Morgunblaðið - 14.10.2019, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2019
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13
Allar almennar
bílaviðgerðir
TANGARHÖFÐA 13
577 1313 - kistufell.com
BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ
Böðvar Páll Ásgeirsson
bodvarpall@mbl.is
Árni Grétar Jóhannesson, einnig
þekktur undir listamannsnafninu
Futuregrapher, fór í mars síðast-
liðnum af stað með nýja plötuútgáfu,
Móatún 7, sem gefur út smáskífur á
vínylformi, þ.e. sjö tommu vínylplöt-
ur. Árni stendur einn að útgáfunni,
sem gefur út raftónlist í takt við þá
sem Futuregrapher hefur látið frá
sér.
Árni stendur einnig að plötuútgáf-
unni Möller Records ásamt fleirum.
„Ég hafði gefið út nokkrar sjötomm-
ur í gegnum Möller en ákvað að
stofna nýja útgáfu sem gæfi ein-
göngu út sjö tommu vínylplötur,“
segir Árni. Hann hafi því ákveðið í
samráði við samstarfsmann sinn hjá
Möller Records, Frosta Jónsson, að
útgáfan myndi eingöngu einblína á
lengri plötur í framhaldinu.
„Margir erlendir vinir mínir vildu
gefa út lög í gegnum Möller en útgáf-
an var í rauninni einungis hugsuð fyr-
ir Íslendinga, fyrir fólk sem vantaði
aðstoð við að koma efninu sínu út. Ég
ákvað þá að slá tvær flugur í einu
höggi og leyfa erlendum vinum mín-
um að vera með,“ segir Árni. Því séu
flest verkin sem Móatún 7 hafi gefið
út eftir erlenda tónlistarmenn.
Fleiri hafa bæst við. „Það hafa stór
nöfn samþykkt að vera með í þessu.
Til að byrja með voru þetta bara vinir
mínir en svo eru alltaf einhverjir sem
finnst hugmyndin svöl,“ segir Árni og
á þar við að Móatún 7 gefur út glærar
vínylplötur. Árni nefnir til að mynda
hljómsveitina Plaid og Ochre, sem
hann segir stór nöfn í þessum bransa.
Til að setjast niður með pípuna
-Hvers konar tónlist gefur Móatún
7 út?
„Fyrir mörgum árum bjó ég til
orðið heiladans yfir þetta upp úr
enska orðinu „braindance“. Þetta er
raftónlist og þó að hún sé dansvæn
er þetta ekki það sem til dæmis
plötusnúðar spila. IDM er þetta kall-
að úti. Þetta er svona raftónlist til að
setjast niður með pípuna sína og
hlusta á,“ segir Árni.
Æskuheimilið
-Hvaðan kemur nafnið á útgáf-
unni?
„Móatún 7 er æskuheimili mitt á
Tálknafirði. Árið 1997 fékk ég að
vera með lítið útibú Þrumunnar, sem
var plötubúð í Reykjavík, í Móatúni 7
og af því að ég ákvað að gefa bara út
sjö tommu plötur datt mér í hug að
nota Móatún 7,“ segir Árni, sem
fannst það viðeigandi nafn.
Móatún 7 gefur aðeins út 20 til 30
plötur í hverri útgáfu og segir Árni
þær allar hafa selst upp í forsölu
hingað til. Þá kveðst hann selja þó
nokkurt magn á tölvutæku formi.
„Þetta áttu upphaflega að vera ein
til tvær útgáfur á mánuði en áhug-
inn hjá fólki, bæði að gefa út þarna
og að kaupa íslenska raftónlist á ví-
nyl, er það mikil að það selst alltaf
upp.“
Vinyl.is sér um framleiðslu á
plötunum og segir Árni möguleika
á endurútgáfu á einhverjum þeirra.
Hann segir u.þ.b. 90% kaupenda
platnanna vera að utan. „Þetta eru
miklir safnarar margir hverjir og
það eru nokkrir sem eiga alla ser-
íuna.“
Framtíðartónlistarmaður
Þó að flestir tónlistarmenn sem
gefi út undir nafni Móatúns 7 séu er-
lendir leynast íslenskir listamenn
þar líka. Sjálfur hefur Árni gefið út
undir listamannsnafni sínu og nýver-
ið kom út smáskífa frá Gugusar, 15
ára stúlku að nafni Guðlaug Sóley
Höskuldsdóttir sem Árni segir fram-
tíðartónlistarmann á sviðinu. „Möll-
er Records hefur síðustu árin veitt
rafheilaverðlaunin,“ segir Árni, en
þau verðlaun eru veitt besta raftón-
listarmanni Músíktilrauna á hverju
ári.
„Ég hef boðið upp á hljóðblöndun
og tónjöfnun á þremur lögum fyrir
þann sem hlýtur verðlaunin og í ár
var það hún. Svo var ég að vinna
þetta með henni og fannst þetta
ótrúlega flott sjálfum.“ Árni bauð
henni því að gefa lögin út hjá Móa-
túni 7 og fá þannig útgefna vínyl-
plötu í leiðinni.
Enn önnur plötuútgáfa Árna, I-
ntellitronic Bubble, hóf störf á árinu.
Að henni stendur einnig Lee Ant-
hony Norris, sem Árni segir goðsögn
í bransanum. „Ég var búinn að gefa
hann út hjá Móatúni 7 og hann var
alltaf að spyrja mig hvort ég gæti
gefið út stærri plötur, 10 eða 12
tommu,“ segir Árni og niðurstaðan
var að stofna nýja plötuútgáfu sem
gæfi út plötur í fullri lengd. „Þetta er
dansvænni tónlist sem við gefum út
þar. Þetta er stílað á electro-
plötusnúða.“
Morgunblaðið/Hari
Allar plötur uppseldar
Árni Grétar Jóhannesson stofnaði nýja plötuútgáfu í mars undir nafninu Móatún 7
Gefur út dansvæna raftónlist sem þó hentar vel til að hlusta á heima í sófanum
Útgefandi „Þetta er svona
raftónlist til að setjast niður
með pípuna sína og hlusta
á,“ segir Árni um tónlistina
sem Móatún 7 gefur út.
» Þau Woody Harrel-son, Emma Stone,
Abigail Breslin og Jesse
Eisenberg voru kát á
rauða dreglinum fyrir
helgi þegar uppvakn-
ingagrínhasarmyndin
Zombieland Double Tap
var frumsýnd í Regency
Village-kvikmyndahús-
inu í Westwood í Kali-
forníu. Sem fyrr segir af
hópi fólks sem glíma
þarf við hina lifandi
dauðu sem eru engin
lömb að leika sér við.
Framhald Zombieland frumsýnt í Kaliforníu
Prúðbúin Leikkonan og framleiðandinn Zoey Deutch á dreglinum.
Hress Woody Harrelson, Emma Stone, Abigail Breslin og Jesse Eisenberg, aðalleikarar myndarinnar.
AFP