næsta sumar
benti Alfreð á að ekki væri svo
slæmt að þurfa að treysta á heims-
meistara Frakka í kvöld. Ef Frakk-
land vinnur Tyrkland í París tryggir
liðið sig inn á EM og gefur Íslandi
um leið örlögin aftur í sínar hendur,
þar sem þá myndi duga Íslandi að
vinna Andorra í kvöld og svo Tyrk-
land og Moldóvu á útivöllum í næsta
mánuði, til að ná beint á EM. Það er
gerlegt, þó að ekki sé það einfalt.
„Vonbrigðin voru mikil eftir
Frakkaleikinn því leikmennirnir
áttu meira skilið, en mér finnst þeir
líka hungraðir í að vinna Andorra og
vonast eftir góðum úrslitum í
Frakklandi. Þannig verði það síð-
ustu tveir leikirnir sem ráði því
hverjir komast á EM,“ sagði Ham-
rén.
Svigrúmið er alveg farið
Ísland þarf að vinna „sérfræðinga í pirringi“ í kvöld og treysta á sigur Frakka
Andorra lakasti gestur Laugardalsvallar síðasta áratug en hrellti Tyrki illilega
Morgunblaðið/Eggert
Sótt til sigurs Kolbeinn Sigþórsson, Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska landsliðinu þurfa sigur í kvöld. Erik
Hamrén segir Kolbein tilbúinn í að spila í byrjunarliði í kvöld þrátt fyrir stutt hlé frá leiknum við Frakkland.
Það má vera ljóst að Alfreð Finn-
bogason komi inn í byrjunarlið Ís-
lands gegn Andorra í kvöld og leiki
þar með Kolbeini Sigþórssyni eða
Jóni Daða Böðvarssyni í fremstu
víglínu. Ísland býr nú við þann lúx-
us í fyrsta sinn í langan tíma að þeir
þrír séu heilir heilsu, líkt og gegn
heimsmeisturum Frakka á föstu-
dag, í undankeppni EM í fótbolta.
Í ljósi meiðsla Rúnars Más Sigur-
jónssonar og Jóhanns Bergs Guð-
mundssonar var Aron Elís Þránd-
arson kallaður inn í landsliðs-
hópinn. Vegna meiðslanna opnast
tvær stöður í byrjunarliðinu en
Birkir Bjarnason, Kolbeinn Sig-
þórsson og aðrir af hinum níu sem
byrjuðu gegn Frökkum eiga að
geta byrjað leikinn í kvöld. Ekki er
ljóst í dag hvort Rúnar og Jóhann
verða klárir í slaginn gegn Tyrk-
landi og Moldóvu eftir mánuð og nú
er tækifæri fyrir aðra til að sanna
sig. Byrjunarlið Íslands gæti litið
svona út í kvöld:
Mark: Hannes Þór Halldórsson.
Vörn: Guðlaugur Victor Pálsson,
Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson,
Ari Freyr Skúlason.
Miðja: Arnór Sigurðsson, Gylfi
Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason,
Arnór Ingvi Traustason.
Sókn: Kolbeinn Sigþórsson, Al-
freð Finnbogason. Jón Daði gæti þó
hæglega komið inn í byrjunarliðið
og eins er ekki útilokað að Kári
Árnason fái hvíld eftir að hafa
meiðst í síðustu landsleikjatörn.
Jón Guðni Fjóluson eða Sverrir Ingi
Ingason kæmi þá væntanlega inn í
hans stað. Samúel Kári Friðjónsson
æfði ekki í gær vegna veikinda en
var þó að hressast, og aðrir ættu að
vera klárir í slaginn. sindris@mbl.is
Alfreð kemur inn
í fremstu víglínu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Klár Alfreð Finnbogason missti af
fjórum landsleikjum vegna meiðsla.
KNATTSPYRNA
Undankeppni EM karla:
Laugardalsvöllur: Ísland – Andorra... 18.45
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Framhús: Fram – ÍR............................ 19.30
Í KVÖLD!