Morgunblaðið - 18.10.2019, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019
✝ Dóróthea Jóns-dóttir fæddist í
Reykjavík 1. nóv-
ember 1925. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Grund 6.
október 2019.
Foreldrar Dóró-
theu voru Jón Sig-
urpálsson (1886-
1963) kaupmaður
og Guðrún Tómas-
dóttir (1900-1990).
Dóróthea var næstelst fjögurra
systkina, en önnur systkini eru:
Margrét (1922-2005), Guðrún
Erna (Edda), f. 1930, og Tómas
Sigurpáll (1933-1995).
Árið 1950 giftist Dóróthea
Kjartani Gunnarssyni apótek-
ara (1924-2003), syni Guðlaugar
Kvaran (1895-1985) og Gunnars
Sambýliskona Kormáks er Sif
Þórisdóttir. 4) Guðrún, f. 1964.
Unnusti Úlfar Snær Arnarson.
Börn hennar eru a) Dóra Júlía,
f. 1992, b) Helga Margrét, f.
1998, og c) Hans Trausti, f.
2000.
Dóróthea stundaði nám í pí-
anóleik í Tónlistarskólanum í
Reykjavík og lauk seinna píanó-
kennaraprófi. Hún starfaði sem
gjaldkeri á Símanum og í Bún-
aðarbankanum þar til börnin
fæddust en var síðan heimavinn-
andi í mörg ár. Hún var einn af
fyrstu kennurum Tónlistarskóla
Borgarfjarðar, en þangað flutt-
ist fjölskyldan þegar Kjartan
stofnaði Borgarness Apótek ár-
ið 1964. Þegar þau Kjartan flutt-
ust aftur til Reykjavíkur, eftir
tólf ára veru í Borgarnesi, starf-
aði hún í lyfjaheildsölu sonar
síns, Gunnars, um margra ára
skeið.
Útför Dórótheu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 18. októ-
ber 2019, og hefst athöfnin kl.
11.
Andrew (1891-
1970).
Börn þeirra eru:
1) Guðlaug, f. 1954.
Maki Fjölnir Ás-
björnsson. Dætur
Guðlaugar eru: a)
Hildur, f. 1979.
Maki Hreiðar Levý
Guðmundsson, dæt-
ur: Soffía Dóra og
Saga; b) Nanna, f.
1988, maki Snorri
Guðmundsson. Dóttir þeirra er
Vaka. 2) Gunnar, f. 1959. Maki
Asia Lanoszka. Hann á synina a)
Hauk, f. 1988, og b) Kjartan, f.
1995. 3) Sigurður Árni (1960-
2015). Ekkja hans er Sólborg
Hreiðarsdóttir og eiga þau syn-
ina a) Kjartan, f. 1982, b) Kára,
f. 1992, og c) Kormák, f. 1995.
Mig langar í fáum orðum að
minnast Dórótheu móðursystur
minnar sem var alltaf kölluð
Dóra. Hún lést hinn 6. október
sl. á Dvalar- og hjúkrunarheim-
ilinu Grund.
Það er margs að minnast þeg-
ar ég hugsa til baka. Minnis-
stætt er þegar ég heimsótti
ömmu Guðrúnu á „Hæðó“, þá
hljóp ég oft yfir í Mosgerði til að
heimsækja Dóru og litlu frænku
mína, hana Guðlaugu sem er sjö
árum yngri en ég og ég var mjög
spennt að sjá. Alltaf var mér vel
tekið þegar ég heimsótti Dóru
og Kjartan í Mosgerðið. Þau
fluttu síðar í Borgarnes þegar
Kjartan fékk þar lyfsöluleyfi og
stofnaði Borgarnes-apótek. Ég
kom oft ásamt eiginmanni mín-
um við hjá Dóru og Kjartani á
heimili þeirra í Borgarnesi. Í
Borgarfirðinum áttum við hjónin
nefnilega bústað skammt frá.
Dóra var alltaf hjálpleg og gott
að leita til hennar ef á þurfti að
halda. Ég minnist þess með
þakklæti þegar við Tómas mað-
urinn minn vorum að byggja
raðhús í Kambaselinu hér á ár-
um áður.
Þá stóð tímabundið illa á hjá
okkur peningalega. Ég leitaði þá
ásjár Dóru frænku sem tók mér
vel og hjálpaði hún okkur með
þeim orðum að við þyrftum ekki
að hafa neinar áhyggjur af að
borga strax, við mættum borga
eftir okkar hentugleikum. Svona
var Dóra alltaf raungóð.
Dóra var glettin og alltaf stutt
í stríðnina. Hún þurfti að leita
sér lækninga á Heilsuhælinu í
Hveragerði sem henni fannst á
við bestu utanlandsferðir. Þá
sendi hún móður minni, Eddu,
nokkrum sinnum sprenghlægi-
leg póstkort frá Hveragerði. Til
dæmis var eitt þeirra með mynd
af konu og dreng að reka kýr á
undan sér; þá skrifaði hún að
þau Siggi litli sonur hennar
væru búin að ráða sig í kaupa-
vinnu eins og sjá mátti á póst-
kortsmyndini. Þetta var drep-
fyndið, það var alltaf gaman að
fá póstkort frá Dóru frænku.
Elsku Guðlaug, Gunnar og Guð-
rún. Það er sárt að sjá á eftir
foreldrum sínum en minningin
um Dóru frænku mun alltaf lifa
með mér.
Guðrún Þórdís
Axelsdóttir.
Fyrstu minningar mínar um
Dórótheu Jónsdóttur eru um
glæsilega, glaðlega, fróða og af-
skaplega skemmtilega konu sem
bar fyrir mig krásir af öllu tagi
við þetta tækifæri. Sérstaklega
man ég þó eftir heimagerðum ís,
en hann var ólýsanlegur og ég
get enn kallað fram bragð hans í
minningunni.
Eins man ég eftir heimili
hennar sem afar glæsilegu og
fjölbreyttu með yfirbragði sem
minnti helst á hefðarsetur og
klæðnaður hennar og útlit var í
samræmi við það, afskaplega
glæsilegur og bar af.
Dóróthea, eða amma Dóra
eins og mér varð tamt að tala um
hana, var einstök kona. Hún var
að mestu sjálfmenntuð en talaði
og las frönsku, ensku og dönsku
áreynslulaust, bjargaði sér vel í
þýsku og hafði lært spænsku af
sjálfsdáðum. Íslenskukunnátta
hennar var afburðagóð og alltaf
hægt að leita til hennar um að-
stoð. Hún var vel að sér í ótrú-
legustu greinum bókmennta og
sögu og fylgdist vel með á líð-
andi stund.
Hún spilaði á píanó og ekki
nóg með það heldur tók hún
nemendur og kenndi þeim píanó-
leik, en hún hafði lokið píanó-
námi og síðar einnig námi í pí-
anókennslu. Hér má nefna að
hún var einn af fyrstu kennurum
Tónlistarskólans í Borgarnesi,
en þar bjó fjölskyldan um 12 ára
skeið. Mér fannst ávallt gaman
að rabba við hana þar sem aldrei
var komið að tómum kofunum
hjá henni, hún var lifandi í sam-
ræðum og fróð um ótrúlegustu
efni en alltaf tilbúin að bæta við
nýrri þekkingu. Hún var glettin
og átti mjög auðvelt með að
beita fyrir sig góðlátlegri stríðni
við sína nánustu. Við áttum því
oft skemmtilegar stundir.
Á síðari árum og eftir að
Kjartan eiginmaður hennar féll
frá skyndilega tókst ég á hendur
nýtt hlutverk með henni, en það
var að fylgja henni á sinfóníutón-
leika, en þau Kjartan höfðu verið
áskrifendur að tónleikum árum
saman.
Í upphafi var þetta óreglulegt
enda hún afskaplega ern og dug-
leg og fékk oft vinkonu, í stað
mín, með sér á tónleikana en
smám saman færðist mitt hlut-
verk í að verða aðstoðarmaður
hennar þegar líkamlegir burðir
hennar fóru að dala. Síðustu árin
voru í glöðu föruneyti á dvalar-
og hjúkrunarheimilinu Grund.
Þó að henni liði afar vel á Grund
var hún þó alltaf á leiðinni heim
á ný og hún leit á dvölina sem
tímabundna. Dóróthea lést að-
faranótt 6. október sl. tæplega
94 ára gömul.
Fjölnir Ásbjörnsson.
Samfélagið gengur út á
áhrifavalda sem eru frægir fyrir
að vera léttklæddir og í djamm-
pósum.
Alvöruáhrifavaldar í lífi
manns eru sjaldgæfir og hafa
mjög markandi áhrif á líf hvers
og eins. Í dag kveð ég einn
stærsta áhrifavald í lífi minu
þegar ég var ungur maður og
rétt að byrja fóta mig í lífinu.
Hún Dóra mín er farin.
Hún réð mig í vinnu þegar ég
var 20 ára þegar hún „keypti“
mig frá öðru fyrirtæki og hafði
óendanlega mikla trú á mér fyrst
hún ákvað að gera það. Hún var
mér sem móðir og reyndist mér
ómetanleg og öll fjölskyldan
hennar tók mér sem einum
þeirra, sem var mjög sérstök og
einstök tilfinning. Ég hugsaði
oft: „Vá, ég er hluti af fjöl-
skyldu“ á sama tíma og ég var
aðeins fátækur á því sviði á mínu
heimili.
Núna er hún Dóra loksins
sameinuð honum Kjartani sín-
um. Þau voru einstök sómahjón
og fyrirmynd mín um hvað
hjónaband var og ætti að vera og
langaði mig alltaf að upplifa að
vera í þannig hjónaband ástar,
virðingar og vináttu. Ég horfði
alltaf á þau sem eitt og þau voru
alvöruhjón eins og hjón eiga að
vera og það er sjaldgæft að sjá
það og upplifa það.
Takk Dóra mín fyrir að hafa
alltaf trú á mér, sérstaklega þeg-
ar ég hafði ekki sömu trú gagn-
vart sjálfum mér. Vinskapur
okkar var alltaf meira en bara að
vinna saman og ég hef og mun
bera vinskap okkar í hjarta mínu
alla mína ævi.
Guðlaugu, Gunnari og Guð-
rúnu og fjölskyldu þeirra sendi
ég fyrir hönd fjölskyldu minnar
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur og Guð varðveiti ykkur og
styrki á þessari stundu sem og
um aldur og ævi.
Já, Dóra, við verðum saman
aftur einn daginn og þá verður
fjör eins og var alltaf í „old
days“. Vonandi þarf ég þá ekki
að vélrita alla greiðsluseðlana
mánaðarlega eins og ég gerði
alltaf og það verði komin einfald-
ari tækni við að koma þeim út
næst.
Með miklum söknuði og ást,
Arnar Pálsson
og fjölskylda.
Dóróthea
Jónsdóttir
✝ Halldór Hall-dórsson fædd-
ist 23. júlí 1934 í
Húsmæðraskól-
anum á Laugum
þar sem móðir
hans, Halldóra
Sigurjónsdóttir,
var kennari og síð-
ar forstöðukona.
Faðir hans, Hall-
dór Víglundsson,
starfaði þá á
Laugum sem smiður en gerðist
síðar vitavörður, fyrst á Horn-
bjargi og síðar á Dalatanga.
Halldór lést í Hlíð Akureyri 6.
október 2019.
Foreldrar Halldórs skildu
þegar hann var á áttunda ári
og móðir hans ól hann og syst-
ur hans, Svanhildi og Kristínu,
upp ein. Barnaskólanámið var
farskóli á Litlu-Laugum í
Reykjadal. Frá Laugaskóla tók
Halldór landspróf 1951 og
14. júní 1962 giftist hann
Birnu Björnsdóttur, vefn-
aðarkennara frá Neskaupstað,
en hún lést árið 1995. Börn
þeirra eru: 1) Sigurjón, heim-
spekingur og þýðandi, kona
hans er Helga Ferdinands-
dóttir bókmenntafræðingur,
þau eiga Sólrúnu og Véstein.
2) Rún, svæfingalæknir á
Akranesi. Synir hennar eru
Halldór, Pálmi og Erlendur
Rúnar. 3) Pétur, kynningar-
fulltrúi hjá Skógræktinni.
Kona hans er Jóhanna Katrín
Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari.
Börn þeirra eru Birna, Ragn-
heiður og Sigurjón. 4) Halldór
Björn, doktorsnemi í grafískri
hönnun, búsettur í Svíþjóð.
Synir hans eru Dagur og Egill
Birnir.
Frá 1998 naut Halldór þess
að eiga Sigríði Sveinbjarnar-
dóttur að ástvinu. Hún er
ekkja og þau bjuggu ekki sam-
an, hann á Akureyri en hún í
Reykjavík, en þau voru oft
samvistum og ferðuðust saman
bæði innanlands og utan.
Útför Halldórs fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 18.
október 2019, klukkan 13.30.
stúdentspróf úr
stærðfræðideild
MA vorið 1955.
Hann lauk kandí-
datsprófi úr
læknadeild HÍ vor-
ið 1962.
Læknisstarfið
var rúm 26 ár á
sjúkrahúsinu á
Akureyri, fyrst
sem námskandídat
en svo aðstoðar-
læknir á handlækningadeild,
síðan á lyflækningadeild, en
lengst var Halldór sérfræð-
ingur á þeirri deild eftir sér-
nám í lyflækningum í Svíþjóð
þar sem fjölskyldan bjó um
þriggja ára skeið. Halldór
bætti við sig nýrri sérgrein á
miðri starfsævinni, öldr-
unarlækningum, og starfaði
sem yfirlæknir á Kristnesspít-
ala frá 1985 til starfsloka
2001.
Elskulegur móðurbróðir okk-
ar Halldór Halldórsson hefur
lokið löngu og farsælu lífi.
Heima hjá okkur var hann allt-
af kallaður Mannsi frændi. Sag-
an segir að foreldrar hans Hall-
dór Víglundsson og Halldóra
Sigurjónsdóttir hafi verið lengi
að ákveða hvað drengurinn
þeirra ætti að heita og því fest-
ist gælunafnið Mannsi við litla
manninn.
Mannsi frændi var „stóri
bróðir“ hennar mömmu og
hann var stór í sjón og raun.
Mamma segir um bróður sinn:
„Hann hefur verið mín fyrir-
mynd frá því að ég man fyrst
eftir mér, umhyggjusamur og
góður við systur sínar. Ábyggi-
lega ekki alltaf skemmtilegt að
sinna systrum sínum eins sam-
viskusamlega og hann gerði,“
en þau systkinin Mannsi, Svana
og Stína voru alin upp af ein-
stæðri móður og stóri bróðir
hefur snemma fundið til
ábyrgðar.
Við minnumst frænda okkar
með gleði og hlýju. Þegar við
vorum að vaxa upp bjuggu
Mannsi frændi og fjölskylda í
Svíþjóð, þar sem hann var í
sérnámi í lyf- og öldrunarlækn-
ingum.
Eftir það settust þau að á
Akureyri. Við hittumst ekki oft
en þó alltaf á sumrin fyrir
norðan þegar við fórum í
Varmahlíð. Seinni árin voru
samverustundir einnig stopular
en alltaf gefandi, skemmtilegar
og kærleiksríkar. Mannsi
frændi kom fram við alla, börn
sem fullorðna, á jafnréttis-
grundvelli. Hann vildi öllum
vel, allt í framkomu hans lýsti
kærleika og góðvild.
Þessir eiginleikar voru hon-
um í blóð bornir og allir sem
hann umgekkst fengu að njóta
þess, ekki síst sjúklingar hans.
Móðurfjölskylda okkar notar
orðið „elskulegur“ gagnvart
sínum nánustu. Þannig ávarp-
aði Mannsi frændi fólkið sitt og
eins og hann sagði það fór mað-
ur ekki í grafgötur með að
hann meinti það frá innstu
hjartarótum.
Nú kveðja þau hvert af öðru
„fullorðna fólkið“ sem við ól-
umst upp með. Því fylgir sökn-
uður en líka þakklæti yfir að
hafa átt góða að. Við sendum
fjölskyldu og ástvinum Mannsa
frænda innilegar samúðar-
kveðjur.
Arnhildur, Óttar,
Gauti og Daði.
Við komum víða að af land-
inu í Menntaskólann á Akur-
eyri um miðja síðustu öld,
nokkur að austan, aðrir að
vestan og norðan auk Akureyr-
inga, sem oft voru um helm-
ingur hvers árgangs. Fæstir
komu sem vænta mátti sunnan
að, en þó jafnvel einn og einn
úr höfuðstaðnum. Við af lands-
byggðinni fengum flest inni í
heimavist MA, ýmist í gamla
skólahúsinu eða á Nýju vistum
sem fóru stækkandi og rúmuðu
líka mötuneyti, sem enn er í
notkun. Halldór Halldórsson
kom í 3. bekk MA (1. bekk
menntadeildar) frá Laugum
þar sem móðir hans stýrði hús-
mæðraskólanum af rómuðum
dugnaði. Þeir röðuðust fjórir
drengir í eitt langt og mjótt
herbergi, Glaumbæ á Suður-
vistum, þennan fyrsta vetur
1952-53: Halldór, Siglfirðing-
arnir Gunnar og Jóhann og
Geir Garðarsson úr Reykjavík.
Þeir þurftu að leggja með sér
rúmstæði (dívana) heiman að
og gegndu jafnframt síma-
vörslu fyrir Suðurvistir. Brátt
varð þessi vistarvera hluti af
skólastofu. Ég kúrði þennan
vetur með BóBó á neðsta gangi
og við vöktuðum eina símann
fyrir Norðurvistir til skiptis við
nágranna.
Oft leit ég inn hjá Halldóri
og félögum á Suðurvistum og
skorti aldrei umræðuefni. Við
fylgdumst síðan að upp í stærð-
fræðideild skólans og útskrif-
uðumst vorið 1955. – Halldór
var einkar farsæll nemandi,
jafnvígur á flestar greinar,
hæglátur og bar höfuð yfir alla
sambekkjunga. Ef ég man rétt
var hann sjálfkjörinn inspektor
skólans í 6. bekk. – Við innrit-
uðumst í læknadeild HÍ haustið
eftir, ég til málamynda en hann
staðfastur í fræðunum. Órofa
ferill hans sem læknis heima og
erlendis ber vott um þá festu
sem einkenndi Halldór. Hann
þjónaði lengst af heimaslóð
norðanlands, síðast sem yfir-
læknir á Kristnesi. Kvonfang
sitt sótti hann til Norðfjarðar
þar sem Birna Björnsdóttir
kona hans ólst upp við fjöruna.
Þau komu upp fjórum börnum,
en Birna kvaddi langt um aldur
fram. – Leiðir okkar Halldórs
lágu helst saman á stórafmæl-
um bekkjarins, síðast 2015. Við
bekkjarsystkinin glöddumst yf-
ir nýjum förunauti hans. Ég
hygg að Halldór hafi átt góða
daga lengst af eftir að hann
lauk gegningum í læknisstarfi
með prýði.
Hjörleifur
Guttormsson.
Vammlausum hal og vítalausum
fleina
vant er ei; boglist þarf hann ei að
reyna;
banvænum þarf hann oddum
eiturskeyta
aldrei að beita;
Þessi vísa úr kvæði eftir
rómverska skáldið Hóras
(Quintus Horatius Flaccus 65-8
f. Kr.) í þýðingu Gríms Thom-
sen (1820-1896) kemur í hug-
ann við fráfall Halldórs Hall-
dórssonar því hann var
algjörlega heilsteyptur maður
og vammlaus alla ævi.
Lát hans kom ekki á óvart
vegna þess að hann hafði
greinst með alzheimersjúkdóm-
inn sem smám saman dró úr
honum mátt og svipti hann eðli-
legu lífi. Við byrjun sjúkdóms-
ins var hann vel meðvitaður við
hverju mætti búast og ræddi
það af yfirvegun og raunsæi.
Eftir stúdentspróf ákvað
Halldór að leggja stund á lækn-
isfræði. Ef til vill hefur það
haft einhver áhrif á það val
hans að örstutt frá heimili hans
á Laugum í Reykjadal var
læknissetrið á Breiðumýri en
þar sat héraðslæknirinn, Þór-
oddur Jónasson, sem mun hafa
verið mjög vel látinn og ræddi
Halldór oft um hann af virð-
ingu.
Að loknu læknaprófi munu
átthagarnir nyrðra líklega hafa
togað í hann því hann starfaði
svo að segja alla starfsævina í
Eyjafirði utan nokkur ár sem
hann dvaldist í Svíþjóð við
framhaldsnám. Hann átti far-
sælan feril sem sérfræðilæknir
við lyflækningadeild Sjúkra-
hússins á Akureyri. Þar var yf-
irlæknir Ólafur Sigurðsson sem
var framúrskarandi læknir og
frábær kennari. Síðar varð
Halldór yfirlæknir við Krist-
nesspítala. Hann tók þátt í
margvíslegu félagsstarfi og
sinnti trúnaðarstörfum.
Eiginkona hans var Birna
Björnsdóttir vefnaðarkennari,
hin mesta mannkostakona, og
var hjónaband þeirra mjög far-
sælt. Það var því mikið áfall
fyrir Halldór og börnin fjögur
þegar Birna féll frá á besta
aldri af völdum illkynja sjúk-
dóms. Eftir það sótti að Hall-
dóri nokkur depurð og ein-
manaleiki sem von var. Síðar
kynntist hann góðri konu, Sig-
ríði Sveinbjarnardóttur, sem
reyndist honum vel í hvívetna.
Þrátt fyrir að þau byggju hvort
í sínum landshluta áttu þau
góða daga saman og ferðuðust
talsvert innanlands og utan.
Tók nú Halldór smám saman
gleði sína á ný.
Fyrst minnist ég þess að
hafa séð Halldór þegar hann
var nemandi í Menntaskólanum
á Akureyri og kom í nemenda-
skiptum í stutta heimsókn til
Menntaskólans í Reykjavík
haustið 1954 ásamt skólasystur
sinni, Rögnu Ragnars, sem ný-
lega hafði verið kjörin fegurð-
ardrottning Íslands. Halldór
vakti nokkra athygli fyrir það
hve hávaxinn hann var og
gnæfði yfir flesta en var jafn-
framt alveg tággrannur. Hann
flutti kveðju norðanmanna
skörulega.
Kynni okkar hófust svo
nokkru síðar í læknadeild og
reyndist hann hinn besti félagi.
Það bar aldrei skugga á þá vin-
áttu. Hann kom oft í heimsókn
þegar hann var á ferð í Reykja-
vík og oft ræddum við málin
símleiðis.
Eins og áður segir var hann
með hæstu mönnum og yfirleitt
grannur alla ævi. Fas hans var
hógvært og virðulegt, hann
hreyfði sig fremur rólega og
talaði hægt og skýrt með vönd-
uðum norðlenskum framburði.
Góðs vinar er nú saknað. Að-
standendum eru færðar sam-
úðarkveðjur.
Ólafur Jónsson.
Halldór
Halldórsson