Morgunblaðið - 30.10.2019, Síða 6

Morgunblaðið - 30.10.2019, Síða 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fram kom í Morgunblaðinu í gær að skortur væri á lánsfé í hagkerfinu sem ætti jafnvel þátt í niðursveiflunni í efnahagslífinu. Yngvi Örn Kristinsson, hagfræð- ingur hjá Samtökum fjármálafyrir- tækja, segir kerfislægar skýringar á minnkandi framboði lánsfjár. Þær bætist við eðlilega varfærni banka í útlánum í núverandi niðursveiflu. Sú ákvörðun Seðlabankans að leyfa Íbúðalánasjóði að leggja upp- greiðslufé af útlánum sínum inn í bankann hafi dregið úr preninga- framboði í hagkerfinu. Þá hafi inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði undanfarin misseri til stuðnings krón- unni einnig dregið úr peningafram- boði Seðlabankans. Leki dregur úr framboðinu Yngvi Örn bendir á að almennt eigi ný útlán að leiða til nýrra innlána. Þegar lán sé tekið fyrir viðskiptum fái einhver fjármunina til ráðstöfunar. Leki úr peningaframboði Seðlabank- ans, eins og til dæmis innlánsviðskipti við Íbúðalánasjóð eða inngrip á gjald- eyrismarkaði, dragi úr peningafram- boði. Seðlabankinn hafi nú nýlega brugðist við þessu með því að fækka þeim aðilum sem geta átt viðskipta- reikning í bankanum frá og með 1. apríl, þ. á m. Íbúðalánasjóði. Telur Yngvi Örn að lausafjárstaðan gæti batnað í kjölfarið. Af þessum sökum hafi lausafjár- staða bankanna rýrnað með vaxandi útlánum í uppsveiflu síðustu ára. Vegna nýrra krafna um lausafjár- hlutfall geti bankarnir ekki lagað lausafjárstöðuna með viðskiptum við Seðlabanka Íslands nema í takmörk- uðum mæli. Samkvæmt núverandi peningamálastjórn ákveði Seðlabank- inn vexti í viðskiptum við banka, sem eigi svo að hafa ótakmarkaðan að- gang að lausafé frá Seðlabanka á þeim vöxtum. Hins vegar rekist regl- ur um lausafjárhlutfall á þetta fyrir- komulag. Þannig eigi bankar sem eru komnir með lágt lausafjárhlutfall erf- itt með að laga það með viðskiptum við Seðlabankann. Taki banki lán í Seðlabankanum [endurhverf við- skipti] þurfi hann að setja fram trygg- ingu eða lausafjáreign, á borð við ríkisskuldabréf, sem komi til frá- dráttar því reiðufé sem tekið sé að láni frá SÍ. Yngvi Örn segir aðspurður það ekki skipta miklu máli í þessu samhengi að innlánsvextir séu lágir. Áðurnefndir þættir ráði meira um innlánaþróun til skamms tíma. En viðmælandi blaðsins taldi lága vexti draga úr hvata til sparnaðar, sem aftur bitnaði á útlánagetu banka. Hefur þegar haft áhrif Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir boðaða fækkun á þeim aðilum sem geta átt viðskiptareikning í bank- anum frá og með 1. apríl næstkom- andi þegar hafa haft áhrif á markaði. „Þótt breytingin taki ekki gildi fyrr en á næsta ári munu þessar aðilar bregðast við mun fyrr og fara að velta fyrir sér hvernig þeir ætli að ráðstafa þessum fjármunum. Við ákváðum að gefa þeim góðan tíma svo þeir þyrftu ekki að leita út á fjármagnsmarkað- inn með skömmum fyrirvara.“ Spurður um það sjónarmið, að vegna takmarkaðra innlána sé útlána- geta bankanna minni en ella, segist Ásgeir ekki sannfærður um að sparn- aður sé svo vaxtateyginn. Þ.e.a.s. að vaxtastig hafi slík áhrif á vilja einstaklinga til að spara á innláns- reikningum. Hins vegar hafi vaxtastigið áhrif á hvernig sparnaði sé ráðstafað. „Langtímavextir hafa lækkað tölu- vert á Íslandi á síðustu áratugum en sparnaður aukist. Lægri vextir geta leitt til þess að fólk finni sér önnur sparnaðarform, fjárfesti í hlutafé eða einhverju slíku,“ segir Ásgeir og bendir á að stór hluti af sparnaði á Ís- landi sé tengdur lífeyrissjóðunum. Þá kveðst hann aðspurður ekki telja að þrýstingur sé að skapast á vaxtahækkanir, líkt og Gunnar Bald- vinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, hélt fram í samtali við Morgunblaðið í gær. „Á þessum stað í hagsveiflunni vilj- um við hvetja til frekari fjárfestingar. Við viljum sá í nýjan akur og að nýjar fjárfestingar komi atvinnulífinu af stað. Þess vegna erum við að lækka vexti. Svo eru ýmsir aðrir þættir í gangi í fjármálakerfinu sem hafa tafið fyrir að vaxtalækkanir skili sér. Inn- lánsvextir bankanna voru áður við núllið. Þegar Seðlabankinn lækkar stýrivexti er bankinn að þrýsta útlánavöxtum niður og bankarnir geta ekki brugðist við með því að lækka innlánavexti nema að takmörk- uðu leyti. Vaxtalækkanir Seðlabank- ans fara því að þrýsta niður vaxtamun bankanna sem hafa þá minni hagnað af reglulegum rekstri. Þótt bankarnir hafi mismunandi fjármögnun á þetta við um hluta af fjármálakerfinu.“ Dregur úr framboði peninga  Hagfræðingur hjá SFF bendir á kerfislægar ástæður fyrir minna svigrúmi bankanna til útlána  Seðlabankastjóri segir aðstæður á markaði skýra erfiðleika bankanna við að skila vaxtalækkun Ásgeir Jónsson Yngvi Örn Kristinsson 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019 Sigurður Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra hjá Land- helgisgæslunni, lést á Landspítalanum síðast- liðinn sunnudag, 71 árs að aldri. Hann lét af störfum 13. apríl á síð- asta ári og var fagnað þegar hann kom í land enda hafði hann þá unn- ið í 50 ár upp á dag hjá Landhelgisgæslunni. Sigurður Steinar var fæddur í Reykjavík 3. mars 1948, sonur hjónanna Önnu Árnadóttur og Ketils Eyjólfssonar frá Merkinesi í Höfn- um. Hann ólst upp í Keflavík en flutti til Hafnarfjarðar með foreldrum sín- um árið 1967 og bjó upp frá því í Hafnarfirði. Hann byrjaði á sjó 15 ára á fiski- skipum frá Keflavík. Hóf störf hjá Landhelg- isgæslunni á árinu 1968, lauk námi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og starfaði alla tíð hjá Gæslunni. Hann byrjaði sem há- seti en var skipstjórn- armaður á varðskipum og í loftförum til margra ára. Síðustu þrjá áratugina var hann fastráðinn skipherra og var lengi elsti starfandi skipherrann, svokall- aður flaggskipherra Gæslunnar. Síð- ustu árin var hann skipherra á Þór, nýjasta og öflugasta varðskipinu. Hann tók þátt í að bjarga mörgum mannslífum og var einn af þeim sem stóðu vörð um fiskveiðilögsögu Ís- lands í tveimur þorskastríðum. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu 17. júní 2018 fyrir framlag til landhelgisgæslu og björg- unarstarfa. Sigurður Steinar bætti við sig námi í Naval War College í Bandaríkj- unum og sérfræðinámi frá Rhodes Academy í hafréttarsáttmála SÞ. Auk þeirra starfa sem sagt hefur frá starfaði hann m.a. sem yfirmaður að- gerða hjá Gæslunni og lagði sín lóð á vogarskálarnar í mennta- og þjálf- unarmálum. Sigurður Steinar átti sæti í stjórn Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, var formaður Hollvina- samtaka varðskipsins Óðins og átti sæti í sjómannadagsráði. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar Steinars er Sólveig Baldursdóttir skrifstofumaður. Synir þeirra eru Baldur Óli og Ketill og barnabörnin orðin fjögur. Andlát Sigurður Steinar Ketilsson Spennusagnahöfundurinn Arnaldur Indriðason sendir frá sér nýja bók á föstudaginn. Bókin, Tregasteinn, er 23. bók hans á jafnmörgum árum. Arnaldur á sér tryggan hóp aðdá- enda og margir þeirra vilja fá bækur hans áritaðar. Til þess að anna eftir- spurn hefur höfundurinn brugðið á það ráð síðustu ár að árita fjölda bóka áður en þeim er dreift í bóka- búðir. Samkvæmt upplýsingum frá For- laginu áritaði Arnaldur um 200 ein- tök fyrsta árið sem þetta var gert. Þeim hefur fjölgað ár frá ári og núna áritar hann eitt þúsund bækur. Metsöluhöfundurinn fer sér að engu óðslega og gerir það í tveimur lot- um. Hófst hann handa í bókabúð Forlagsins í gærmorgun. Alls voru um 20 þúsund eintök prentuð af Tregasteini. hdm@mbl.is Metsöluhöfundurinn Arnaldur Indriðason býr sig undir jólabókaflóðið Morgunblaðið/Eggert Áritar þúsund bækur Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það skipta almenna launþega litlu máli að innláns- vextir séu nú lágir. Þorri almenn- ings geti enda lítið lagt fyrir. Þá bendir hann á að 15,5% af launaveltu almennra launþega fari í lífeyrissparnað. Vel flestir séu með viðbótarlífeyrissparnað en hjá þeim fari hlutfallið í allt að 21,5%. „Ef lágtekju- og milli- tekjuhópar spara er það fyrst og fremst varasjóður. Þá er ekki verið að spá í því hvort vextir eru prósentu hærri eða lægri. Hags- munir almennings hljóta að vera að vaxtastig sé lágt svo lífskjör batni með lægri framfærslu- kostnaði og lægra vöruverði.“ Varðar fáa VEXTIR OG SPARNAÐUR Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Starfsmannamyndir fyrir fyrirtæki og stofnanirSkjó t og hröð þjónust a

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.