Morgunblaðið - 30.10.2019, Síða 32
Vísindafélag Íslands stendur fyrir
fræðslufundi í Þjóðminjasafninu í
dag kl. 12 um nóbelsverðlaunahaf-
ann í bókmenntum fyrir árið 2018,
pólska rithöfundinn Olgu Tok-
arczuk. Verðlaunin voru ekki afhent
í fyrra og því hlaut hún þau í ár. Ewa
Marcinek, pólskur rithöfundur sem
er búsett á Íslandi, mun segja frá
Tokarczuk og verkum hennar. Fyrir-
lesturinn verður á ensku og að-
gangur að honum er ókeypis.
Fræðslufundur um
Olgu Tokarczuk
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 303. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
„Þeir sýndu áhuga á að semja við
mig en ég er ákveðinn í að breyta
til. Ég er búinn að vera hjá Álasundi
í langan tíma, fimm ár, og tel að ég
þurfi á nýrri áskorun að halda en
það var gaman að enda á góðum
nótum,“ segir Aron Elís Þrándarson
meðal annars í blaðinu í dag. Hann
ætlar að yfirgefa Álasund sem vann
sér sæti í efstu deild. »25
Aron Elís er ákveðinn í
að breyta um umhverfi
ÍÞRÓTTIR MENNING
„Við erum með gríðarlega sterkan
hóp. Í liðinu er viss kjarni sem var
einnig á síðasta tímabili og stóð sig
rosalega vel. En við erum einnig
nokkrar sem komum nýjar inn í
þetta fyrir tímabilið. Mér finnst því
liðið eiga helling inni.
Við erum að vinna í
okkar leik og við
munum bæta okkur
í hverri viku en það
er nóg eftir af tíma-
bilinu,“ segir Hildur
Björg Kjartansdóttir,
landsliðskona í körfu-
knattleik og leikmaður
KR, meðal annars í
blaðinu í dag. »26
Langur vetur og KR
mun bæta sig frekar
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Gítarleikarinn Björn Thoroddsen
hefur lengi þótt vera frekar hlédræg-
ur, en með aukinni reynslu og frama
hefur hann orðið æ framhleypnari og
verður aðalatriðið í Gítarveislu
Bjössa Thor, sem fer fram í Bæjar-
bíói í Hafnarfirði 2. nóvember. „Gítar-
veislan verður haldin í 12. sinn og í
fyrsta sinn í heimabæ mínum og því
er tilhlýðilegt að ég verði loks í sviðs-
ljósinu,“ segir hann, en uppselt er á
skemmtunina.
Fyrir skömmu tóku Bjössi og Unn-
ur Birna Björnsdóttir, söngkona og
fiðluleikari, upp lagið „Mother
Goose“ sem kom út á plötunni
Aqualung með Jethro Tull 1971. Upp-
takan er komin inn á streymisveituna
Spotify og segir Bjössi að hún hafi
verið unnin í samráði við Ian Ander-
son, lagahöfund og liðsmann Jethro
Tull. „Með þessari útgáfu sameinum
við gamla og nýja tímann því þegar
við Unnur Birna fórum að bera sam-
an bækur okkar og stilla strengina
kom í ljós að lagið er eitt af uppá-
haldslögunum okkar, þó að við séum
hvort af sinni kynslóðinni.“ Hann
bætir við að aukinheldur hafi þau að
miklu leyti hlustað á sömu tónlist.
Toppfólk
Unnur Birna þekkir reyndar mjög
vel til Jethro Tull og Ians Andersons,
spilaði fyrst með Anderson fyrir ára-
tug og kom fram í rokkóperu hans
fyrir þremur árum.
Sigurgeir Skafti Flosason og Skúli
Gíslason, báðir undir þrítugu, eru í
bandinu með Bjössa og Unni Birnu.
Auk hennar kynnir Bjössi uppáhalds-
gítarleikara sína frá Hafnarfirði á
tónleikunum. Í þeim hópi verða meðal
annars Krummi Björgvinsson, Stefán
Hjörleifsson, Andrés Þór, Gunnar
Þór Jónsson og Pétur Valgarð.
„Þetta eru hreinræktaðir og aðfluttir
Hafnfirðingar,“ áréttar hann. „Til
þessa hef ég einbeitt mér að því að
kynna aðra en nú verður aðalfókusinn
á mig, því fyrir um 50 árum kom ég
fyrst opinberlega fram og það í
Bæjarbíói. Nú endurtek ég leikinn á
sama stað en munurinn er sá að nú
kann ég aðeins fleiri lög.“
Að undanförnu hefur Sigurgeir
Skafti unnið að því að setja tónlist
Bjössa Thor inn á Spotify. „Hann hef-
ur gefið út um 40 plötur í eigin nafni
eða í hljómsveit með öðrum og efnið
er nú aðgengilegt á rafrænu formi,“
segir hann.
Gunnar Þórðarson, Björn Thor-
oddsen og Jón Rafnsson komu í
fyrsta sinn opinberlega saman undir
nafninu Guitar Islancio fyrir um 21
ári. Þeir hafa spilað saman víða um
heim, meðal annars með Richard Gill-
is, trompetleikara í Kanada. Bókin Ís-
lensk þjóðlög í útsetningum Guitar
Islancio kom út fyrr í sumar. Hún
hefur að geyma safn 22 íslenskra
þjóðlaga. Öll lögin eru skrifuð með
nótum og ljóðin birt í heild sinni.
Ennfremur er fjallað um þjóðlögin á
íslensku, ensku og þýsku. „Við Jón
förum væntanlega til Kanada í mars
til þess að kynna bókina með tón-
leikum,“ segir Bjössi.
Þess má geta að Halldór Árni
Sveinsson ritstýrir bók um Bjössa
Thor og er gert ráð fyrir að hún komi
út á 62 ára afmælisdegi hans, 16.
febrúar á næsta ári.
Morgunblaðið/Eggert
Hljómsveitin Skúli Gíslason, Björn Thoroddsen, Unnur Birna Björnsdóttir og Sigurgeir Skafti Flosason.
Ekkert kynslóðabil
Ungir sem eldri í Gítarveislu Bjössa Thor í Hafnarfirði
Bók um gítarleikarann á næsta ári og kynning í Kanada