Morgunblaðið - 30.10.2019, Page 9

Morgunblaðið - 30.10.2019, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019 E N N E M M / S ÍA / N M 9 6 1 9 7 VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR Sheer Driving Pleasure BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 /www.bl.is Nýr og sportlegri framendi með áberandi BMW einkennum í ljósum og grilli. Afturendinn hefur einnig fengið ný afturljós sem setja fallegan svip. Sparneytin 2ja lítra dísilvélin með 8 gíra sjálfskiptingu notar einungis 5,8 l á hverja 100 km samkvæmt nýjum WLTP viðmiðunarreglum. Vertu með þeim fyrstu að koma og upplifa alvöru BMW aksturseiginleika og þægindi með því að reynsluaka nýjum fjórhjóladrifnum BMW X1. BMW X1 xDrive 18d. Verð frá: 6.590.000 kr. NÝR BMW X1 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Niðurstöður rannsóknar sýna að 18% nýnema í diplómanámi fyrir verðandi lögreglumenn á Íslandi eru hlynnt almennum skotvopnaburði lögreglu. Er það næstum helmingi lægra hlutfall en í sambærilegri rannsókn meðal norskra lögreglu- nema sem út kom árið 2015. Könnun þessi er á meðal þess sem til umræðu verður í málstofu um afbrot og lög- gæslu í húsnæði Odda hjá Háskóla Íslands næstkomandi föstudag. Mál- stofan hefst klukkan 9. Guðmundur Oddsson, dósent í fé- lagsfræði við hug- og félagsvísinda- svið Háskólans á Akureyri, segir Ís- land hafa tekið þátt í samevrópska rannsóknarverkefninu RECPOL frá árinu 2011, en um er að ræða einu rannsókn sinnar tegundar í heimin- um. Tilgangur RECPOL er að fræð- ast um lögreglunema í sjö Evrópu- ríkjum; Belgíu, Danmörku, Íslandi, Noregi, Skotlandi, Svíþjóð og Spáni (Katalóníu) með reglulegum spurn- ingalistakönnunum. Eru þær gerðar við upphaf náms, lok náms, þremur árum eftir útskrift og sex árum eftir útskrift. RECPOL er ætlað að auka þekkingu á lögreglunemum, hvað þeir vilja og hvaða viðhorf þeir hafa til starfsins. Er þetta sagt auka skilning á gildismati og viðhorfum lögreglunema og hvernig þeir mót- ast í námi og starfi. „Lögregluskóli ríkisins hóf að safna þessum gögnum á sínum tíma og svo þegar lögreglunám var fært upp á háskólastig árið 2016 héldum við áfram þeirri vinnu. Í haust lagði ég svo fyrir þessa könnun, eins og við höfum gert síðustu ár, þar sem bætt var við spurningu sem Norð- menn hafa spurt sína nemendur,“ segir Guðmundur og vísar þar til spurningar er snýr að viðhorfi nema til skotvopnaburðar við almenn lög- reglustörf. „Þetta er afar áhugaverð spurning til að spyrja nemendur í lögregl- unámi á Íslandi út í, þar sem Ísland er eitt fimm ríkja á Vesturlöndum þar sem lögreglumenn bera ekki vopn við skyldustörf,“ segir hann, en ríkin fimm eru; Ísland, Noregur, Bretland, Írland og Nýja-Sjáland. Kynin ekki alveg samstiga „Nemendur eru spurðir um leið og þeir hefja nám og það eru þessar niðurstöður sem hér um ræðir. Svo verður spurningalisti lagður fyrir hóp- inn aftur við útskrift, því næst eftir þrjú ár í starfi sem lögreglumenn og svo er hugmyndin sú að spyrja aftur eftir sex ár í starfi. Ekkert af þeim löndum sem taka þátt í þessu verkefni hefur þó náð haldbærum niðurstöðum fyrir elsta hópinn. Ástæða þess er með- al annars sú að svarhlutfall minnkar við hverja könnun,“ segir hann, en svarhlutfallið fyrir þá könnun sem lögð var fyrir síðastliðið haust meðal lög- reglunema hér á landi var 70,4%. Nokkur munur er á milli kynjanna þegar kemur að viðhorfi til vopnaburð- ar, en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að karlmenn eru hlynntari skot- vopnaburði. Þannig eru 24% karla hlynnt en 13% kvenna. Þá segir Guðmundur mikilvægt að vita viðhorf þeirra sem stunda lögreglunám til vopnaburðar. „Í þessum hópi eru lögreglumenn framtíðarinnar og stefna lögreglunnar með tilliti til vopnaburðar hefur vafa- laust áhrif á það hvers konar fólk sæk- ir í starfið,“ segir hann. Fáir eru fylgjandi vopnaburði  Lögreglunemar á Íslandi spurðir út í viðhorf sitt til skotvopnaburðar lögreglumanna  Innan við 20% þeirra eru fylgjandi almennum vopnaburði  Mikilvægt að kanna viðhorf hópsins, segir dósent Morgunblaðið/Ómar Handtaka Ný könnun meðal lögreglunema er sögð mikilvæg til að vita viðhorf lögreglu til vopnaburðar. Á málstofunni, sem er hluti af Þjóðarspegli Háskóla Íslands, verður einnig flutt erindi um manndráp á Norðurlöndum. Sýna niðurstöður meðal annars að tíðni manndrápa er hæst í Finnlandi og lægst á Íslandi. Karlmenn eru í flestum tilfellum bæði gerendur og brotaþolar en algengast er að hnífi sé beitt. Þá kom áfengi mjög oft við sögu í málum á Íslandi og í Finnlandi en síður í Noregi og Danmörku. Þá snýr annað erindi að of- beldi gegn börnum. Niðurstöður sýndu að afleiðingar voru marg- víslegar en áþekkar hver sem birtingarmynd ofbeldisins var. Þær helstu voru andlegar áskor- anir, ýmsir krónískir líkamlegir sjúkdómar, fíknivandi, sjálfs- vígstilraunir. Loks er í enn öðru erindi fjallað um tilkynningar til lög- reglu. Niðurstöður benda meðal annars til að lægra hlutfall þol- enda kynferðisbrota tilkynnir brotið til lögreglu en þolendur allra annarra brotaflokka. Hlut- fallslega flestir sem verða fyrir innbrotum tilkynna brotið. Afbrot og löggæsla ÞJÓÐARSPEGILLINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.