Morgunblaðið - 18.10.2019, Blaðsíða 13
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Boris Johnson, forsætisráðherra
Bretlands, náði nýju brexit-sam-
komulagi við leiðtoga Evrópusam-
bandsins í gær en mikil óvissa er um
hvort neðri deild breska þingsins
samþykki hann í atkvæðagreiðslu
sem fer fram á morgun.
Johnson og Jean-Claude Juncker,
forseti framkvæmdastjórnar ESB,
skýrðu frá nýja samningnum nokkr-
um klukkustundum áður en tveggja
daga fundur leiðtoga ESB-ríkjanna
hófst í gær. Juncker sagði að þar
sem nýr samningur hefði náðst væri
ekki þörf á að fresta útgöngu Bret-
lands úr ESB sem á að taka gildi 31.
október. Hafni breska þingið samn-
ingnum á Johnson að óska eftir því
að útgöngunni verði frestað um þrjá
mánuði og leiðtogar ESB-ríkjanna
þyrftu þá að samþykkja frestunina.
Umdeildu ákvæði breytt
Samþykki breska þingið samning-
inn er hann mikill sigur fyrir John-
son sem hafði ítrekað fengið þau
skilaboð frá leiðtogum ESB að ekki
kæmi til greina að gera nýjan samn-
ing um útgönguna og verða við kröfu
forsætisráðherrans um að fella niður
umdeilt ákvæði í brexit-samningi
Theresu May um írsku landamærin.
Ákvæðið fól í sér að Norður-Írland
yrði í tollabandalagi ESB þar til
samið yrði um annað. Nýi samning-
urinn er að mestu samhljóða fyrri
samningnum, sem breska þingið
hafnaði þrisvar, að öðru leyti en því
að ákvæðinu umdeilda var breytt.
Samkvæmt nýja samningnum á
allt Bretland að ganga úr tollabanda-
lagi ESB og landið getur því gert
viðskiptasamninga við önnur ríki.
Norður-Írland verður áfram laga-
lega hluti af breska tollsvæðinu en á
að lúta tollareglum Evrópusam-
bandsins. Ekki verður tekið upp
eftirlit á landamærum Írlands og
Norður-Írlands heldur verður komið
á tollalandamærum milli Norður-Ír-
lands og eyjunnar Stóra-Bretlands.
Vörur sem koma frá öðrum hlutum
Bretlands verða tollskoðaðar á
komustöðunum á Norður-Írlandi.
Ekki verður þó sjálfkrafa skylt að
greiða tolla af þeim öllum því að
samningurinn kveður á um að Bret-
ar og Evrópusambandið stofni sam-
eiginlega nefnd sem á að ákveða
hvaða vörur séu líklegar til að fara
frá Norður-Írlandi til Írlands og eigi
að vera tollskyldar. Lagður verður
tollur á þær vörur þegar þær koma
til Norður-Írlands en hann verður
endurgreiddur ef þær fara ekki til
Írlands. Bretar eiga að annast toll-
gæsluna en ESB hefur rétt til að
hafa eftirlit með henni.
Reglur Evrópusambandsins um
matvæli, iðnvarning og virðisauka-
skatt á vörur eiga að gilda á Norður-
Írlandi. Ef þing Norður-Írlands
hafnar ákvæðum samningsins eiga
þau að falla úr gildi tveimur árum
síðar.
Vill nýtt þjóðaratkvæði
Norðurírski flokkurinn DUP, sem
hefur stutt stjórn Íhaldsflokksins,
kvaðst ekki geta stutt nýja samning-
inn. Flokkurinn telur samninginn
geta skaðað efnahag N-Írlands og er
andvígur því að aðrar reglur gildi
þar en í öðrum hlutum Bretlands.
Leiðtogar Verkamannaflokksins,
Skoska þjóðarflokksins og Frjáls-
lyndra demókrata gagnrýndu einnig
samninginn. Jeremy Corbyn, leið-
togi Verkamannaflokksins, sagði að
nýi samningurinn væri verri en sá
fyrri og sagði að eina leiðin til að
leiða brexit-deiluna til lykta væri að
efna til nýrrar þjóðaratkvæða-
greiðslu um útgönguna. Hugsanlegt
er að tillaga um nýtt þjóðaratkvæði
verði lögð fram í neðri deild þingsins
á morgun en óljóst er hvort hún nýt-
ur nógu mikils stuðnings þar.
Fjölgar uppreisnarmönnunum?
Talið er að mjög tvísýnt sé um af-
drif samningsins á breska þinginu.
Greiði þingmenn DUP atkvæði gegn
honum gætu uppreisnarmenn í
Verkamannaflokknum ráðið úrslit-
um. Fimm þingmenn flokksins
greiddu atkvæði með brexit-samn-
ingi May en talið er að nýi samning-
urinn geti fengið meiri stuðning í
flokknum. Fyrr í mánuðinum undir-
rituðu 19 þingmenn flokksins bréf
þar sem leiðtogar ESB voru hvattir
til að gera nýjan samning við John-
son og ef þeir greiða allir atkvæði
með honum er líklegt að hann verði
samþykktur, að sögn fréttaskýranda
The Telegraph í gær. Johnson
kvaðst vera mjög vongóður um að
samningurinn fengi nægan stuðning
á þinginu.
Tvísýnt um afdrif nýja samningsins
Boris Johnson kveðst vera vongóður um að breska þingið samþykki brexit-samning við Evrópusam-
bandið DUP hafnar samningnum Uppreisnarmenn í Verkamannaflokknum gætu ráðið úrslitum
AFP
Mikill sigur fyrir Johnson? Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Jean-Claude Juncker, forseti fram-
kvæmdastjórnar ESB, og Michel Barnier, samningamaður ESB, kynna nýjan brexit-samning í Brussel.
Boris Johnson lagði
fram nýjar tillögur
að lausn á deilunni
um írsku landamærin
Samningaviðræðurnar um brexit
Heimild: Fréttastofa AFP
31
Útgöngudagurinn
Viðræður hófust að
nýju milli ESB og Breta
en tillögum Johnsons
var hafnað
1718
Jean-Claude Juncker,
forseti framkvæmdastjórnar
ESB, og Johnson tilkynntu
nýjan brexit-samning
19
Þing Bretlands greiðir
atkvæði um samninginn
11 Leiðtogar ESB-ríkjanna sam-
þykktu viðræður
um mála-
miðlunina
OKTÓBER 4
Framkvæmdastjórn
ESB sagði að tillögurnar
gætu ekki verið
grundvöllur að
brexit-samningi
72
Leiðtogafundur ESB
10
Johnson og
Leo Varadkar,
forsætisráðherra
Írlands, boðuðu
málamiðlun
í deilunni um
landamærin
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019
DUP, Lýðræðislegi sambands-
flokkurinn, er aðeins með tíu
sæti af 650 í neðri deild breska
þingsins en gæti ráðið úrslitum
í atkvæðagreiðslu á morgun um
nýjan brexit-samning bresku
stjórnarinnar við Evrópusam-
bandið.
Ríkisstjórn Íhaldsflokksins
hefur þurft að reiða sig á stuðn-
ing þingmanna DUP frá kosn-
ingunum árið 2017 þegar hann
missti meirihluta sinn á
þinginu. Til að tryggja sér
stuðning DUP samþykkti stjórn-
in að auka fjárframlögin til
Norður-Írlands um milljarð
punda, jafnvirði rúmra 160
milljarða króna.
Presturinn Ian Paisley stofn-
aði DUP árið 1971 og flokkurinn
er íhaldssamur í efnahags- og
samfélagsmálum. Hann hefur
verið þekktur fyrir beinskeyttan
málflutning og stífni í samn-
ingaviðræðum.
Síðustu fjögur árin hefur DUP
verið undir forystu Arlene Fost-
er, sem er 49 ára og hefur átt
sæti á þingi Norður-Írlands frá
2003. Hún fór ekki varhluta af
átökum lýðveldissinna og sam-
bandssinna á Norður-Írlandi
þegar hún var barn því að faðir
hennar var lögreglumaður og
særðist alvarlega þegar reynt
var að ráða hann af dögum í
árás sem gerð var að næturlagi
á heimili hans. Hún lifði af
sprengjuárás Írska lýðveldis-
hersins (IRA) á skólabíl þegar
hún var unglingur en stúlka sem
sat nálægt henni særðist alvar-
lega.
Smár en
áhrifamikill
ATKVÆÐI DUP VEGA ÞUNGT
Leiðtogi Arlene Foster fer fyrir DUP.
Stjórnvöld í Tyrklandi hafa sam-
þykkt að gera hlé í fimm daga á árás-
um á yfirráðasvæði Kúrda í norðan-
verðu Sýrlandi og ætla að stöðva
hernaðinn alveg ef Kúrdar sam-
þykkja að senda herlið sitt af
öryggissvæði sem Tyrkir ætla að
koma á sunnan við landamærin að
Tyrklandi.
Mike Pence, varaforseti Banda-
ríkjanna, skýrði frá þessu eftir fund
hans með Recep Tayyip Erdogan,
forseta Tyrklands, í Ankara. Pence
sagði að Bandaríkjastjórn myndi af-
nema refsiaðgerðir sínar gegn tyrk-
neskum embættismönnum og ráðu-
neytum ef Tyrkir stöðvuðu
hernaðinn alveg.
Gert er ráð fyrir því að öryggis-
svæðið nái um 32 kílómetra suður
fyrir landamæri Tyrklands. Pence
sagði að Bandaríkjamenn myndu
vinna með Kúrdum til að greiða fyrir
því að brottflutningur herliðs þeirra
af svæðinu gengi vel fyrir sig. Herlið
Kúrda í Sýrlandi kvaðst vera tilbúið
að gera hlé á árásum sínum.
Tyrkir gera hlé á
árásum í fimm daga
Hætta hernaði
ef Kúrdar fara af
öryggissvæði
AFP
Árásum hætt? Mike Pence, vara-
forseti Bandaríkjanna, í Ankara.
Skattskrár vegna álagningar 2018
(tekjur ársins 2017) og virðisaukaskattskrár
vegna tekjuársins 2017 verða lagðar fram
18. október 2019
Skrárnar, sem sýna álagða skatta og gjöld á gjaldendur í hverju
sveitarfélagi, eru lagðar fram á viðkomandi starfsstöðvum
ríkisskattstjóra eða á sérstaklega auglýstum stöðum dagana 18. október
til og með 1. nóvember 2019. Framlagning skattskráa er samkvæmt
ákvæðum 2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003 og 46. gr. laga nr. 50/1988.
18. október 2019