Morgunblaðið - 30.10.2019, Síða 29

Morgunblaðið - 30.10.2019, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 Ford F-150 Lariat Sport Litur: Svartur, svartur að innan. FX4 offroad-pakki, Sport-pakki,Bakkmyndavél, Band & Olufsen hátalarakerfi, hiti í öllum sætum, hiti í stýri, fjarstart, o.fl. 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl, 470 lb-ft of torque VERÐ 12.670.000 m.vsk 2019 Ram Limited 3500 35” Litur: Granite Crystal. Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, 400 hö, togar 1000 pund! Aisin sjálfskipting, upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki. 35” dekk. VERÐ 11.395.000 m.vsk Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Mosfellssveitin var miklu meiri sveit en nú er þegar ég flutti þangað fjögurra ára, þá voru allt aðrir tímar. Þá var búskapur allt í kringum okkur sem er löngu aflagð- ur, svo ég ólst upp í návígi við sauðkindur og aðrar skepnur þó að foreldrar mínir hafi ekki verið bænd- ur. Faðir minn vann í Reykjavík og fór á milli í jeppa en það var svaðilför í þá daga,“ segir Pétur Magnússon myndlistar- maður, sem opnaði sýn- ingu sína Sögur úr sveit- inni í Listasal Mosfellsbæjar á föstudag. Þar lítur hann til baka í tíma og tekur upp þráð þar sem bæði manneskjur og dýr koma við sögu. Sýningin samanstendur af tveimur stórum verkum; annað verkið er samþætt ljós- myndaverk, skrásetning á myndlistarsýningu sem Pétur hélt í fjárhúsi fyrir kindurnar þar. „Ég hélt þessa sýningu sannarlega fyrir kindurnar en þetta kom þannig til að fyrst bjó ég til litla skúlptúra, abstrakt hvíta hluti. Þá var ég ekki að búa þá til sem listaverk, heldur hafði ég alltaf hugsað mér að þetta væri eitt- hvað sem þyrfti að lenda í einhverjum óvænt- um ævintýrum til að verða að einhverju. Ég hafði í huga myndir skopmyndateiknara sem stundum voru í blöðum þegar ég var ungur. Þeir voru stundum að gera skopmynd af skrýtna listamanninum á vinnustofu sinni. Þá bjó skopmyndateiknarinn til eitthvað eins og hann ímyndaði sér að list væri, einhverja ab- strakt hluti, en teiknarinn var ekki að búa þá hluti til sem list, heldur var hann að reyna að gera mynd af listinni. Ég vildi búa til eitthvað sem væri mögulega eins og list, en síðan myndu þessir hlutir lenda í einhverju samhengi sem gerði þá að einhverju sem ég gæti svo sýnt fólki á listasýningu. Þess vegna eru þessir ab- strakt hlutir mínir ekki á sýningunni, af því þeir eiga ekki heima þar, heldur ljósmyndir af þeim í óvæntu rými í fjárhúsi meðal kinda.“ Pétur segir það vera algera tilviljun að hann valdi að setja hlutina upp í fjárhúsi en ekki ein- hverju öðru rými. „Ég eyði töluverðum tíma norður á Raufar- höfn, en þar í nágrenninu er góður vinur minn búsettur, Árni bóndi í Sveinungsvík. Þangað kem ég oft og einhverju sinni var ég að þvæl- ast með honum úti í fjárhúsum og þá sá ég hvernig ég gæti látið þessa hvítu hluti mína lenda í einhverju ævintýri. Þá fannst mér dæmið ganga upp. Þetta er líka eitthvað úr þeim tveimur heimum sem ég hrærist í.“ Góbelínverk er mynd af lausn gátu Hitt verkið á sýningu Péturs er heilmikið verk sem er vefnaður, unninn út frá ákveðnu fyrirbæri bernskunnar. „Þetta verk vann ég út frá gátu sem móðir mín kenndi mér barnungum, en verkið er mynd af lausn gátunnar. Gátan er svona: Sat ég og át, og át af mér. Át það sem ég á sat, og át af því. Vefnaðarverkið er svarið, sem mér hefur alla tíð þótt ákaflega myndrænt og er verkið óður til móður minnar heitinnar. Þetta er mynd af konu sem situr á baki hryssu og konan er að borða, en hún hefur líka barn sitt á brjósti á meðan hryssan bítur gras og folald hennar sýgur hana. Ég vann þetta fótógrafískt og það var síðan ofið eftir ljósmyndinni. Þessi myndvefnaður heitir góbelín.“ Sýning Pétur í Mosfellsbæ stendur til og með 22. nóvember. Einnig sýnir hann verk núna í gallerí 1.h.v. Lönguhlíð 19 í Reykjavík. Þar sýnir hann með Guðrúnu Hrönn Ragnars- dóttur. Sýningin heitir „Lög/Layers“. Gallerí 1.h.v. er opið á fimmtudögum frá 16 til 18 og sunnudögum frá 14 til 16. Sú sýning stendur til 17. nóvember. Verk í óvæntu samhengi í fjárhúsi  Listamaður lítur til baka í tíma og tekur upp þráð þar sem bæði manneskjur og dýr koma við sögu  Vann vefnaðarverk út frá gátu sem móðir hans kenndi honum ungum  Verkið er óður til móður Pétur Magnússon Undrun Kindurnar voru hissa á verkum Péturs sem hann setti upp í fjárhúsi í Sveinungsvík. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Borgarleikhúsið bauð öllum 10. bekkingum í Reykjavík á sýninguna Allt sem er frábært nú í haust. Fjór- ar sýningar hafa verið haldnar nú þegar og svo tvær í lok nóvember svo allir þeir u.þ.b. 1.500 nemendur sem boðið hefur verið geti séð sýn- inguna. „Við stöndum fyrir mjög öfl- ugu fræðslustarfi og höfum boðið öllum 5 ára börnum á leikskólum Reykjavíkur, 5. bekkingum og svo 10. bekkingum að koma,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins. „Þetta er mjög mikilvægt fræðslu- starf,“ segir Kristín en í ár varð Allt sem er frábært fyrir valinu fyrir 10. bekkinga. „Það er mikilvægt að bjóða þessum ungmennum upp á vandaðar sýningar sem við teljum að þau tengi við. Þetta er sýning sem var sýnd fyrir fullu húsi í fyrra og umfjöllunarefnið er maður sem segir sögu sína frá því hann var drengur og hvernig hann tekst á við það að eiga móður sem glímir við mikið þunglyndi. Sjálfur verður hann þunglyndur þegar hann verður full- orðinn og inntak verksins snýst um að horfa á jákvæðu hlutina í lífinu, hvernig maður getur tamið sér ákveðið hugarfar,“ segir Kristín en sögupersónan gerir lista yfir allt sem frábært í lífinu frá því hann er barn. Sýningin er einleikur Vals Freys Einarssonar en áhorfendur taka þátt og segja söguna með honum. „Þetta er sýning um mjög stórt við- fangsefni sem ungmenni eru mörg hver að glíma við í dag en sagan er sögð á mannlegum og fallegum nót- um,“ segir Kristín. Aukinn áhugi ungmenna Kristín segir viðtökurnar hafa verið góðar. „Kennararnir koma með nemendum og áhorfendur þurfa að taka að sér ákveðið hlutverk í sýningunni á móti leikaranum. Ég fann að nemendum fannst æðislegt að sjá að kennararnir voru teknir upp að töflu ef þannig má að orði komast. Maður fann að það var djúp hlustun og þau tengdu mikið.“ Hún bætir við að mikilvægt sé að ung- lingar sjái ekki aðeins sýningar sér- staklega tilætlaðar unglingum held- ur einnig vandaðar sýningar sem ögra þeim og þroski leikhúsáhuga þeirra. Kristín segir að um 35% aukning hafi orðið í sölu ungmennakorta milli ára hjá leikhúsinu. „Það eru auðvit- að margar ástæður fyrir því en ég held að helstu þættirnir felist í því að við erum að bjóða upp á meiri sveigj- anleika í kortunum þannig að verðið er meira fljótandi. Við erum til dæm- is að opna nýtt svið sem kallast Um- búðalaust fyrir unga sviðshöfunda og þar verður miðaverði stillt í al- gjört hóf.“ Umbúðalaust er hluti af nýrri stefnu leikhússins en auk þess hefur það einnig hafið að bjóða hugsuðum sviðið til að deila sínum hugmyndum og hugleiðingum. „Þar er Andri Snær, sem fjallar um loftslagsmálin, Vera Illugadóttir og Bergur Ebbi. Þetta er eitthvað sem höfðar til ungs fólks, bæði í umfjöllunarefni og verði,“ segir Kristín. Spurð hvort framhald verði á segir hún: „Við er- um að byrja að innleiða þessa nýju stefnu með þessum viðburðum í vet- ur og munum svo halda áfram á næsta ári.“ Mikilvægt fræðslustarf  Öllum 10. bekkingum Reykjavíkur var boðið á sýninguna Allt sem er frábært í Borgarleikhúsinu Fræðandi Frá sýningu á verkinu Allt sem er frábært. Morgunblaðið/Eggert Tenging Kristín segir nemendur hafa hlustað vel og tengt við um- fjöllunarefni sýningarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.