Morgunblaðið - 18.10.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.10.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019 Styrmir Gunnarsson bendir á að„um þessar mundir séu þrír aðilar að framkvæma kannanir á fylgi flokka, þ.e. Gallup, MMR og Zenter-rann- sóknir.    Niðurstaðatveggja hinna síðarnefndu er mjög svipuð, tölur Gallup hafa verið ívið hagstæðari fyrir Sjálf- stæðisflokkinn.    En niðurstaða allra þriggja ergersamlega óviðunandi fyrir þennan 90 ára gamla flokk. For- ystusveit flokksins hefur aug- ljóslega tilhneigingu til að taka þessar niðurstöður ekki alvarlega.    Það geta orðið örlagarík mistök.Verði niðurstaða kosninga á svipuðum nótum mun þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fækka enn og líkur á endurheimtum meirihluta Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur nánast engar.    Það verður að bregðast við þess-ari stöðu og fyrstu viðbrögðin eiga augljóslega að vera ítarleg könnun á því hvað veldur því að flokkurinn hefur misst svo mjög traust kjósenda. Í ljósi slíkrar ít- arlegrar könnunar fer bezt á því að ræða svo málið fyrir opnum tjöldum.    Valhöll verður að taka þetta málalvarlega.“    Þetta er sjálfsagt rétt ábending.En hitt er líka vitað að kann- anir eru hverflyndar eins kvensan fræga. Og svo er kannski brýnna að viðurkenna vandann en að velta honum fyrir sér. Styrmir Gunnarsson Vandi að ræða vanda án vandræða STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Hvorug tveggja Bombardier-flugvéla sem Air Iceland Connect ákvað að selja á liðnu sumri hefur enn selst, að sögn Árna Gunnarssonar fram- kvæmdastjóra. Önnur flugvélin er af gerðinni Dash 8-200 og hin af gerð- inni Dash 8-400. „Það eru þreifingar hér og þar en hvergi komið 100%,“ sagði Árni um sölu vélanna. Félagið á nú sex Bombardier- flugvélar en búið er að laga manna- hald að því að gera út fjórar flugvélar, að sögn Árna. „Við erum búin að vera að því síðan í sumar. Þótt þessar vél- ar hafi verið í rekstri þá hafa þær ekki verið í fullri notkun. Við höfum almennt verið að laga reksturinn að breyttum markaðsaðstæðum,“ sagði Árni. Endurnýjun flugflotans Flugfélag Íslands, síðar Air Ice- land Connect, tók á móti fyrstu Bombardier Q-400 flugvél sinni 24. febrúar 2016. Þær geta borið allt að 76 farþega. Félagið hafði þá notað tvær minni Q-200 vélar í um áratug. Koma Q-400 vélarinnar þótti marka tímamót því með henni hófst form- lega endurnýjun á flugvélaflota fé- lagsins. Nýju flugvélarnar leystu Fokker-flugvélarnar af hólmi en þær höfðu þjónað félaginu mjög lengi. Hvorug Bombardier-vélanna seld  Air Iceland Connect er með tvær Bombardier-skrúfuþotur á söluskrá Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Bombardier Q 400 Vélarnar eru hljóðlátar og afkastamiklar. Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Gerið verðsamanburð 30% afsláttur af öllum vörum Við eigum AFMÆLI Guðni Einarsson Þór Steinarsson Þórunn Kristjánsdóttir Erla María Markúsdóttir Líklegt þykir að greint verði frá ákvörðun FAFT í dag um hvort Ís- land lendir á gráa listanum yfir lönd sem ekki hafa gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjár- mögnun hryðjuverka. „Lendi Ísland á gráa listanum get- ur það mögulega gerst í einhverjum tilvikum að það verði tafir á greiðslum. Ef þetta fer á versta veg trúum við því að samstarfsaðilar okkar taki á þessu af skynsemi,“ sagði Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors. „Ég trúi því að stjórnvöld séu búin að ganga það langt í þessu og að sú vinna sem eftir er taki ekki langan tíma. Þannig að ef við lendum á listanum þá verðum við ekki lengi á honum.“ Sæmundur Sæmundsson, for- stjóri Borgunar, segir að lendi Ís- land á gráa listanum og verði þar til lengri tíma þá geti það haft meiri áhrif. Það geti valdið öllum íslensk- um aðilum erfiðleikum þurfi þeir að stofna til nýrra viðskipta erlendis og slíkt geti orðið bæði flóknara og tek- ið lengri tíma. Hann kveðst vona að lendi Ísland á listanum þá verði það ekki til langframa. „Við eigum ekkert heima á þess- um gráa lista,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Al- þingi í gær. Hanna Katrín Friðriks- son alþingismaður spurði hvers vegna aðgerðir stjórnvalda í málinu væru ekki nægjanlegar því nú líti út fyrir að Ísland geti lent á gráum lista. Ágallarnir sem FAFT nefndi voru 51 og sagði Þórdís að svo sé litið á að búið sé að bæta úr þeim. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að ekki sé talið að það muni hafa veruleg áhrif lendi Ísland á gráa listanum, hvorki á stöðugleika né almenning. „Það er þó þannig að það hafa fá lönd sem standa jafnvel og við lent á svona lista. Fordæmin eru ekki fyrir hendi,“ sagði Áslaug. Hún sagði að íslensk stjórnvöld hefðu unnið að því hörðum höndum að bregðast við athugasemdum FAFT. Síðasta atriðið er innleiðing á nýju kerfi hjá lögreglunni. Lendir Ísland á gráa listanum?  Ákvörðun FAFT líklega tekin í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.