Morgunblaðið - 08.11.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2019
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Rannsóknarnefnd samgönguslysa,
siglingasvið, telur að þjálfun áhafnar,
rétt viðbrögð og regluleg yfirferð á
öryggisbúnaði hafi bjargað því að eld-
ur breiddist ekki út um borð í rækju-
togaranum Sóleyju Sigurjóns GK á
rækjumiðum 90 mílur norðaustur af
landinu að kvöldi 17. maí í vor. Fyrr
um daginn var haldin brunaæfing um
borð þar sem farið yfir alla bruna-
hana og brunaslöngur. Í lokaskýrslu
nefndarinnar er farið yfir málsatvik
og telur nefndin að orsök eldsupptaka
sé hitamyndun í tengingum í eða við
haldara fyrir öryggi í rafmagnstöflu.
Mikill og svartur reykur
Málsatvik voru þau að skipverjar
voru að hífa trollið þegar þeir urðu
varir við reykjarlykt. Við skoðun kom
í ljós að mikill og svartur reykur var á
vinnsluþilfarinu sem kom upp um
opnar dyr úr vélarrúminu, en enginn
skipverji var þá í vélarrúminu eða á
milliþilfari. Stuttu síðar fór bruna-
aðvörunarkerfið í gang, en ástæða
þess að kerfið fór ekki strax í gang er
talin sú að skynjari sem staðsettur
var við rafmagnstöfluna var hita-
skynjari.
Skipverjar brugðust hratt við með
því að loka öllum loftræstilúgum, en í
fyrri veiðiferð höfðu skipverjar geng-
ið á allar lúgur fyrir loftræstikerfi og
liðkað þær upp og smurt. Síðan var
slökkvikerfið fyrir vélarrúmið ræst
og kæfði eldinn svo til strax eftir um-
merkjum að dæma, segir í skýrsl-
unni.
Skipstjórinn sendi út neyðarkall á
neyðarrásum um stöðuna og Múla-
bergið SI svaraði strax, hífði upp
veiðarfærin og hélt áleiðis að Sóleyju
Sigurjóns. Vaktstöð siglinga ræsti út
þyrluvakt Landhelgisgæslunnar og
fór þyrlan TF-LIF í loftið. Tveir skip-
verjar voru hífðir um borð í þyrluna.
Varðskipið Týr sem lá við bryggju á
Húsavík og björgunarskipið Sigurvon
frá Siglufirði voru ræst út. Múlaberg
SI 22 dró Sóleyju síðan til hafnar á
Akureyri.
Rétt viðbrögð og þjálfun
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Til hafnar Dráttarbáturinn Seifur kom Sóleyju Sigurjóns til aðstoðar
skammt frá Akureyrarhöfn, en Múlabergið dró skipið langleiðina.
Brunaæfing um
borð sama dag og
eldur kviknaði
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Njáll Trausti Friðbertsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, segir at-
vik á Keflavíkurflugvelli í lok októ-
ber áminningu um mikilvægi þess að
hafa varaflugvelli alltaf tiltæka.
Boeing 757-vél Icelandair hafi þá
lent í erfiðleikum á Keflavíkurflug-
velli þegar brautin lokaðist fyrir
lendingu en aðflug var hafið. Vélin
hafi ekki haft nægt eldsneyti til að
nýta varaflugvöllinn á Akureyri en
hefði mögulega getað lent í Reykja-
vík ef reyndur flugumferðarstjóri
hefði verið í turninum til að meta að-
stæður og leiðbeina. Svo hafi ekki
verið. Ástæðan sé sparnaður hjá
Isavia sem kjósi að manna ekki turn-
inn í Reykjavík með flugumferðar-
stjóra þegar vélar koma frá Banda-
ríkjunum á morgnana.
Sé alltaf í flugturninum
Með þetta í huga telur Njáll
Trausti brýnt að reyndur flugum-
ferðarstjóri sé í flugturninum á
Reykjavíkurflugvelli frá kl. 5 á
morgnana til að mæta óvæntum að-
stæðum með
skömmum fyrir-
vara.
Atvikið sé enn
ein áminningin
um að styrkja
þurfi varaflug-
vallakerfið. Þ.m.t.
með því að byggja
upp flugvelli á
Akureyri og Eg-
ilsstöðum.
Njáll Trausti segir að árið 2013
hafi farið af stað umræða um að
styrkja þyrfti varaflugvellina vegna
fyrirsjáanlegrar notkunar Iceland-
air á Boeing Max-þotum sem leysi
núverandi Boeing 757-vélar af hólmi.
Lítið hafi áunnist í þeim málum.
Menn hljóti að haga flugi í Keflavík
með hliðsjón af uppbyggingu vara-
flugvalla.
Skortir heildarsýn
„Það hefur skort töluvert upp á þá
heildarmynd hjá þeim sem fara með
málin. Það er hins vegar ánægjulegt
ef Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
er farinn að ræða um mikilvægi
varaflugvalla fyrir flugumferð. En
það hefur skort upp á það í gegnum
árin þegar teknar eru ákvarðanir
sem tengjast Reykjavíkurflugvelli.
Völlurinn hefur verið bútaður niður
og menn verið að veikja hann statt
og stöðugt undanfarin ár,“ segir
Njáll Trausti og vísar til viðtals við
Dag í Morgunblaðinu síðustu helgi.
„Það eru líka möguleikar á að
styrkja Reykjavíkurflugvöll þannig
að hann henti betur sem varaflug-
völlur. Það hefur verið rætt um ýmsa
möguleika, t.d. að lengja völlinn út í
Skerjafjörð,“ segir Njáll Trausti.
Stækki út í Skerjafjörð
Heppilegasta leiðin til að styrkja
Reykjavíkurflugvöll fyrir þetta hlut-
verk sé að lengja austur-/vestur-
brautina út í Skerjafjörð svo hún nái
því að verða 1.800 metra löng. Braut-
in myndi þannig ná yfir Suðurgötu.
Með þessari uppbyggingu geti
völlurinn vel þjónað hlutverki vara-
flugvallar næstu áratugi.
Njáll Trausti segir ljóst að fram-
kvæmdin geti kostað milljarða. Þeir
fjármunir séu þó brot af kostnaðin-
um við að byggja nýjan völl í Hvassa-
hrauni. Rætt sé um að uppbygging
þess vallar geti kostað nærri 100
milljörðum. Loks kveðst Njáll
Trausti hafa ítrekað það sjónarmið
að greining á flugvallarkostum yrði
að vera núllpunktagreining út frá
núverandi Reykjavíkurflugvelli. Að
allir kostir yrðu metnir út frá vell-
inum. Til dæmis sé Hvassahraun að-
eins metið á eigin forsendum fyrir
flugvöll.
Ítrekar mikilvægi flugvallarins
Þingmaður vill lengri vakt í turni Reykjavíkurflugvallar
Leggur til lengingu austur-/vesturbrautar í Vatnsmýri
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
leg lenging fl ugbrautar út í Skerjafjörð
Skerjafjörður
Hagar
Vatnsmýri
Öskjuhlíð
Einarsnes
H
ringbraut
B
ústaðavegur
S
uð
ur
ga
ta
Austur-vestur
brautin lengd í
vestur yfi r Suður-
götu og út í sjó.
Brautinni er hliðrað
lítið eitt til suðurs
til að nýta svæðið milli
íbúðahverfanna norðan
og sunnan við brautina á
sem bestan hátt.
Lengd brautarinnar verður 1.800 m
Mögu
Njáll Trausti
Friðbertsson
Ekkert bendir til þess að vetrardán-
artíðni hreinkálfa á Austurlandi auk-
ist þótt þeir missi móður sína. Þetta
kemur fram í nýrri skýrslu Náttúru-
stofu Austurlands (NA) um frumat-
hugun á vetrarafkomu hreinkálfa.
Vegna gagnrýni á fyrirkomulag
hreindýraveiða og óvissu um vetrar-
afkomu móðurlausra kálfa var NA
falið að fara yfir fyrirliggjandi gögn
um haust- og vortalningar 2000-
2018, telja hreindýr á öllum veiði-
svæðum haustið 2018 og vorið 2019.
Eins að meta ástand kálfa að hausti
út frá 15 felldum kálfum á veiðitíma
2018. Gögn frá Umhverfisstofnun
voru skoðuð til að kanna hvað seink-
un á veiðitíma kúa kynni að þýða.
Flestir hreinkálfar eru 9-13 vikna
gamlir í upphafi veiðitíma. Þá hefur
dregið mikið úr mjólkurþörf þeirra.
NA bendir m.a. á að þrátt fyrir auk-
inn veiðikvóta til að stemma stigu við
fjölgun hreindýra fjölgaði þeim úr
3.000 í 7.000 á árunum 2000 til 2018.
Það bendir til að náttúruleg afföll
séu minni en stofnlíkön gerðu ráð
fyrir. Samanburður á afkomu kálfa
fyrir og eftir kálfafriðun 2010 bendir
ekki til þess að hærra hlutfall móður-
lausra kálfa auki vetrardánartíðni
þeirra almennt. Skoðun felldra kálfa
á veiðitíma 2018 benti til almenns
góðs líkamsástands dýranna.
NA segir að ekki sé hægt að líta á
munaðarlausa kálfa að hausti sem
bjargarlausa. Seinkun veiðitíma geti
verið jákvæð fyrir kálfa, einkum þá
yngstu, en gæti leitt til aukins og
óæskilegs veiðiálags.
„Ef drægi úr veiðum og dýrum
fjölgaði gæti það haft víðtækar og al-
varlegar afleiðingar fyrir hreindýra-
stofninn, gróðurfar, vistkerfi og jafn-
vel sauðfjárveikivarnir.“
gudni@mbl.is
Hreinkálfarnir
komast vel af
Vetrarafkoma móðurlausra kálfa
Morgunblaðið/Frikki
Hreindýr Dýrunum hefur fjölgað.
Jólaleyndarmál
Matarkjallarans hefst
14. nóvember
Tryggðu þér borð á
www.matarkjallarinn.is
Aðalstræti 2 | s. 558 0000