Morgunblaðið - 18.10.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019
✝ Sonja Backmanfæddist í
Reykjavík 26. ágúst
1938. Hún lést á
Líknardeild Land-
spítalans 5. október
síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ingimar Karls-
son og Alda Carl-
son. Sonja ólst upp á
barnmörgu heimili
hjá föðurömmu
sinni og afa, Jónínu Salvöru
Helgadóttur og Ernst Backman,
við Háaleitisveg 23, Reykjavík.
Eftirlifandi uppeldissystkini
hennar eru Ingibjörg Helga
Backman, f. 1930 og Valgeir
Backman, f. 1931. Sonja átti
fimm hálfsystkini í Bandaríkj-
unum og einn hálfbróður hér á
landi, Gunnar Ingimarsson, f.
1947.
Sonja giftist eftirlifandi eig-
inmanni sínum Birgi Ísleifi
Gunnarssyni, fyrrverandi seðla-
bankastjóra, 6. október 1956.
Þórarinn Úlfsson Grönvold, f.
1993.
3) Lilja Dögg Birgisdóttir,
starfar hjá Ás styrktarfélagi, f.
1970.
4) Ingunn Mjöll Birgisdóttir,
verkefnisstjóri hjá Menntasviði
Kópavogsbæjar, f. 1970, gift
Viktori Gunnari Edvardssyni,
söluráðgjafa hjá Sensa. Dætur:
Björg Sóley Kolbeinsdóttir, f.
1997; Edda Lilja Viktorsdóttir, f.
2004 og Katla Guðrún Viktors-
dóttir, f. 2009.
Barnabarnabörn Sonju og
Birgis eru alls sjö.
Sonja vann við skrifstofustörf
lengst af sínum starfsferli, fyrst
á Lögfræðistofu Páls S. Pálsson-
ar og síðan á skrifstofu Sjálf-
stæðisflokksins. Hún vann einnig
nokkur ár á lögfræðiskrifstofu
eiginmanns síns. Hjá Skóla Ísaks
Jónssonar vann hún sem skrif-
stofustjóri í tæpan aldarfjórðung
fram til ársins 2005. Sonja var
um árabil virk í starfi Sjálfstæð-
isflokksins og sat hún meðal
annars í stjórn Hvatar.
Útför hennar fer fram í Hall-
grímskirkju í dag, 18. október
2019, og hefst athöfnin kl. 15.
Börn þeirra eru:
1) Björg Jóna,
námsstjóri hjá
Listaháskóla Ís-
lands, f. 1957, gift
Má Vilhjálmssyni,
rektor Menntaskól-
ans við Sund. Dæt-
ur Bjargar eru
Sonja Bjarnadóttir,
f. 1982 og Ingibjörg
Jóhanna Bjarna-
dóttir, f. 1985. Dæt-
ur Más eru Vaka Másdóttir, f.
1983 og Harpa Másdóttir Fen-
ger, f. 1988, gift Sigurði Lúðvík
Stefánssyni.
2) Gunnar Jóhann, lögmaður,
f. 1960, giftur Sveinbjörgu Jóns-
dóttur, grafískum hönnuði. Börn
Gunnars eru Birgir Ísleifur
Gunnarsson, f. 1980, giftur Ernu
Bergmann; Unnur Elísabet
Gunnarsdóttir, f. 1984, í sambúð
með Þorgils Helgasyni; Katrín
Björk Gunnarsdóttir, f. 1994 og
Gunnar Freyr Gunnarsson, f.
2002. Sonur Sveinbjargar er Jón
Til mömmu.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf, Jesús, vertu hjá mér.
Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.
(Ásmundur Eiríksson)
Hvíl í friði.
Þínar tvíburadætur,
Lilja Dögg og Ingunn Mjöll.
Upp er runninn einn fegursti
dagur sumarsins. Leiðin liggur
austur á Þingvöll með manninum
sem nýgenginn er inn í líf mitt.
Þingvallavatn blikar bláma í allri
sinni dýrð og fuglar eru í óðaönn
að undirbúa lífsverkið. Blátt hlið
birtist í vegkantinum. Það er inn-
keyrslan að sumarbústað í Svína-
hlíðinni. Við keyrum niður stutta
malarbrekku. Í skógarrjóðrinu
lúrir fallegur bústaður. Ég er að
hitta tilvonandi tengdaforeldra
mína í fyrsta sinn. Við stígum út
úr bílnum og í mér blundar bæði
kvíði og eftirvænting. Kvíðinn
hverfur fljótt því á móti mér tekur
sterkur og hlýr faðmur þeirra
hjóna.
Ég finn strax að þetta eru engin
venjuleg hjón. Að baki öllu því fal-
lega í bústaðnum liggur samtaka-
máttur Sonju og Birgis. Hver
hlutur á sinn stað og natni og
næmi á fegurð einkennir umhverf-
ið. Sonju er umhugað að Fjallarós-
in sem stendur í brekkunni fyrir
neðan bústaðinn fái notið sólar svo
hún geti skartað sínu fegursta.
Henni er umhugað um hvernig
er lagt á borð, um hvað er rætt og
að það sem um er rætt skipti máli.
Tónlist og bækur skipa þar stóran
sess. Fram stígur Lilja Dögg
feimin og heilsar. Fjölskyldan hef-
ur eignast sinn stað í hjartanu á
mér.
Nú hefur bláa hliðinu verið hall-
að að baki Sonju. Eftir stöndum
við með fangið fullt af minningum.
Elsku Sonja, ég mun gæta að
Fjallarósinni. Takk fyrir allt.
Þín tengdadóttir, Sveinbjörg.
Sveinbjörg Jónsdóttir.
Fyrir nokkru síðan átti ég eng-
an veginn von á því að það lægi
fyrir mér nú á haustdögum að
skrifa minningarorð um hana
Sonju en það er nú staðan engu að
síður. Sonja var tengdamóðir mín
en þó fyrst og síðast vinur minn og
stórkostleg kona sem mér þótti
óskaplega vænt um. Þegar ég
kynntist Björgu og kom inn í fjöl-
skylduna fyrir margt löngu tók
hún mér með kurteisi og skemmti-
legri varúð. En það er erfitt að
lýsa Sonju svo vel sé. Hún var
glæsileg kona, klár og skemmti-
leg, sælkeri og snilldarkokkur.
Fjölskyldan var henni allt og fátt
fannst henni betra en að vera sam-
an með sínu fólki og okkur Björgu
þóttu stundirnar með þeim ein-
stakar.
Ég er afskaplega þakklátur
fyrir allan þann tíma sem við átt-
um saman og minningarnar ylja.
Ég er þakklátur fyrir hið hvers-
dagslega og að fá að vera þátttak-
andi í lífi Sonju. Ég minnist ótal
gæðastunda með Sonju og Birgi á
Fjölnisveginum og á ferðalögum
okkar. Þar má nefna óteljandi
ferðir í sumarbústaðinn þeirra við
Þingvallavatn, ferð allrar fjöl-
skyldunnar til Ítalíu í tilefni átt-
ræðisafmælis Birgis Ísleifs og
heimsóknir Sonju og Birgis í
Eplahúsið okkar í Normandí. Þá
var fátt notalegra en að heim-
sækja þau í athvarfið þeirra í Du-
nedin í Flórída. Einnig er mér of-
arlega í huga dásamleg ferð okkar
Bjargar með þeim til Danmerkur.
Þar gengum við um gamlar slóðir í
Kaupmannahöfn þar sem þau
sögðu okkur margar skemmtileg-
ar sögur af fyrri ferðum þeirra
þangað.
Það var aðdáunarvert að fylgj-
ast með því hversu vel hún hugs-
aði um Lilju Dögg, dóttur sína.
Hún var stöðugt að leita leiða til
að styrkja hana og efla í lífí sínu.
Sonja lagði áherslu á það að Lilja
Dögg fengi að fylgja henni í gegn-
um veikindi sín og það var sér-
staklega fallegt var að sjá Lilju
Dögg styðja við mömmu sína síð-
ustu vikurnar.
Hlýja og væntumþykja ein-
kenndi Sonju og það voru forrétt-
indi að fá að vera samferða henni
um stund. Hvíl í friði.
Már Vilhjálmsson.
Elsku amma mín. Orð fá ekki
lýst hversu sárt það er að þurfa að
kveðja þig. Fallegri og betri
ömmu var ekki hægt að hugsa sér.
Hjartað í mér er svo brostið, en á
sama tíma er ég svo þakklát fyrir
að hafa fengið að vera ömmustelp-
an þín. Við áttum dýrmætt sam-
band og þú kenndir mér svo
margt. Þú varst miklu meira en
amma mín, þú varst mín besta vin-
kona, svo sterk og flott fyrirmynd,
stórglæsileg alltaf, með hlýja
faðminn alltaf opinn, brosið og
óendanlega mikla ást. Þú sagðir
einhvern tímann að það ætti ekki
að geyma góðu orðin fyrir minn-
ingargreinar og við vorum dugleg-
ar að tala fallega saman. Þú varst
alltaf áhugasöm um allt sem ég
var að fást við hverju sinni og við
gátum rætt allt milli himins og
jarðar. Þú hafðir ákveðnar skoð-
anir á flestu enda sterkur per-
sónuleiki en umhyggja var alltaf
fremst í stafni og gleðin og hlát-
urinn sennilega þín aðalsmerki.
Þú varst engri lík.
Við dáðumst öll að því hvað þú
varst sterk og dugleg í gegnum
þessi stuttu og grimmu veikindi
elsku fallega amma mín og alltaf
náðir þú að hlæja í gegnum þetta.
Ég var svo heppin að fá að fylgja
þér síðustu stundirnar sem þú
varst með okkur og þær stundir
eru mér ómetanlegar. Þú vissir að
þú værir að fara og hélst fast í
mig. Á sama tíma náðir þú að sýna
þinn yndislega húmor og bros og
ótrúlegan styrk og yfirvegun.
Ég á svo margar yndislegar
minningar sem ylja mér í söknuð-
inum eftir þér elsku amma mín.
Þú varst svo stór hluti af lífinu
mínu. Það var alltaf gott og hlýtt
að vera í kringum þig og þú gerðir
allar stundir svo fallegar og
huggulegar. Þvílík forréttindi fyr-
ir okkur frændsystkinin að hafa
ömmu Sonju á skrifstofunni í Ís-
aksskóla. Við fengum þó engan af-
slátt í agamálum og kurteisi og
aðrir nemendur nutu líka góðs af
hlýjum faðmi ömmu Sonju. Fjöln-
isvegurinn er eitt stórt ævintýri
minninga sem munu alltaf lifa með
mér. Það var dásamlegt dekur að
fá að gista hjá ömmu og afa og ég
man svo vel hvernig þú söngst mig
í svefn. Huggulegar stundir í bú-
staðnum við Þingvallavatn þar
sem þú áttir hraunsúkkulaði fyrir
okkur og djassinn hljómaði úr
græjunum hjá afa. Jólaboðin á
Fjölnisvegi á jóladag voru svo
mikilvægur hluti af hátíðahöldum
okkar allra, fordrykkur klukkan
18 og svo sungin jólalög við undir-
leik afa á píanóinu. Allt svo skipu-
lagt, hátíðlegt og fallegt. Okkur
leiddist ekki heldur að fara saman
að kaupa föt og pæla saman í þeim
málefnum. Elsku Karítas og
Markús eru líka svo heppin að
hafa fengið að vera langömmu-
börnin þín og eiga dýrmætar
minningar um þig.
Familia Fjölnis, eins og við köll-
uðum okkur eftir Ítalíuferðina
ógleymanlegu, mun lifa áfram
sterk saman eins og þú lagðir
mikla áherslu á. Þú munt lifa
áfram í okkur öllum og við munum
halda minningunni um þig ljóslif-
andi elsku amma mín. Nú höldum
við utan um afa í þessari miklu
sorg og pössum hann vel. Þið afi
voruð mögnuð saman og hélduð
alltaf svo vel utan um okkur öll.
Ástarsagan ykkar er fallegt æv-
intýri og þið svo samrýnd fram á
hinstu stund.
Ég mun alltaf elska þig amma
og ég mun alltaf sakna þín.
Þín
Sonja.
Á fögrum sólskinsdegi síðasta
sumar hittumst við Sonja mág-
kona mín úti í garðinum sem um-
lykur húsið okkar og skartaði
hann sínu fegursta þennan dag.
Garðurinn var henni svo kær og
ófáum stundum hefur hún varið
þar, bæði til að njóta sem og að
leggja rækt við hann. Henni
fannst mikilvægt að hafa hann
sem fallegastan, blómum skrýdd-
an og vel hirtan, jafnvel þótt þrek-
ið til að vinna sjálf í honum hefði
minnkað á síðustu árum.
Þennan dag sagði hún mér að
hún hefði greinst með krabba-
mein, en hún var full bjartsýni og
sagðist ætla að vinna bug á því og
sigrast á meininu. Því miður fór
það á annan veg og hún varð að
lúta í lægra haldi núna í byrjun
október.
Við Sonja höfum búið í sama
húsi í rúm 63 ár, allt síðan hún gift-
ist Birgi bróður mínum. Þar höf-
um við deilt gleði- og sorgarstund-
um og öllu þar á milli eins og gerist
og gengur. Þar ólum við upp okkar
börn í sannkölluðu fjölskylduhúsi
og vegna tengslanna varð sam-
gangurinn mikill og börnin náin.
Síðastliðin tvö ár hafa verið
Sonju erfið vegna veikinda Birgis,
en hún stóð sem klettur við hlið
hans og studdi hann með ráðum
og dáð eins og hún hafði gert alla
þeirra hjúskapartíð.
Sonja var glæsileg kona og
smekkleg eins og heimili þeirra
bar vott um og bróðir minn er
gæfusamur að hafa átt hana sem
lífsförunaut. Ég er þakklát fyrir
kynnin og þau góðu áhrif sem
samveran við hana höfðu á fjöl-
skyldu mína.
Við Guðlaugur biðjum Guð að
blessa bróður minn, börnin þeirra
Sonju og fjölskyldur þeirra á þess-
um erfiðu tímum. Við sendum okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Lilja Jóhanna.
Elsku amma mín. Það er svo
margt sem mig langar að segja.
Svo ótrúlega margar minningar
sem koma upp í hugann. Það
fyrsta sem ég sé fyrir mér þegar
ég hugsa til þín er fallega einlæga
brosið þitt.
Hjá þér var líka alltaf best að
vera. Þegar ég var lítil stelpa
skipulagði ég dagana mína út frá
strætóferðum til þín og afa – hvort
sem það var að koma til ykkar í
kaffi eða einfaldlega til þess að
spjalla eða spila við þig. Við gátum
hlegið endalaust að klaufaskap
þínum í spilum. Ég kenndi þér
kleppara og þú varðst svo æst í
leiknum að ég tapaði meira að
segja stundum fyrir þér einfald-
lega vegna þess hve mikið við
hlógum.
Mér fannst ótrúlega gaman
þegar þú sagðir mér sögur, sér-
staklega þegar þú sagðir mér frá
ýmsu úr æsku þinni. Uppáhalds-
sagan mín er sagan um litlu kett-
lingana þína. Ég gat hlustað á þá
sögu endalaust og bað þig að segja
mér hana aftur og aftur þar sem
við kúrðum saman í rúminu þínu.
Við gátum spjallað í marga
klukkutíma alveg þangað til við
sofnuðum.
Elsku amma, þú varst svo
miklu meira en amma mín. Þú
varst alltaf fyrsta manneskjan
sem ég leitaði til, sama hvað bját-
aði á.
Ég leitaði óspart til þín í Ísaks-
skóla þegar þú starfaðir þar sem
skrifstofustjóri. Mér fannst æðis-
legt að hafa ömmu mína í skólan-
um. Þú varst nú samt ekkert mjög
ánægð með mig þegar ég sagði
kennaranum að ég þyrfti að fá að
skreppa á klósettið í kennslu-
stundum, en læddist í staðinn til
þín og faldi mig undir borðinu
þínu.
Þú varst alltaf tilbúin með
faðminn þinn og hikaðir ekki við
að kyssa mig og knúsa. Okkur
fannst svo merkilegt hversu sterk
tenging var á milli okkar. Þú
fannst alltaf á þér ef mér leið illa,
meira að segja án þess að tala við
mig. Stundum þegar þú hringdir
leið ekki á löngu áður en ég hafði
sagt þér allt sem mér lá á hjarta.
„Ég fann það á mér,“ sagðir þú
alltaf. Seinustu dagana þína uppi á
líknardeild sagðir þú við mig að þú
hefðir alltaf fundið á þér þegar ég
væri að koma til þín.
Ég mun aldrei gleyma síðustu
orðum þínum til mín. Þú straukst
á mér vangann, ég lagðist hjá þér
og þú sagðir mér hversu mikið þú
elskaðir mig – litlu stelpuna sem
þér þótti vænst um í öllum heim-
inum. Ég er ótrúlega þakklát fyrir
þessa stund, elsku amma. Þú varst
kletturinn okkar allra og svo ótrú-
lega sterk í þessum grimmu veik-
indum.
Þú munt alltaf vera í hjarta
mínu, elsku amma mín. Uppá-
haldsmanneskjan mín í öllum
heiminum og besta vinkona.
Hvíldu í friði elsku amma – ég finn
það á mér að þú vakir yfir mér.
Ástarkveðjur. Þín
Björg Sóley.
Í dag kveð ég fyrrverandi
tengdamóður mína, Sonju Back-
man.
Ég lagði mig alltaf fram við að
kalla Sonju frú Sonju. Mér hefur
ávallt fundist það tilheyra þessari
glæsilegu og góðu konu. Virðuleiki
og útgeislun heilluðu alla sem
kynntust henni. Seinna meir
reyndist frú Sonja dóttur minni
Björgu Sóleyju yndisleg amma.
Margar stundirnar sem Björg átti
á Fjölnisveginum og uppi í bústað
með afa og ömmu verða henni
ávallt dýrmætar. Ég er þakklátur
frú Sonju og Birgi fyrir þeirra
yndislegu ástúð og elsku í garð
dóttur minnar. Ég upplifði sam-
band Bjargar við ömmu sína sem
mjög sérstakt og náið. Margoft
dvaldi Björg á Fjölnisveginum við
prófundirbúning og lestur. Mér
leið vel þegar ég vissi af henni þar
hjá afa og ömmu, enda einstakur
andi og elska á þessu góða heimili.
Þegar móðir mín féll frá var
Björg aðeins tveggja ára gömul og
var eins og frú Sonja yrði enn
meira til staðar fyrir Björgu sem
amma og tók jafnvel að sér ömmu-
hlutverkið fyrir þær báðar.
Mér eru minnisstæð fyrstu
kynni mín af Frú Sonju fyrir um
30 árum. Ég fylgdi Ingunni til
matarboðs á Fjölnisveg 15 og búið
var að leggja á borð með mjög
miklum glæsibrag. Er ég settist
við borðið horfði ég á öll hnífapör-
in og hugsaði með mér: hvar á ég
að byrja og hvernig virkar þetta
eiginlega?
Frú Sonja hefur væntanlega
séð í mér óöryggið, stóð bak við
mig og hvíslaði í eyra mér: bara
byrja yst, Kolbeinn minn, og vinna
þig svo inn á við. Ró kom á hugann
er ég leit á frú Sonju og þá veitti
hlýja brosið hennar þessum tví-
tuga púka að vestan öryggi og
traust. Ég minnist frú Sonju sem
yndislegrar konu með auðmjúku
þakklæti fyrir allt sem hún hefur
gert fyrir mig og mína.
Ég votta Birgi Ísleifi, Björgu
Jónu, Gunnari Jóhanni, Ingunni
Mjöll, Lilju Dögg, Björgu Sóleyju,
hinum barnabörnunum, mökum
og barnabarnabörnum mína inni-
legustu samúð. Guð gefi ykkur
styrk á erfiðum tímum.
Kolbeinn Már Guðjónsson.
Það var erfitt að fá þær fréttir í
byrjun síðasta sumars að Sonja
hefði veikst alvarlega. Við trúðum
því alltaf að hún myndi ná sér og
því var það sárt að sjá henni hraka
og fá þær fréttir að hún hefði and-
ast hinn 5. október. Sonja hefur
alla tíð verið stór og mikilvægur
hluti af lífi okkar systkinanna,
enda bjó hún í húsinu þar sem við
ólumst upp og stofnaði þar eigin
fjölskyldu með Birgi, móðurbróð-
ur okkar.
Fjölnisvegurinn var sannkallað
ættaróðal á æskuárum okkar þar
sem þau systkinin bjuggu ásamt
ömmu okkar Jórunni. Samskiptin
urðu því mikil og tengslin náin,
þar sem börn og barnabörn Sonju
og Birgis urðu vinir okkar og leik-
félagar. Sem börn og unglingar
vorum við því tíðir gestir á heimili
þeirra eða sumarbústaðnum við
Þingvallavatn og vörðum þar oft
löngum stundum við ýmsa leiki
sem krökkum og unglingum dett-
ur í hug eða hlustuðum á tónlist
sem var stór þáttur í lífi þeirra
hjóna. Við fundum ávallt fyrir
væntumþykju af hálfu Sonju og
það var alltaf gott að koma upp á
miðhæð.
Frá henni streymdi hlýja og
hún hafði einstaklega þægilega
nærveru. Minningarnar hrannast
upp og við skynjum þá gæfu að
hafa fengið að alast upp í þessu
nána fjölskylduumhverfi.
Samskiptin minnkuðu eftir að
við fluttum að heiman en samt
náðum við að halda þeim áfram á
hátíðum og viðburðum í fjölskyld-
unni. Þær stundir voru ávallt
gleðilegar og gefandi. Sonja var
glæsileg og skemmtileg kona sem
gaman var að umgangast og átti
auðvelt með að koma viðstöddum í
gott skap með sögum og smitandi
hlátri. Á seinni árum tók hún svo
tæknina í sína þjónustu og skráði
sig á Facebook, sem gaf okkur
aukin tækifæri á gefandi sam-
skiptum við hana.
Við erum þakklát fyrir að hafa
kynnst henni á þennan hátt og
minningin um hana lifir með okk-
ur um ókomna tíð.
Við biðjum Guð að blessa Birgi,
Björgu Jónu, Gunnar Jóhann,
Ingunni Mjöll, Lilju Dögg og fjöl-
skyldur þeirra. Við sendum þeim
öllum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Stefán, Jórunn Sjöfn
og Halla Sif.
Með sorg í hjarta rita ég þessi
minningarorð.
Síðustu vikurnar í lífi Sonju,
vinkonu minnar, voru með ólíkind-
um erfiðar. Hún greindist með
krabbamein í júnímánuði – fór í
skurðaðgerð síðast í júlí, síðan í
geislameðferð en eftir það var hún
fárveik. Síðustu viku lífs síns
dvaldi hún á líknardeild Landspít-
alans, þar sem Birgir hennar hafði
dvalið um tíma. Sú samvera var
þeim báðum mikils virði. Þó náði
Sonja ekki að lifa 63. brúðkaups-
afmæli þeirra hjóna, sem búið var
að undirbúa, en hún sofnaði dag-
inn áður.
Sonja, sem var alltaf hress og
hafði verið Birgi stoð og stytta í
hans mikilvægu störfum í þágu
lands og þjóðar og ekki síst í hans
alvarlegu veikindum síðustu árin,
er nú öll. Ég sakna vinkonu minn-
ar en geymi ótal minningar um
samveru okkar um áratuga skeið.
Kynni okkar hófust er við vor-
um báðar ungar og ástfangnar
upp fyrir haus. Báðar byrjaðar að
vinna.
Strákarnir okkar voru bekkjar-
bræður í MR, en í bekknum var
einnig Magnús V. Ármann
(Maggi) og mynduðu þeir vinahóp,
ásamt okkur Sonju og Helgu hans
Magga. Sú vinátta hefur haldist
stöðug allt okkar æviskeið, en nú
hefur myndast skarð í hópinn.
Við Sonja gengum báðar í
hjónaband fyrir tvítugt og byrjuð-
um báðar strax að búa, þótt húsa-
kynnin væru í upphafi þröng. Við
vorum ung og ástfangin.
Í hug mér koma nokkrar ljóð-
línur, sem mér finnst eiga við hér.
Þær urðu til á árum tilhugalífs og
rómantíkur:
Þau voru tvær sálir sem leituðu lífsins
logandi af hita og þrá.
En forlögin höfðu fastákveðið
hvað fyrir þeim báðum lá.
Þau áttu að elskast og aldrei að skilja
ekkert gat hindrað það.
Svo átti dauðinn að lífinu loknu
að láta þau fylgjast að.
Þegar Sonja og Birgir eignuð-
ust sitt fyrsta barn, hana Björgu
Jónu, kom strax í ljós hvað Sonja
var mikil mamma. Þessa eigin-
leika nutu börnin hennar, tengda-
börnin og fjölskyldan öll alla tíð.
Aðdáunarverð var umhyggja
hennar fyrir Lilju Dögg, sem
þurfti sérstakrar umönnunar við
og þeim hjónum tókst að koma í
öruggt skjól.
Við nutum lífsins saman. Fórum
í ferðir í sumarbústaði og veiði.
Fastir liðir vinatengsla okkar voru
t.d. fjölskylduboðin hjá Birgi og
Sonju á jóladag og boðin hjá okkur
á nýársdag. Ógleymanlegar eru
mér allar sumarleyfisferðirnar
sem við fórum með þeim utan um
Sonja Backman