Fréttablaðið - 14.02.2020, Page 4

Fréttablaðið - 14.02.2020, Page 4
HLAÐVARPIÐ Félagarnir Kjartan Logi Sigurjónsson og Magnús Thorlacius standa fyrir hlaðvarps- þættinum Leikhúsið. Þeir stefna á að ræða allar leiksýningar leikárs- ins þrátt fyrir að vera mismiklir leikhúsmenn. „Ég skil ekki af hverju fólk myndi fara upp á svið þar sem það getur gert sig að athlægi. Ég er alltaf stressaður fyrir þeirra hönd,“ segir Kjartan og viðurkennir að vera bullandi meðvirkur áhorf- andi. Magnús stundar nám á sviðs- listabraut Listaháskólans og segir sjónarhorn þeirra misjöfn. „Annars vegar erum við með áhugamann um leikhús og hins vegar ekki. Hug- myndin var að sjá hvað þeir sjá líkt og ólíkt í þessum sýningum.“ Kjar t an seg ir leik húsgag n- rýni í dag ekki alltaf eiga við ungt fólk. „Ég les stundum gagnrýni á verkum sem ég hef farið á og hugsa Það er draumur minn að kynna töfra Íslands fyrir dóttur minni. Wei Li Árið 2019 var fjöldi á vinnumarkaði 208.500. STJÓRNSÝSLA Frumvörp frá ríkis- stjórninni um Þjóðgarðastofnun annars vegar og hálendisþjóðaer mótmælt harðlega af hreppsnefnd Ásahrepps. Í umsögn mótmælir hrepps- nefndin sérstaklega fyrirhuguðum heimildum um kaup og eignarnám sem eru í frumvarpinu um Þjóð- garðastofnun. „Þessari grein og hugmynda- fræðin sem liggur að baki er óásættanleg. Í þessari grein kemur fram heimild til Þjóðgarðastofnun- ar, að fengnu leyfi ráðherra, til að taka eignarnámi lönd mannvirki og réttindi til þess að framkvæma friðun,“ segir hreppsnefndin. Þótt vísað sé í ákvæði jarðalaga um að óheimilt sé að skilja hlunnindi frá jörð sé gert ráð fyrir því í frum- varpinu að gera megi á því undan- tekningar. „Hér er verið að veita einstakri stofnun heimild, til dæmis til að kaupa nytjarétt sem hefur meðal annars ver ið lög var inn með úrskurði Óbyggðanefndar þegar um er að ræða afrétti á þjóðlend- um,“ segir hreppsnefndin. Ljóst sé, með úrskurði óbyggðanefndar, að óbeinum eignarrétti nytjarétthafa á afréttum verði ekki hnikað nema með eignarnámi. „Hér liggur það fyrir, svart á hvítu, að það er hluti af hugmynda- fræðinni sem liggur að baki þessum drögum að frumvarpi. Þessum hugmyndum er mótmælt harð- lega og þess krafist að verði brott felld úr þessum drögum að frum- varpi. Ásættanlegt gæti talist að Þjóðgarðastofnun mætti kaupa upp slíkar eignir ef handhafi þeirra eigna vildi selja, en að færa slíkt vald til stjórnenda einnar stofnunar, með samþykki ráðherra, er alger- Mótmæla eignarnámsheimild til nýrrar Þjóðgarðastofnunar „Þessi grein og hugmyndafræðin sem liggur að baki er óásættanleg,“ segir hreppsnefnd Ásahrepps um ákvæði í drögum að stjórnarfrumvarpi um Þjóðgarðastofnun sem feli í sér heimild til stofnunarinnar til að beita eignarnámi. Algerlega ótækt sé að fela stjórnanda einnar stofnunar slíkt vald, segir Ásahreppur. Ásahreppur er vestast í Rangár- vallasýslu. Áshreppingar hafa atvinnu af landbúnaði, verslun og öðrum þjónustugreinum. Nátt- úran er mjög fjölbreytt, mýrlent á köflum en ásar og holt á milli þar sem bændabýlin standa 3 til 5 í þyrpingum eða hverfum, sem einkenna byggðamynstur sveitar- félagsins. Stærsta varpland grá- gæsar á Íslandi er við Frakkavatn. Þjórsá rennur við hreppa- mörkin og sýslumörkin í vestri. Afréttur Ásahrepps er 4/7 hlutar af Holtamannaafrétti á móti 3/7 hlutar Rangárþings ytra. Holta- mannaafréttur nær meðal annars yfir austurhluta Þjórsárvera, og vesturhluta Vatnajökulsþjóð- garðs. Um Holtamannaafrétt liggur Sprengisandsvegur milli Suður- og Norðurlands. 1. janúar 2019 voru íbúar Ása- hrepps 248. Heimild: Ásahreppur lega ótækt,“ segir Áshreppur. Þá segir hreppsnefndin langt í frá að forvinnu sé lokið. „Með slíku frumhlaupi, að fara fram með þessi frumvörp svo illa undirbúin mun tryggja átök og afar skiptar skoð- anir um réttmæti þessarar veg- ferðar,“ segir í umsögninni. Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu verði skipulagsvald sveitarfélaga skert til mikilla muna og fært til ríkisstofnunar. „ Með þessum f r umvör pum er verið að færa stjórn og umráð yfir 40 prósent Íslands til örfárra aðila innan ríkisstofnunar. Þetta er nokkuð sem hreppsnefnd Ása- hrepps getur engan veginn sætt sig við,“ segir hreppsnefndin. Það sé æði þreytandi að horfa upp á að til nokkurra áratuga hafi verið vegið að sjálfstæði landsbyggðarsveitar- félaga með einum eða öðrum hætti. gar@frettabladid.is ✿ Ásahreppur H ei m ild : Á sa hr ep pu r o g Sa m ba nd ís le ns kr a sv ei ta rf él ag a. VINNUMARK AÐUR Á síðasta ári voru að meðaltali um 7.400 manns á aldrinum 16-74 ára atvinnulausir sem jafngildir 3,5 prósentum af vinnuaf linu. Til samanburðar var atvinnuleysi 2018 að meðal- tali 2,8 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni og byggja tölurnar á vinnumarkaðs- rannsókn stofnunarinnar. Meðalvinnuvika einstaklinga var tæpar 44 stundir á síðasta ári miðað við fullt starf. Karlar unnu lengri vinnuviku en konur eða 45,7 stundir á móti 41 stund að meðal- tali. Hér er bæði um að ræða tíma í aðal- og aukastarfi. Á höfuðborgarsvæðisinu var vinnuvikan að meðaltali 42,5 stundir en 46,3 stundir utan þess. Þá unnu karlar utan höfuðborgar- svæðisins á aldrinum 16-74 ára að meðaltali 48,4 stunda vinnuviku. Árið 2019 var fjöldi á vinnumark- aði 208.500. Jafngildir það 81 pró- sents atvinnuþátttöku. Af þeim um 201 þúsund sem töldust starfandi eru um sex þúsund skilgreindir sem vinnulitlir. Þaðcer fólk í hlutastarfi sem vill vinna meira. Fjöldi utan vinnumarkaðar var 48.900. Hluti þeirra, eða rúm- lega sex þúsund, telst á mörkum atvinnuleysis. Það eru annars vegar þeir sem eru í atvinnuleit en geta ekki hafið störf strax og hins vegar þeir sem eru ekki að leita vinnu en geta hafið störf strax. – sar Vinnuvikan er 44 klukkutímar Leikhúsgagnrýni á léttari nótum Leikhúsið er á Hlaðvarpi Fréttablaðsins, Spotify og iTunes. með með mér að þetta hafi nú ekki alveg verið svona,“ segir Kjartan sem klórar sér stundum í höfðinu yfir fimm stjörnu dómum. Magnús tekur undir með Kjartani. „Við vilj- um opna á aðeins ófágaðri umræðu um leikhús því menningarumfjöll- un er oft sett á svo háan stall. Við spjöllum á hversdagslegum nótum og það þarf enginn að taka mark á neinu sem við segjum. Eins lengi og við höfum virðingu að leiðarljósi getum við eiginlega sagt hvað sem er.“ – atv HAFl>U FJOLPOSTINN l>INN i FRETTABLADINU Auglyslngaefnlo lendlr a eldhusborolnu 1>egar blaolo er opnao! 93 000 islendingar lesa Frettablaoio • daglega ao meoaltali.* Kannaou dreifllelolr og vero i sima 550 5050 eoa sendu tolvup6st á orn@frettabladld.ls. Otvegum elnnlg hagst.eo verb i prentun. PENINGAR Kínverski ferðamaður- inn Wei Li, sem kom eins og ferskur andblær inn í íslenskt efnahagslíf, heldur um helgina af landi brott. Wei Li átti í gær fund með full- trúum Samhjálpar og gaf samtök- unum ríf legan sjóð af skemmdri íslenskri mynt. „Ég vona að íslenskir bankar verði liðlegri við þau en mig,“ segir Li. Áður hafði Li gefið ónefndum listamanni brot af myntsafninu. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær á Li enn inneignarnótur upp á um 360 þúsund hjá Arion banka eftir að hafa sturtað hluta af mynt- safni sínu í myntvélar bankans. Bankinn neitar að greiða Li þessa fjármuni. Kvittununum ætlar hann þó að halda fyrir sjálfan sig enn sem komið er. „Ég hef ekki gefið upp vonina um að innheimta þá upphæð,“ segir hann. Þrátt fyrir að íslenskir bankar hafi ekki kunnað að meta innspýt- ingu Li inn í ískalt íslenskt hagkerfi er hann ánægður með Íslandsferð- ina að þessu sinni. „Ég elska Ísland. Ég fer núna heim til Kína og hitti fjölskyldu mína. Ég á eins árs gamla dóttur. Við ætlum að flytja til Kanada á næstunni. Það er draumur minn að kynna töfra Íslands fyrir dóttur minni,“ segir Wei Li. – bþ Wei Li gaf Samhjálp skemmdu myntina sem hann fær ekki skipt Fjársjóður barst Samhjálp í gær. Meðal vinnuvika karla var um 46 tímar í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.