Morgunblaðið - 30.10.2019, Blaðsíða 20
✝ HannesínaTyrfingsdóttir,
Sísí, fæddist í
Vestri-Tungu í
Vestur-Landeyjum
6. maí 1930. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suð-
urnesja 9. október
2019. Foreldrar
hennar voru Tyrf-
ingur Einarsson og
Þóranna Helga-
dóttir. Systur Hannesínu voru
Helga sem er látin og Anna.
Hinn 12. desember 1953 gift-
ist Hannesína eftirlifandi maka
sínum Andrési Magnúsi Egg-
ertssyni, fæddur 20.10. 1929.
Andri Björn og barnabörn
þeirra eru 4. Þóranna fædd
18.8. 6́2 Maki Halldór Reinhar-
dtsson og börn þeirra eru
Andrés Þór og Ragnheiður
Ingibjörg, barnabörn þeirra
eru 4. Tyrfingur, f. 22.11. 1963,
maki Guðríður Kristjánsdóttir.
Börn þeirra eru Hrafnhildur,
Brynhildur, Elvar Þór og
Sylvía Hanna. Barnabörn
þeirra eru 8.
Sísí og Andrés hófu sinn bú-
skap í Reykjavík en bjuggu
lengst af í Keflavík.
Hannesína var mikil hann-
yrðakona og stundaði á sínum
yngri árum nám við Kvenna-
skólann Hverabakka í Hvera-
gerði. Hún vann svo sína starfs-
ævi mest tengda fiskvinnslu og
ræstingum.
Útför Hannesínu fór fram í
kyrrþey að hennar eigin ósk í
Keflavíkurkirkju 22. október
2019.
Börn þeirra eru
Anna Ingunn, fædd
3. nóv. 1950 látin 2.
okt 2001. Börn
hennar eru Hann-
esína, Svanur Már
og Kristmundur,
barnabörn hennar
eru 9 og barna-
barnabörn eru 3.
Eggert Þór fæddur
7. júlí 1954 maki
Guðrún Arthúrs-
dóttir, börn þeirra eru Arna
Vala, Andrés Magnús og
Thelma Dís og barnabörn eru
6. Sæunn, fædd 30. júlí 1956,
maki Tryggvi Einarsson, synir
þeirra eru Einar, Hannes og
Elsku yndislega mamma mín,
vinkona og fyrirmynd í lífinu,
mikið finnst mér erfitt að sitja
hér við borðstofuborðið mitt og
reyna að skrifa minningargrein
um þig.
Ég hef legið margar and-
vökunæturnar og skrifað þér í
huganum en kem því ekki niður
á blað og mun ég ávallt halda
áfram að skrifa þér. Ég veit að
vel var tekið á móti þér í Sum-
arlandinu bjarta.
Þú varst einsök manneskja,
mamma mín, góðhjörtuð, ósér-
hlífin, einstaklega geðgóð og
ljúf kona. Þú varst með besta
hár sem ég hef komist í snert-
ingu við, það alltaf eins og ný-
lagt, alveg sama þó að þú værir
búin að vera nánast rúmföst
Hannesína
Tyrfingsdóttir
vikum saman. Það var svo gam-
an að eiga við hárið á þér og þú
alltaf svo þakklát, elsku mamma
mín.
Ég á svo ótal margar minn-
ingar um þig og allar eru þær
svo góðar.
Mig langar að setja hérna
brot úr textanum við lagið Móð-
urást sem á svo mikið við þig,
elsku mamma mín.
Hið göfugasta í lífi okkar er
ást er móðir ber til sinna barna
hún fórnar, gefur helft af sjálfri sér
og sækir styrk til lífsins dýpsta
kjarna
„hún veitir ljós sem ljómi bjartra
stjarna“.
(Árni Böðvarsson)
Við hittumst svo síðar, elsku
mamma mín, eins og um var tal-
að á sjúkrahúsinu.
Ég elska þig ávallt, elsku
mamma, og sakna þín óskaplega
mikið.
Hvíl í friði.
Elsku pabbi, systkini, makar
og öll ömmubörnin, missir okk-
ar allra er mikill.
Minningin lifir um yndislega
konu.
Þín dóttir,
Þóranna Andrésdóttir.
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 - Opin vinnustofa kl.9:00-12:30, nóg pláss og allir vel-
komnir - Hreyfisalurinn opinn kl.9:30-11:30, líkamsræktartæki, teygjur
og lóð - Yoga 60+, með Grétu kl.12:15 & 13:30 - Söngstund við píanóið
kl.13:45, allir velkomnir - Kaffi kl.14:30-15:00 - Bókaspjall með Hrafni
kl.15:00.
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl.12. Opið hús, félagsstarf
fullorðinna í safnaðarheimili kirkjunnar kl.13 til 16. Sr. Petrína Mjöll
sýnir okkur myndir frá Skotlandi, stólaleikfimi á sínum stað, kíkjum í
blöðin og spjöllum. Kaffi og með því á eftir í boði kirkjunnar. Allir
hjartanlega velkomnir.
Árskógar Opin handavinnustofa kl. 9-12. Opin smíðastofa kl. 9-15.
Stóladans með Þórey kl. 10. Spænskukennsla kl. 10.45-11.30. Bridge
kl. 12. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Opið hús, t.d. vist
og bridge eða bíó. kl. 13-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl.
11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir.
S. 535-2700.
Boðinn Handavinnustofa opin frá 9:00-15:00. Harmonikkuspil og
söngur kl. 13:30. Vatnsleikfimi kl. 14:30.
Bólstaðarhlíð 43 Morgunleikfimi með Rás 1 09:45. Námskeið í
tálgun 09:30-12:00. Opin handverksstofa 9-16. Morgunkaffi 10-10:30.
Boccia 10:40-11:20. Spiladagur, frjáls spilamennska 12:30-15:50. Opið
kaffihús 14:30-15:15.
Breiðholtskirkja Félagsstarf eldri borgara kl. 13:15. Hefst með
kyrrðarstund og léttum hádegisverði kl. 12:00.
Bústaðakirkja Hádegistónleikar kl 12:05, Sigríður Thorlacius
söngkona syngur og með henni eru Hjörtur Jóhannsson píanóleikari
og Guðmundur Óskar Guðmundsson gítaleikari þau munu leika ljúfa
tónlist. Súpa í safnaðarsal á eftir. eftir hádegið um kl 15:00 mun Gosp-
elkór Bústaða og Árbæjarkirkju kom og syngja meðan kaffið er. Prest-
ur verður með hugleiðingu og bæn.
Félagsmiðstöðin Hvassaleiti 56-58 Lokadagur skráningar í haust-
ferð Hvassaleitis. Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleikfimi
kl. 9:45. Hádegismatur alla virka daga kl. 11:30-12:20 og kaffi kl. 14:30-
15:30. Zumba með Carynu 12:30. Frjáls spilamennska 13:00. Handa-
vinnuhópur 13:00-16:00.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8:50. Jóga kl. 9. Upplestrarhópur kl. 10-12. Línudans kl. 10.
Hádegismatur kl. 11:30. Salatbar kl. 11:30-12:15. Miðvikufjör, kynning
og leiðbeiningar á vefversluninni Heimkaup.is kl. 11:50-12:30. Zumba
kl. 13. Tálgun hjá Valdóri kl. 13:30-16. Kraftganga kl. 14. Síðdegiskaffi
kl. 14:30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari uppl. í síma 411-2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bókband kl. 9:00. Postulínsmálun kl.
9:00. Minigolf kl. 10:00. Tölvu- og snjallsímaaðstoð kl. 10:30. Bókband
kl. 13:00. Myndlist kl. 13:30. Dans með Vitatorgsbandinu kl. 14:00.
Frjáls spilamennska kl. 13:00-16:30. Söngur við undirleik kl. 15:00.
Heitt á könnunni fyrir hádegi. Verið öll hjartanlega velkomin. Nánari
upplýsingar í síma 411-9450.
Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bridge í Jónshúsi
kl. 13:00. Vatnsleikf. kl.7:10/7:50/15:15. Kvennaleikf Ásg. kl.9:30.
Kvennaleikf Sjál. kl. 10:30. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11:00. Leirsmiðja
Kirkjuh kl. 13:00. Zumba salur Ísafold. kl. 16:15.
Gerðuberg 3-5 Opin Handavinnustofan kl. 08:30-16:00. Útskurður
m/leiðbeinanda kl. 09:00-12:00. Qigong 10:00-11:00. Línudans kl.
11:00-12:00 Leikfimi Helgu Ben kl. 11:00-11:30. Útskurður / Pappa-
módel m/leiðb. kl 13:00-16:00. Félagsvist kl. 13:00-16:00. Döff félag
heyrnalausra 12:30-15:00. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9.00 handavinna, kl. 9.00 boccia-opinn tími, kl. 9.30
glerlist, kl. 13.00 félagsvist FEBK, kl. 13.00 postulínsmálun.
Gullsmára Myndlist kl 9.30. Postulínsmálun. Kvennabridge. Silfur-
smíði kl. 13.00. Línudans fyrir lengra komna kl. 16.00
Hraunsel Ganga í Kaplakrika kl. 9.00-12.00. Bókmenntaklúbbur kl.
10.00 aðra hverja viku. Línudans kl 11.00 Bingó kl. 13.00. Handverk kl.
13.00 Gaflarakórinn kl. 16.00. Pútt í Hraunkoti kl. 10.00-11.30.
Korpúlfar Gerlistanámskeið kl. 9 í Borgum, ganga kl. 10 frá Borgum
og í Egilshöll. Félagsfundur Korpúlfa kl. 13 í dag í Borgum með
áhugaverðri gleðidagskrá, Sigrún Huld Þorgrímsdóttir sérstakur gest-
ur með erindi um nýja menningu í öldrunarþjónustu, Korpusystkin
gleðja með söng, ljóðaflutningur, tónlistaflutningur myndasýning frá
siglingu Korpúlfa sl. sumar og fleira gleðilegt. Qigong kl. 16:30 í
Borgum.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, trésmiðja kl.9-12, opin listas-
miðja, morgunleikfimi kl.9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl.10.30-
12, upplestur kl.11, félagsvist kl.13.30, bónusbíllinn kl.14.40, heimildar-
myndasýning kl.16. Uppl í s. 4112760.
Seltjarnarnes Gler og bræðsla á neðri hæð félagsheimilisins kl. 9 og
13. Leir Skólabraut kl. 9. Botsía Skólabraut kl 10. Kaffispjall í króknum
kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Timburmenn Valhúsaskóla kl.
13. Handavinna, föndur og leiðsögn í salnum á Skólabraut kl. 13.
Vatnsleikfimi kl. 18.30. Á morgun fimmtudag er haustferð. Flúðir,
Hruni ofl. Lagt af stað frá Skólabraut kl. 10.30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur
hittist kl. 13.00. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir vel-
komnir. Síminn í Selinu er: 568-2586.
Stangarhylur 4 Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl.
10.00 kaffi og rúnstykki eftir göngu. Enska-námskeið kl. 13.00, leið-
beinandi Margrét. Bókmenntahópur FEB. Næsti tími verður fimmtu-
daginn 31. okt. kl 13:00-15:00. Haldið verður áfram að lesa Lifandilífs-
læk eftir Bergsvein Birgisson. Fylgst verður áfram með Magnúsi
Árelíusi og úttekt hans á mannlífinu á Ströndum. Umræðum stýrir
Jónína Guðmundsdóttir
Raðauglýsingar
Smáauglýsingar
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Í ársbyrjun 1961
réðst ég til starfa á
Hvanneyri.
Þegar ég nýráð-
inn kom í matsal skólastjóra-
hússins gamla voru þar skóla-
sveinar að vaska upp undir
stjórn borðstofudömunnar. Þessi
stúlka leit á mig og brosti án
þess að truflast við störf. Skóla-
sveinarnir fræddu mig fljótlega
um kvennaval staðarins og þar
var Rut í borðstofunni ofarlega
á lista að kostum, en um það
þyrfti ekki að tala, hún væri
komin á fast.
Við fjósamenn komum jafnan
að verkalokum seinna í kvöld-
mat en skólasveinarnir og töfð-
um af því þá stúlku, sem að sín-
um verkalokum var.
Rut varð okkur uppáhald.
Hún var allra kvenna umburð-
Erna Ruth
Konráðsdóttir
✝ Erna RuthKonráðsdóttir
fæddist 11. mars
1941. Hún lést 15.
október 2019.
Útför Ernu Rut-
har fór fram 24.
október 2019.
arlyndust þó að
eitthvað bæri út af í
tíma með starfslok
dagsins.
Auk þess að vera
ósérhlífin og röskur
starfskraftur var
hún ófeimin við
skoðanir sínar og
lét ekki eiga hjá sér
í orðaskiptum, en
skammaði hvern
þann sem henni
maklegur þótti.
Hún var sögð kommúnisti, en
það var þá örugglega hin húm-
aníska hlið þeirra hugsjóna.
Þau Sigurgeir Ágústsson op-
inberuðu trúlofun sína þennan
vetur. Hann þótti að áræðni
vaskleik og ráðum standa fram-
arlega.
Ættingja hans þekkti ég úr
mínu heimahéraði Kollafirði og
þá var einnig að finna í Geiradal
og Djúpi og víðar þar um slóðir.
Í þeim hópi barst í tal þessi
trúlofun á Hvanneyri, ég hafði
við orð að Geiri hefði náð í
ákveðna og trausta konu. Dóm-
ur ættingja var sá að honum
hefði hreint ekki veitt af því, ráð
hans hefðu jafnan verið laus í
rásinni. Þetta kom mér á óvart.
Þau réðust að námi loknu til
starfa að Tilraunastöðinni á
Reykhólum. Meðan þau voru
þar hittumst við stundum og
vorum kunningjar.
Tímann þar man ég ekki, en
frétti seinna af þeim í búskap í
Eyjafirði.
Þau eignuðust 4 börn en Geiri
varð ekki langlífur.
Það var svo fyrir fáum árum
þegar ég var orðinn vistmaður á
Barmahlíð að ég kom heim eftir
nokkra burtveru, að þá var þar
til vistar komin kona, vingjarn-
leg og jafnan með fyrirbænir og
guðsorð á vörum, en mikill sjúk-
lingur, ráð hennar allt í molum.
Ég nam nafn hennar: Rut, en
það var ekki fyrr en eftir
margra vikna samveru að ég
áttaði mig á hver þetta var. Hún
átti til að skammast með fúk-
yrðum við þá sem voru að lið-
sinna henni, en lengst af sat hún
í sínum heimi, söng sálma eða
fallegt kvæði.
„Guð blessi þig“ var kveðjan
sem hver og einn fékk og hún
vildi halda í hönd viðmælanda
síns þéttu og innilegu taki.
„Sestu hérna hjá mér ástin
mín“ var hennar uppáhaldsljóð.
Hún nefndi manninn sinn og
börnin sín og sagði mér tölu
þeirra. Annað tal hennar var
ekki bundið raunveruleikanum.
En ég vil muna glæsilegu og
rösku stúlkuna sem ég þekkti
tvítuga.
Guð blessi þig, Rut mín, og þá
kveðju sendi ég hér með fólkinu
hennar.
Jóhannes Geir Gíslason.
✝ Tryggvi Gunn-arsson fæddist á
Reykjum í Fnjóska-
dal 19. desember,
1920. Hann lést á
Öldrunarheimilinu
Hlíð á Akureyri 17.
október, 2019.
Foreldrar hans
voru Gunnar Jóna-
tansson, bóndi á
Reykjum, f. 1876, d.
1965, og kona hans
Þóra Sigríður Guðmundsdóttir,
húsfreyja, f. 1889, d. 1951.
Systkini Tryggva voru Guðrún,
f. 1916, d. 2009, og Guðmundur,
f. 1924, d. 2008.
og vann við byggingu Lax-
árvirkjunar fyrsta árið. Þá vann
hann í nokkur ár sem renni-
smiður á húsgagnaverkstæðinu
Valbjörk. Eftir það vann hann
allan sinn starfsaldur á verk-
smiðjum Sambandsins á Gler-
áreyrum.
Tryggvi bjó hjá systur sinni,
Guðrúnu, og manni hennar,
Steingrími Davíðssyni, í Ása-
byggð 15 á Akureyri eftir flutn-
inginn frá Reykjum og til ársins
2003. Þá keypti Tryggvi sér
íbúð í Lindasíðu 4. Árið 2015
fluttist Tryggvi svo að Öldr-
unarheimilinu Hlíð á Akureyri
þar sem hann bjó til dánardags.
Jarðarförin fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag, 30. október
2019, klukkan 13.30.
Tryggvi ólst
upp á Reykjum og
fékk heimafræðslu
framan af og síðar
gekk hann í far-
andskóla í sveit-
inni. Tryggvi
stundaði síðar
nám við Garð-
yrkjuskóla ríkisins
og vann síðar að
tómata- og gúrku-
rækt í gróðurhús-
um á Reykjum. Árið 1951 tóku
systkinin þrjú við búinu á Reykj-
um af foreldrum sínum og stóð
sú samvinna til ársins 1958. Þá
fluttist Tryggvi til Akureyrar
Föðurbróðir minn, Tryggvi
Gunnarsson, lést snemma morg-
uns hinn 17. október, sl. Tryggvi
hefði í desember á þessu ári
orðið 99 ára. Ég kynntist
Tryggva fyrst sem smákrakki
heima á Reykjum þegar hann
kom í helgarheimsóknir ásamt
Guðrúnu systur sinni og manni
hennar, Steingrími. Ég minnist
þess þegar þau komu svo oft í
Reyki til að setja niður kartöflur
og taka upp að hausti. Síðar
komu þau margoft á sumrin
þegar Guðrún og Steingrímur
hófu að byggja sér lítinn sum-
arbústað í Reykjaskógi. Þar
lagði Tryggvi þeim ómælt lið,
enda hagur mjög á hvers kyns
smíðar. Þá var legið við í tjaldi
og nesti útbúið til margra daga.
Gaman þótti mér sem barni að
hjóla suður í skóg til þeirra og
dvelja þar dagpart. Tryggvi var
hæglátur og hlédrægur maður.
Hann talaði ekki af sér, hann
frændi minn. Hann var vel les-
inn, þekkti landakortið vel og
ferðaðist mikið um Ísland.
Hann tók sig gjarnan upp og
ferðaðist einn til fjarlægra
landa, þá gjarnan sólarstranda,
og kom verulega sólbrúnn heim
úr þeim ferðum. Hann hafði þá
varið tíma sínum í endalausar
gönguferðir um nærliggjandi
svæði og sagði okkur svo sögur
af ferðum sínum.
Áhugamál Tryggva lágu á
sviði bókbands og byggingar
kirkjulíkana. Eftir hann liggja
afar vandaðar bækur bundnar
inn í geitaskinn og fjöldinn all-
ur af kirkjulíkönum af hinum
ýmsu kirkjum. Sumar kirkn-
anna hannaði hann sjálfur og
var handverkið afar fínlegt og
vandað.
Eftir að Tryggvi flutti í sína
eigin íbúð og hætti að keyra bíl
sökum aldurs, fóru samskipti
okkar vaxandi. Hann þurfti að-
stoð við að komast á milli staða,
sjá um bankaviðskipti og inn-
kaup og fara til læknis. Þær
voru orðnar ófáar ferðirnar
sem við Tryggvi frændi fórum í
þessum erindagjörðum. Síðasta
ferð okkar frændanna var svo í
Fnjóskadalinn síðastliðið sumar
þar sem Tryggvi leit í síðasta
sinn sínar æskustöðvar. Þótti
honum mikið til Vaðlaheiðar-
ganga koma og þess hversu
trjágróðurinn í Fnjóskadal
hafði vaxið.
Tryggvi var orðinn aldinn og
lotinn. Hann var trúaður alla
tíð og sennilega hefur gamli
maðurinn kvatt þetta jarðlíf
sáttur. Megi Tryggvi frændi
minn hvíla í friði.
Gunnar Magnús
Guðmundsson.
Tryggvi Gunnarsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar