Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.10.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.10.2019, Blaðsíða 29
Mikkelsen, eða „Mik“, eins og hann kallaði sig, flutti raunar búferl- um vestur um haf árið 1946 og fékk ríkisborgararétt árið 1954. Það má því með rökum halda því fram að Ferdinand hafi verið orðinn Kani þegar honum skolaði á land hér í fá- sinninu. „Mik“ fékk aðra til að teikna Ferdinand um skeið frá 1955 til 1965 en tók sjálfur aftur við pennanum eftir það og réð ferðinni fram í rauð- an dauðann. Hann sálaðist árið 1982. Ferdinand lifði þó skapara sinn, eins og hann hefur tilhneigingu til, og Al nokkur Plastino (ekki hliðarsjálf Als Pacinos) var næstur til að leggja honum til ævintýri. Árið 1989 tók Daninn Henrik Rehr við og var hann síðasti höfundur Ferdinands. Lagði frá sér pennann árið 2012. Ójá, kæru lesendur. Sögurnar af okkar kæra Ferdinand í Mogganum í dag eru endurprentanir. En áfram lifir hann þó. Og lifir. Daninn Henning Dahl Mikkelsen, „Mik“, skap- ari Ferdinands fæddist árið 1915 og lést 1982. 13.10. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 POPP Sjálf Diana Ross mun koma fram í fyrsta skipti á Glastonbury- tónleikahátíðinni í Bretlandi næsta sumar. Dívan mun troða upp á sunnudeginum á tíma sem jafnan er tekinn frá fyrir sannar goðsagnir. „Kæru aðdáendur um heim allan, þetta er gert af virðingu við ykk- ur,“ segir Ross í yfirlýsingu vegna tónleikanna. „Hverjir tónleikar eru eins og einkasamkvæmi. Ég horfi í augu ykkar og finn fyrir hjörtum ykkar. Ég mæti á Glastonbury í nafni ástarinnar.“ Á Glasto í nafni ástarinnar Diana Ross er goðsögn í lifanda lífi. AP BÓKSALA 2.-8. OKTÓBER Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Um tímann og vatnið Andri Snær Magnason 2 Slæmur pabbi David Walliams 3 Þú og ég alltaf Jill Mansell 4 Kjarval – málarinn sem fór sínar eigin leiðir Margrét Tryggvadóttir 5 Gauksins gal Robert Galbraith 6 Í víglínu íslenskra fjármála Svein Harald Öygard 7 Valur eignast systkini Helga Sigfúsdóttir 8 Tími til að tengja Bjarni Hafþór Helgason 9 Skjáskot Bergur Ebbi Benediktsson 10 Aisha Jesper Stein 1 Slæmur pabbi David Walliams 2 Valur eignast systkini Helga Sigfúsdóttir 3 Stjáni og stríðnispúkarnir 4 – púkar á ferð og flugi Zanna Davidson 4 Hæ afi gæi Paul McCartney 5 Verstu börn í heimi 3 David Walliams 6 Ævintýri Lottu Alice Pantermüller/Daniela Kohl 7 Stórhættulega stafrófið Ævar Þór Benediktsson / Bergrún Íris Sævarsdóttir 8 Goðheimar 9 – hólmgangan Peter Madsen 9 Kalli breytist í kjúkling Sam Copeland 10 Róta rótlausa Ólöf Vala Ingvarsdóttir Allar bækur Barnabækur Þú ert númer sjö í röðinni sagði ég við ævisögu George Best sem lenti neð- arlega í bókabunk- anum á náttborð- inu. Sennilega þurfti ég að hvíla mig aðeins á partísög- unum um gamla fótboltasnilling- inn og kominn með samúðarverk í lifrina. Annars skemmtilegur kall sem lifði áhugaverðu lífi, en átti erfitt með að fóta sig eftir að ferl- inum lauk. Það er mikið af hálflesnum bók- um sem lenda í þessum stafla. Ein heitir Musa eftir snillinginn Sigurð Guðmundsson myndlistarmann. Þegar hann lendir í krísum í kúnstinni segist hann taka upp pennann til að sigrast á and- leysinu. Eins konar björg- unarbátur fyrir örvæntingarfullan listamann til að sigrast á martröð- inni að geta ekkert skapað. Að sjálfsögðu verður síðan bókin um baráttuna við andleysið frábært kúnstverk í sjálfu sér, hjálp og góð viðbót til að skilja myndlist hans enn betur. Þarna er líka gömul bók eftir El- ísabetu Jök- ulsdóttur sem ég keypti um daginn, Rúm eru hættuleg. Skemmtileg kápa eftir Snorra Ægisson og svo er hún óskorin sem ég held mikið upp á. Þá getur maður dregið upp sinn gamla vasahníf úr Ellingsen og skorið upp síðurnar, sem er svolítið eins og að taka upp sitt prívat sendibréf sem enginn hefur séð áður. Innihaldið svíkur ekki heldur, opið fyrir alla taugaenda hjá Elísabetu að vanda. Átta sög- ur, eða nánast ljóð, um hættulega hluti. Mjög gott stöff! Kári Eiríksson, arkitekt og áhugamaður um hinar fögru listir, gaf mér fyrir mörgum árum bók um LA-listamanninn Robert Irwin sem hefur margratað í þessa bókahrúgu. Ég hef nokkrum sinn- um gefið þessa bók áfram og keypt nokkur ein- tök í staðinn. Titill- inn – Seeing is for- getting the name of the things one sees – gefur tóninn um innihaldið. Magnað líf, list, sýningar, ferðalög, og kennslustundir hjá einum áhugaverðasta listamanni Banda- ríkjanna. Verð líka að minnast á eina sem ég las aftur um daginn. Rambaði inn í útgáfupartí í Eymundsson fyrir ári og keypti ljóða- bók af Guðrúnu Láru sem heitir Orðlaus. Ljóðin eru eftir föður hennar, Sveinbjörn, sem dó úr alkóhólisma, og textar frá henni sem hún fléttar snilldarlega saman við ljóðin. Mjög áhrifamikil bók sem hreyfði hressilega við mér. Mæli með henni. Hámaði hana í mig á einu kvöldi. Vona að hún haldi áfram að skrifa. Síðan erum við feðgar að vinna í Fúsa froskagleypi fyrir svefninn. Sennilega hef ég þó enn meira gaman af honum en hann. Tíma- laus klassík. ÚLFUR GRÖNVOLD ER AÐ LESA Þú ert nr. sjö í röðinni Úlfur Grön- vold er mynd- listarmaður og leikmynda- hönnuður hjá RÚV.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.