Morgunblaðið - 18.10.2019, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Borgarstjórnsamþykktiá þriðjudag
samkomulag ríkis
og sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæð-
inu um skipulag og
fjármögnun upp-
byggingar á samgöngu-
innviðum á höfuðborgarsvæð-
inu til ársins 2033. Samþykktin
var með minnsta mögulega
mun, 12 atkvæðum borgarfull-
trúa meirihlutaflokkanna,
Samfylkingarinnar, Við-
reisnar, Pírata og Vinstri-
grænna, gegn 11 atkvæðum
borgarfulltrúa minnihluta-
flokkanna, Sjálfstæðis-
flokksins, Sósíalistaflokks Ís-
lands, Miðflokksins og Flokks
fólksins.
Fyrirvararnir sem settir
voru við samkomulagið til að
borgarstjórn samþykkti það
eru verulegir. Í fundargerð
borgarinnar segir að þeir séu
eftirfarandi: „Í fyrsta lagi að
fallið verði frá öllum fyrirætl-
unum um flýti- og umferðar-
gjöld, eða svokölluð veggjöld
sama hvaða nöfnum þau kunna
að nefnast. Í öðru lagi að
Keldnaland verði ekki selt til
hæstbjóðanda heldur úthlutað
til húsbyggjenda, verka-
mannabústaða og byggingar-
samvinnufélaga, þar með talið
byggingarsamvinnufélaga
leigjenda og annarra sem hafa
áhuga á að byggja sér húsnæði
þar. Í þriðja lagi að lagt verði
meira í borgarlínu og strætó og
að tryggt verði að almennings-
samgöngur verði byggðar upp
samkvæmt væntingum þeirra
sem nota þær.“
Þeir sem lesa þessa fyrir-
vara, þar með talið aðrir aðilar
samkomulagsins, hljóta að
velta því fyrir sér hvort
Reykjavíkurborg hafi í raun
samþykkt samkomulagið eða
hvort samþykktin er aðeins að
nafninu til. Þá hljóta þessar
efasemdir að magnast við það
að hluti meirihlutans, Samfylk-
ingin, Viðreisn og Vinstri-
grænir, leggur fram eina bók-
un við afgreiðslu málsins en
samstarfsflokkur þeirra í
meirihlutanum, Píratar, leggur
fram aðra. Í bókun Pírata er
hnykkt enn frekar á fyrir-
vörunum með því að segja að
nauðsynlegt sé að veggjöldin
vegi ekki „að þeim tekjulægstu
í samfélaginu né að friðhelgi
einkalífs“.
Sú ályktun sem draga má af
afgreiðslunni í borgarstjórn er
að þar sé enginn meirihluti fyr-
ir samkomulaginu. Atkvæða-
greiðslan var með minnsta
mögulega meirihluta, 12 at-
kvæði gegn 11, en þegar horft
er til þess að aðrir,
einkum tveir pírat-
ar, hafa miklar efa-
semdir og sam-
þykkja samkomu-
lagið í raun ekki
óbreytt, þá er ljóst
að Reykjavíkur-
borg stendur í besta falli af
hálfum hug að baki þessu sam-
komulagi.
Aðrir sem að samkomulag-
inu standa geta varla horft
framhjá afgreiðslu borgar-
innar á málinu, sér í lagi þegar
litið er til þess hver framganga
þessa borgarstjórnar-
meirihluta í samgöngumálum
hefur verið á liðnum árum.
Vinstri meirihlutinn í borg-
arstjórn úthlutaði fyrir tiltölu-
lega skömmum tíma lóðum fyr-
ir byggingar þar sem
hagkvæmast hefði verið að
leggja Sundabraut. Þetta lýsti
vel afstöðu borgarstjórnar-
meirihlutans til þess mikil-
væga samgönguverkefnis og
hefur sett það í algert uppnám
og skapað óvissu um hvort af
því verður á næstunni.
Þessi borgarstjórnarmeiri-
hluti hefur einnig hafnað allri
uppbyggingu vega innan borg-
arinnar sem gætu orðið til þess
að greiða fyrir umferð einka-
bíla. Ekkert bendir til að
breyting hafi orðið á afstöðu
meirihlutans að þessu leyti,
enda er ekki orð um það í bók-
unum meirihlutaflokkanna að
greiða eigi leið þessa vinsæl-
asta ferðamáta almennings í
borginni. Þvert á móti bóka
þessir flokkar að markmiðið sé
„að breyta ferðavenjum“ og að
þeir vilji „snúa af braut þeirrar
bílaborgar sem byggst hefur
upp síðustu áratugina“.
Í raun er deginum ljósara að
meirihlutinn í borginni hyggst
í engu breyta afstöðu sinni til
samgöngumála í borginni þrátt
fyrir þessa hálfgildings-
samþykkt á samgöngu-
samkomulaginu. Hann ætlar að
tína út úr því þá bita sem hon-
um hentar og koma kostn-
aðinum af því yfir á ríkið og hin
sveitarfélögin á svæðinu eftir
því sem unnt er. Rétt eins og
gert var þegar samið var við
ríkið um að hætta að fjármagna
vegakerfið í höfuðborginni
gegn því að auka framlög til
Strætó bs. Sú aðgerð hefur
engu skilað í fjölgun farþega
hjá Strætó en miklu í töfum
fyrir alla þá sem þurfa að
ferðast um borgina. Allar líkur
eru á að árangurinn af sam-
göngusáttmálanum verði litlu
eða engu betri undir stjórn nú-
verandi meirihluta í borginni,
en kostnaðurinn stefnir í að
verða margfalt meiri.
Meirihlutinn í
Reykjavík stendur
ekki heill að baki
samgöngu-
samkomulagi}
Samkomulag samþykkt
með fyrirvörum
Ó
hætt mun að fullyrða að víðtæk
samstaða ríkir í landinu um nauð-
syn þess að strengja öryggisnet
undir þá sem höllum fæti standa.
Almannatryggingum er ætlað að
gegna þessu hlutverki og eiga þær langa og
merka sögu. Engum blandast hugur um að að-
gerðir til að rétta hlut bágstaddra þurfa að vera
markvissar svo þær gagnist sem best. Þar ligg-
ur nauðsynin á að takmarka eða skerða
greiðslur til þeirra sem ekki verða taldir þurfa
þeirra með. Skerðingar á bótum almanna-
trygginga hafa hins vegar reynst fara fram úr
öllu hófi.
Dæmin blasa við. Skerðingar bóta almanna-
trygginga vegna atvinnutekna hefjast við krón-
ur 100 þús. á mánuði. Samanlögð skerðing og
skattlagning tekna á tekjubilinu 25 þús. til 570
þús. króna getur numið yfir 90%. Með þessu er fólki gert
nánast ókleift að bæta hag sinn með aukinni vinnu í krafti
sjálfsbjargarviðleitni sem hverjum manni er eðlislæg. Níu
krónur af hverjum tíu eru hirtar af fólki.
Fjármagnstekjur hafa umtalsverð áhrif á greiðslur frá
TR. Söluandvirði fasteigna, þar á meðal sumarhúsa, reikn-
ast sem fjármagnstekjur sem skerða bætur. Sama á við
um leigutekjur ef fólk er í aðstöðu til að leigja út frá sér til
að drýgja tekjur sínar. Langt er seilst gagnvart fólki með
því að reikna söluandvirði fasteigna, t.d. ef fólk kýs að
selja sumarbústað fjölskyldunnar, og leigutekjur skilyrð-
islaust til skerðingar á lífeyri. Fyrir þessu finna eldri borg-
arar og öryrkjar sem vilja bæta lífsafkomu
sína með því að minnka við sig í húsnæði með
því að selja eða leigja út frá sér. Fólki eru nán-
ast allar bjargir bannaðar.
Bætur almannatrygginga skulu breytast ár-
lega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Segir í
lögum um almannatryggingar að ákvörðun
þeirra skuli taka mið af launaþróun, þó þannig
að þær hækki aldrei minna en verðlag sam-
kvæmt vísitölu neysluverðs. Meginreglan er
skýr: Taka ber mið af launaþróun. Þessi hefur
samt ekki verið raunin mörg undanfarin ár.
Bætur hafa hækkað mun minna en sem nemur
launaþróun. Í þessu felst skipuleg og markviss
skerðing á kjörum þeirra sem njóta eiga bóta
almannatrygginga. Þær hafa ekki haldið í við
almenna kjaraþróun í landinu eins og hún
mælist í launabreytingum.
Þá eru ótaldar skerðingar sem hjón búa við sem nema
um eitt hundrað þúsund krónum á mánuði. Við hjónaskiln-
að myndi hagur hvors um sig batna um sem næst 50 þús-
und krónum á mánuði. Þetta skerðingaroffors gengur svo
langt að skjóti einstaklingur skjólshúsi yfir ættingja sem
þá yrði skráður á heimili hans missir hann bætur sem
svara til um 50 þúsund króna á mánuði. Að síðustu eru
bætur TR skertar verulega á móti greiðslum úr lífeyr-
issjóði þannig að fólk nýtur ekki sem skyldi þeirra iðgjalda
sem það hefur staðið skil á á starfsævi sinni.
Ólafur
Ísleifsson
Pistill
Skerðingar á skerðingar ofan
Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. olafurisl@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þessi grein er stærri en égátti von á, áður en ég fór íþessa vinnu, miklu fleirirekstraraðilar en ég átti
von á og afkoman ótrúlega góð,“
segir Vífill Karlsson, hagfræðingur
hjá Samtökum sveitarfélaga á Vest-
urlandi, þegar hann var spurður
hvað hefði komið mest á óvart við
niðurstöður skýrslu um staðbundið
mikilvægi garðyrkju á Íslandi.
Skýrsluna gerði Vífill fyrir
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
og birti hana í Deiglunni, ritröð at-
vinnuþróunarfélaganna, Byggða-
stofnunar og landshlutasamtakanna.
Meirihlutinn á Suðurlandi
Fram kemur í skýrslunni að
garðyrkjan velti 6,1 milljarði króna á
árinu 2017, samanborið við 73,2
milljarða veltu í öllum landbúnaði á
Íslandi og er fiskeldi þar meðtalið.
Tekjurnar höfðu aukist um 800
milljónir frá árinu 2008 eða um 13%
að raungildi. Hefur garðyrkjan vax-
ið hraðar en annar landbúnaður, að
fiskeldinu frátöldu.
Um 200 fyrirtæki eru í garð-
yrkju á Íslandi og fækkaði um 5,3%
á milli fyrrihluta rannsóknar-
tímabilsins og síðari hluta þess.
Sé litið til rekstrartekna garð-
yrkju eftir landshlutum er garð-
yrkjan umfangsmest á Suðurlandi
þar sem 67% veltunnar eru.
Vífill segir að garðyrkjan sé af-
ar mikilvæg atvinnugrein á Suður-
landi. Hún er nærri 1,5% af vinnslu-
virði landshlutans. Það er stærð sem
er sambærileg vergri landsfram-
leiðslu. Til samanburðar má geta
þess að hlutur sjávarafurða í landinu
öllu er 6,2% og ferðaþjónustu 8,6%.
Vissulega er vægi garðyrkjunnar
mun minna í öðrum landshlutum,
þannig að hlutfall hennar í landinu í
heild er mun minna.
Neysla grænmetis eykst
Afkoman í atvinnugreininni er
góð, samkvæmt athugunum Vífils.
Hann tekur fram að sveiflur séu í
þessum rekstri þannig að skoða
þurfi nokkur ár í röð til að fá fyllri
mynd. Hagnaðarhlutfall og arðsemi
heildarfjármagns er gott og fer vax-
andi. Batinn er meiri en í mörgum
öðrum atvinnugreinum.
Vífli reiknast til að landsmenn
borði að meðaltali 110 kíló af græn-
meti á ári, þegar leiðrétt hefur verið
fyrir fjölgun ferðafólks hérlendis og
ferðum Íslendinga til útlanda. Mark-
aðshlutdeild innlendu framleiðsl-
unnar hefur farið minnkandi eins og
sést í grafi með hliðargrein. „Neysla
á grænmeti er miklu meiri en ég átti
von á. Til samanburðar má geta þess
að kjötneyslan samsvarar 85 kílóum
á mann. Miðað við umræðu um holl-
ustu og umhverfismál og fjölgun
íbúa má búast við að neysla á græn-
meti aukist á næstu árum, ef til vill á
kostnað kjötmetis,“ segir Vífill og
bendir á að ímynd íslensks græn-
metis sé sterk, fólk beri því vel sög-
una.
Hægt að rækta miklu meira
„Eftir að hafa unnið við gerð
þessarar skýrslu er ég mjög bjart-
sýnn fyrir hönd garðyrkjunnar. Hún
á mikla möguleika til vaxtar, í fleiri
landshlutum en Suðurlandi. Ef þessi
atvinnugrein fengi sanngjarna
samninga við orkuframleiðendur
væri hægt að slá vel í klárinn þarna
og rækta miklu meira grænmeti í
gróðurhúsum um allt land,“ segir
Vífill Karlsson.
Miklir möguleikar til
vaxtar í garðyrkjunni
Þrátt fyrir að rekstrartekjur garð-
yrkjubænda hafi verið að aukast á
undanförnum árum, vegna auk-
innar framleiðslu, hefur innlenda
framleiðslan verið að tapa mark-
aðshlutdeild til innfluttra afurða.
Neysla eykst meira en framleiðsla.
Hlutdeildin var 27% á árinu 2017,
eins og sést á grafinu. Íslenskar
gúrkur standa best á markaðnum
með 99% hlutdeild. Salatið er
einnig að sækja í sig veðrið.
Aukning í
innflutningi
Markaðshlutdeild
íslensks grænmetis
2010-2018
90%
60%
30%
0%
’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18
48%
27%
75%
52%
Hlutdeild íslensks
grænmetis
Hlutdeild meðal
12 tegunda*
*Tólf helstu tegundir sem hér eru ræktaðar
Morgunblaðið/Hari
Á markað Gulrótum pakkað í garðyrkjustöðinni Jörfa á Flúðum. Um tveir
þriðju hlutar grænmetisframleiðslunnar koma af Suðurlandi.