Morgunblaðið - 08.11.2019, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2019
✝ Marteinn Guð-jónsson fæddist
í Reykjavík þann
27. desember 1936.
Hann lést eftir
skammvinn veik-
indi á Hrafnistu í
Hafnarfirði 19.
október 2019.
Foreldrar hans
voru Guðjón Mar-
teinsson, sjómaður,
f. 7.11. 1903, d.
11.2. 1976, og Steinunn Guð-
björg Árnadóttir, húsmóðir, f.
18.6. 1898, d. 11.7. 1990. Þau
eignuðust þrjá syni en Þor-
steinn, f. 1933, og Hafsteinn, f.
1934, létust báðir í frum-
bernsku.
Marteinn ólst upp í Vesturbæ
Reykjavíkur. Hann lauk gagn-
fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar, lærði bifvélavirkj-
un, lauk sveinsprófi og öðlaðist
síðan meistararéttindi í þeirri
grein og vann um tíma hjá Ræsi
í Reykjavík. Hann lauk prófi í
véltæknifræði frá Sønderborg
Teknikum í Danmörku og prófi í
uppeldis- og kennslufræði frá
KHÍ. Marteinn starfaði hjá Ís-
KR. Marteinn var mikill nátt-
úruunnandi.
Marteinn bjó í Hafnarfirði frá
árinu 1984.
Eftirlifandi eiginkona Mar-
teins er Gerður Hannesdóttir, f.
1.2. 1941, frá Akureyri. Hún er
dóttir Hannesar J. Magnús-
sonar, f. 22.3. 1899, d. 18.2.
1972, rithöfundar og skóla-
stjóra, og Sólveigar Einars-
dóttur, f. 29.8. 1905, d. 11.5.
1976, kennara og húsmóður.
Marteinn og Gerður giftu sig
7.7. 1962 og eignuðust þau þrjú
börn: 1) Guðjón, f. 7.8. 1964,
kvæntur Hafdísi Huld Stein-
grímsdóttur, f. 12.2. 1969,
þeirra börn eru Atli, f. 27.3.
1991, Sif, f. 24.9. 1995, Bjarki, f.
8.3. 1998, Bergur, f. 29.11. 2003,
og Víðir, f. 19.1. 2005. 2) Halla
Björk, f. 7.5. 1966, gift Pétri
Heiðari Baldurssyni, f. 30.11.
1965, þeirra börn eru Birkir
Þór, f. 6.4. 1997, og Marteinn, f.
3.6. 2005. 3) Hannes Jón, f.
27.11. 1974, kvæntur Hörpu
Hrönn Grétarsdóttur, f. 1.11.
1974, þeirra börn eru Guðni, f.
6.8. 2005, Smári, f. 1.11. 2007, og
Sólrún Eva, f. 12.3. 2010.
Útför Marteins fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 8.
nóvember 2019, klukkan 13.
lenskum að-
alverktökum á
Keflavíkurflug-
velli, vann við
hönnun og eftirlit á
hitaveitum á Sel-
tjarnarnesi og í
Hafnarfirði, hafði
eftirlit með bygg-
ingu á Búrfellslínu
2, Hrauneyjafoss-
virkjun og byggða-
línu frá Sigöldu um
Jökuldali að Eldgjá og vann að
verkefninu Tækniaðstoð við ís-
lenskan skipasmíðaiðnað. Hann
starfaði á verkfræðideild Flug-
leiða og var kennari í stærð-
fræði og faggreinum málmiðna
við Iðnskólann í Hafnarfirði,
hafði eftirlit með nýbyggingum
hjá Byggingafulltrúanum í
Reykjavík og var í seinni tíð til
aðstoðar við yfirsetu prófa hjá
Háskólanum í Reykjavík. Mar-
teinn var formaður kjaradeildar
Tæknifræðingafélags Íslands,
sat í stjórn Skíðadeildar KR, í
Skíðaráði Reykjavíkur og
Skíðasambandi Íslands, var rit-
ari og varaformaður í aðalstjórn
KR og formaður hússtjórnar
Þá er komið að kveðjustund,
pabbi minn. Það var erfitt að horfa
upp á veikindi þín undanfarið, en
sem betur fer stóðu þau stutt yfir.
Það er ekki lengra síðan en um
páskana í fyrra að þið mamma
voruð með okkur á skíðum í Blá-
fjöllum. Þó að heilsunni hafi hrak-
að eftir það hélduð þið mamma
ykkar striki og fóruð í ótal göngu-
túra, ekki síst sl. sumar í blíðunni í
Hafnarfirði.
Maður getur verið þakklátur
fyrir að fá langa og góða ævi,
heilsuhraustur með þeim sem
manni þykir vænt um. Lífið er
ekki eitt ferðalag, heldur mörg.
Einstakt ferðalag með mömmu í
60 ár er örugglega mikilvægasta
ferðalagið þitt. En þau voru fleiri.
Þegar ég hugsa til baka koma
upp í hugann minningar um alla
útiveruna. Auðvitað Skálafellið, ég
er þakklát fyrir að hafa fengið að
alast upp að stórum hluta þar. Svo
allar ferðirnar norður á Akureyri
á sumrin að heimsækja fjölskyld-
una hennar mömmu, oftast yfir
Sprengisand, sjaldnast þjóðveg-
inn. Allar tjaldútilegurnar og
ferðalögin sem við fórum í bæði
innanlands og erlendis. Þú elsk-
aðir að vera á fjöllum, á skíðum
eða gangandi. Hálendið var uppá-
haldsstaður þinn og síðustu ár
hefur verið gaman að fylgjast með
ykkur mömmu, alltaf að skipu-
leggja ferðalög um landið sem þér
þykir svo vænt um og sem þú hefur
ferðast svo mikið um. Á ferðalög-
um ykkar bæði hérlendis og er-
lendis hafið þið kynnst mörgu fólki.
Þið hafið boðið alla velkomna til
ykkar og verið boðin og búin að
sýna fólki landið okkar. Allir vel-
komnir hvort sem það voru erlend-
ir vinir okkar eða aðrir sem þið
hittuð á ferðalögum ykkar um
landið.
Í gegnum tíðina hefur verið gott
að fá stuðning ykkar mömmu í öllu
því sem ég hef tekið mér fyrir
hendur. Aldrei efasemdir, alltaf
hvatning. Ekki einu sinni þegar
mér datt í hug að fara á skíði um
mitt sumar í Njarðvíkunum, þá
náðir þú í skíðin út í bílskúr og rölt-
ir með mér á skíðunum um gras-
flötina fyrir utan húsið okkar.
Þú varst afskaplega stoltur af
öllum barnabörnunum, lagir þig
fram við að fylgjast vel með þeim
bæði í skólanum og í þeirra tóm-
stundum. Sýndir þeim stuðning
með því að mæta á tónleika og
íþróttamót og ég veit að þú er
ánægður með að öll kunna þau að
renna sér á skíðum.
Strákarnir mínir allir eins og þú
sagðir alltaf, Heiðar, Birkir Þór og
Marteinn, skila kveðju.
Nú er komið að leiðarlokum og
þú ert farinn í þitt síðasta ferðalag.
Góða ferð, pabbi minn.
Halla Björk Marteinsdóttir.
Marteinn Guðjónsson, félagi
okkar úr skíðadeild KR, er fallinn
frá. Marteinn var einn þeirra góðu
félaga sem tóku virkan þátt í bygg-
ingu skíðaskála félagsins í Skála-
felli. Marteinn var frábær skíða-
maður og stundaði íþróttina af
kappi alla æfi og smitaði börn sín
og barnabörn af skíðabakteríunni.
Hann var einn af þeim sem stóðu
að fyrstu skíðalyftunni á svæðinu
og hafði hugmyndir um að koma
lyftu að norðan megin í fellinu.
Marteinn var einstaklega já-
kvæður og hress maður, góður fé-
lagi og mikill útivistarmaður sem
hreif menn með sér í ferðalög og
til góðra verka.
Þegar starfsheitið tæknifræð-
ingur varð löggilt seint á sjötta
áratug síðustu aldar var Marteinn
einn af þeim fyrstu sem fóru til
Danmerkur og lauk þaðan prófi í
véltæknifræði.
Hann starfaði m.a. víða á há-
lendinu við virkjanir og línulagnir
þeim tengdar. Við þau störf sam-
einaði hann útivistaráhugann og
tækniþekkinguna.
Við þökkum fyrir vináttuna og
samverustundirnar á liðnum ára-
tugum og vottum eiginkonu og
fjölskyldu Marteins okkar innileg-
ustu samúð.
Baldvin Ársælsson,
Kolbeinn Gíslason,
Kristján Birgir Kristjánsson.
Kveðja frá Skíðadeild KR
Í dag kveðjum við góðan félaga
í Skíðadeild KR, Martein Guð-
jónsson, sem við KR-ingar þekkt-
um ávallt sem Matta. Matti gekk
ungur til liðs við KR og fyrst fara
sögur af honum í gamla KR-skál-
anum við Grensgil í Skálafelli.
Hann varð fljótt góður skíðamað-
ur og keppti bæði innanlands sem
á erlendri grundu.
Gamli KR-skálinn brann árið
1955 og þá tóku við miklir fram-
kvæmdatímar hjá skíðadeildinni.
Nýr skíðaskáli var reistur á árun-
um 1956-1959 og fyrsta varanlega
skíðalyfta á Íslandi árið 1961. Var
Matti ötull liðsmaður í sveit þeirra
dugmiklu ofurhuga sem reistu
þessi mannvirki af myndarskap
sem eftir var tekið.
Matti lærði bifvélavirkjun í
Ræsi og hélt síðan utan til náms í
véltæknifræði. Eftir heimkomuna
tók hann upp þráðinn hjá skíða-
deildinni og vílaði ekki fyrir sér að
keyra sunnan úr Njarðvík með
alla fjölskylduna. Síðar þegar upp-
bygging austursvæðisins í Skála-
felli hófst árið 1974 varð hann
einnig þátttakandi í henni af lífi og
sál. Auk starfa fyrir skíðadeildina
tók Matti að sér störf fyrir aðal-
stjórn KR. Hann var varaformað-
ur félagsins um fjögurra ára skeið
og síðan formaður hússtjórnar
KR í Frostaskjóli um árabil. Fyrir
störf sín var hann sæmdur gull-
merki KR með lárviðarsveig.
Seinni árin tók Matti fram
gönguskíðin og mátti þá sjá hann
snúast í kringum börn og barna-
börn í keppni og leik í Skálafelli.
Matti var mikill KR-ingur og
bar hag félagsins ávallt fyrir
brjósti. Hann var mjög fé-
lagslyndur og alltaf jákvæður í
allri umgengni. Hann hafði gaman
af að kynnast fólki, þekkti alla
með nafni og fylgdist alltaf vel
með félögum deildarinnar á hvaða
aldri sem þeir voru. Hans verður
minnst með miklum söknuði.
Við í Skíðadeild KR munum
sakna Matta og að leiðarlokum
þökkum við honum samfylgdina.
Hann skilur eftir sig stórt skarð í
hópnum og margar góðar minn-
ingar. Við sendum Gerði, börnum
hans og fjölskyldunni allri okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
biðjum Guð að styrkja þau í sorg
sinni. Far þú í friði góði félagi.
Guðmundur Guðjónsson,
formaður Skíðadeildar KR.
Marteinn Guðjónsson
✝ Stefanía Péturs-dóttir fæddist í
Reykjavík 24. jan-
úar 1927. Hún lést
24. október 2019.
Foreldrar hennar
voru Þóra Sigurð-
ardóttir frá Fá-
skrúðsfirði fædd
1899, d. 1979, og
Pétur Sigurðsson
háskólaritari, fædd-
ur að Ánabrekku í
Mýrasýslu 1896, d. 1971. Syst-
ur Stefaníu eru Guðríður, f.
1931, maki hennar var Már El-
Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 1906,
d. 1998, og Gísli Halldórsson,
f. 1898, d. 1990. Systur hans
eru Fjóla sem er látin og Þor-
björg.
Stefanía og Halldór voru
barnlaus.
Stefanía gekk í Miðbæjar-
barnaskólann og fór síðan í
Menntaskólann í Reykjavík og
útskrifaðist þaðan sem stúdent
árið 1947. Hún vann á lög-
fræðiskrifstofu Sveinbjörns
Jónssonar og Gunnars Þor-
steinssonar í nokkur ár. Stef-
anía hóf störf hjá Almenna
bókafélaginu við stofnun þess
árið 1955 og vann þar til loka
starfsferils síns, til ársins
1995.
Útför Stefaníu verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag, 8.
nóvember 2019, klukkan 13.
ísson, f. 1928, d.
2015, Sigríður, f.
1933, maki henn-
ar er Úlfur Sig-
urmundsson, f.
1934, Sigrún, f.
1941, maki henn-
ar var Valur A.
Jóhannesson, f.
1936, d. 2018.
Þann 3. febr-
úar 1973 giftist
Stefanía eftirlif-
andi eiginmanni sínum Hall-
dóri Gíslasyni, f. 1932.
Foreldrar hans voru Elín
Frá því við systurnar munum
eftir okkur hefur Día verið fastur
punktur í lífi okkar. Milli hennar
og mömmu var mjög náið sam-
band og í okkar huga var Día eins
og móðursystir. Día var ólík flest-
um vinkonum mömmu að því leyti
að hún var útivinnandi og lifði
sjálfstæðu lífi, fór upp um fjöll og
firnindi og lenti í alls konar spenn-
andi ævintýrum. Í einni jöklaferð-
inni lágu leiðir þeirra Halldórs
saman og þar með var framtíð
þeirra ráðin. Þau voru einstaklega
samrýnd hjón, deildu sameigin-
legum áhugamálum sínum, tónlist
og ferðalögum og voru bæði víð-
sýn og miklir fagurkerar eins og
heimili þeirra í Furugerði ber
vitni um. Í huga okkar eru nöfnin
þeirra samofin, Día og Halldór/
Halldór og Día.
Día var mjög hrein og bein og
kom til dyranna eins og hún var
klædd. Hún hafði mótaðar skoð-
anir á mönnum og málefnum og
hugrekki til að tala hreint út um
hlutina. Áhugi hennar og um-
hyggja fyrir fjölskyldu og vinum
var einstakur og frændgarðurinn
sem naut velvildar hennar nær
langt út fyrir landsteinana. Börn
okkar og barnabörn hafa svo
sannarlega notið góðs af þeirri
góðvild.
Día kunni þá list að njóta
augnabliksins. Hún lifði í takti við
tímann, þekkti sín mörk og naut
stundarinnar til fulls en kunni að
afþakka þegar henni fannst nóg
komið.
Það var ekkert hálfkák í kring-
um Díu. Ef hún tók sér eitthvað
fyrir hendur þá var það gert í botn
og þegar verkefninu var lokið var
þeim dyrum lokað án eftirsjár.
Þannig var það t.d. með sumarbú-
staðinn sem þau Halldór byggðu
ásamt Úlfi og Siggu systur. Þar
áttu þau ómældar ánægjustundir,
en þegar aldurinn færðist yfir og
líkamlegt þrek dvínaði þá vafðist
ekki fyrir Díu að kveðja sumarbú-
staðartímabilið og fela bústaðinn í
hendur komandi kynslóðar.
Að leiðarlokum viljum við
þakka fyrir að hafa fengið að vera
samferða Díu og njóta umhyggju
hennar og trygglyndis. Halldóri
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
Ragnheiður, Svana og Þóra.
Kær frænka mín, Stefanía Pét-
ursdóttir, er fallin frá eftir erfið
veikindi. Á þessari stundu er sorg-
in efst í huga mér, en ég veit að
hún mun víkja með tímanum og
eftir mun standa minningin um
allt það góða og skemmtilega sem
við Día áttum saman. Ég minnist
þess frá barnæskunni að hún
spurði mig hver er „uppáhalds-
frænka þín“? Rétta svarið var
auðvitað að það væri hún og það
var ekki erfitt að segja það, því
Día var alltaf skemmtileg og hafði
frá mörgu að segja.
Raunveruleg og náin kynni
okkar hófust samt ekki fyrr en
hún og Halldór byggðu ásamt for-
eldrum mínum sumarbústaðinn í
Úthlíð. Þar kynntist ég röggsemi
hennar, hve hún hafði gaman af að
hreyfa sig, elda góðan mat og
njóta stundarinnar inni eða fyrir
utan bústaðinn. Uppáhald Díu var
að fá sér lítið staup rétt fyrir mat-
inn. Hennar drykkur var Campari
en hún átti alltaf sérrí handa mér.
Við sátum oft mörg fyrir utan
sumarbústaðinn í góða veðrinu og
ræddum landsins gagn og nauð-
synjar. Þetta voru góðar stundir.
Þegar foreldrar mínir bjuggu í
Bandaríkjunum varð það að vana
að fara til Díu og Dóra í sunnu-
dagsmat. Þar ræddum við um það
sem hafði á daga okkar drifið þá
vikuna. Día sagði frá bókaútgáf-
unni og Dóri var alltaf að vinna að
smíðaverkefnum, gjarnan í bíl-
skúrnum á Rauðarárstíg.
Hin síðari ár höfum við mjög
oft spjallað saman í síma. Día
hafði alltaf frá einhverju að segja.
Hún sagði fréttir af frændsystk-
inum mínum og afkomendum
þeirra, af afkomendum Bebbíar
og Víkings, frá afkomendum Þor-
bjargar systur Dóra ásamt fleiri
ættingjum og vinum. Fyrir mér
voru þessi samtöl sem brú á milli
kynslóða og ættingja. Við töluðum
líka um tónleika sem þau höfðu
nýlega notið eða voru að fara á.
Oft sagði hún frá því sem gerðist á
námskeiðum hjá Endurmenntun-
arstofnun Háskóla Íslands þar
sem hún og Dóri sóttu fjölmörg
námskeið ásamt því að segja frá
ferðum með námsfélögum.
Día frænka mín var að lokum
orðin veik og þreytt og hefur nú
fengið hvíldina sem hún þráði. Ég
mun ætíð minnast hennar sem já-
kvæðrar og hlýrrar konu, sem gat
samt verið ákveðin þegar þess
þurfti. Ég er þakklát fyrir allt sem
hún og Dóri gerðu fyrir mig og
fjölskyldu mína.
Þóra Sæunn Úlfsdóttir.
Elsta móðursystir okkar, Stef-
anía Pétursdóttir, eða Día eins og
hún var alltaf kölluð, lést að
morgni fimmtudagsins 24. októ-
ber síðastliðins á 93. aldursári.
Día átti sérstakan stað í huga
og hjarta okkar allra systkinanna
og var nokkurs konar ígildi móður
þegar svo bar undir. Við lærðum
strax í barnæsku að það hlýddu
allir Díu, eða svo fannst okkur þá.
Ekki er þetta þó meint á neikvæð-
an hátt, öðru nær. Hún hafði góða
og elskulega nærveru og einhvern
veginn var ekki hægt annað en
fylgja henni. Það er skemmtilegt
að rifja upp að einn af bekkjar-
bræðrum hennar úr MR, háttsett-
ur embættismaður, sagði okkur
einu sinni að allir hlýddu Díu. Í
samheldnum bekknum var það
gjarnan hún sem leiddi hópinn.
Día var hlý í viðmóti og bros-
mild, en einnig hreinskilin og
ófeimin að segja okkur skoðanir
sínar, sem við kunnum alltaf vel að
meta. Enda var gaman að heim-
sækja hana, fyrst á Aragötuna og
ekki síður til þeirra Halldórs í
Furugerðið eða í sumarbústaðinn.
Við minnumst einnig með mikilli
hlýju stuttra heimsókna á skrif-
stofu Almenna bókafélagsins í
Austurstræti þegar við vorum
börn, en Día tók alltaf vel á móti
okkur þegar við lögðum í slíkar
ævintýraferðir í miðbæinn. Í
seinni tíð snerust umræðurnar
oftast um fjölskyldur okkar og
ekki síst börnin en Día bar hag
þeirra mjög fyrir brjósti, var for-
vitin um hvaðeina sem þau tóku
sér fyrir hendur. En Día sagði
okkur líka sögur af ættingjum,
m.a. af afa Pétri og ömmu Þóru,
betur þekkt sem afi og amma á
Aragötu, og stórum frændgarði
þeirra. Við heyrðum af lífinu í
„Tukthúsinu“ á Skólavörðustíg en
þar var langafi, Sigurður Péturs-
son, yfirfangavörður um langt
skeið. Þegar við eldri systkinin
vorum börn var oft farið í labbitúr
frá Aragötunni og niður að Tjörn
eða til að skoða babúinn hans
Nonna frænda í slökkviliðsstöð-
inni við Tjarnargötu, en Jón Sig-
urðsson afabróðir okkar var þá
slökkviliðsstjóri í Reykjavík.
Día var yfirleitt fyrst allra að
hringja, oft snemma morguns, á
afmælisdögum til að óska okkur
til hamingju, venjulega með þeirri
skýringu að þau Halldór væru að
fara út, eða væru að stússa eitt-
hvað og hún vildi ekki gleyma að
hringja seinna. Það var alltaf nóg
að gera og ekki mátti hangsa held-
ur þurfti að koma hlutunum í
verk.
Día var mikil útivistarmann-
eskja á yngri árum. Hún var m.a. í
Jöklarannsóknarfélaginu og fór
margar hálendisferðir í þeim fé-
lagsskap. Þau hjónin voru miklir
unnendur klassískrar tónlistar og
voru fastagestir á tónleikum Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands um
langt árabil.
Þótt Díu og Halldóri hafi ekki
orðið barna auðið áttu þau stóran
hóp „barnabarna“, því börn
systrabarna hennar og barnabörn
Stefaníu Gísladóttur og Víkings
Arnórssonar voru eins og þeirra
eigin, svo mikil var frændsemin og
alúðin.
Það var eitthvað svo einstakt
við hana Díu, hjartahlýjan, ástúð-
leg ákveðnin sem hana einkenndi
og hinir hrífandi persónutöfrar
sem nú skilja eftir mikinn söknuð í
huga okkar en einnig ljúfar minn-
ingar sem munu verma okkur um
ókomna tíð.
Pétur, Elís, Marteinn, Þóra og
Gróa Más- og Guðríðarbörn.
Stefanía Pétursdóttir fæddist
24. janúar 1927. Hún var elst fjög-
urra systra, dætra Péturs Sig-
urðssonar háskólaritara og konu
hans Þóru Sigurðardóttur. Ég
man fyrst eftir Díu, en það var
hennar gælunafn, sem bekkjar-
systur bróður míns í barnaskóla.
Seinna urðum við bekkjarsystur í
MR og samstúdentar 1947. Hún
var okkar foringi á mörgum svið-
um, varð sem dæmi „inspector“
bekkjarins. Við tókum þátt í störf-
um Herranætur. Eitt sinn var ég
að þakka aðstoðarfólki okkar leik-
húsfólks, þegar Día var hvíslari og
sagði: „Ég vil þakka hvíslara
hennar störf en hún er kvenmaður
í ár.“ Gert var grín að þessu. Af
þessu má sjá að ekki var sjálfsagt
að kona væri hvíslari í þá tíð.
Eitt sumar á menntaskólaárun-
um réðum við okkur nokkrar
bekkjarsystur í kaupavinnu hjá
bændum í Hrunamannahreppi.
Día var á Dalbæ. Alla tíð síðan var
hún í vináttusambandi við heim-
ilisfólkið á bænum.
Minnisstæðar eru kvöldkaffi-
stundirnar á Oddagötu, þar sem
báðir foreldrar sátu með okkur
unglingunum. Pétur var ræðinn
og sagði skemmtilega frá lífinu í
bænum á hans unglingsárum.
Hann var hafsjór fróðleiks.
Día var fyrirmyndarhúsmóðir
líkt og móðir hennar. Hún fór í
Húsmæðraskóla Reykjavíkur til
frekara náms. Starfsvettvangur
hennar var skrifstofustörf. Hún
starfaði á lögfræðistofu Svein-
björns Jónssonar og seinna hjá
Almenna bókafélaginu til starfs-
loka.
Día giftist Halldóri Gíslasyni,
málara og smið. Þau voru Día og
Dóri, aldrei annað nefnt án hins.
Þau voru unnendur góðrar tónlist-
ar, voru fastagestir á sinfóníunni
og sóttu ýmsa tónlistarviðburði.
Síðustu árin sóttu þau ýmis nám-
skeið á vegum Endurmenntunar
Háskólans og fóru í margar ferðir
bæði innanlands og utan í
tengslum við það.
Día var í bekkjarráði okkar
stúdentsárgangs. Hún hafði veg
og vanda af samkomum okkar og
ferðalögum. Ég og trúlega við öll
bekkjarsystkinin höfum saknað
hennar í veikindum hennar. Ég
votta Halldóri og öðrum ástvinum
Díu samúð mína.
Ég var beðin fyrir kveðjur og
þakklæti frá bekkjarfélögum í ár-
gangi stúdenta 1947.
Takk fyrir samfylgdina, hvíl í
friði.
Elín Guðmanndóttir.
Stefanía
Pétursdóttir