Morgunblaðið - 18.10.2019, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019
✝ Halldóra Krist-ín Magnús-
dóttir fæddist í
Reykjavík 25. júní
1957. Hún lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans 10.
október 2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Guðrún Lovísa
Guðmundsdóttir
frá Króki, Ása-
hreppi, Rangárvallasýslu, f. 28.
ágúst 1915, d. 4. janúar 2007, og
Magnús Kristinn Magnússon frá
Vestmannaeyjum, f. 19. október
1906, d. 10. október 1985.
Bræður hennar voru Gunnar
Friðrik, f. 7. mars 1941, d. 13.
febrúar 2016, og Óli Jóhann
Kristinn, f. 16. febrúar 1948, d.
3. maí 2000.
Halldóra giftist Hákoni Mar
Guðmundssyni, f. 12. júlí 1956.
Þau skildu. Dætur þeirra Hall-
dóru og Hákonar eru: 1) Berg-
lind, f. 25. ágúst 1979. Eig-
inmaður hennar er Einar Viðar
hófu sambúð í Reykjavík en
fluttu austur á Hvolsvöll árið
1980. Þar starfaði Halldóra
fyrst við Barnaskóla Vestur-
Landeyja. Hún hóf störf við
Hvolsskóla árið 1985. Hún tók
við skólastjórastöðu Hvolsskóla
árið 1990 og þegar Hvolsskóli
sameinaðist Gagnfræðaskól-
anum á Hvolsvelli varð hún
aðstoðarskólastjóri Hvolsskóla.
Halldóra og Unnar Þór hófu
sambúð árið 1999.
Veturinn 2010-2011 var hún
aðstoðarskólastjóri Akurskóla í
Innri-Njarðvík og þau Unnar
Þór fluttu búferlum á Suðurnes-
in. Árið eftir tók hún við skóla-
stjórastöðu Grunnskóla Grinda-
víkur og gegndi því starfi til
ársins 2017 þegar hún ákvað að
fara á eftirlaun.
Eftir starfslok Halldóru
fluttu þau Unnar Þór á Borg-
arholtsbrautina í Kópavogi.
Halldóra var alla tíð virkur
þátttakandi í félags-, menning-
ar- og íþróttastarfi.
Halldóra og Unnar Þór komu
sér upp öðrum samastað í
Mórudal á Barðaströnd þar sem
þau eyddu mörgum stundum
saman.
Útför Halldóru fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 18. október
2019, og hefst athöfnin kl. 13.
Viðarsson, f. 25.
janúar 1981. Börn
þeirra eru Hákon
Kári, Védís Ösp og
Embla Bríet. 2)
Kristrún, f. 5. apríl
1986. Sambýlis-
maður hennar er
Jökull Másson, f.
19. desember 1988.
Dóttir þeirra er
Salka Diljá. Sam-
býlismaður Hall-
dóru er Unnar Þór Böðvarsson,
f. 1. nóvember 1945. Börn Unn-
ars Þórs eru: 1) Böðvar Þór, f.
2. apríl 1977. 2) Guðrún, f. 7.
febrúar 1979. 3) Jónas, f. 7.
febrúar 1979. Kona hans er Sól-
veig Jónsdóttir, f. 15. mars
1980. Börn þeirra eru Ragn-
heiður, Ari Vilberg og Sigrún.
Halldóra ólst upp í Hlíðunum
í Reykjavík. Hún var mikill
Valsari og spilaði handbolta
með Val. Hún gekk í Mennta-
skólann við Hamrahlíð og fór
svo í kennaranám við Kenn-
araháskóla Íslands. Þau Hákon
Halldóra mín, ég sé mig knú-
inn til að setja niður á blað inni-
legt þakklæti fyrir þau tuttugu
ár sem við deildum lífi okkar.
Gagnkvæm ást myndaðist milli
okkar.
Það var nálægt þeim tíma
sem við ákváðum að helga líf
okkar hvort öðru að þú greind-
ist með krabbamein. Veikindi
þín voru krefjandi verkefni fyrir
okkur. Þú tókst á við verkefnið
af þeim krafti, þrautseigju og
æðruleysi sem þér var svo ríku-
lega í blóð borið og hafðir sigur
að sinni.
Við tóku mörg yndisleg ár
hjá okkur, hvort heldur var á
Hvolsvelli, Mórudal, Reykja-
nesbæ eða Grindavík, en gott
var að eiga heima í Kópavogi
síðustu mánuðina sem við áttum
saman. En sorgin var aldrei
langt undan. Á þessum árum
misstir þú báða bræður þína úr
krabbameini, þá Óla og Gunnar,
ásamt því að krabbamein var
alltaf öðru hvoru að gera vart
við sig hjá skyldfólkinu.
Þú reyndir alltaf að vera til
staðar fyrir fólkið þitt ef á
þurfti að halda. Það var sama
hvað var. Þú lagðir þig alla
fram um að sinna barnabörn-
unum í þeirra áhugamálum og
lagðir mikið á þig að mæta á
viðburði þar sem þau voru þátt-
takendur.
Fyrir um tveimur árum gerði
meinvætturinn krabbamein svo
vart við sig aftur hjá þér og þú
greindist með ólæknanlegt
krabbamein í brisi. Morguninn
eftir þessi tíðindi þar sem við
sitjum við eldhúsborðið í Fornu-
vör í Grindavík segir þú: „Ég
lifi ekki nema einu sinni og ætla
á þetta námskeið.“ Þarna var
um að ræða kæli- og öndunar-
námskeið á vegum Primal.
Þú skráðir þig á námskeiðið
og daginn eftir varstu farin að
baða þig í Elliðaánum ásamt
fleira fólki og nema nýja önd-
unartækni sem kennd er við
Wim Hof. Þremur dögum eftir
að þú byrjaðir að stunda köld
böð og gera öndunaræfingar
kvölds og morgna fannstu ekki
fyrir verkjum vegna meinsins
og þurftir ekki á verkjalyfjum
að halda í fulla 16 mánuði. Á
tímabili vorum við farin að
halda að við myndum vinna
þessa glímu en svo lánsöm vor-
um við nú ekki.
Það er ekki ofsagt að á
dánarstundinni varst þú umvaf-
in ást og umhyggju. Það voru
sterkir straumar í gangi sem
báðu þess að þú fengir að vera
með okkur áfram.
Dætur þínar tvær, þær Krist-
rún og Berglind, sátu hvor sín-
um megin við höfðagaflinn á
rúmi þínu. Gáfu þér allt sem
þær gátu og áttu mjög erfitt.
Ég var hægra megin við rúmið
og hélt í hönd þína. Við fundum
hvort annað og reyndum að
senda hvort öðru kraft. Enn
finn ég greinilega fyrir kraft-
inum sem fór á milli okkar. Þú
opnaðir hægra augað til hálfs
og starðir á mig. Þessu augna-
tilliti mun ég seint eða aldrei
gleyma en í því sá ég og fann
mikla ást streyma til mín. Þú
vildir ekki gefast upp en gerðir
þér grein fyrir að lengra yrði
ekki haldið. Þú starðir á mig og
í augum þínum voru fólgin
skilaboð frá þér til mín. „Þó svo
ég þurfi að gefast upp, elsku
Unnar minn, mátt þú ekki gef-
ast upp líka.“ Þú lokaðir auganu
og dauðastríðið var á enda.
Á dánarbeðinum hvíldi svip-
mikil og stórbrotin kona með
bjart andlit og í svipnum var
enga uppgjöf að sjá. Megi þér
líða sem best, elsku Halldóra
mín.
Unnar Þór Böðvarsson.
Orð fá því ekki lýst hversu
ósanngjarnt það er að fá ekki að
hafa þig lengur hjá okkur.
Ennþá erfiðara er að lýsa því
hversu þakklát ég er fyrir að fá
að vera dóttir þín. Betri fyr-
irmynd er ekki hægt að hugsa
sér. Ég er svo óendanlega þakk-
lát fyrir að þú hafir fengið að
fylgjast með mér taka mín
fyrstu skref í móðurhlutverkinu
og mun aldrei gleyma því þegar
ég kvaddi þig eitt af síðustu
kvöldunum uppi á spítala til
þess að fara heim að svæfa litlu
Sölku Diljá. Ég hvíslaði að þér
að þú værir besta mamma í
heimi og þú flissaðir bara og
sagðir: „Jahá væna mín, þú
veist að þú getur þá aldrei orðið
nema næstbest.“ Eitt er víst, ég
mun allt mitt líf reyna að vera
jafn góð mamma og þú.
Þú kenndir mér svo ótal
margt. Þú kenndir mér til að
mynda að gefast aldrei upp, að
fylgja ætíð draumum mínum og
að það mikilvægasta í lífinu
væri að njóta dagsins í dag.
Þú tókst á við öll verkefni,
hvort sem þau voru stór eða
smá, með svo miklu æðruleysi
og jákvæðni. Meira að segja
þetta grimma krabbamein sem
tók þig frá okkur var með þín-
um orðum „bara verkefni“ sem
þurfti að takast á við og aðal-
verkefnið var að njóta hvers
dags. Ég vona svo sannarlega
að ég finni þennan sama styrk
til þess að takast á við lífið án
þín, elsku mamma mín.
Því í dag kveð ég ekki bara
heimsins bestu mömmu heldur
einnig bestu vinkonu mína.
Elsku mamma, ég veit ég er
litla viðkvæma blómið þitt en þú
þarft ekki að hafa neinar
áhyggjur af mér, því ég er dótt-
ir þín og held nú út í lífið með
öll þau góðu ráð sem þú hefur
gefið mér.
Ég elska þig alla leið til
tunglsins og til baka.
Þín
Kristrún.
Það er erfitt að kveðja eina af
mínum bestu konum, hana elsku
ömmu Dóru eins og hún var
kölluð á mínu heimili. Dóra var
kletturinn í fjölskyldunni og ein
af mínum helstu fyrirmyndum.
Hún var mín ofurhetja, sú sem
gat allt. Sterkari en allt og reisn
hennar í erfiðum aðstæðum
ótrúleg. Hún var höfuð fjöl-
skyldunnar, fræddi okkur hin
og það var ómetanlegt að geta
leitað til hennar með hvað sem
var eða ef maður þurfti að eiga
hreinskilið samtal þar sem allt
var lagt á borðið. Hún var alltaf
boðin og búin, tilbúin að hjálpa
manni með vandamálin og erf-
iðar tilfinningar. Það var alltaf
hægt að treysta á djúp, hrein-
skilin og góð samtöl sem létu
manni líða betur.
Minningarnar eru ótal marg-
ar, þegar við fjölskyldan heim-
sóttum þau á Hvolsvöll, í
Grindavík eða í Kópavoginn þar
sem umræðurnar sem maður
varð vitni að voru alltaf svo
merkilegar í minningunni.
Alltaf þótti mér fullorðna
fólkið í þeim aðstæðum geta
leyst öll heimsins vandamál.
Maður þurfti ekki að óttast að
vera ósammála heldur voru
hlutirnir bara ræddir og sam-
ræðurnar alltaf skemmtilegar.
Dóra hélt mér oftar en ekki
niðri á jörðinni þegar það
þurfti. Mér þótti tengingin okk-
ar alltaf svo sterk og fáir sem
ég naut eins mikið að hafa í
kringum mig. Við gengum í
gegnum erfiðleika sem höfðu
áhrif á okkur báðar og alla fjöl-
skylduna en mér þykir fátt erf-
iðara en að vita að ég þurfi að
ganga í gegnum lífið án hennar.
Þú skilar til okkar fallegum
og skemmtilegum minningum.
En þú skilur líka eftir þig dæt-
ur þínar og barnabörnin sem
gefa okkur líka svo mikið og
þau eru svo sannarlega heppin
að hafa átt þig að.
Elsku Dóra, þín verður svo
sárt saknað af mér og fjölskyldu
minni en ég veit að þú ert á
góðum stað með afa Gunna og
fjölskyldunni.
Minningin þín lifir.
Þín
Kristín Ósk.
Elsku amma. Við eigum eftir
að sakna þess að hafa þig ekki á
fótboltaleikjunum okkar, þú
varst okkar helsti stuðnings-
maður. Það var skemmtilegt að
upplifa að fara með þér á fót-
boltaleik í Liverpool. Við eigum
eftir að sakna heimsóknanna til
þín og afa. Þú hugsaðir alltaf
svo vel um okkur.
Ferðirnar vestur í Mórudal
eru nokkuð sem við gleymum
aldrei. Það var svo gaman að
búa til völundarhúsið í lúpínun-
um. Við munum halda því áfram
með afa. Við munum aldrei
gleyma öllum sundferðunum,
gönguferðunum í Tumastaða-
skógi og samverustundum okk-
ar á jólunum.
Sofðu rótt, elsku amma. Við
munum aldrei gleyma þér.
Hákon Kári, Védís Ösp
og Embla Bríet.
Okkar kæra Halldóra er fall-
in frá langt fyrir aldur fram og
hennar verður sárt saknað. Hún
var einstök, réttsýn, rökföst og
hjálpsöm á alla lund.
Hún stóð sem klettur við hlið
pabba í rúma tvo áratugi og
aldrei bar skugga á þeirra sam-
band, alltaf virðing og vinátta.
Það var ómetanlegt að finna
fyrir því öryggi sem sambandi
þeirra gaf. Hún alltaf til staðar
fyrir hann og hann fyrir hana.
Hún reyndist okkur systkinum
fyrirmynd á öllum sviðum. Með
sinni stóísku ró var hún alltaf
tilbúin að gefa góð ráð. Það hef-
ur ekki alltaf verið auðvelt fyrir
konu með slíkt jafnaðarskap og
hún hafði að umgangast storma-
saman systkinahópinn.
Það var gaman að heimsækja
þau í Mórudal þar sem kátínan
ríkti og maturinn af bestu gerð.
Þar var spjallað um alla heima
og geima, sungið og eldur
kveiktur fyrir utan bústaðinn.
Er fólk gekk til náða sat Hall-
dóra eftir úti með garðkönnuna
yfir glóðunum svo ekki kviknaði
í skógarrjóðrinu eða húsinu.
Það var alltaf hægt að treysta á
Halldóru.
Hún lagði mikla áherslu á að
„ná öllum saman“ að minnsta
kosti einu sinni á ári og þá var
nú heldur betur hlúð að mat-
seldinni af natni og alúð.
Karakterstyrkur Halldóru
kom best fram þegar hún tókst
á við veikindi sín síðasta árið.
Svo mikil var yfirvegun hennar
og æðruleysi að hún fékk okkur
jafnvel til að gleyma hversu
veik hún var í raun.
Við minnumst Halldóru með
hlýhug og gleði í hjarta og
gleymum ekki brosinu hennar
sem veitti öllum styrk, styrk til
að takast nú á við lífið án henn-
ar.
Böðvar Þór, Jónas
og Guðrún (Gunna).
Elsku Dóra. Söknuðurinn er
sár enda varstu tekin alltof
fljótt frá okkur. Skarðið sem þú
skilur eftir í fjölskyldunni verð-
ur seint fyllt. Það verður erfitt
að feta í fótspor þín.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Elsku Dóra, takk fyrir allt.
Þinn frændi,
Magnús G.
Trausta og góða vinkona mín
til 54 ára þurfti að lúta í lægra
haldi fyrir krabbanum. Söknuð-
ur fyllir hjartað um leið og fal-
legar og góðar minningar hrúg-
ast inn.
Við hittumst í Hlíðaskóla í 2.
A og vorum saman í barnakór.
Ég kom langt að og þurfti að
bíða milli tíma t.d. ef leikfimi
var klukkan 10 og skólinn
klukkan 13 en þá var ekkert
annað í boði en að bíða úti í
hvernig veðri sem var. Dóra
bauð mér svo heim í risið í
Blönduhlíð 25 og við urðum óað-
skiljanlegar eftir það ásamt
Viddý sem bjó ská á móti.
Það var yndislegt að koma
inn á þetta heimili þar sem
mamma Lóa lét mann alveg
heyra það ef henni líkaði ekki
eitthvað en um leið svo góð, allt-
af var matur og kökur á borðum
og svo Maggi pabbi Dóru sem
var alltaf til í að spjalla og fá að
fylgjast með hvað við vorum að
bralla og Óli bróðir alltaf tilbú-
inn í að skutlast með okkur
hvert sem var.
Við vorum alltaf syngjandi og
til samans kunnum við m.a. fullt
af alls kyns baráttu- og úti-
legulögum. Dóra kom stundum
heim til mín og þar var gamall
gítar sem mamma átti og svo
var mágkona hennar alltaf með
gítar. Við lögðum okkur fram
um að krafla okkur í gegnum
nokkur gítargrip og eftir það
voru allir vegir færir. já, það
var oft fjör.
Við vorum líka í mörg ár í
þjóðdönsunum og tókum þátt í
sýningum þar og vorum bara
nokkuð efnilegar. Svo var það
handboltinn, þar blómstraði
Dóra heldur betur og við vorum
Valsarar út í gegn. Það sýndi
sig fljótt hversu mikil keppn-
ismanneskja hún var og auðvit-
að spilaði hún með landsliðinu,
það var gaman að fylgjast með
henni þar sem annars staðar.
Svo liðu árin við leik og störf
og við eignuðumst okkar eigin
fjölskyldu og börn og síðustu
árin barnabörnin yndislegu.
Dóra flutti austur og við hitt-
umst sjaldnar en á sumrin hitt-
umst við og fórum oft i útilegur
saman.
Dóra fékk okkur síðan til að
flytja austur á Hvolsvöll og þar
áttum við góð ár saman í gegn-
um súrt og sætt og þar gafst
gott tækifæri fyrir börnin okkar
að hittast.
Dóra var alltaf góður vinur í
raun og við áttum mörg sam-
tölin í gleði og sorg. Ég er
óskaplega þakklát fyrir okkar
vinskap, hvernig hann hélst í öll
þessi ár, við vorum alltaf hrein-
skilnar hvor við aðra og alls
ekki alltaf sammála enda er það
engin forsenda fyrir góðri og
heilsteyptri vináttu.
Þegar við vinkonurnar urðum
60 ára ákváðum við að nú væri
kominn tími á að njóta saman
með Viddý vinkonu okkar sem
flutti til Gautaborgar um tví-
tugt. Við áttum yndislegan tíma
í Kaupmannahöfn og stefndum
á Berlín árið eftir en þá var
Dóra orðin veik og við frest-
uðum ferðinni og stefndum á
Stokkhólm núna þar sem bjart-
ur tími virtist vera fram undan
hjá Dóru. Fljótt skipast veður í
lofti. Viddý kom og við náðum
dýrmætri og fallegri stund sam-
an áður en Dóra kvaddi.
Við Jenni og fjölskylda send-
um innilegar samúðarkveðjur til
allrar fjölskyldunnar, hún var
stór því Dóra umvafði alla og
lét sig varða um velgengni og
gæfu allra í kringum sig . Nú er
hún sameinuð foreldrum og
bræðrum.
Við vorum rík að eiga Dóru,
þessa hjartahlýju, metnaðar-
fullu keppnismanneskju, að.
Auður Fr. Halldórsdóttir.
Hjartans besta Halldóra. Mig
langar að þakka öll sporin okk-
ar saman um óbyggðirnar –
Síldarmannagöturnar, Prest-
Halldóra Kristín
Magnúsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN LOFTSDÓTTIR,
Vestri-Hellum,
Gaulverjabæjarhreppi,
lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á
Selfossi fimmtudaginn 10. október.
Útför hennar fer fram frá Gaulverjabæjarkirkju föstudaginn
25. október klukkan 14.
Andrés Pálmarsson
Helga Pálmarsdóttir
Eyjólfur Pálmarsson Svanhildur Karlsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri
EGILL MÁR GUÐMUNDSSON
arkitekt,
sem lést fimmtudaginn 10. október, verður
jarðsunginn frá Hallgrímskirkju 25. október
klukkan 13.
Vigdís Magnúsdóttir
Tanja Vigdisdottir
Arnar Óskar Egilsson Bianca Tiantian Zhang
Páll Skírnir Magnússon
Guðmundur Logi Arnarsson
Við sendum innilegar þakkir öllum þeim
sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju
vegna andláts okkar yndislegu dóttur og
systur,
BIRTU HRUNDAR INGADÓTTUR.
Áslaug María Gunnarsdóttir Sigurður Ingi Sigurðsson
Iða Brá Ingadóttir Ann Sigurðsson
Harpa Lind Ingadóttir Hrólfur Sigurðsson
Nora Sigurðsson
Einar Sigurðsson