Fréttablaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 8
Ísbjarnarhúnn sleikir móður sína, Noru, í Schönbrunn-dýragarðinum í
Vínarborg, Austurríki, í gær. – Hann er enn ónefndur. NORDICPHOTOS/ AFP
Þessu ástfangna pari þótti viðeigandi að smella á kossi og einni sjálfu undir hjartalöguðum blöðrum á aðfaranótt Valentínusardags í miðborg Moskvu í gær. NORDICPHOTOS/ AFP
Mjög mikill órói hefur verið síðustu vikur í Beirút, höfuðborg Líbanon. Hér eru mótmælendur nálægt þinghúsi
borgarinnar. Að minnsta kosti 218 manns hafa slasast, þar af 28 alvarlega, í óeirðunum. NORDICPHOTOS/GETTY
Starfskona basttrefjaverksmiðju ber basttrefjar til vinnslu í borginni Narayanganj í Bangladess. NORDICPHOTOS/GETTY
Drengur sækir mataraðstoð í hjálparmiðstöð Matvælaáætlunar Sam-
einuðu þjóðanna í höfuðborginni Sana í Jemen. Yfir 24 milljónir manna eru
í sárri þörf fyrir aðstoð eftir fimm ára stríð milli Jemenstjórnar sem nýtur
stuðnings Sádi-Araba og Hútúa sem Íranir hafa stutt. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
1 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Ástand heimsins