Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.10.2019, Blaðsíða 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.10. 2019
Einu sinni vorum við hjónin á ferðalagi íNew York. Líkt og oft gerist höfðumvið fengið langan lista af áhugaverðum
veitingastöðum sem við yrðum að prófa frá
fólki sem þekkti hverja torfu í stórborginni.
Við reyndum eftir megni að uppfylla þennan
lista en það var erfitt. Eins og lög gera ráð
fyrir voru þessir veitingastaðir vinsælir og því
þurfti að panta borð og standa í alls konar ves-
eni. Það er ekki mín sterkasta hlið.
Ég er nefnilega þannig gerður að þegar ég
verð svangur þá verð ég að borða. Strax. Mað-
ur skyldi ætla að þetta væri fyrirsjáanlegt
ástand en það virðist alltaf koma mér jafn
mikið á óvart. Og þarna erum við að reyna að
finna stað sem er örugglega með rosalegri bið-
röð af fólki í fínum fötum að tala um merkilega
hluti. Þá göngum við framhjá tyrkneskum
stað með sérstaklega góðri matarlykt og
ákváðum að prófa. Og það var meiriháttar.
Þetta er liðin tíð.
Núna gerist þetta nokkurn veginn svona:
Ég verð svangur og fer eitthvað að þusa um
að nú sé rétti tíminn til að fá okkur að borða.
Þá hefst Tripadisorvalkvíðaferlið. Það gengur
þannig fyrir sig að ég bendi á veitingastaði og
ástkær eiginkona mín flettir þeim upp í síman-
um hjá sér.
Já, þessi fær ágæta dóma en það eru ekki
mjög margir sem hafa skrifað umsögn. Ef við
förum 200 metra í þessa átt þá er þar staður
sem fær mjög góða dóma.
Svo erum við venjulega búin að ganga svona
hundrað metra þegar konan mín rekur augun
í að við erum komin 300 metra frá honum og
þá er snúið við.
Svo þegar þangað er komið er farið aðeins
betur yfir málið og þá sér hún að 150 metra í
austur er alveg sérlega góður veitingastaður
sem fær einstaklega góða dóma frá rosalega
mörgum. Við þangað.
Þar er náttúrlega allt upppantað (enda fleiri
með farsíma) og leitin hefst að nýju. Upp-
runalegi staðurinn er löngu gleymdur og við
færumst lengra. Bara 400 metra í viðbót og
þar er mjög notalegur staður.
Þegar hingað er komið er ég orðinn frekar
pirraður, maginn öskrar á mat og mér finnst
allt girnilegt. Mér er í raun sama hvað ég fæ
að borða og eina sem ég geri er að reikna í
huganum hvað ég væri langt kominn með mál-
tíðina ef við hefðum bara farið á fyrsta stað-
inn. Búinn að fara með fyrirlesturinn um að
það sé sannað að hátt í helmingur af umsögn-
um um veitingastaði sé falsaður og búinn til í
rússneskum tölvuverum. Það hafi meira að
segja verið sýnt fram á að hægt sé að fá fólk
til að skrifa umsagnir um staði sem eru ekki
til!
Svo þegar við komum á þriðja eða fjórða
staðinn er tutt-
ugu mínútna bið
eftir borði. Ég
orðinn viðþols-
laus af hungri
og stari óþægi-
lega á matinn
hjá öðru fólki.
Þá horfir hún
oft á mig og
spyr: Eigum við
kannski bara að finna einhvern stað í ná-
grenninu og fá okkur eitthvað? Þá man ég af
hverju ég elska hana.
Svo þegar við erum sest niður og búin að fá
matinn þá verður allt gott aftur. Ég virka
nefnilega betur með fullan maga. Og þá fer ég
að hugsa um hvað fólk gerði áður en netið
sagði manni hvað væri fyrir bestu. Þegar fólk
gekk bara inn á stað, algjörlega grunlaust, og
leyfði kokkum og þjónum að koma sér á óvart.
Í minningunni voru það stórkostlegir tímar.
Nema kannski þegar maður lenti á salmon-
ellustaðnum sem hefði ekki lifað daginn eftir
tilkomu netsins.
Ég held samt að það sé þess virði að hætta
að láta segja sér hvar maður á að borða og
taka bara áhættu. Þá eru nefnilega meiri líkur
á að eitthvað komi manni ánægjulega á óvart
en þegar maður hefur lesið umsagnir frá 400
manns. Og það er örugglega þess virði að upp-
götva eitthvað sjálfur og halda svo kjafti yfir
því svo maður fái borð næst.
’Og þá fer ég að hugsa umhvað fólk gerði áður en netiðsagði manni hvað væri fyrirbestu. Þegar fólk gekk bara inn á
stað, algjörlega grunlaust, og
leyfði kokkum og þjónum að
koma sér á óvart.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Að borða í útlöndum
ÁRMÚLA 26 – 108 REYKJAVÍK
Elsku Baltasar.
Það er ekki nóg
með að þú virðist
vera einn heppnasti
maður landsins í
svo ótal mörgu – kannski sér maður
nú ekki allt – en í þokkabót er mast-
erstalan þín 33. Indverjar telja að
hún sé ein allra
besta tala sem get-
ur umkringt fólk
en hún er útkoman
úr fæðingartölu
þinni.
Alveg frá unga
aldri hefur þú lað-
að að þér fólk
hvort sem þú vilt
það eða ekki og
stundum hefurðu
hreinlega þurft að
vera svolítið pirr-
andi til þess að koma því út úr
hringnum þínum og orkunni.
Nokkrir aðrir snillingar bera
sömu fæðingartölu en það eru engir
aðrir en Bubbi Morthens, Auddi og
sjálfur Jesús Kristur, gat nú verið.
Og hvað eigið þið allir sameigin-
legt? Jú þið gleðjið fólkið í kringum
ykkur með ólíkum hætti.
Það er líka sagt að persónur sem
eru svo blessaðar að hafa þessar töl-
ur hafi möguleika á að breyta heim-
inum í lífi sínu ef þeir hafa nennu til
og langar.
Til að fá þessa útkomu reikna ég
saman afmælisdaginn þinn, mán-
uðinn og árið og summan af þessum
tölum gerir 33, svo lífstalan þín er
sex.
Miðað við þessa útreikninga átt-
irðu mjög erfitt ár í fyrra en af auð-
veldu verður ekkert eins og þú veist
best sjálfur. Þú notaðir árið og
breyttir mjög
mörgu sem stopp-
aði þig í að ná
sigri – og fannst
út nýjar og betri
leiðir.
Þetta ár gefur
þér hins vegar
nýtt fólk, nýja
orku – og ótrú-
lega litríkt tímabil
þó svo að þú hafir
nú átt þau nokk-
ur. Munurinn
núna er sá að þú virðist sjá hlutina í
öðru ljósi, með annarri tilfinningu en
þú hefur áður gert.
Þú byggir mjög sterkt undir
marga í kringum þig og leyfir þeim
svo sannarlega að skína. Fjöl-
skyldan skiptir þig öllu máli í þessu
lífi og þú tryggir að hún hafi það sem
allra best því það er leiðarljósið í lífi
þínu.
2020 verður ár frjósemi, kærleika
og stolts og þá heldurðu áfram að fá
nýja sýn á þessa blessun sem kallast
lífið.
Stjörnumerki Baltasars er fiskar.
Morgunblaðið/Ómar
BALTASAR KORMÁKUR
LEIKARI OG LEIKSTJÓRI
FÆDDUR 27. FEBRÚAR 1966
Ár frjósemi,
kærleika og stolts
’Þetta ár gefur þérhins vegar nýtt fólk,nýja orku og ótrúlegalitríkt tímabil þó svo að
þú hafir nú átt þau
nokkur. Munurinn
núna er sá að þú virðist
sjá hlutina í öðru ljósi,
með annarri tilfinningu
en þú hefur áður gert.