Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.10.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.10.2019, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.10. 2019 LESBÓK SJÓNVARP „Ef þú ert að fara að kventengja við mig þá skaltu hætta strax!“ Eitthvað á þessa leið kemst karakter Toni Collette að orði í glæpaþáttunum Unbelievable, sem nýlega komu inn á efnisveituna Netflix. Hún er að tala við vinnufélaga sinn, leikinn af Merritt Wever, sem er öllu gefnari fyrir tilfinningahjal. Stöllurnar þykja fara á kostum í þáttunum sem hlotið hafa mikið hól og þar er að finna fleiri eftirminnilegar persónur, ekki síst kon- ur. Má þar nefna ungstirnið Kaitlyn Dever sem fer listavel með hlutverk ungrar konu sem kærir nauðgun en er ekki trúað. Unbelievable byggist á sönnum at- burðum og fjallar um rannsókn á nokkrum nauðg- unarmálum sem þykir svipa hverju til annars en erfiðlega gengur að finna sökudólginn. Hættu að kventengja! Toni Collette er í essinu sínu í Unbelievable. AFP ÞRASS Stuttmyndin Slayer: The Repentless Killogy verður frumsýnd í kvikmyndahúsum vítt og breitt um heiminn miðvikudags- kvöldið 6. nóvember næstkomandi, þar á meðal í Bíó Paradís. Aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða. Auk myndarinnar, sem BJ McDonnell leikstýrir, verður á boðstólum sérstakt aukaefni frá hljómsveitarmeðlimum og heilir tónleikar bandsins sem teknir voru upp í Forum-tónleikahöllinni í Los Angeles árið 2017. Nú fer hver að verða síðastur að sjá Slayer á sviði en lokatónleikar hinsta heimstúrs bandsins fara fram 30. nóvember næstkomandi í téðri Forum-höll. Slayer treður upp í Paradís Kerry King í ham á Secret Solstice í fyrra. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jason gamli Newsted hress að vanda. „Ég kom á stöðugleika“ ÞRASS Í nýlegu samtali við banda- rísku útvarpsstöðina WZZR (Real Radio 94.3) kveðst bassafanturinn Jason Newsted hafa komið á ákveðnum stöðugleika í Metallica, eftir að hann gekk til liðs við bandið eftir andlát Cliffs Burtons árið 1986. „Þetta útheimti mikla vinnu og var ekki fyrir hvern sem er, en maður lifandi, það sem við afrek- uðum. Það var vegna þess að við vorum réttir menn á réttum stað og á réttum tíma að spila fyrir rétta fólkið,“ sagði Newsted í viðtalinu en djúp sorg sótti að hinum þremur meðlimum Metallica eftir sviplegt fráfall Burtons. Sjálfur vék New- sted úr bandinu árið 2001 og Rob Trujillo var ráðinn í hans stað. Fátt er betur til þess fallið aðdraga börn og ungmenni inn ídagblöð en blessaðar mynda- sögurnar; nema ef vera skyldu íþróttirnar og svo kom Járnsíðan auðvitað sterk inn hérna í Morg- unblaðinu á sínum tíma en þar var málmi þessa heims gert óvenjulega hátt undir höfði. Blessuð sé minning hennar! Minnið mig á að krefjast þess við tækifæri að Járnsíðan verði endurvakin. Er ekki almennur stemmari fyrir því hér í Móunum? Davíð? Haraldur? Alltént. Óhætt er að fullyrða að engin myndasaga hafi sett eins sterkan svip á þetta blað og karlang- inn hann Ferdinand en óvísindaleg athugun við vinnslu þessarar greinar leiddi í ljós að hann birtist fyrst á síð- um blaðsins á því herrans ári 1956. Það eru 63 ár, segi ég og skrifa, nán- ast heil mannsævi. Þess má til gam- ans geta að Valtýr Stefánsson var ritstjóri blaðsins og ábyrgðarmaður á þeim tíma, Sigurður Bjarnason frá Vigur var stjórnmálaritstjóri og Árni Óla var með Lesbókina. Ekki fylgir þó sögunni hver þeirra hleypti Ferd- inand upp á dekk, eða hvort það var einhver allt annar, en sá hinn sami hefur án efa ekki gert ráð fyrir því að æringinn sá myndi lifa þá alla – og fleiri til. Og hver veit nema hann eigi eftir að lifa okkur öll sem nú vinnum að útgáfu Morgunblaðsins! Minnstu munaði að vísu að Ferdin- and yrði skipt af velli fyrir nokkrum árum. Það var raunar reynt en þar sem áskrifendur grétu bara og gnístu tönnum yfir þeim tíðindum var hann settur umsvifalaust inn á aftur. Og hefur verið lykilmaður í sóknarleik blaðsins æ síðan – ásamt auðvitað minningargreinunum og Vísnahorninu. Ferdinand lifði meira að segja Víkverja sem margur hélt að væri ófeigur. En það er önnur saga. Enginn sérstakur þráður Fyrstu árin var Ferdinand stað- settur framarlega í blaðinu, gjarnan á blaðsíðu 4 eða 6 en hefur fært sig aftar með tímanum. Núna á hann vís- an stað á opnu sem kallast dægra- dvöl og er þar í góðum félagsskap með afmælisbörnum dagsins. Því fer fjarri að Ferdinand hafi verið eina myndasagan í Morgun- blaðinu á þessum fyrstu árum en af öðrum má nefna Jakob blaðamann, Júmbó og Spora og Geisla geimfara. Hver man ekki eftir þeim? En hver er þessi ágæti herramað- ur, Ferdinand? Þegar betur er að gáð kemur í ljós að hann heitir í raun og sann Ferd’n- and og er hugarfóstur danska skop- myndateiknarans Hennings Dahls Mikkelsens. Ferd’nand birtist fyrst árið 1937 í Presse-Illustrations- Bureau í Kaupmannahöfn. Ferdin- and sjálfur (höldum okkur við ís- lenska ritháttinn hér) er eina nafn- greinda persónan í sögunni en aðrar lykilpersónur eru eiginkona hans, sonur (eins konar smá-ég) og heim- ilishundurinn. Þá stakk faðir Ferdin- ands einu sinni við stafni og lítið þýddi fyrir hann að þræta fyrir son- inn; svo sláandi líkir voru þeir. Enginn sérstakur þráður er í sög- unum og Ferdinand hefur gegnt alls konar störfum á hinum og þessum stöðum. Allt eftir því hvað á við hverju sinni. Hann vill vel, um það getur enginn efast, en er svolítill klaufi og hrakfallabálkur. Mikkelsen verður seint sakaður um málæði en Ferdinand og fjöl- skylda hans stynja sjaldan upp orði í sögunum. Þá helst gegnum upphróp- anir. Lengsta setningin sem Ferdin- and mun hafa látið út úr sér um dag- ana er „Ok, James“ eða „allt í lagi, Hjalti“. Þá mun kappinn stöku sinn- um hafa látið sér orð eins og „Afríka“ og „París“ um munn fara. Enda eru þau falleg. Flutti vestur um haf Myndirnar tala sumsé gegnumsneitt sínu máli og lítið þarf að hafa fyrir þýðingum. Það á án efa snaran þátt í útbreiðslu Ferdinands gegnum tíð- ina en sögurnar hafa komið út í þrjá- tíu löndum. Fyrsta erlenda þjóðin til að kynnast Ferdinand voru Banda- ríkjamenn haustið 1947. Fékk munn- ræpu og sagði: Ok, James Sá mikli kappi Ferdinand hefur átt vísan sama- stað í Morgunblaðinu í meira en sex áratugi. En hvaðan kom hann? Hvert er hann að fara? Hvað er hann? Svo við gerum orð skáldsins að okkar. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.