Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Qupperneq 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Qupperneq 32
Ástæða þess að ég er að skrifa um sjúklinga með skorpulifur er sú að þeir hafa mikla þörf fyrir stuðning í sínum veikindum. Það er mín reynsla eftir að hafa starfað á Landspítala í þrjá áratugi og síðastliðin þrjú ár á göngudeild meltingar. Melt- ingarfærasérfræðingar á Landspítala stýra meðferð þessa sjúklingahóps og þeir hafa kennt mér margt um lifrarsjúkdóma. Mig langar að koma einhverj- um af þessum fróðleik til þeirra sem áhuga hafa. Skorpulifur Skorpulifur er lokastig margvíslegra lifrarsjúk- dóma. Sjúklingum með skorpulifur hefur fjölgað á síðustu árum á Íslandi. Rannsókn frá 2013 á skorpulifrartilfellum á Íslandi 2010-2013 sýnir nýgengi vera 10,3 tilfelli á 100.000 íbúa og er það fjölgun hér á landi. Alls greindust á þremur árum 99 tilfelli og af fylgikvillum höfðu 53 (54%) enga, 37 (37%) vökvasöfnun í kviði, 13 (13%) lifrar- heilakvilla, 9 (9%) blæðingar frá æðagúlum og 7 (7%) höfðu lifrarfrumukrabbamein. Aðrir fylgi- kvillar voru sjaldgæfari (Sigurjón Ragnar Rögn- valdsson, 2014). Hægt er að meðhöndla fitulifur, veirulifrarbólgu, ofnæmislifrarbólgu og áfengislifr- arbólgu áður en sjúklingurinn fær skorpulifur. Þegar skorpulifur greinist er það ástand yfirleitt óafturkræft. Greiningin fer fram með lifrarástungu eða myndgreiningarrannsóknum auk blóðrann- sókna, s.s. lifrarprófa og klínískrar skoðunar um starfshæfni lifrar og einnig fylgja oft ýmsir lífshættu- legir fylgikvillar (Sigurður Ólafsson o.fl., 2015). Rannsóknirnar, sem ég studdist við í meistara- ritgerð minni um skorpulifrarsjúklinga, voru frá sjö löndum og ég einbeitti mér að einkennum, lífsgæðum og þjónustu við þessa sjúklinga. Helstu einkenni, sem sjúklingarnir í rannsóknunum höfðu, voru vökvasöfnun í kviði, þreyta, blæðingar, kláði, svimi, lystarleysi og vöðvakrampar. Algeng ein- kenni lifrarheilakvilla (e. hepatic encephalopaty) voru breytingar á hegðun, einbeitingu, svefn- mynstri og að viðbrögð urðu hægari. Jafnframt var algengt að sjúklingar hefðu áhyggjur og kvíða og fannst þeir missa stjórn á lífi sínu. Fram kom að sjúklingar voru með margar endurkomur og óund- irbúnar innlagnir á spítala vegna fylgikvilla. Alvar- leiki sjúkdómsins, fylgikvillar og flókin meðferð gaf vísbendingar um endurkomur. Lífsgæði þessa sjúklingahóps voru verulega skert og héldust í hendur við einkennaálag. Eina lækningin við skorpulifur er lifrarígræðsla og sumir sjúklingarnir eru ekki færir um að fara í lifrarígræðslu vegna aldurs eða annarra sjúkdóma og þurfa því að lifa með fylgikvillunum. Aðrir gera sitt besta til að standast skilyrði sem sett eru til að komast á ígræðslulistann ef orsökin er áfengis- neysla, og þurfa yfirleitt að bíða, jafnvel mánuðum saman eftir að komast í lifrarígræðslu til útlanda (Derck o.fl., 2015). Meðan beðið er geta sjúkling- 32 Tímarit hjúkrunarfræðinga Þurfa sjúklingar með skorpulifur á hjúkrunarfræðingum að halda? Anna Soffía Guðmundsdóttir Algengustu fylgikvillar skorpulifrar eru: Vökvasöfnun í kviði (ascites), portæðar- háþrýstingur (portal hypertension), vannær- ing, lifrarheilakvilli (hepatic encephalo- pathy), sjálfsprottin sýking í kviðar hols - vökva (spontant bakterial peritonitis) og blæðingar frá æðahnútum í vélinda eða maga. Einnig er hætta á lifrar- og nýrnaheil- kenni (hepatorenalsyndrome) og lungna- fylgikvilla (Sigurður Ólafsson o.fl., 2015).

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.