Morgunblaðið - 14.10.2019, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 14.10.2019, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2019 á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu HANDBOLTI Meistaradeild karla A-RIÐILL: Barcelona – Elverum .......................... 33:24  Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk fyrir Barcelona og Sigvaldi Björn Guðjónsson eitt fyrir Elverum. París SG – Celje Lasko ....................... 27:18  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði eitt mark fyrir PSG. C-RIÐILL: Tatran Presov – Sävehof.................... 23:28  Ágúst Elí Björgvinsson varði 12 skot í marki Sävehof. D-RIÐILL: GOG – Wisla Plock .............................. 28:27  Arnar Freyr Arnarsson skoraði 3 mörk fyrir GOG en Óðinn Ríkharðsson ekkert. Viktor Gísli Hallgrímsson lék í markinu. EHF-bikar karla 2. umferð, seinni leikur: Skjern – Alpla Hard ............................ 25:26  Björgvin Páll Gústavsson lék í marki Skjern en Elvar Örn Jónsson var ekki með vegna meiðsla. Patrekur Jóhannesson þjálfar liðið sem féll út í vítakeppni eftir 51:51 samanlagt. Meistaradeild kvenna B-RIÐILL: Perla Lublin – Esbjerg ....................... 22:28  Rut Jónsdóttir skoraði eitt mark fyrir Esbjerg. EHF-bikar kvenna 2. umferð, fyrri leikur: DVSC Schäffler – Leverkusen .......... 35:27  Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 5 mörk fyrir Leverkusen. Zvezda Zvenigorod – Skuru .............. 29:22  Eva Björk Davíðsdóttir skoraði 2 mörk fyrir Skuru. Þýskaland Füchse Berlín – Bergischer ............... 27:24  Arnór Þór Gunnarsson skoraði 3 mörk fyrir Bergischer og Ragnar Jóhannsson 1. Danmörk Ribe-Esbjerg – Bjerringbro/Silk ...... 30:26  Rúnar Kárason skoraði 9 mörk fyrir Ribe-Esbjerg, Gunnar Steinn Jónsson 5 og Daníel Ingason 3 en Þráinn Orri Jónsson skoraði ekki fyrir Bjerringbro/Silkeborg. Frakkland Bourg-de-Péage – Toulon .................. 26:26  Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skor- aði eitt mark fyrir Bourg-de-Péage en Mariam Eradze ekkert fyrir Toulon. Noregur Oppsal – Aker ...................................... 22:21  Thea Imani Sturludóttir skoraði 4 mörk fyrir Oppsal. Austurríki West Wien – Aon Fivers...................... 25:29  Guðmundur Hólmar Helgason skoraði 3 mörk fyrir West Wien. áttu stórskyttur liðsins slakan leik, skotin þeirra voru léleg, og Íris Björk í marki Valsara tók þær al- gjörlega úr jafnvægi. Valskonur þurfa framlag frá fleiri leikmönnum ef liðið ætlar sér að skáka Frömurum í baráttunni um Ís- landsmeistaratitilinn. Það voru ekki margir leikmenn Vals fullkomlega tilbúnir í alvörutoppslag og það sást best þegar Ágúst Jóhannesson, þjálf- ari Vals, fór að reyna hreyfa við sínu liði. Fram er með betur mannað lið en Valskonur en svo virðist vera sem margir leikmenn Framara séu hrein- lega hræddir við að mæta Valsliðinu og varnarleiknum sem liðið spilar. Samt sem áður er jákvætt hjá Fram að eiga ævintýralega slakan leik en hanga samt inni í leiknum, allan tím- ann.  Stjarnan er með fullt hús stiga eins og Valur eftir sigur á Aftureld- ingu, 27:16. Stjarnan gerði aðeins fimm mörk í fyrri hálfleik, Aftureld- ing var 8:5 yfir að honum loknum, en Garðabæjarkonur tóku öll völd í seinni hálfleik. Þórey Anna Ásgeirs- dóttir, Dagný Huld Birgisdóttir og Stefanía Theodórsdóttir gerðu 5 mörk hver fyrir Stjörnuna en Ana- maria Gugic skoraði 6 mörk fyrir Aftureldingu og Roberta Iv- anauskaite 4.  KA/Þór er í fjórða sæti eftir sig- ur á Haukum á Ásvöllum, 25:23, en Haukakonur sitja stigalausar á botn- inum við hlið Aftureldingar. Ásdís Sigurðardóttir skoraði 5 mörk fyrir Akureyringa, Martha Hermanns- dóttir, Martina Corkovic og Hulda Bryndís Tryggvadóttir 4 mörk hver. Berta Rut Harðardóttir skoraði 9 mörk fyrir Hauka og Guðrún Erla Bjarnadóttir 5.  HK og ÍBV skildu jöfn, 29:29, í spennuleik í Kórnum þar sem Eyja- konur voru yfir í hálfleik, 17:14. Val- gerður Ýr Þorsteinsdóttir og Jó- hanna Margrét Sigurðardóttir skoruðu 5 mörk hvor fyrir HK en Ester Óskarsdóttir gerði 10 mörk fyrir ÍBV. Meistararnir tóku Fram úr sambandi  Stjarnan og Valur með fullt hús stiga Morgunblaðið/Árni Sæberg Garðabær Anamaria Gugic hjá Aftureldingu reynir að komast fram hjá Stjörnukonunni Stefaníu Theodórsdóttur í leiknum á laugardag. Á HLÍÐARENDA Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Valskonur tylltu sér á toppinn í úr- valsdeild kvenna í handknattleik, Ol- ísdeildinni, þegar liðið vann eins marks sigur gegn Fram í toppslag deildarinnar í Origo-höllinni á Hlíð- arenda í fjórðu umferð deildarinnar á laugardaginn. Leiknum lauk með 19:18-sigri Vals í háspennuleik en staðan í hálfleik var jöfn, 10:10. Valskonur voru hvergi bangnar og mættu af fullum krafti inn í leikinn. Þær spiluðu afar þéttan varnarleik og Íris Björk Símonardóttir var mögnuð á milli stanganna en Íris varði 18 skot í leiknum, þar af eitt vítakast. Valskonur fengu ekki fram- lag frá mörgum sóknarlega á laug- ardaginn, aðeins fjórir leikmenn komust á markalistann, en það slapp til þegar flautað var til leiksloka. Framarar voru ólíkir sjálfum sér og liðið gerði hver sóknarmistökin á fætur öðrum. Liðið kastaði boltanum frá sér villt og galið undir restina og það var stundum eins og liðið vildi einfaldlega ekki vinna leikinn. Þá Frækinni framgöngu færeyska handboltaliðsins H71, undir stjórn Einars Jónssonar, í Áskorenda- bikar Evrópu í karlaflokki lauk í gærkvöld. H71 frá Hoyvík vann óvæntan sigur á Maribor Branik frá Slóveníu, 25:24, í fyrri viðureign liðanna í Höllinni á Hálsi í Þórshöfn á föstudagskvöldið. H71 náði um tíma sjö marka forystu í leiknum. Báðir leikirnir fóru fram í Fær- eyjum en í þeim seinni í gærkvöld tóku Slóvenarnir af skarið, voru yf- ir í hálfleik, 17:10, og sigldu örugg- um sigri í höfn, 31:24. vs@mbl.is Færeyska æv- intýrinu lokið Ljósmynd/Þórir Tryggvason Færeyjar Einar Jónsson og hans menn í H71 komu á óvart. Skammt er stórra högga á milli í maraþonheiminum en eftir ótrúlegt hlaup Eliud Kipchoge, sem hljóp maraþon á undir tveimur tímum á laugardag, eins og sagt er frá á næstu síðu, sló Brigid Kosgei 16 ára gamalt heimsmet í maraþoni kvenna í gær. Kosgei, sem er einnig frá Keníu, hljóp til sigurs í Chicago- maraþoninu á 2 klukkutímum, 14 mínútum og 4 sekúndum. Þar með bætti hún heimsmet hinnar bresku Paulu Radcliffe um 1 mínútu og 21 sekúndu, en það met setti hún í Lundúnamaraþoninu árið 2003. Kosgei sló sextán ára heimsmet AFP Heimsmet Brigid Kosgei kemur í mark í hlaupinu í Chicago. Haukar eru áfram ósigraðir í úr- valsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, eftir dramatískan sig- ur gegn Val, 25:24, á Hlíðarenda í sjöttu umferðinni á laugardaginn. Tjörvi Þorgeirsson fór mikinn í liði Hafnfirðinga og skoraði níu mörk en Magnús Óli Magnússon skoraði sjö mörk fyrir Val. Valsmenn voru með frumkvæðið í leiknum lengst af, en köstuðu sigr- inum frá sér á síðustu fjórum mín- útunum. Vandræði Valsmanna halda áfram en liðið hefur nú tapað þremur leikjum í röð. Haukar eru hins vegar á miklu skriði og líta vel út eftir ósannfærandi spilamennsku í upphafi móts.  Stjarnan lagði HK í uppgjöri liðanna sem voru í neðstu sætunum fyrir umferðina, 26:22, í Garðabæ, eftir að staðan var 13:13 í hálfleik. HK situr því eitt eftir á botninum, án stiga. Leó Snær Pétursson og Ari Magnús Þorgeirsson gerðu 6 mörk hvor fyrir Stjörnuna en Pétur Árni Hauksson skoraði 8 mörk fyr- ir HK. bjarnih@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlíðarendi Alexander Örn Júlíusson stöðvar Atla Má Báruson. Haukar léku Vals- menn grátt í lokin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.