Morgunblaðið - 30.10.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.10.2019, Qupperneq 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019 www.gilbert.is NNUM NÝTT ÚR FRÁ H CO. REYKJAVIK VIÐ KY JS WATC 70 ára Einar er Reyk- víkingur og ólst upp á Hverfisgötu 59 til tví- tugs en hefur síðan búið í Breiðholti. Hann var verkstjóri hjá Toll- vörugeymslunni í 38 ár. Maki: Anna Sigríður Björnsdóttir, f. 1950, sjúkraliði. Börn: Gústaf Bergmann, f. 1976, og Björn Bergmann, f. 1984. Foreldrar: Gústaf B. Einarsson, f. 1916, d. 2001, verkstjóri og varaborgarfulltrúi, og Ólöf Þorgeirsdóttir, f. 1916, d. 2004, kaupmaður og rak Lífstykkjabúðina. Einar Bergmann Gústafsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Loksins eru samstarfsmenn þínir farnir að koma fram við þig á þann hátt sem þú átt skilið. Heppnin eltir þig á röndum. 20. apríl - 20. maí  Naut Notaðu daginn til þess að ákveða hvernig á að skipta einhverju sem þú deilir með öðrum. Blandaðu þér ekki of mikið í vandamál annarra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gömul vandamál, sem tengjast börnum, munu hugsanlega koma upp að nýju. Þú færð skemmtilegt símtal. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það eru undur og stórmerki að gerast í ástalífinu, búðu þig undir skemmtilega tíma fram undan. Farðu var- lega í umferðinni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Einhverra hluta vegna fara sam- starfsmenn þínir í taugarnar á þér. Eitt- hvað kemur á óvart í dag. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Stundum er nauðsynlegt að halda fólki í ákveðinni fjarlægð. Hættu að hafa áhyggjur. Uppfylltu óskir hjarta þíns í kvöld. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert í góðu formi og nýtur þess að vera til. Taktu á þig rögg en ekki stinga höfðinu í sandinn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að fá útrás fyrir sköpunarþrá þína svo þú kafnir ekki. Tækifærin bíða handan hornsins og þangað átt þú að fara. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Alvarlegar samræður við maka eða nána vini koma hugsanlega lagi á eitthvað sem hefur farið úr skorðum. Skoðaðu málið frá öllum hlið- um áður en þú tekur ákvörðun. 22. des. - 19. janúar Steingeit Fólk er tilbúið til að aðstoða þig á heimilinu og í tengslum við fjöl- skyldu þína í dag. Taktu til í geymslunni, þar finnur þú eitthvað sem þú hefur saknað lengi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Heimilið og fjölskyldan verða í brennidepli hjá þér næstu fjórar vikurnar. Nú er rétti tíminn til að sleppa tökum á gamalli tilfinningu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hindranir gætu komið upp vegna ferðaáætlana. Búðu þig undir að til þín verði leitað varðandi stöðuhækkun. mjög vel og við teljum okkur vera á réttri leið. Okkar fjármagn hefur runnið inn á við og við höfum ekki verið að belgja okkur út eða keypt aðra aðila eða fyrirtæki. Við höfum frekar styrkt okkar stoðir. Við eig- um okkar húsnæði sjálf og þetta er allt undir okkur komið.“ og erlenda. Fyrirtækið hefur einnig frá upphafi reynt að koma íslenskri hönnun á framfæri. Epal rekur núna fjórar verslanir, á Laugavegi, í Kringlunni, og Hörpunni og í Skeif- unni, en sú verslun er 2.000 fermetr- ar að stærð. Þá rekur Epal jafn- framt vefverslun. „Síðasta ár gekk K jartan Páll Eyjólfsson fæddist 30. október 1969 í Kaupmanna- höfn og ólst þar upp fyrstu þrjú árin. Fjöl- skyldan flutti svo þaðan fyrst í Hafn- arfjörð og svo í Vesturberg í Breið- holti og bjó Kjartan þar fram á fullorðinsár. „Meðan aðrir voru í unglingavinn- unni var ég í sveit hjá Sólveigu frænku minni og Hreini manni henn- ar á Hofteigi í Arnarneshreppi í Eyjafirði. Þar átti ég mínar bestu stundir í æsku og var ég skólaður til af Hreini sem var mikil alfræðiorða- bók. Þarna var ég í mörg ár.“ Kjart- an vann síðan á sumrin í málning- arverksmiðjunni Hörpu. Kjartan gekk í Fellaskóla, varð stúdent við Fjölbrautaskólann í Breiðholti á viðskiptabraut og fór tíu árum síðar í nám í markaðsfræði við Coastal Carolina University og lauk þaðan BS-gráðu árið 2002. Kjartan var sölu- og markaðs- fulltrúi hjá Mjólkursamsölunni 1994- 1998 og síðar sölu- og markaðs- fulltrúi hjá Sól Víking 1998-2000. „Ég verð að fá að nefna Friðþjóf Adolf Ólason – Dolli eins og hann er alltaf kallaður – hann var mikill áhrifavaldur í mínu lífi á þessum tíma. Hann vann hjá Mjólkursölunni og síðan Sól Víking og fékk mig þangað yfir. Hann hvatti mig til að fara í skóla til Bandaríkjanna sem úr varð en hann hafði sjálfur verið þar í námi og er ég mjög þakklátur hon- um.“ Kjartan var síðan vöruflokka- stjóri Ölgerðarinnar Egils Skalla- grímssonar 2001-2002, sölustjóri 2002-2004 og framkvæmdastjóri á verslunarsviði hjá Ölgerðinni 2004- 2008. Árið 2008 tók hann við sem fram- kvæmdastjóri Epal hf., fyrirtækis sem faðir hans, Eyjólfur Pálsson, stofnaði árið 1975. „Það var ekki endilega sjálfgefið, mér leið vel hjá Ölgerðinni og var orðinn einn af framkvæmdastjórum þar. En kannski blundaði það alltaf í mér að vilja taka við keflinu í Epal,“ segir Kjartan. Epal hefur frá upphafi selt gæða- vörur og góða hönnun, íslenska sem Áhugamál Kjartans eru útivera, ferðalög og kvikmyndir og svo spil- ar hann fótbolta einu sinni í viku. „Það er nauðsynlegt til að halda sér í formi. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á kvikmyndum, sem hefur smitað út frá sér því annar sonur minn vinnur við fagið. Ég vann á vídeóleigu í sjö ár meðfram skóla og annarri vinnu og ég leit aldrei á það sem vinnu. Það var áhugamál, og ég kynntist meira að segja kon- unni minni á vídeóleigunni. Ég er duglegur að sækja kvikmyndahá- tíðir til að geta horft á fleira en am- erískar myndir, en ég horfi líka á þær.“ Kjartan fékk draumaferð að eig- in vali í afmælisgjöf. „Ég er ekki búinn að ákveða hvert farið verður, en síðasta stóra ferðin var til Japan fyrir tveimur árum. Ég varð heill- aður af japanskri menningu og al- veg ljóst að ég fer þangað aftur.“ Í tilefni dagsins fer fjölskyldan út að borða í kvöld en á morgun fara þau til hjónin til New York. Kjartan Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Epal – 50 ára Ljósmynd/Spessi Fjölskyldan Kjartan og Hildigunnur, synirnir Andri Fannar og Garðar Sölvi og hundurinn Sunna. Tók við keflinu af föður sínum Framkvæmdastjórinn Epal rekur núna fjórar verslanir auk vefverslunar. 60 ára Fjóla ólst upp í Keflavík en býr í Smárahverfinu í Kópa- vogi. Hún er sviðs- stjóri bókhalds og inn- heimtu hjá Olíudreifingu. Maki: Sigurjón Rann- versson, f. 1958, verkfræðingur hjá Mannviti. Börn: Rannver, f. 1984, Viktor, f. 1988, og Oliver, f. 1995. Foreldrar: Finnur Valdimarsson, f. 1936, fv. verkstjóri hjá Icelandair, og Ingibjörg Gilsdóttir, f. 1940, húsfreyja. Þau eru bús. í Reykjavík. Fjóla Finnsdóttir Til hamingju með daginn Reykjavík Máni Rógvason av Skarði fæddist 12. febrúar 2019 kl. 1.50. Hann vó 3.120 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Sólja av Skarði og Rógvi Lamhauge. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.