Fréttablaðið - 14.02.2020, Síða 2
Eftir tveggja og hálfs
dags verkfall félagsmanna
Eflingar hjá Reykjavíkur-
borg taka við víðtækar
lokanir vegna óveðurs.
Árvakur braut lög með
því að láta blaðamann sem
er í VR skrifa fréttir í verk-
fallinu.
Sogavegi 3 • Höfðabakka 1 • Sími 555 2800
Whilst every effort is made to avoid mistakes errors can occur. Please check these
carefully. Proofs that are sent back without signature is considered approved and ok.
Approved and OK New proof please
DATE:
SIGNATURE:
/Ingenjörsgatan 7-9
Box 814, 251 08 Helsingborg
Tel. vx. 042-24 73 00
info@lindsflexo.se, www.lindsflexo.se
14
0
280
Linds Flexo, 1310144 Fiskikongurinn_KORR , 17-JAN-13 YTTER catarina
OPIÐLAUGARDAG
10-15
HUMARSÚPA
STÓR HUMAR
Veður
Hvessir í nótt, rok eða ofsaveður
23-30 m/s með morgninum,
en fárviðri, yfir 32 m/s, í vind-
strengjum S til. Víða slydda eða
snjókoma á morgun, úrkomu-
mest S- og A-lands. SJÁ SÍÐU 18
Hildur á Hugarflugi
Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir var fyrirlesari á Hugarf lugsráðstefnu Listaháskóla Íslands í gær. Átti Hildur samtal frá Berlín við ráð-
stefnugesti sem fylltu salinn. „Við erum ótrúlega þakklát fyrir að hún gefi sér tíma,“ sagði Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Hugarf lugs,
við Fréttablaðið á þriðjudag. Hildur er ein þeirra sem útskrifuðust fyrst af tónsmíðabraut með áherslu á nýmiðla frá skólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
SAMFÉLAG „Við tökum fyrir eitt
stórt mál og rannsökum hvernig
íslenskir fjölmiðlar hafa tæklað það,
nú er það Samherjamálið,“ segir dr.
Arnar Eggert Thoroddsen, aðjunkt
við námsbraut í félagsfræði við
Háskóla Íslands og umsjónarmaður
grunnnáms í fjölmiðlafræði.
Hann kennir meðal annars
námskeiðið Fjölmiðlarannsóknir:
Álita- og ágreiningsmál, þar sem
nemendur eru nú í óðaönn að skoða
fjölmiðlaumfjöllun um Samherja-
málið.
Nemendur námskeiðsins skoða
fréttir og umfjallanir sem birst hafa
í dagblöðum, á netmiðlum og ljós-
vakamiðlum og beita kenningum
sem þau hafa lært í námi sínu til
að greina umfjöllunina sem málið
hefur hlotið.
„Ég skipti nemendunum upp í
litla hópa, hver með sitt sérsvið
og okkur líður dálítið eins og við
séum í litlu rannsóknarfyrirtæki,“
segir Arnar og kímir. „Það er svona
stemningin sem við reynum að ná
upp, að setja smá Mission: Imposs-
ible fíling í þetta. Ég geri þau út af
örkinni og við gerumst fræðilegir
rannsóknarblaðamenn. Við höfum
ákveðið margar vikur til að leysa
málið, byrjum með tvær hendur
tómar en klárum þetta svo með
bústnum skýrslum.“
Verkefnið er enn í fullum gangi
svo ekki er komin lokaniðurstaða
en Arnar segir ýmislegt áhugavert
hafa komið fram. „Þetta er auðvitað
risastórt mál en við sjáum að í upp-
hafi var rosalega mikil umfjöllun,
svona sprenging, og síðan minnkar
hún eðlilega með tímanum.“
Nemendur hans skoða fjölmiðla-
umfjöllun um Samherjamálið frá
sem flestum sjónarhornum og beita
fjölmiðlafræðikenningum líkt og
þema- og innihaldsgreiningu. „Þau
hafa til dæmis óneitanlega orðið vör
við þá taktkík sem Samherji notar
gegn fjölmiðlum,“ rifjar Arnar upp.
„Einnig kom það þeim líka á óvart
hversu lítill munur var á umfjöllun-
um skyldra miðla, eins og til dæmis
á fréttastofum RÚV og Bylgjunnar.“
„Í þessum stóru hneykslismálum
má í raun alltaf sjá sömu línuna, til
dæmis að sá sem liggur undir ámæli
fer oftast í samsæriskenningar og
ásakanir,“ heldur hann áfram. „Sak-
borningar reyna eins og þeir geta að
minnka skaðann með því að núa
fjölmiðlum því um nasir að þeir
hafi einhverjar annarlegar kenndir.“
Aðspurður um mikilvægi þess
að nemendur fái að rannsaka raun-
veruleg mál í náminu segir Arnar
það afar mikilvægt. „Það er nauð-
synlegt að þau fari út á akurinn og
beiti þessum hugtökum sem þau
eru búin að vera að læra á raun-
veruleg dæmi og það er í rauninni
tilgangurinn með þessu námskeiði,“
segir hann.
Í félagsfræðinni hefur Arnar
verið þekktur fyrir skemmtilegar
kennsluaðferðir. „Það er mikilvægt
að örva fólk, nálgast nemendur af
virðingu og á hæfilegum jafningja-
grundvelli getum við sagt,“ segir
hann. „Ef þau finna að kennarinn
sjálfur er ástríðufullur og áhuga-
samur, ærlegt eintak sem gefur sig
að nemendum, þá geta magnaðir
hlutir gerst.“
birnadrofn@frettabladid.is
Rannsaka umfjallanir
um Samherjamálið
Nemendur í félagsfræði við Háskóla Íslands rannsaka fjölmiðlaumfjöllun um
Samherjamálið í námskeiði í skólanum. Aðjunkt við skólann segir mikilvægt
að nemendur kynnist því að vinna að raunverulegum málum í námi sínu.
Nemendur í námskeiðinu Fjölmiðlarannsóknir við Háskóla Íslands. Arnar
Eggert og samkennari hans, Egill Bjarnason, eru fremstir á myndinni.
Sá sem liggur undir
ámæli fer oftast í
samsæriskenningar og
ásakanir.
Dr. Arnar Eggert Thoroddsen,
aðjunkt við Háskóla Íslands
DÓMSMÁL Verktökum sem starfa
hjá Morgunblaðinu var heimilt
að sinna fréttaskrifum á mbl.is
á meðan verkfall félagsmanna í
Blaðamannafélagi Íslands stóð 8.
nóvember síðastliðinn. Dómur
Félagsdóms í máli Blaðamanna-
félagsins gegn Árvakri, útgáfufélagi
Morgunblaðsins, féll í gær.
Þar segir að þar sem þeir verktak-
ar sem hafi verið að störfum standi
utan stéttarfélaga hafi verkfallsað-
gerðirnar ekki tekið til þeirra. Einn-
ig telur dómurinn að heimilt hafi
verið að birta tímastilltar fréttir á
mbl.is sem skrifaðar höfðu verið
áður en verkfallið skall á.
Hins vegar telst Árvakur hafa
brotið gegn lögum um stéttarfélög
og vinnudeilur með því að láta
blaðamann sem er í VR skrifa frétt-
ir í verkfallinu. Þá var gagnkröfu
Árvakurs þar sem farið var fram á
að verkfallið yrði dæmt ólögmætt
hafnað.
Dómurinn telur umfang brota
Árvakurs ekki nógu mikið til að
verða við kröfu um sektargreiðslu.
Málskostnaður fellur niður en báðir
aðilar fóru fram á að hinn yrði
dæmdur til að greiða málskostnað.
– sar
Blaðamenn og ljósmyndarar á rit-
stjórn Fréttablaðsins eru félags-
menn í Blaðamannafélaginu.
Verktakar
máttu vinna
Morgunblaðið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
K JARAMÁL Tveggja og hálfs dags
verkfalli félagsmanna Eflingar hjá
Reykjavíkurborg lauk í gær. Engar
viðræður hafa verið boðaðar í kjara-
deilu félagsins við borgina.
Engar verkfallsaðgerðir voru
boðaðar í dag. Stór hluti þeirra sem
deilan snýr að starfar á leikskólum
borgarinnar sem því áttu að endur-
heimta þessa starfskrafta í dag og
starfsemin að færast í venjubundið
horf. Leikskólarnir verða hins vegar
lokaðir í dag vegna slæmrar veður-
spár.
Verði ekki búið að semja boðar
Ef ling ótímabundið verkfall á
mánudaginn. Engir fundir eru boð-
aðir í deilunni. – gar
Engir fundir
með Eflingu
1 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð