Fréttablaðið - 14.02.2020, Side 19

Fréttablaðið - 14.02.2020, Side 19
Framhald á síðu 2 ➛ F Ö S T U DAG U R 1 4 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 Kynningar: Síminn, Vodafone Netöryggi Fyrirtækjaþjónusta Símans getur séð um að setja upp og viðhalda traustum og áreiðanlegum nettengingum fyrir fyrirtæki og tryggja öryggi notenda eftir besta megni. Fyrir vikið verður rekstur öruggari, hraðari og upplifun notenda betri, segir Hannes. Þjónustuborðið er líka opið allan sólarhringinn og ef þörf krefur getur Síminn sent tæknimenn á staðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Síminn tryggir öryggi fyrirtækja á internetinu Fyrirtækjaþjónusta Símans getur tryggt netöryggi fyrirtækja á ýmsan hátt. Það er gert með því að setja upp réttan netbúnað og viðhalda honum, reisa næstu kynslóðar eld- veggi, búa til öryggisafrit af gögnum og veita starfsfólki og stjórnendum fræðslu. ➛2 Internetið getur verið óöruggur staður og það er algengt að svika-hrappar og tölvuþrjótar reyni að ógna netöryggi fyrirtækja á ýmsan hátt. Það þarf því bæði að þekkja hætturnar og setja upp varnir. Fyrirtækjaþjónusta Símans getur séð um að setja upp og viðhalda traustum og áreiðanlegum net- tengingum og tryggja öryggi not- enda eftir besta megni. Fyrir vikið verður rekstur öruggari, hraðari og upplifun notenda betri. Síminn er líka með þjónustuborð sem er alltaf opið og getur sent tæknimenn í útköll ef þörf krefur. Hannes Pétur Björnsson, deildar- stjóri fyrirtækjaþjónustu Símans, segir að það séu helst fjórir hlutir sem Síminn telur fyrirtæki þurfa að hafa í huga til að tryggja netöryggi sitt. „Í fyrsta lagi þarf að tryggja rekstraröryggi nettengingar og net- búnaðar, sem allir þurfa auðvitað til að komast á netið,“ segir hann. „Það þarf að tryggja að netsamband sé stöðugt svo rekstur sé samfelld- ur. Það eru nokkrir undirpunktar sem við teljum að séu mikilvægir í tengslum við þetta. Þar á meðal eru hlutir eins og varaleiðir, annaðhvort 4G vara- leiðir eða viðbótartengingar, þann- ig að fyrirtæki verði ekki netlaust nema eitthvað mjög mikið gangi á,“ segir Hannes. „Síðan er það sem snýr að viðhaldi og rekstri netbúnaðar fyrirtækja, en þetta mætti almennt vera í betra standi hjá minni og meðalstórum fyrirtækjum sem eru oft ekki með búnað í rekstri,“ segir Hannes. „Það sem þú færð með því að vera með búnað í rekstri eru reglulegar öryggisuppfærslur frá tæknimönnum og utanumhald um þjónustusamninga ef eitthvað skyldi klikka, þannig að ef net- búnaður bilar er hægt að fá nýjan. Ef fyrirtæki á sinn eigin búnað og hann bilar er nefnilega ekki alltaf hlaupið að því að fara og kaupa nýjan búnað. Þeir sem eru með fyrirtæki í rekstri sem mega ekki missa netsamband ættu að hafa þetta í huga. Þökk sé mikilli ljósleiðara- væðingu á Íslandi er oft auðveldara en áður að skipta út búnaði og bæta við eftir þörfum þegar fyrirtæki stækka, eða að skila búnaði þegar það minnkar umfang sitt. Það er KYNNINGARBLAÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.