Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.10.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.10.2019, Blaðsíða 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.10. 2019 „Óábyrgt og siðlaust“ Síðustu áratugi hefur fólki ver-ið ráðlagt að draga úr neysluá rauðu og unnu kjöti til að draga úr líkunum á að verða hjartasjúkdómum, krabbameini og öðrum lífsstílssjúkdómum að bráð. Vísað hefur verið í ýmsar rann- sóknir þessu til stuðnings. Deila má um hvort farið hafi verið eftir þessum ráðleggingum en að minnsta kosti hefur neysla á rauðu kjöti þurft að víkja að einhverju leyti fyrir neyslu á fuglakjöti síð- ustu árin. Síðasta dag septembermánaðar setti alþjóðlegur hópur sérfræð- inga sig hins vegar á móti þessum ráðleggingum og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til þess að hvetja til minni neyslu á rauðu og unnu kjöti. Gengu sér- fræðingarnir svo langt að ráð- leggja fólki að halda áfram núver- andi neyslu á kjötinu. Grefur undan trausti Meginniðurstaða þessa hóps sér- fræðinga var að ráðleggingar um minni neyslu á rauðu og unnu kjöti byggðust á rannsóknum sem ekki stæðust ströngustu kröfur um slík- ar rannsóknir auk þess sem tengsl- in væru of veik og sæjust aðeins þegar stórir hópar væru skoðaðir. Niðurstöður hópsins eru byggðar á fimm rannsóknum sem skoða gaumgæfilega fyrri rannsóknir á sviðinu. Fjórar þeirra snerust um tengsl milli neyslu á rauðu og unnu kjöti annars vegar og hjarta- og æðasjúkdóma og krabbameins hins vegar. Sú fimmta skoðaði viðhorf fólks til þess að breyta neyslu sinni til að minnka líkurnar á að fá þessa sjúkdóma. Þar sem fólk er alla jafna ekki tilbúið að breyta venjum sínum og áhrifin af neyslu á rauðu og unnu kjöti ekki nægilega mikil er ekki rétt að ráðleggja fólki að neyta minna af því, var niðurstaða hóps- ins en grein þar sem farið var yfir málið var birt í fræðitímaritinu Annals of Internal Medicine. Birting tillagna hópsins hefur mætt mikilli mótspyrnu meðal ann- arra sérfræðinga á sviðinu. Dr. Frank Hu, prófessor í næringar- fræði hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, segir á heimasíðu skólans að það sé „óábyrgt og sið- laust að gefa út viðmiðanir fyrir mataræði fólks sem eru jafngildar því að hvetja til neyslu á kjöti.“ Að hans sögn séu rannsóknir síðustu ára ekki fullkomnar en engu að síður ljái endurteknar niðurstöður rannsóknunum trúverðugleika. Við sama tilefni er haft eftir dr. Hu og kollegum hans í Harvard að tillögur hópsins „dragi úr trúverðugleika næringarfræðinnar og grafi undan trausti almennings til vísindarannsókna.“ Sagði ekki frá fyrri styrk Þegar umtöluð grein kom fyrst út var því haldið fram að þeir sem stóðu að baki henni hefðu ekki fengið nein fjárframlög frá fyr- irtækjum eða hagsmunahópum, sem gætu þá mögulega verið að reyna að ýta undir neyslu á kjöti því það væri þeim fjárhagslega í hag, síðustu þrjú árin. Nokkrum dögum eftir útgáfu greinarinnar kom hins vegar í ljós að dr. Brad- ley C. Johnston, sem fór fyrir hópi sérfræðinganna, hefði staðið að baki svipaðri grein þar sem reynt var að draga í efa ráðleggingar til almennings um að borða minna af unnum sykri. Sú grein, sem kom út í desember 2016 og því innan þriggja ára rammans, var styrkt af bandarísku hagsmunasamtökunum ILSI sem styrkt eru af landbúnaði, mat- vælaframleiðendum og lyfjafyrir- tækjum á borð við McDonald’s, Coca-Cola og PepsiCo. Hafa ILSI- samtökin lengi verið ásökuð um að grafa undan ráðleggingum yfir- valda er varðar heilsu almennings til þess að bæta hag fyrirtækjanna sem standa að baki hópnum. New York Times hefur hins veg- ar eftir dr. Johnston að hann hafi fengið peninginn fyrir téðri grein frá 2016 árið 2015 og því ekki þurft að láta vita af styrknum. Því er Marion Nestle, prófessor við New York-háskóla, ekki sammála. „Fræðirit krefjast opinskárrar greinargerðar og það er alltaf betra að gera að fullu grein fyrir tengslum,“ sagði hann við NYT. „Jafnvel ef ILSI hafði ekkert að gera með kjötrannsóknirnar – og það eru engin sönnunargögn sem ég veit af sem benda til annars – bendir fyrri grein hans til þess að Johnston byggi feril sinn á því að rífa niður fyrri hugmyndir um næringu.“ Ómöguleg viðmið Deilan virðist snúast um hvernig rannsóknir eru gerðar og þá hversu mikið mark sé hægt að taka á þeim. Dr. Johnston notar svo- kallaðan GRADE-skala til að ákvarða hversu mikið mark eigi að taka á hverri rannsókn. Vanda- málið er hins vegar að GRADE- skalinn var upphaflega gerður til að skoða rannsóknir á lyfjum og virkni þeirra, ekki matarvenjum. Tvíblind rannsókn, þar sem fólki er gefið lyf eða lyfleysa og veit ekki hvort á við það, er talin gullna viðmiðið í rannsóknum á lyfjum. Slíkt er erfitt að framkvæma við rannsóknir á næringu. Fylgja þarf fólki í langan tíma (jafnvel alla ævi), erfitt er að sjá til þess að það borði eins og það á að gera og ómögulegt að átta sig á lyfleysu- áhrifum þegar um er að ræða rautt kjöt sem dæmi. „Fyrir mat- arvenjur og lífsstíl er ómögulegt að nota sömu viðmið og fyrir rann- sóknir á lyfjum,“ sagði fyrr- nefndur dr. Hu við NYT fyrir rúmri viku. Næringarfræðingar notast því mikið við áhorfsrannsóknir þar sem skoðað er hvað fólk borðar og í því samhengi hvernig heilsu þess er háttað. Í þeim rannsóknum á sér oft stað svokölluð gruggun (e. confo- unding) þar sem fleiri þættir en sá sem er skoðaður hafa áhrif á nið- urstöðuna. Sem dæmi getur verið að þeir sem ákveða að borða ekki rautt og unnið kjöt hugsi betur um heilsu sína en aðrir að jafnaði. Því þarf að skilja áhrifin að, þ.e. að- eins skoða áhrif þess að borða á ákveðna vegu, ekki önnur áhrif sem fylgja með. Slíkt er hægt með ýmsum tölfræðikúnstum en aðeins að vissu leyti og ekki með fullkom- inni nákvæmni. 0,5% bjarga tæplega 1.800 manns En við höfum ekki tvíblindar rann- sóknir á næringu og verður því að láta aðrar rannsóknir duga. Dr. Hu segir að með aðferðum dr. Johnstons sé hægt að andmæla fjölda viðurkenndra hugmynda um heilsu almennings eins og tengsl- unum milli óbeinna reykinga og krabbameins, loftmengunar og heilsu, og transfitu og hjartasjúk- dómum. Að lokum má nefna að þótt tengslin milli neyslu á rauðu og unnu kjöti séu veik og sjáist aðeins hjá stórum hópum eru þau samt sem áður raunveruleg. Neysla hverra 50 gramma af unnu kjöti á dag er talin auka líkur á ristil- krabbameini um 18 prósent sem þýðir að ef þú ert 50 ára karl- maður aukast líkurnar úr 2,7% í 3,2%, þ.e. aðeins 0,5 prósentustiga aukning. Ef við yfirfærum þessi líkindi á alla landsmenn og þeir minnka neyslu sína um 50 grömm á dag sleppa 1.785 manns við ristilkrabbamein á lífsleiðinni sem hefðu annars fengið það, miðað við fjölda landsmanna 1. janúar. Sérfræðingar eru ekki sammála um hvort niðurstöður rannsókna séu nægilega skýrar til að hægt sé að ráðleggja fólki að neyta minna af rauðu og unnu kjöti. Hagsmunir sérfræðinganna eiga oft hlut að máli sem ekki getur talist gott. Colourbox Þvert gegn öllum ráðleggingum sem við eigum að venjast hvatti nýlega hópur sérfræðinga fólk til að draga ekki úr neyslu sinni á rauðu og unnu kjöti. „Óábyrgt og siðlaust,“ segir sérfræðingur hjá Harvard og sá sem fer fyrir hópnum reyndist hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@gmail.com skoðið úrvalið á facebook Þú getur pantað í gegnum Facebook síðu okkar og fengið sent hvert á land sem er. Opið: laugardag frá 10-18 – sunnudag frá 11-17 Ný sending af Hum mel vörum Breytt og bætt búð Allir velkomnir á frábæru verði fyrir alla fjölskylduna SKÓR, FATNAÐUR, ,LEIKFÖNG, HANDKLÆÐI, YOGA DÝNUR, BAKPOKAR, GÖNGUSTAFIR, ÍSBRODDAR, GLERAUGU, LOPI, PRJÓNAR, NÁLAR, NEON VETTLNINGAR, GUMMITÚTTUR, SUNDGLERAUGU, SPIL, HÁRBURSTI, BENDLABÖND, VETTLINGAR, HÚFUR, GJAFAPOKAR, KORT, NAGLAKLIPPUR, DÚKKUR, TÖSKUR, TÓBAKSKLÚTAR, NÆLONSOKKAR, SKÓHORN, INNLEGG, BOLTAR, SÁPUKÚLUR, HLAUPASOKKAR, GJAFAVARA O.M.FL.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.