Morgunblaðið - 08.11.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.11.2019, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2019 Minnisstæð er mér þessi trausta, bjartsýna og viljasterka kona. Við urðum fljótt vinir. Ómetan- legt var oft að ræða við hana þeg- ar vandamál komu upp og á móti blés. Á stundum sem þessum koma í hugann þeir samferðamenn sem mest áhrif hafa haft á okkur. Ég átti þess kost að ganga með Sig- rúnu dálítinn spöl af leiðinni. Hún var ein þeirra sem alltaf höfðu bætandi áhrif á okkur hin. Hún gat verið kjarnyrt en eiginleiki hennar var að koma auga á aðal- atriðin, sjá gegnum þokuna og eiga þátt í að leggja brautina fram á við. Æðrulaus og jafnhuguð. Glað- vær var hún á góðum stundum, vinföst og mikils metin af öllum sem með henni störfuðu. En nú er komin nótt. Minning hennar er sterk, gott var að eiga hana að vini. Fjölskyldu hennar sendi ég samúðarkveðjur. Ég þykist vita að í huga þeirra verður minningin um Sigrúnu Sturludóttur ljós á brautinni framundan. Guðm. G. Þórarinsson. Einstök og gagnmerk heiðurs- kona hefur kvatt. Sigrún Sturlu- dóttir var fyrirmynd og kjölfesta okkar framsóknarkvenna í ára- tugi. Hún var félagsvera af guðs náð, sem nýtti það ekki sér til framdráttur heldur miðlaði hún og veitti ríkulega öðrum. Undirrituð var ein þeirra sem nutu úr viskubrunni félagsauðs- ins og á ég nöfnu minni mikið að þakka. Fyrst og fremst þakka ég vináttu í áratugi. Sigrún var mér líka oft sem besta móðir, sem leiðbeindi með hlýju, dæmum en ákveðni. Það var afar gefandi og ánægjulegt, ung að árum, að fá tækifæri til að sitja við fótskör hennar og annarra í félagi fram- sóknarkvenna í Reykjavík og nema af þeim vísindi samvinnu, samheldni og félagshyggju. Það var stórt skref í baráttu fyrir hugsjónum Framsóknar- flokksins varðandi jafnrétti og framgang kvenna þegar Lands- samband framsóknarkvenna var stofnað árið 1981 í Reykjavík. Sigrún var valin formaður LFK á frægum fundi á Húsavík tveimur árum síðar. Hún hófst strax handa og var bæði sókndjörf og framsækin, enda fór skriða af stað og konur sóttu fram um land allt. Mikilvægi skemmtana í anda kvöldvöku gleymdi hún ekki, enda nutu hæfileikar Sigrúnar sín einkar vel við undirbúning og stjórn á slíkum samkomum. Sennilega var henni þetta í blóð borið eða heimanmundur frá Súgandafirði. Léttleiki, söngur og leikur, án áfengis. En slíkar heimasmíðaðar skemmtanir efla samkennd og vináttu í öllum fé- lagsskap og styrkja liðsheildina. Þetta vissi Sigrún og kunni líka manna best, enda var hún í mörg ár fengin til að stýra kvöldvökum á vegum Kvenfélagasambands Íslands t.d. í orlofsferðum hús- mæðra. Fyrir borgarstjórnarkosning- ar 1986 blés ekki byrlega fyrir okkur framsóknarmenn. For- ystufólk okkar til margra ára var að kveðja og nýja þurfti því að kalla til. Sigrún Sturludóttir tók að sér að verða kosningastjóri við þessar erfiðu aðstæður og tókst ætlunarverkið að koma borgar- fulltrúa í höfn. Ógleymanleg var ferð okkar tveimur árum síðar til Óslóar á kvennaþing Sameinuðu þjóð- anna. Þangað streymdi fjöldi framsóknarkvenna alls staðar af landinu og vorum við galvaskar og kátar, enda búnar að koma konu á þing. Eins og venjulega deildum við nafna herbergi, en margar framsóknarkonur bjuggu saman í skóla fyrir utan borgina og þar ríkti líf og fjör. Sennilega eru það samt bíl- ferðirnar eftir fundi, sem voru mesta dýrmætið, svona eftir á að hyggja. Þar sem Sigrún hafði ekki bílpróf ók ég henni stundum heim. Það var mikilvægt að geta skeggrætt við hana málefni fundanna og kryfja þau til mergj- ar en um leið finna leið til öflugri framsóknar. Hún gaf ekkert eftir í barátt- unni þó að árin færðust yfir, hún var t.d. elsti frambjóðandinn við síðustu alþingiskosningar. Árið 2006 var hún sæmd riddarakrossi fyrir félagsstörf og um svipað leyti sæmdi Framsóknar- flokkurinn hana jafnréttisverð- launum á miðstjórnarfundi. Sigrún átti einstaka, sam- heldna fjölskyldu og fagurt heim- ili, það nærði hana og efldi til sóknar við að bæta heim annarra. Yfir minningu Sigrúnar Sturludóttur ríkir heiðríkja, frið- ur og virðing. Sigrún Magnúsdóttir. Sigrún Sturludóttir hefur kvatt. Með henni kveðjum við framsóknarmenn sérstaka heið- urskonu, sem var dýrmæt og ein- stök fyrir Framsóknarflokkinn. Hún var traustur og farsæll liðs- maður sem hugsaði öðru fremur um hag Framsóknarflokksins og stefnumál hans. Sigrún tók virkan þátt í fjöl- breyttu félagsstarfi Framsóknar- flokksins og gegndi þar fjölda- mörgum trúnaðarstörfum. Hún var ein af forvígiskonum um stofnun Landssambands fram- sóknarkvenna á miklum breyt- ingatímum þegar konur þurftu að berjast fyrir framgangi sínum í stjórnmálunum öðrum fremur. Var hún formaður landssam- bandsins á árunum 1983-85 og eftir það í stjórn þess til margra ára. Áður hafði Sigrún verið for- maður Félags framsóknarkvenna í Reykjavík og tók hún reyndar aftur við formennsku þar síðar. Henni varð tíðrætt um svokall- aðan Húsavíkurfund árið 1983 þar sem framsóknarkonur vöktu sterka athygli á að efla þyrfti hlut kvenna í stjórnmálum innan sem utan flokksins. Okkur, sem yngri erum, er hollt að þekkja hið mik- ilsverða brautryðjandastarf sem unnið hefur verið og hverjir það voru sem ruddu brautina og eig- um við henni mikið að þakka í þeim efnum. Það er sérstakt við háan aldur að hafa slíkan félagsáhuga sem Sigrún hafði, allt fram á sína síð- ustu daga, og starfaði hún fyrir flokkinn þrátt fyrir að aldurinn færðist yfir. Hún átti oftast sæti á framboðslistum Framsóknar- flokksins, bæði í borgarstjórnar- kosningum og í kosningum til Al- þingis þar sem hún skipaði 21. sæti framboðslistans árið 2017. Hún var sannarlega ekki aðeins nafn á listunum, heldur tók hún fulla ábyrgð sem því fylgir. Sigrún var heiðursfélagi Framsóknarfélags Reykjavíkur og hlaut einnig verðskuldaða við- urkenningu fyrir félagsstörf sín þegar forseti Íslands sæmdi hana riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir félagsstörf henn- ar á nýársdag árið 2006. Framsóknarflokkurinn hefur misst mikla baráttukonu sem ætíð var fylgin sér og hafði ein- stakan hæfileika til að ná til fólks og til að miðla málum. Fyrir hönd Framsóknar- flokksins vil ég þakka Sigrúnu Sturludóttur fyrir farsælt og óeigingjarnt brautryðjandastarf í þágu Framsóknarflokksins. Börnum, barnabörnum og öðr- um aðstandendum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Nú þögn er yfir þinni önd og þrotinn lífsins kraftur í samvistum á sæluströnd við sjáumst bráðum aftur. (Ingvar N. Pálsson) Fallin er frá afar merkileg kona, Sigrún Sturludóttir, sem fæddist og ólst upp á Suðureyri við Súgandafjörð. Hún nam við Héraðsskólann á Núpi og Hús- mæðraskólann Ósk á Ísafirði. Var kirkjuvörður við Bústaða- kirkju og gjaldkeri á Póstgíró- stofunni ásamt því að stunda ým- is verslunar- og skrifstofustörf. Sigrún var mjög virk í fé- lagsmálum. Hún sat í stjórn Fé- lags framsóknarkvenna og stjórn Landssambands framsóknar- kvenna, auk þess að gegna hlut- verki formanns í báðum. Þótt flutt væri á mölina sinnti hún sinni heimabyggð vel. Sat í stjórn og var formaður kven- félagsins Ársólar í Súgandafirði, hún var formaður leikfélagsins á Súgandafirði, sat í stjórn og gegndi formannsembætti Kven- félags Bústaðasóknar. Sigrún var einn af klettunum í Framsóknarflokknum. Hún tók alltaf þátt í flokksstarfinu, bæði málefnastarfi flokksins og fé- lagsstarfi. Sjálf man ég fyrst eftir henni í framsóknarvist, hlýrri, fallegri og hjartahreinni konu sem tók eftir smáfólkinu og gaf sér tíma til að sinna því. Allar götur síðan ríkti með okkur vin- skapur og virðing mín fyrir henni var djúp. Raunar naut Sigrún virðingar alls síns samferðafólks fyrir óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins. Öll hennar vinna gekk út á að bæta samfélagið, ýmist í stjórnmálunum, fyrir heimabyggð eða á vettvangi kirkjunnar. Hún barðist ötullega fyrir jöfnum rétti kynjanna og við sem yngri erum eigum henni, og hennar kynslóð, mikið að þakka fyrir að ryðja brautina með skýrri sýn og hugsjón. Fágun og heiðarleiki eru fyrstu orðin sem koma upp í hug- ann til að lýsa Sigrúnu. Við fé- lagar hennar í Framsóknarflokk- um þökkum henni kærlega fyrir allt það góða starf sem hún innti af hendi fyrir okkur og samfélag- ið. Það skiptir máli fyrir fulltrúa- lýðræðið og framgang þess að grasrótarstarf stjórnmálaflokka blómstri, sé virkt og sveit sjálf- boðaliða sé skipuð öflugu fólki. Framsóknarflokkurinn var lán- samur að hafa Sigrúnu Sturlu- dóttur í sínum röðum. Megi minning um merka konu lifa. Ég votta fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð. Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra. Sigrún Sturludóttir var bar- áttujaxl í orðsins bestu merk- ingu. Hún var öflugur jafnréttis- sinni og hélt merki kvenna og barna hátt á lofti í störfum sínum meðal framsóknarmanna um ára- tuga skeið. Sigrún var brautryðj- andi og ein af þeim hugsjónakon- um sem stofnuðu Landssamband framsóknarkvenna (LFK). Það samband lagði grunn að stórauk- inni jafnréttisvitund innan hins rótgróna stjórnmálaflokks, vit- und sem gerði hann að leiðandi afli í þátttöku og áhrifum kvenna í stjórnmálastarfi. Baráttuað- ferðir voru frumlegar og varð kökukefli tákn um baráttu LFK um tíma, eftir hinn fræga Húsa- víkurfund sambandsins árið 1983, fund sem Sigrún rifjaði oft upp sér og öðrum til skemmtun- ar. Framsóknarmenn mátu dugnað og framlag Sigrúnar og voru henni veitt Jafnréttisverð- laun Framsóknarflokksins árið 2005 ásamt stöllum sínum þeim Áslaugu Brynjólfsdóttur heitinni og Sigrúnu Magnúsdóttur fyrir framúrskarandi jafnréttisstarf, m.a. undirbúning stofnunar LFK. Konur sem hafa komist til áhrifa eiga félagsskap eins og LFK og baráttujöxlum eins og Sigrúnu mikið að þakka. Nú þegar leiðir skilur vil ég þakka Sigrúnu hvatningu í minn garð á sínum tíma, hlýhug og fjöl- margar góðar stundir í árangurs- ríku málefnastarfi. Fjölskyldu Sigrúnar og vinum votta ég mína innilegustu samúð við fráfall hennar. Guð blessi minningu Sig- rúnar. Siv Friðleifsdóttir. ✝ Elís Pétur Sig-urðsson, eða Elli P., fæddist í Gautavík á Beru- fjarðarströnd 19. mars 1930. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð Akureyri 16. október 2019. Foreldrar hans voru Sigurður Stef- ánsson, f. 1888, frá Ósi í Breiðdal, og Sigríður Stefánsdóttir, f. 1896, frá Núpshjáleigu. Bróðir Ella var Stefán, f. 1922. Hann lést 12 ára gamall árið 1934. Fjölskyldan flutti frá Gautavík í Kross á Beru- fjarðarströnd árið 1934 og þar bjó Elli með foreldrum sínum til 17 ára aldurs. Elli kvæntist 1960 Fjólu Áka- dóttur, f. 1940, dóttur Áslaugar Jónsdóttur og Áka Kristjáns- sonar frá Brekku á Djúpavogi, næstyngst fjórtán systkina. berti Harðarsyni. Elís Pétur Elísson, f. 2. apríl 1981, á tvö börn og býr á Breiðdalsvík með Helgu Rakel Arnardóttur. Barnabörnin eru 18 og barna- barnabörnin eru 15. Elli P. var vörubifreiðarstjóri og kom víða við í atvinnurekstri á Austurlandi. Hann átti og rak steypustöðina E.P.S. Vallá á Breiðdalsvík og steypti upp fjölda mannvirkja á Austurfjörð- um. Þá tók hann virkan þátt í fé- lagsstarfi, var m.a. stofnfélagi Lionsklúbbsins Svans á Breið- dalssvík. Virkur félagi í Hollvina- félagi Húna II og í forystu fyrir að koma á verkefninu Frá öngli í maga þar sem öllum 6. bekkjar grunnskólabörnum er boðið að taka þátt. Elli beitti sér í baráttu gegn útbreiðslu fíkniefna, m.a. með því að þjálfun leitarhunda yrði efld á Austurlandi og á Ak- ureyri. Elli átti bátinn Áka og rak ferðaþjónustufyrirtæki kringum það frá Ellahöfn á Breiðdalsvík. Hann tók einnig virkan þátt í fé- lagsstarfi eldri borgara á Breið- dalsvík og Akureyri. Elís P. verður jarðsunginn frá Glerárkirkju Akureyri í dag, 8. nóvember 2019, klukkan 13.30. Börn Fjólu og Ella eru: Áki El- ísson, f. 15. febrúar 1958, dáinn 12. mars 1994, hann var kvæntur Bryndísi Karlsdóttur, búsett á Akureyri, eign- uðust þau saman fjögur börn. Sigurð- ur Elísson, f. 21. október 1960, býr á Breiðdalsvík með Jóhönnu Guðnadóttur og eiga tvö börn. Áslaug Elísdóttir, f. 14. ágúst 1964, gift Birni Hermanns- syni, búsett í Reykjavík og eiga tvo syni. Erla Vala Elísdóttir, f. 26. apríl 1971, á tvö börn, hún er búsett í Danmörku, Stefanía Fjóla Elísdóttir, f. 26. apríl 1971, á tvö börn og býr með Alejandro Gullien Mellado á Akureyri, Ragna Valdís Elísdóttir, 26. jan- úar 1979, á fjögur börn, býr á Ak- ureyri og er í sambúð með Her- Mig langar til að minnast tengdaföður míns Ella P. eins og hann var oftast kallaður. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð 16. október, hvíldinni feg- inn, enda þreyttur á sál og lík- ama. Elli var ósérhlífinn dugnaðarforkur. Hann fór sjaldnast troðnar slóðir hvorki í leik né starfi, svo fjölskyldunni þótti stundum nóg um. Með einstakri þrautseigju tókst honum þó oftast ætlunar- verk sitt. Sem dæmi um hvað hann var fastur fyrir þurfti að taka fingur af honum vegna þrálátrar sýkingar. Hann sagði lækninum að hann vildi eiga puttann, en fékk neitun. En Elli P. lét sig ekki og heim fór hann með fingurinn, sem fylgir honum nú eins og hann ætlaði sér. Hann var mjög hjálpsamur og ekki skipti alltaf máli þó að hann fengi lítið greitt fyrir vinnu sína. Elli var oft mikið að heiman bæði vegna vinnu og ýmissa félagsstarfa, svo að mikið mæddi á Fjólu með stórt heimili. Þegar Elli bjó fyrir austan var honum mjög umhugað að gera sem mest fyrir byggðar- lagið og gladdi það hann mikið hvað Elís Pétur, yngsti sonur þeirra Fjólu, hefur staðið fyrir mikilli uppbyggingu á Breið- dalsvík. Berufjörðurinn og æskuminningarnar frá Krossi þar sem hann ólst upp voru honum mjög kærar og naut hann þess að segja sögur frá þeim tíma. Það var Ella eins og okkur öllum í fjölskyldunni mikið áfall þegar Áki maðurinn minn féll frá 36 ára eftir stutt og erfið veikindi. Átti hann alla tíð mjög erfitt með að sætta sig við það. Elli var tíður gestur á heimili okkar í Borgarsíðunni og alltaf var hann boðinn og búinn að aðstoða mig við ýmislegt sem til féll. Eftir að þau Fjóla fluttu til Akureyrar leit hann oft við og sagðist vera að drepa tím- ann, enda átti aðgerðaleysi illa við hann. Fyrir tæpum tveimur árum fluttu þau Fjóla á Dvalarheim- ilið Hlíð. Elli var mjög þakk- látur fyrir góða umönnun og þar átti hann friðsælt ævikvöld. Elli minn, við fjölskyldan þökkum þér fyrir allt. Nú sefur þú svefninum langa við hlið Áka okkar. Minning þín lifir. Þín tengdadóttir, Bryndís. Elís Pétur Sigurðsson Ég hitti Sigga fyrst 19. júlí 1998 á Laugarvatni og til- efnið var að tengdaforeldrar mín- ir voru að halda upp á 40 ára brúðkaupsafmælið sitt. Höfðu þau boðið börnum sínum og mér, eina tengdasyninum, í kaffi á Laugarvatni. Þeim og okkur til mikillar undrunar bættist við í hópinn annar tilvonandi tengda- sonur, því þar kynnti Binna hann Sigga sinn til leiks. Ég man ennþá hvað hann var stressaður þennan dag og líka hversu vel okkur kom saman alveg frá upp- hafi. Það kom fljótlega í ljós hve auðvelt hann átti með að svara skemmtilega fyrir sig með hnyttnum setningum sem ég og aðrir áttum eftir að hlæja svo vel og lengi að. Siggi var í veitinga- geiranum þegar ég kynntist hon- um og átti og rak ásamt öðrum vinsælan veitingastað. Fyrir hartnær 15 árum stóð ég frammi fyrir því að mig vantaði mann til að sjá um mötuneytið hjá Würth, þar sem þáverandi rekstraraðili var að hætta hjá okkur. Ég bað Sigga um að koma og skoða hvað hann gæti gert. Hann mætti, skoðaði aðstæður og sagði svo orðrétt eftir nokkurra mínútna umhugsun: „Þetta get ég gert en Sigurður M. Sigurðsson ✝ SigurðurMagnús Sig- urðsson fæddist 3. september 1957. Hann lést 25. októ- ber 2019. Útför Sigurðar var gerð 7. nóv- ember 2019. ég vil gera þetta á minn hátt.“ Ég sagði bara allt í lagi og þar með var hug- myndin að „Í mat“ fædd. Sá átti eftir að breyta hádegisvenj- um okkar! Frábær, ekta margrétta ís- lenskur heimilis- matur var í boði daglega. Ég var svo lánsamur að sjá hvernig hann fór létt með að laða til sín frábært og lífsglatt starfs- fólk og láta þetta fyrirtæki hans vaxa frá því að 20 manns mættu í mat hádeginu upp í allt að 200- 300 manns. Siggi stóð sína plikt í hverju hádegi, tók á móti öllum með bros á vör og kvaddi gesti þegar þeir fóru saddir af svæðinu aftur. Ástríðan og gleðin sem þetta gaf Sigga var augljós og gleði og góða skapinu smitaði hann út frá sér á hverjum degi frá því hann hóf reksturinn á „Í mat“ og þar til hann fór yfir móðuna miklu fyrir nokkrum dögum. Siggi var snillingur í tilsvörum til matargesta sinna. Einhverju sinni kallaði einn matargesturinn yfir salinn: „Siggi, það er eggja- skurn í salatinu.“ Siggi kallaði á móti: „Ok, en þú þarft ekki að borga neitt aukalega fyrir það.“ Annar viðskiptavinur var að koma í mat til Sigga í fyrsta sinn og lítur inn og yfir salinn og á það sem boðið er upp á þann daginn og segir síðan: „Þetta lítur svo sem ágætlega út hérna.“ Siggi heyrir þetta og botnar: „sem er eins gott fyrir þennan pening.“ Einhverju sinni fann einn matar- gesturinn bein í fiskstykki sem hann var að borða og lætur hann Sigga vita. Siggi svarar að bragði: „Já, ég vildi bara láta vita að hann væri íslenskur.“ Tilsvörin hjá Sigga voru öll á þessa leið, alltaf léttur og alltaf stutt í grínið og þennan stutta skemmtilega hlát- ur með þessu óborganlegu brosi. Elsku Binna, Gilbert, Fannar, Kristín og aðrir aðstandendur, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Haraldur Leifsson. Mikið er nú erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur, elsku Siggi. Það er svo mikið sem við áttum eftir að gera saman en því miður tóku veikindin völdin þrátt fyrir hetjulega baráttu þína. Lífið getur verið svo ósann- gjarnt. Þú varst alltaf svo góður og hjálpsamur, það var alltaf hægt að leita til þín. Betri tengdaföður var ekki hægt að hugsa sér. Alltaf hlýnaði mér um hjartarætur þeg- ar þú kallaðir mig þinn uppá- haldstengdason, þótt ég væri sá eini. Ég mun ávallt hugsa vel um litlu stelpuna þína og gullmolana okkar. Við vitum að þú munt vaka yfir okkur og vernda að eilífu. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu, er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varstu kallaður á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Hvíldu í friði, elsku Siggi. Þinn tengdasonur, Daníel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.