Morgunblaðið - 30.10.2019, Page 18

Morgunblaðið - 30.10.2019, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019 ✝ Súsanna MartaVilhjálmsdóttir (fædd Nelke) fædd- ist 7. október 1927 í Berlín. Hún lést á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði 15. október 2019. Systir Súsönnu er Thea Walles, f. 28. ágúst 1924, bú- sett í Potsdam. Sonur hennar er Jürgen Walles, f. 23. desember 1947. Foreldrar þeirra voru Olga Nelke, f. 15. júní 1895, d. 4. júlí 1962, og Willi Nelke, f. 23. júní 1893, d. 5. júlí 1966. Þann 3. júlí 1967 giftist Sús- Ásgeir Ástþórsson, f. 18. mars 1970. Súsanna nam ljósmyndun í Berlín á árunum 1942-1945. Hún lærði til sjúkranuddara í Berlín á árunum 1948-1951. Súsanna kom fyrst til Íslands 1961. Súsanna og Einar kynnt- ust í Grímsey, fluttu síðan á Akureyri þar sem þau giftust og hófu búskap. Þau fluttu árið 1968 til Hveragerðis, þar sem Súsanna hóf störf sem sjúkra- nuddari við Heilsustofnun NLFÍ. Hún starfaði þar fram til ársins 1993. Eftir að hún hætti vinnu hélt hún sjálf heim- ili þar til hún fluttist að Bæj- arási – heimili á vegum Dval- arheimilisins Áss, árið 2012. Þar bjó hún síðustu æviárin og lést þar. Útför Súsönnu fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag, 30. október 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. anna Einari Ein- arssyni djákna, f. 5. ágúst 1902, d. 17. júní 1993. Syn- ir Súsönnu og Ein- ars eru 1) Gunnar Nelke, f. 9. júní 1966, maki Guðrún Helgadóttir, f. 5. apríl 1970. Börn þeirra eru a) Eva Björk, f. 1993, maki Aðalgeir Bjarki Þorsteinsson, b) Eyrún Nelke, f. 2006, c) Helgi Steinar, f. 2007. Fyrir átti Gunnar Agnesi Ósk, f. 1988, maki Tóm- as Pétur Heiðarsson. 2) Grétar, f. 23. ágúst 1969, maki Óskar Mig langar til að minnast tengdamóður minnar í fáeinum orðum. Súsí eins og hún var alltaf kölluð var stórbrotin kona, með sterkar skoðanir og mikinn húmor fyrir lífinu í kringum sig. Við kynntumst fyrst í hesthús- unum, þar sem við vorum daglegir gestir en hestarnir voru hennar yndi alla tíð. Hún vissi fátt skemmtilegra en að bregða sér á bak og taka á sprett með vindinn í fangið. Ekki skulum við heldur gleyma öllum hinum dýrunum sem hún hændi að sér og bar mikla umhyggju fyrir. Hundurinn Perla og kötturinn Múllý voru hennar síðustu heimilisdýr. Eftir að við Gunnar, sonur hennar, rugluðum saman reytum kynntist ég henni betur. Hún var engin venjuleg kona, hafði lifað tímana tvenna. Það var enginn leikur að vera unglingur á stríðs- árunum í Berlín. En til Íslands kom hún og fann lífshamingjuna hér. Hún var mikill Íslendingur í sér og hafði brennandi áhuga á þjóðlífinu. Hún fylgdist með íþróttum, hvort sem það var HM eða aðrar íþróttir, fram á síðasta dag. Hún hafði mikinn áhuga á klassískri tónlist og því var það henni gleðiefni að fylgjast með tónlistarnámi barnabarnanna. Við Súsí vorum alla tíð vinkon- ur, þrátt fyrir að við værum ekki alltaf sammála vorum við samt sammála um það að það væri í lagi að vera ósammála. Hún setti lit á líf okkar allra og við munum sakna hennar mikið. Mig langar fyrst og fremst til að þakka henni fyrir allt það sem hún gerði fyrir mig og mína og það sem við náðum að upplifa saman. Ég veit að Einar tekur fagn- andi á móti henni eftir langan að- skilnað. Guðrún Helgadóttir. Okkur systkinin langar að minnast ömmu okkar og þakka henni fyrir allt það góða sem hún gerði fyrir okkur. Amma var sérstök kona sem fór sínar eigin leiðir í lífinu. Hún hafði gengið í gegnum margt, bæði gott og slæmt sem mótaði hana og gerði hana jafnframt að mjög sterkri og ógleymanlegri persónu. Hún var mikill dýravinur og hafði átt bæði hunda og kisur í gegnum tíðina en íslenski hestur- inn var eftirlæti hennar. Við minn- umst hennar með öll dýrin sín í kringum sig og hversu góð hún var alltaf við þau. Þrátt fyrir að hún væri orðin mjög fullorðin þegar við kynnt- umst henni var mikill kraftur í henni og áhugi fyrir því sem í kringum hana var. Við minnumst hennar líka fyrir það hvað hún var alltaf glöð og kát þegar við heim- sóttum hana og hvað hún var stolt af öllu því sem við gerðum. Hún hafði mjög mikinn áhuga á klass- ískri tónlist og kannski þess vegna hafði hún svo gaman af því þegar við yngri systurnar spiluðum á fiðlu fyrir hana. Við erum þakklát að hafa átt hana fyrir ömmu og minnumst hennar sem einstakrar konu með sterkar skoðanir á lífinu og tilverunni. Við vitum að nú er hún komin til afa sem hún hafði saknað svo mjög. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allar samverustundirnar. Blessuð sé minning þín. Agnes Ósk, Eva Björk, Eyrún Nelke og Helgi Steinar. Hvar fæðumst við og hvar er- um við þegar lífinu lýkur? Mæt kona er nú kvödd sem fæddist í heimsborginni Berlín 7. október 1927 og í sama mánuði 2019 lauk hún tilvistinni 92 ára í Hveragerði. Árin okkar Súsíar voru mörg á sama vinnustað, Heilsuhælinu sem nú heitir Heilsustofnun NLFÍ. Hún var menntuð sjúkra- nuddkona og stafaði þar sem for- stöðukona sjúkranuddsdeildar- innar. Starfsfólk deildarinnar kom flest frá Þýskalandi því þessi menntun var ekki kennd á Íslandi en þeir Íslendingar sem fóru til náms bættust í hópinn. Hún sá al- farið um að ráða starfsfólk og aug- lýsa stöður í fagtímaritum í Þýskalandi og svo kom það í minn hlut að sækja um atvinnu- og dval- arleyfin. Þarna mynduðust mörg vina- bönd milli landanna og heimsókn- ir sem við Súsí fengum báðar að njóta. Trúmennska Súsíar var mikil við vinnustaðinn og fylgdist hún vel með starfsgreininni með við- bótarþekkingu. Við upplifðum báðar breytingar þar en vorum líka stoltar af að hafa unnið lengi við Heilsustofnun NLFÍ. Okkur var vel til vina og áttum trúnað hvor annarrar sem reynd- ist mér og minni fjölskyldu vel sem gott er að minnast og þakka fyrir. Ef litið er til heimssögunnar var ekki greið leið fyrir Súsí að halda sambandi við fjölskylduna meðan Berlín var bútuð í austur og vestur, en hún lagði mikið á sig til þess að halda sambandi við fólkið sitt sem bjó austan megin. Súsí var stór kona í orðsins fyllstu merkingu og lét ekkert buga sig. Hún átti góðan mann, hann Einar, og þau áttu tvo yndislega stráka, Gunnar og Grétar, sem hún var stolt af. Tengdamömmu- og ömmuhlutverk var gleði og auður í hennar huga. Dýravinur var hún og margir kettir, hundar, hrafnar og fleiri fengu hjá henni aukabita. Súsí var líka hestakona og átti góða hesta sem hún unni og fór margar hestaferðir um landið. Þær voru henni yndisstundir. Heimskonan frá Berlín unni tónlist og góðum bókum sem gam- an var að ræða um. Ég á margt að þakka, að hafa verið svo lánsöm að vera samferða henni hér í Hvera- gerði og með kveðju þessari minn- ist ég mætrar konu og bið Guð að blessa afkomendum hennar fram- tíðina í minningu hennar. Jóna Einarsdóttir. Súsanna Marta Vilhjálmsdóttir Elsku Lilla. Þetta er ekki hinsta kveðja því við munum hittast aftur. Mín góða vina, Guðs í eilífð bjarta þú gengin ert á æðra lífsins stig. Mig skortir orð um ástarþökk míns hjarta, Sigurlaug Ágústa Guðlaugsdóttir ✝ SigurlaugÁgústa Guð- laugsdóttir fæddist 22. september 1945. Hún lést 17. júní 2019. Útförin fór fram 27. júní 2019. er á ég hinzta sinni að kveðja þig! Þitt hjarta geymdi gullið dýra og sanna, að gleðja og hjálpa stærst þín unun var. Því hlauzt þú hylli Guðs og góðra manna, og göfugt líf þitt fagran ávöxt bar. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Innilegar samúðarkveðjur til Aðalsteins og sona og fjölskyldna þeirra. Erla og fjölskylda. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS ÁSMUNDSSON fv. aðalbókari Háskóla Íslands, lést í faðmi fjölskyldunnar á dvalarheimilinu Grund aðfaranótt 19. október. Jarðsungið verður frá Digraneskirkju fimmtudaginn 31. október klukkan 13. Guðrún Jóna Jónasdóttir Ingi Halldór Árnason Ásmundur Jónasson Guðrún Vignisdóttir Gylfi Jónasson Ásdís Kristmundsdóttir Helgi Þór Jónasson Kristín Pétursdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG ÍSFJÖRÐ Grænumörk 2, Selfossi, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 27. október. Jarðarför auglýst síðar. Gunnþóra H. Önundardóttir Þorkell Ingimarsson Edda Björk Ragnarsdóttir Hallur Ægir Sigurðsson Kristveig Ósk Jónsdóttir Oddur Haraldsson Kristín Rut Jónsdóttir Agnar Þorláksson Íris Jónsdóttir Guðmundur Sigurðsson Einar Magni Jónsson Magnea Svava Guðmundsd. barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, BIRNA VALGERÐUR JÓHANNESDÓTTIR frá Kirkjulundi, Vestmannaeyjum, lést á dvalarheimilinu Hraunbúðum 22. október. Útförin fer fram frá Landakirkju Vestmannaeyjum föstudaginn 1. nóvember klukkan 11. Jóhann Ingi Einarsson Alda Jóhanna Jóhannsdóttir Óskar Ólafsson Erna Sigríður Jóhannsdóttir Eggert Gottskálksson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EVA KRISTJÁNSDÓTTIR Skíðabraut 9, lést á Dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík 2. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þakkir til starfsfólks Dalbæjar fyrir umönnun og alúð undanfarin ár. Rúnar K. Rósmundsson Kristjana Rósmundsdóttir, Karl Sigtryggsson Snjólaug St. Rósmundsdóttir barnabörn, makar þeirra og langömmubörn Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA SIGURÐARDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Kópavogsbraut 1b, Kópavogi, lést á Landspítalanum föstudaginn 25. október. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 1. nóvember klukkan 11. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi. Tryggvi Jónsson Ingveldur Bragadóttir Sigurður Helgi Jónsson Liv Kari Tyvand Jón Viðar Jónsson Þorbjörg Hróarsdóttir Hreinn Jónsson Aðalheiður Þorsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og besti vinur, LÁRUS GRÍMSSON skipstjóri, Dalprýði 6, Garðabæ, lést á krabbameinsdeild 11E í faðmi stelpnanna sinna 23. október. Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 1. nóvember klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á samtökin Einstök börn. Jóhanna Daðey Kristmundsdóttir Þórdís Harpa Lárusdóttir Hákon Bergmann Óttarsson Gerða Kristín Lárusdóttir Andri Már Kristinsson Karen Ýr Lárusdóttir Guðmundur Hafþórsson Hanna Heiða Lárusdóttir Steindór Sigurgeirsson og barnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma UNNUR STEFÁNSDÓTTIR Ægisgötu 16, Akureyri, lést fimmtudaginn 24. október á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 5. nóvember klukkan 13.30. Björn Snæbjörnsson Magga Kristín Björnsdóttir Sigurbjörg Snæbjörnsdóttir Stefán Sigurður Snæbjörns. Randi Aarseth Kristinn Snæbjörnsson Kristín Sigurbjörg Jóhannsd. barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN GÍSLADÓTTIR til heimilis á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, áður Gullsmára 7, lést í faðmi fjölskyldunnar 23. október. Jarðsungið verður frá Kópavogskirkju mánudaginn 4. nóvember klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sunnuhlíð og Alzheimersamtökin. Hulda Leifsdóttir Bjarni Pálsson Hafdís Leifsdóttir Sigurbjörn Sigurðsson Ingibergur Sigurðsson Ingibjörg Magnúsdóttir barnabörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.