Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.10.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.10.2019, Blaðsíða 12
FRESTUNARÁRÁTTA 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.10. 2019 F restur er á illu bestur segja þeir sem haldnir eru frestunaráráttu á háu stigi en aðrir halda sig við málshátt- inn: Illu er best aflokið. Öll þekkjum við að ýta frá okkur leiðinlegum og óþægilegum verkefnum, eins og uppvaski, tiltekt, að svara tölvupósti, lesa undir próf eða byrja á skattskýrslunni. Það er eðlilegt að geyma svona hluti um tíma. Stundum getur jafnvel verið gott að melta hlutina um tíma eða vinna þá í smáskömmtum. Flýta sér ekki um of. Kvíði og athyglisbrestur En hvað ef þú geymir verkefnin þar til allt er komið í óefni? Það getur haft afdrifaríkar afleiðingar. Ef þú byrjar á lokaritgerðinni í háskólanum nóttina fyrir skil er ekki von á góðu. Ef þú geymir upp- vaskið vikum saman verður heimilið afar óvist- legt. Ef þú svarar ekki mikilvægum póstum og sinnir ekki brýnum erindum er ljóst að illa gæti farið. Til dæmis gæti verið lífshættulegt að fresta heimsóknum til lækna og afar sársauka- fullt að fresta ferðum til tannlækna, svo dæmi séu tekin. Til er fólk sem haldið er sjúklegri frestunar- áráttu og geta legið að baki gildar ástæður. Kvíði er eitt af því sem veldur frestunum. Fólk veigrar sér við að byrja á verkefnum því það kvíðir því að framkvæma þau. Kvíðinn veldur frestun sem veldur meiri kvíða og vanlíðan yfir að klára ekki hluti sem eru á dagskrá. Athyglisbrestur gæti líka haft áhrif. Þú ert mögulega á leiðinni að lesa undir próf en áður en þú veist af ertu búinn að lesa allt um ævi Davids Bowie á netinu, eða skoða fimmtíu krúttlegustu kattamyndböndin á Youtube. Og óvart er klukkan orðin þrjú um nóttina og próf- lesturinn gleymdist á leiðinni. Óánægja og skömm Öll erum við ólík. Sumir vaða í verkin og klára þau, og er það ávísun á vellíðan. Fátt er betra en tilfinningin að klára hlutina; hvort sem það er að vaska upp, mæta í ræktina, taka til í geymslunni eða klára mikilvæg verkefni í vinnunni. Hinum sem virðast festast í að horfa á kattavídeó, uppáhaldsþættina sína eða detta í leiki og sam- félagsmiðla í símanum líður ekkert allt of vel þegar upp er staðið. Óánægja, skömm og auk- inn kvíði fylgir því að klára ekki verkefni og eiga þau svo eftir. En hvað veldur því að koma sér ekki að verki? Að fresta öllu? Að bíða fram á síðustu stundu og hespa það svo af? Er eitthvað til í málshættinum: Á morgun segir sá lati? Á frestunarárátta eitthvað skylt við leti eða er eitthvað í fari þessa fólks sem veldur þessari frestunaráráttu? Mögulega eitt- hvað í heilanum? Morgunblaðið leitaði til lækn- is, sálfræðings og fólks sem þjáist af frestunar- áráttu til að finna svörin. Margir kannast við að slá hlutum á frest og er það eðlilegt upp að vissu marki. En hvað veldur ef þú kemur þér ekki að verki og frestar öllum lífsins verkefnum? Það gæti ver- ið ástæða fyrir slíkri frestunaráráttu og jafnvel er hægt að koma sér út úr þeim vítahring með góðri hjálp. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Frestur er (ekki) á illu bestur Frestunaráráttan er kvíðatengd; ofthluti af áráttu- og þráhyggjuröskunog fylgir mjög gjarnan ADHD. Það er vegna þess að fólk sem er með athyglis- brest og þarf að standa sig hefur lært það að treysta ekki á sig. Þá kemur upp kvíði sem veldur frestunaráráttu. Langflestir sem eru með ADHD eru líka með kvíða- röskun þannig að það hangir oft saman. Kvíðinn tengist líka félagsfælni á þann hátt að fólk óttast að standa sig ekki, að það verði sér til minnkunar. Þá finnst fólki betra að bíða aðeins og gera hlutina betur,“ segir Högni Óskarsson geðlæknir. Hann nefnir að oft kemur fullkomnunar- árátta í veg fyrir að fólk framkvæmi hlutina strax. „Það er líka tengt kvíða. Eins og þegar fólk þarf að fara í próf og finnst það aldrei nógu vel lesið. Það er svo sem ekkert óþekkt að það fólk fái svo háar einkunnir; það er nógu vel lesið en sjálfsmatið er lágt.“ Högni segir sjálfsmyndina mótast með persónuleika okkar. „Kvíði hefur áhrif á hvernig fólk upplifir sig og þá hvernig sjálfsmyndin þróast.“ Það eru engin kraftaverk Margir skjólstæðingar Högna eru með frestunaráráttu sem er þá hluti af öðrum vanda. „Það er mikilvægt að greina vand- ann; hvernig kvíðinn hefur myndast. Ég ver þá tíma með fólki og fer í gegnum sögu þess og skoða hvernig kvíðinn hefur þróast. Svo þegar ég stend frammi fyrir því að velja meðferð, vel ég alltaf samtalsmeðferð. Það getur verið atferlismótandi meðferð. Svo eru ýmsar aðrar leiðir færar, eins og að nota ákveðið form af dáleiðslu. Svo hjálpar stundum slökunartækni til að mæta kvíð- anum og er hún hluti af samtalsmeðferð- inni. Stundum þarf að nota lyf líka, en þau eiga ekki að vera fyrsta ráðið,“ segir Högni sem segir frestunaráráttu geta verið mjög hamlandi. „Ef nota þarf lyf þarf að finna réttu lyfin. Þunglyndislyf eru oft notuð til að vinna á kvíða en kvíðanum fylgir líka oft vægt þunglyndi. Það eru ákveðin þunglyndislyf sem virka ágætlega á áráttu- og þráhyggju- röskun og birtingarmyndir hennar, eins og frestunaráráttuna,“ segir Högni og segir oft þurfa töluvert langar meðferðir hjá fólki „Lyf eiga ekki að vera fyrsta ráðið“ Geðlæknirinn Högni Óskarsson segir mikilvægt að greina vandann sem liggur að baki frestunaráráttunni. Hann segist fyrst velja samtalsmeðferð en stundum þurfi einnig lyf til að ná tökum á vandanum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.