Morgunblaðið - 08.11.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2019
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Orlando. AFP. | Rob Greenfield þarf
far, eins og oft áður, því að hann á
ekki bíl. Samnýting bíla er þó ekki
eina leið hans til að minnka kolefnis-
fótspor sín því síðasta árið hefur
hann ekki eytt einum einasta eyri í
mat. Hann borðar aðeins það sem
hann ræktar í garðinum sínum eða
nálægum görðum, fiskinn sem hann
veiðir og það sem hann finnur við
þjóðvegina. Hann fúlsar sem sé ekki
við hræjum dýra sem drepast á veg-
unum. Hann er borgarbúi sem aflar
sér matar í ríki náttúrunnar.
„Náttúran hefur verið garðurinn
minn, búrið mitt og apótekið mitt,“
segir Greenfield, sem er 33 ára og
setti sér það markmið að kaupa eng-
an mat í eitt ár og borða eingöngu
það sem hann ræktar sjálfur eða
finnur. Hann nær markmiðinu á
sunnudaginn kemur.
Breytti garðinum í borgarbýli
Greenfield býr í Flórída, á Or-
landosvæðinu sem er með um 2,5
milljónir íbúa. Milt loftslagið auð-
veldar honum að rækta matjurtir og
hann býr í örlitlu húsi í garði manns
sem leyfði honum að setjast þar að
til að reyna að lifa á sjálfbæran hátt.
Hann hefur breytt garðinum í
borgarbýli þar sem hann ræktar
meðal annars sólaldin, banana, sæt-
ar kartöflur, eggaldin, gúrkur og
paprikur. Hann hefur komið sér upp
matreiðsluaðstöðu í garðinum og
geymir þar vistir sínar. Hann hefur
einnig smíðað kamar og notar lauf í
stað salernispappírs.
„Ég vil hvetja fólk til að spyrja sig
hvort það borðar hollan mat og
breyta mataræði sínu, byrja að
rækta eigin matjurtir, styðja bænd-
ur í heimabyggð sinni og temja sér
mataræði sem er betra fyrir jörðina,
samfélagið og okkur sjálf,“ segir
hann.
Var „dæmigerður
Bandaríkjamaður“
Greenfield kveðst fyrst hafa
ákveðið að taka upp „einfaldari“ lífs-
stíl árið 2011. Þangað til hafi hann
lifað eins og „dæmigerður Banda-
ríkjamaður“. Markmið hans var að
verða ríkur fyrir þrítugt. Hann rak
markaðsfyrirtæki en seldi það árið
2014.
Hann vakti fyrst athygli í Banda-
ríkjunum árið 2016 þegar hann gekk
um götur New York-borgar klædd-
ur öllu sorpinu sem hafði komið frá
honum. Markmiðið var að vekja at-
hygli á því hversu mikið sorp kemur
frá bandarískum heimilum. Seinna
ákvað hann að hefja tilraunina að
borða aðeins það sem hann ræktar
sjálfur eða finnur í borginni til að
vekja athygli á leiðum til að lifa á
sjálfbæran hátt.
Vill ekki auðgast á boðskapnum
Rob Greenfield hefur tekjur af
fyrirlestrum og bókum sínum um
sjálfbæran lífsstíl þótt hann bjóðist
oftast til að halda fyrirlestrana án
endurgjalds. Tekjur hans í ár hafa
numið 9.760 dollurum, jafnvirði
rúmra 1,2 milljóna króna, en á síð-
asta ári voru þær 8.000 dollarar, eða
tæp milljón króna. Í Bandaríkjunum
miðast fátæktarmörkin við 13.000
dollara, 1,6 milljónir króna, fyrir ein-
stakling sem býr einn.
Hann segist gefa samtökum um-
hverfisverndarsinna megnið af
tekjum sínum og ekki vilja auðgast á
starfi sínu í þágu umhverfisverndar.
„Þetta snýst um skilaboðin og mér
finnst að ég eigi ekki að verða ríkur
af boðskapnum um að hjálpa öðr-
um.“
AFP
Sjálfbær lífsstíll Rob Greenfield, 33 ára bandarískur umhverfisverndarsinni, smakkar lauf katuk-plöntu í garði í
Orlando-borg í Flórída þar sem hann ræktar matjurtir til að geta lifað á sjálfbæran hátt, án þess að kaupa mat.
Lifir á landinu á sjálf-
bæran hátt í borginni
Borðar aðeins það sem hann ræktar, veiðir eða finnur
Eldsumbrot neðansjávar urðu til
þess að ein af eyjum ríkisins Tonga
í Eyjaálfu hvarf og önnur reis úr
hafinu, samkvæmt skýrslu sem
jarðfræðingar birtu í gær.
Taaniela Kula, jarðfræðingur við
jarðvísindastofnun Tonga, sagði að
nýja eyjan væri um 100 metra breið
og 400 metra löng. Hún er um 120
metra vestan við eyjuna sem sökk,
Lateiki-eyju. Eldsumbrotin stóðu í
átján daga.
Önnur eyja myndaðist í neðan-
sjávargosi við Tonga-eyjar seint á
árinu 2014 og hún er nú vaxin
gróðri og heimkynni fugla.
Tonga er á svonefndum Eldhring
sem liggur umhverfis Kyrrahaf,
meðfram Suður- og Norður-
Ameríku, suður yfir Japan, Indó-
nesíu, Filippseyjar og til Nýja-
Sjálands. Á Eldhringnum eru meira
en 75% eldfjalla heims og þar verða
um 90% af öllum jarðskjálftum.
TONGA
Heimildir: GeoNet/GlobalSecurity.org/
fjölmiðlar í Tonga
Ný eyja rís úr sæ í Tonga
Eyja hvarf og önnur reis úr hafi í eldsumbrotum í Tonga, eða Vináttueyjum
Eyjan Lateiki virtist hafa
sokkið í átján daga elds-
umbrotum 13.-31. október
Ný eyja kom í ljós á
gervihnattamyndum, þrisvar
sinnum stærri en Lateiki
100 m breið, 400 m löng
NUKU’ALOFA
1
2
Lateiki
Ný Lateiki
1
2
TONGATAPU
HA’APAI
VAVA’U
50 km
Kao
Late
Lateiki
Eyja sökk og önnur
reis úr sæ í eldgosi
Emmanuel Macron, forseti Frakk-
lands, sagði í viðtali sem tímaritið The
Economist birti í gær að aðildarríki
Atlantshafsbandalagsins stæðu nú
frammi fyrir „heiladauða NATO“.
Macron gaf til kynna að Evrópuríki
í NATO gætu ekki lengur reitt sig á
það að Bandaríkin kæmu þeim til
varnar ef ráðist yrði á þau. Sam-
kvæmt fimmtu grein stofnsáttmála
NATO telst árás á eitt aðildar-
ríkjanna jafngilda árás á þau öll en
forsetinn var ekki viss um að hún væri
enn í gildi. „Ég veit það ekki,“ svaraði
hann þegar hann var spurður hvort
hún gilti enn.
Macron sagði að ekkert samráð
væri á milli Bandaríkjanna og ann-
arra NATO-ríkja þegar mikilvægar
ákvarðanir væru teknar í öryggismál-
um. Hann skírskotaði m.a. til þeirrar
ákvörðunar Donalds Trumps Banda-
ríkjaforseta að flytja bandaríska her-
menn í Sýrlandi frá landamærunum
að Tyrklandi til að greiða fyrir innrás
Tyrkja á yfirráðasvæði Kúrda sem
voru bandamenn Bandaríkjahers í
stríðinu gegn samtökunum Ríki ísl-
ams. Macron gagnrýndi einnig þá
ákvörðun Tyrkja, sem eiga aðild að
NATO, að hefja hernaðinn án sam-
ráðs við önnur ríki bandalagsins.
„Við erum að upplifa heiladauða
NATO,“ sagði Macron. Angela Mer-
kel, kanslari Þýskalands, kvaðst ekki
vera á sama máli. „Hann notaði
harkaleg orð – þetta er ekki mitt álit á
samstarfinu innan NATO,“ sagði hún.
Hún viðurkenndi að komið hefðu upp
vandamál í varnarbandalaginu en
sagði að svo sterk orð væru ekki
nauðsynleg. bogi@mbl.is
„Upplifum heila-
dauða NATO“
Merkel andmælir orðum Macrons
Allir farand-
mennirnir 39
sem fundust látn-
ir í frystigámi
flutningabíls í
Bretlandi 23.
október komu
frá Víetnam.
Breska lögreglan
og stjórnvöld í
Víetnam skýrðu
frá þessu í gær.
Fulltrúar stjórnarinnar í Víetnam
vinna nú að því að flytja líkin þang-
að sem fyrst, að sögn sendiráðs
landsins í London. Breska lög-
reglan sagði í fréttatilkynningu
skömmu eftir að farandmennirnir
fundust látnir í frystigámnum að
þeir væru allir frá Kína en það
reyndist ekki rétt. Bílstjóri flutn-
ingabifreiðarinnar, 25 ára Norður-
Íri, hefur verið ákærður fyrir
manndráp. Ellefu menn hafa verið
handteknir í Víetnam vegna gruns
um að þeir tengist málinu.
BRETLAND
Líkin 39 verða send
til Víetnams
Flutningabíllinn
rannsakaður.