Morgunblaðið - 18.10.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.10.2019, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019 ✝ Helgi Krist-jánsson fædd- ist í Reykjavík 13. apríl 1961. Hann lést 10. október 2019. Foreldrar hans eru Jóhanna Bryndís Helgadótt- ir, f. 31. maí 1940, og Kristján Óli Andrésson, f. 25. ágúst 1935. Systk- ini Helga eru Sylvía, f. 23. júní 1964, Hildur, f. 3. mars 1969, Steingerður, f. 13. apríl 1972, og Andrés, f. 19. júní 1974. Eftirlifandi eiginkona Helga er Selma Ósk Kristiansen, f. 3. ágúst 1960. Þau gengu í hjóna- band 25. maí 1985. Börn þeirra eru Baldur, f. 22. febrúar 1984, og Bryndís, f. 20. febrúar 1986. Eiginkona Baldurs er Patricia Spyrakos, f. 2. nóvember 1974. Eiga þau dæturnar Harriet Selmu, f. 4. október 2013, og Petru Freyju, f. 15. mars 2017. Eiginmaður Bryndísar er Anton Máni Svansson, f. 2. ágúst 1984, eiga þau soninn Bjart, f. 23. jan- úar 2017. Fyrir átti Bryndís Helga Jökul Arnarsson, f. 6. ágúst 2010. Systir hans er Heið- ur Anna Arnarsdóttir, f. 17. júní 2000. Fyrir átti Anton Máni árg. 1986, auk efnis úr skóla- starfi MK. Hann sá um ritstjórn á ársskýrslu MK frá 2004 og gerð sjálfsmatsskýrslu MK frá 2010. Helgi sat í stjórn Félags sögu- kennara 1998-2001, vann að rit- un námskrár í málmiðngreinum í samstarfi við fræðsluráðið og sveinsprófsnefndir í málm- iðngreinum og netagerð 2000- 2001, var í stjórn þróunarsjóðs námsgagna 2008-2011 og í vinnuhópi velferðarvaktar fólks án atvinnu 2010-2014. Hann sat í stjórn FÍF frá 2012-2015 en hún vann á þeim tíma að sameiningu FÍF og SMÍ. Hann sat í stjórn Fjölsmiðjunnar frá 2017 og var 2018 í starfshópi Vinnu- málastofnunar, félagsmála- yfirvalda í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, Virk og Heilsu- gæslunnar á höfuðborgarsvæð- inu og MK um „Ungt fólk á krossgötum“, vinnu gegn ný- gengi örorku meðal ungs fólks. Nú síðast var hann í starfshópi á vegum SMÍ 2018 um varnir gegn vá, þ.e. um verklagsáætlun vegna áfalla, stórslysa og nátt- úruhamfara fyrir framhalds- skóla, auk þess sem hann átti mestan þátt í því að koma á fót mikilvægu nýmæli og nýrri braut við MK, afreksíþróttasvið- inu. Útför Helga Kristjánssonar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 18. október 2019, kl. 11. Áróru Sól, f. 14. apríl 2008, og Niku- lás Breka, f. 20. júlí 2011. Helgi ólst upp í Breiðholti, lauk stúdentsprófi frá FB 1981 og BA í sögu frá HÍ 1985, tók kennararéttindi 1992 og lauk sveins- prófi sem stál- virkjasmiður frá Iðnskólanum 1994. Hann lauk MA í samtímasögu frá HÍ 1997 og námi fyrir stjórnendur í framhaldsskólum 2012. Helgi vann sem stálvirkja- smiður í Stálsmiðjunni 1979 og til 1995 en hóf þá kennslu við MK og kenndi sögu til 2001. Auk þess kenndi hann við Borg- arholtsskóla 1995-6 og Sum- arskólann 1998-2001. Eftir það gegndi hann stöðu aðstoðar- skólameistara MK, nema hvað hann var skólameistari veturinn 2004-2005 og haustið 2010. Eftir Helga liggur bókin Birta, afl og ylur. Saga Raf- magnsveitna ríkisins í 50 ár 1947-1997, útg. 1997, greinin Halaveðrið og heimili í vanda (með Eiríki K. Björnssyni) í tímaritinu Sögnum, 5. árg. 1984, og Verkfallið 1955 í Sögnum, 7. Brot úr kveðju Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá að lokkar oss himins sólarbrá og húmið hlýtur að dvína er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú að trauðla mun bregðast huggun sú. Þótt ævin sem elding þjóti, Guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást að hugir í gegnum dauðann sjást. – Vér hverfum og höldum víðar en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum) Hvíl í friði, ástin mín eina, þökk fyrir öll árin okkar. Þín Selma Ósk. Hjarta mitt er brotið og líkam- inn lamaður af sorg. Fyrir rúmri viku fékk ég símtal frá syni mín- um „Það kom eitthvað fyrir afa, hann fékk illt í höfuðið.“ Hjartað mitt stoppaði. Helgi Jökull, hetjan okkar, náði að gera allt rétt. Hann hringdi á sjúkrabíl sem kom strax til hjálpar, að því loknu hringdi hann í mömmu sína og við Anton ókum til Reykjavíkur. Ég varð svo hrædd eftir að hafa talað við sjúkraliða en ég reyndi að telja mér trú um að þetta gæti verið mjög slæmt mígreniskast og von- aðist til að það hefði bara liðið yfir hann. Ég hafði hitt pabba fyrr um daginn og var hann ótrúlega slak- ur og glaður með lífið. Hann var kominn í ársleyfi og öll streita sem einkenndi vinnuna tilheyrði fortíðinni. Við fjölskylda hans og vinir tókum eftir því að hann gjör- samlega blómstraði. Það var svo gaman að tala við hann og hann var mjög spenntur fyrir framtíð- inni og náminu sem hann var skráður í. Mest hlakkaði hann þó til að eignast annað afabarn sem er væntanlegt í apríl, afmælism- ánuðinum hans. Enda var hann svo mikill afi sem dýrkaði öll afa- börnin sín. Þegar við komum upp á gjör- gæslu í Fossvoginum var okkur bent á að bíða í herbergi fyrir að- standendur. Ég hringdi í mömmu sem þá var stödd erlendis og við reynd- um að róa hvor aðra, það hlyti að verða í lagi með pabba. Skömmu síðar komu svo til okkar tveir læknar og hjúkrunarkona. Hjart- að í mér stoppaði aftur þegar ég skynjaði að það væru ekki góðar fréttir á leiðinni. Heila- og tauga- skurðlæknir útskýrði stuttlega: „Pabbi þinn hefur fengið heila- blæðingu sem er töluvert mikil. Þetta er blæðing sem hann mun því miður ekki lifa af.“ Ég hef ekki áður upplifað jafn mikinn sársauka í lífinu. Þetta gat ekki verið rétt, heimurinn gjörsam- lega hrundi. Orð geta ekki lýst því hve sár hjartasorgin er. Elsku pabbi var að fara að kveðja okkur. Maður sem var aðeins 58 ára gamall í gífurlega góðu jafnvægi og ótrúlega góðu formi. Maður sem átti í það minnsta 25 mjög góð ár eftir, þetta passaði bara ekki. Síðastliðin vika hefur verið sú erfiðasta sem við fjölskyldan höf- um upplifað. Það var mjög óraun- verulegt að sjá þennan fílhrausta, sólbrúna og myndarlega mann liggja í sjúkrarúminu. Ég er því hins vegar ákaflega þakklát í dag að pabbi minn og sonur, sem voru eins og feðgar, ákváðu að gista saman þessa nótt, þar sem við- brögð Helga gáfu okkur ómetan- legan tíma. Það var huggun í því að vinir og fjölskylda gátu heim- sótt hann, fundið hans sterka hjarta slá, kysst hann og kvatt, áður en honum tókst að bjarga að minnsta kosti sjö manns með líf- færagjöf. Pabbi var einn gjaf- mildasti maður sem ég veit um og er það vel í hans anda að hjálpa öðrum áður en hann fer yfir í Draumalandið. Ég elska þig svo óendanlega mikið pabbi minn og get ekki lýst því hve mikið við munum sakna þín en við munum taka þig með okkur inn í framtíðina og ég veit að þú munt fylgjast með okkur í hverju skrefi. E.S. Ég mun gera mitt besta að halda barninu inni svo það nái að fæðast hinn 13. apríl 2020. Ég elska þig. Þín dóttir Meira: mbl.is/andlat Bryndís. Svört eru seglin við sjóndeildarhring Váfrétt barst að morgni sunnu- dags að Helga væri ekki hugað líf. Um hugann þutu ótal hugsanir, fyrst um þá nánustu sem myndu lengi eiga um sárt að binda, en svo svipmyndir frá mörgum og góðum stundum saman. Ég hafði þekkt frænku mína Selmu Ósk frá æskuárum og Heidi kynntist henni fljótlega eftir að hún flutti hingað fyrst. Þegar við svo sner- um heim aftur til Íslands eftir bú- setu erlendis kynntumst við brátt Helga og allri fjölskyldunni því við bjuggum ekki langt frá Mið- strætinu fyrstu árin og vorum með börn á svipuðum aldri. Okk- ur Helga varð strax mjög vel til vina, áttum margar góðar stundir saman bæði þar og síðar í Berg- staðastrætinu og víðar, og oft gafst tími fyrir kaffibolla og spjall. Við keyptum líka saman gamalt bakhús úr dánarbúi frænku minnar og ætluðum að láta okkur duga að skipta um þak en þegar allt það ónýta var farið stóðu eftir fjórir veggir og úti- hurð. Við komum samt, í samein- ingu og með hjálp góðra manna, upp húsi sem enn stendur. Ég fylgdist með Helga ljúka meistaranámi við HÍ, hefja kennslu og komast til metorða í MK og ekkert af þessu kom mér á óvart því hann var afburða vel gefinn og auk þess útsjónarsam- ur kennari og stjórnandi eins og samstarfsmenn hans geta borið vitni um. Skólinn átti lengi hug hans og hjarta, svo mjög að mér fannst stundum meira en nóg um eftir að hafa sjálfur kynnst kenn- arastarfinu í grunnskóla en hætt þar fyrir vinnu af öðru tagi. Hann leitaði einstaka sinnum til mín vegna meintrar reynslu minnar og þótti mér alltaf upphefð í því, ekki síst nú í vetur þegar hann hafði tekið þá ákvörðun að taka sér leyfi frá skólanum og ljúka doktorsverkefninu sem hann hafði verið að leggja drög að um hríð en verður ekki lokið úr þessu. Tíminn leið og börnin urðu sjálfbjarga og fluttu að heiman eins og gengur en með því gafst færi á öðruvísi samskiptum, við urðum ferðafélagar. Saman höf- um við ekið yfir Mississippi-fljót og heimsótt minjasöfn og grafir norrænna landnema í Minnesota, horft orðlausir niður af barmi Grand Canyon og séð ótrúlegar náttúrumyndanir í Utah, heim- sótt listamannahverfi í Santa Fe, ekið um byggðir Amish-fólks í Pennsylvaníu og skoðað vígvelli bandaríska borgarastríðsins. Við höfum líka farið um Borgundar- hólm og vappað í kringum Prora á eynni Rügen þar sem Hitler lét reisa kílómetra langar blokkir ætlaðar til sumarleyfa verka- fólks, dáðst að blómagarði Mo- nets í Frakklandi og heimsótt víg- velli seinni heimsstyrjaldar í Normandí, gist á Mont Saint Mic- hel eyju og upplifað ljósanótt í Lyon, þvælst um fjallahéruð Gran Canaria og hrifist af nátt- úrufegurðinni í Harz-fjöllum í Þýskalandi. En nú er komið að þeirri ferð sem hver maður fer einn. Um leið og við þökkum samfylgdina og öll góðu árin sendum við Selmu og afkomendum þeirra, foreldrum Helga og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúðarkveðjur. Söknuð- urinn er sár en minningin lifir. Matthías og Heidi. Ljóshærður, tveggja ára hnokki, örlítið valtur, í lopapeysu og gúmmískóm. Helgi, ljóslifandi í minni mínu í heimsókn með for- eldrum sínum á Eyrarbakka þar sem ég var í sveit hjá ömmu og afa. Ég hlakkaði ávallt til heim- sókna þeirra Stjána og Biddu því þau gáfu mér alltaf sælgæti en voru mér líka svo góð og eru enn. Um svo stórbrotinn mann er margt að segja en plássið er knappt. Aðrir munu fjalla um menntafrömuðinn, aðstoðar- skólameistarann, sagnfræðing- inn, fræðimanninn og járnsmið- inn. Um afreksmanninn í glímu sem stundaði fimleika og sund á efri árum. Um hugsjónamanninn, formann friðarhreyfingar og rót- tækan verkalýðssinna. Um fé- lagsmálafrömuðinn sem var framarlega í Oddfellow, sat í stjórn fjölsmiðjunnar og var fremstur í flokki í þeim margvís- lega félagskap sem hann tók þátt í. Um yndislegan föður barna sem gerðu hann svo stoltan og fetuðu bæði listaveginn og síðast en ekki síst um besta afa í heimi. Ég hitti Helga oft enda vorum við systkinabörn en fyrir um 20 árum lágu leiðir okkar þétt sam- an og þannig hafa þær haldist síð- an. Þarna ákvað Helgi að hætta áfengisdrykkju. Honum fannst hún ekki fara sér lengur og fað- irinn og menntafrömuðurinn vildi vera góð fyrirmynd. Ég var lagð- ur af stað þessa leið og þarna tók- um við höndum saman og úr varð einstakur vinskapur. Í vinahópnum var talað um Helga og Selmu nánast í einu orði. Samhentari hjón get ég varla hugsað mér og vinskapur þeirra á milli var hlýr og glettinn sem gerði félagsskap þeirra svo eftirsóknarverðan fyrir okkur Dísu. Við vorum í gönguhóp með vinum okkar sem árum saman gekk þrisvar í viku og fór í sund á eftir. Smám saman breyttist hóp- urinn í matarhóp þar sem vinirnir hafa skipst á að bjóða í mat eða halda samskotaboð svo sem hið árlega afgangadagskvöld á ný- ársdag. Við mynduðum bíóhóp þar sem vinirnir hittust, jafnvel vikulega í hinum ýmsu kvikmyndahúsum. Lengi vel hittumst við fjögur á sunnudögum eftir afslappaða sundferð, borðuðum saman og spiluðum Kana. Þær voru ófáar ferðirnar á Öxl í Austur-Húna- vatnssýslu, glæsihýsi þeirra hjóna þar sem við áttum yndis- legar stundir þar sem grínið var aldrei langt undan, eldaður góður matur, spilað og farið í göngutúra þar sem oftar en ekki var kíkt á hesta þeirra hjóna eða hundinn á næsta bæ því Helgi var einstakur dýravinur. Við fórum í ferðir um nærliggjandi sveitir og reglulega veiddum við félagarnir í Hnausa- tjörninni eða sjálfri Vatnsdalsá þar sem Helgi dró bleikju, sjó- birting og lax á flugu því hann var veiðinn. Þær eru óteljandi ferðir okkar á matsölustaði og kaffihús mið- borgarinnar og við fórum til út- landa og hvort heldur við vorum í Las Palmas eða Barcelona möl- uðum við af vellíðan. Í þessum einstaka vinskap var Helgi kletturinn. Af honum geisl- aði velvildin og glensið var aldrei langt undan né heldur tryggðin og hjálpsemin. Við Dísa munum ylja okkur við fallegar minningar um samvistina við þennan góða vin um ókomna framtíð. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Selmu og barnanna þeirra Helga, foreldra, barnabarna og tengdabarna. Þorleifur Gunnlaugsson og Hjálmdís Hafsteinsdóttir. Það var mikið reiðarslag að fá frétt af skyndilegu áfalli vinar okkar Helga Kristjánssonar. Það var óvænt og ótímabært að þessi hraustlegi og reglusami maður léti lífið svo langt um aldur fram. Náin vinátta myndaðist á milli fjölskyldna okkar þegar Selma og Ingibjörg voru saman í leikskóla- kennaranámi í Fósturskólanum og varð það samband milli heim- ila okkar nánara með árunum og samskiptin meiri. Börn þeirra Selmu og Helga eru á sama aldri og synir okkar. Öflugur hópur vinkvenna varð til í bekknum í Fósturskólanum og hafa þær kallað hópinn sinn Pollýönnur. Með tímanum þróað- ist það að eiginmennirnir komu með í atburði og ferðir. Þeir eru kallaðir Pollar. Þessi góði og sam- henti hópur hefur m.a. farið víða um landið og eru góðar minning- ar um ferðir m.a. í Súðavík, norð- ur á Strandir og í Borgarfjarð- arhéruð. Stór hluti hópsins gekk saman Laugaveginn úr Land- mannalaugum í Þórsmörk. Myndir þaðan sýna hve vel Helgi naut sín í ferðum um náttúru landsins. Hann var félagslyndur og góður ferðafélagi. Hópurinn hefur í nokkur skipti fyrir frumkvæði Helga og Selmu tekið þátt í góðum samkomum í MK. Þar höfum við ásamt fleira fólki fengið að njóta þess að vera með í æfingum og prófum nem- enda MK í iðngreinum eins og matreiðslu og framreiðslu. Frá- bærar samkomur þar sem gestir tóku þátt í efniskostnaði. Það geislaði af Helga þegar hann ávarpaði þessar samkomur í skól- anum, hve metnaðarfullur hann var og stoltur af því hvernig til hefur tekist með þróun þessa náms í MK. Umhyggja hans fyrir skólanum og þeim nemendum sem þar sóttu nám og starfsrétt- indi kom skýrt fram á margan hátt og þar taldi hann starfsorku sinni vel varið. Við sem þekktum Helga og fengum að njóta samvista við hann nutum þess einnig hvernig áhugi hans og færni í matreiðslu þróaðist með árunum. Í fjölmenn- um veislum á heimili þeirra við Bergstaðastrætið stóð Helgi gjarnan í eldhúsi eða við grillið og framreiddi mat fyrir stóra hópa gesta. Þar naut hann sín sannar- lega. Helgi hafði áhuga fyrir mörgu og var gott að ræða við hann um landsins gagn og nauðsynjar. Hann var menntaður sagnfræð- ingur og setti oft fram með skýr- um hætti yfirvegaða og vel rök- studda skoðun á málum. Helgi leitaði sér bakgrunnsheimilda um þau málefni sem hann tjáði sig um. Það voru forréttindi að eiga Helga að samferðamanni í fjóra áratugi. Það er sárt að nú njótum við ekki lengur hans góðu nær- veru og þátttöku í lífinu. Helgi var sannarlega stoltur af fjölskyldu sinni, börnum sínum og barnabörnum. Elsku Selma, Baldur, Bryndís og fjölskyldur, hugur okkar er hjá ykkur öllum. Minningar um góðan mann eru mikil verðmæti. Ingibjörg Ósk Kjartansdóttir, Garðar Mýrdal. Miskunnarleysi heimsins er stundum þess eðlis að mann lang- ar helst að trúa því að það hljóti að hafa tilgang. En tilgangurinn er eitthvað svo óskaplega lang- sóttur og gerir menn svo ber- skjaldaða að eðlilegast er að grípa til þeirrar hugsunar að allt sé til- viljunum háð. Maður hittir vin sinn, hressan og gjafmildan á góð ráð og glimrandi húmor, nokkr- um dögum síðar er hann allur og líffæri hans á leið út í heim til að bjarga mannslífum. Saga okkar verður eins og hrein tilviljun þegar ég stend núna andspænis því að kveðja vin minn, Helga Kristjánsson. Hann var hlýr persónuleiki og af honum geislaði. Hann var skarpur og skemmtilegur. En sem slíkur mun hann lifa í minningu. Í þrjátíu ár lágu leiðir okkar saman. Og það var hrein tilviljun að við kynntumst. Við, ásamt sameiginlegum vinum okkar, sköpuðum tilgang úr því sem vin- áttan gaf og tilgangurinn byggð- ist á því að sýna vinum hlýhug, vera til staðar og reyna að sneiða hjá árekstrum. Alltaf var tilgang- urinn sá að reyna að verja vini fyrir miskunnarleysi heimsins. Núna verðum við, sem syrgj- um Helga, að halda á lofti merkj- um hans; gefa lífinu tilgang með samstöðu og samhug. Við verðum að sýna fjölskyldu hans að við er- um til staðar, að tilviljanirnar sem virkja miskunnarleysi heimsins geta gert okkur kleift að sjá tilgang. Og tilgangurinn verð- ur þá fólginn í vilja til góðra verka. Tilviljanir ráða ýmsu. En það er engin tilviljun að það fyrsta sem ég finn þegar ég hugsa um Helga er þakklæti. Ég er þakk- látur fyrir þær tilviljanir sem leiddu okkur saman. Ég heyrði af rödd sem í hjartanu bjó og hérna svo lengi mig gladdi, hún visnaði upp þegar vinur minn dó og vitund hans dagsljósið kvaddi. Það er einsog hjarta mitt hrökkvi í tvennt í húmi sem yfir mig þrengist, en mér hefur þakklætið margsinnis kennt að minningabókin mín lengist. Og líffæri vinar míns verða nú send og víst mun hann aðstoða marga. Það vekur í hjartanu himneska kennd að hann skuli mannslífum bjarga. (K.H.) Kristján Hreinsson skáld. Óréttlátt og svo skelfilega ósanngjarnt voru fyrstu við- brögðin. Óraunverulegt síðan að kveðja þig, sterkan og hraustan að sjá, en samt var hugurinn far- inn. Helgi er farinn var okkur sagt. En ekki í huga okkar. Þessi drengur, sem hefur verið í lífi okkar áratugum saman. Alltaf traustur, hlýr, eins og handtakið þétt. Glettið brosið alltaf til stað- ar, öll þessi ár. Hæfilega vantrú- aður á afrekssögur sem sagðar voru og húmorinn háðskur þegar við átti. Alltaf stutt í hláturinn. Umburðarlyndur og hógvær með meira jafnaðargerð en við flestir félagarnir. Samt rík rétt- lætiskennd byggð á traustum grunni sem var lagður í Sósíal- istafélagi Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Réttlætiskennd sem lét í sér heyra þegar henni var misboðið – hógvært oftast, en stundum hátt og ákveðið. Fjöl- brautaskólinn var ekki bara stofnun sem menntaði okkur heldur var þetta tíminn sem mót- aði okkur sem menn. Málfundir og harðar deilur um pólitík, leik- listarfélagið Aristófanes og til- raunir í kvikmyndagerð sem skil- uðu hlátri en ekki heimsfrægð. Efnafræðitilraunir, sem voru hluti af djamminu. Nægur tími í þetta allt og námið líka þar sem þú stundaðir ekki bara bóknám eins og við hinir heldur líka verk- nám. Æfðir glímu í ofanálag, sem okkur fannst frekar fyndið en bárum þó virðingu fyrir því, það tengdist góðu sambandi þínu og föður þíns. Okkur fannst þú reyndar eiga sérlega skemmti- lega foreldra sem lögðu greini- lega góðan grunn. Kannski eru heilindi það sem skilgreinir þig, nú þegar upp er staðið. Við félagarnir höfum fylgst með fallegu sambandi ykk- ar Selmu frá því þú varst nauð- ugur dreginn á djammið í Sigtún fyrir fjörutíu árum. Það samband hefur verið okkur fyrirmynd og við höfum samglaðst þér – stund- um bara úr fésbókarfjarlægð – yfir fölskvalausu og verðskulduðu stolti af börnum og barnabörnum. Heilindi þín hafa líka valdið því að þér voru snemma falin stjórn- unar- og trúnaðarstörf eftir að þú helgaðir þig framhaldsskóla- kennslu. Við höfum sumir fengið Helgi Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.