Morgunblaðið - 08.11.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.11.2019, Blaðsíða 32
EM 2020 Kristján Jónsson kris@mbl.is Nú liggur fyrir hverjir munu verja heiður Íslands í síðustu tveimur leikjunum í undankeppni EM karla í knattspyrnu. Ísland fer til Tyrklands og Moldóvu en leikirnir fara fram 14. og 17. nóvember. Þrátt fyrir að Ís- land hafi unnið fimm leiki af átta í undankeppninni er engu að síður fremur langsótt að Ísland komist upp úr riðlinum vegna góðs árangurs Tyrkja. Ísland þarf að vinna Tyrk- land og Tyrkir mega heldur ekki vinna í Andorra til að dæmið geti gengið upp eins og fram hefur komið. Ísland er án fyrirliðans Arons Ein- ars Gunnarssonar og Jóhanns Bergs Guðmundssonar sem báðir eru á sjúkralistanum. Þegar það barst í tal á blaðamannafundi hjá KSÍ í gær sagði landsliðsþjálfarinn að það væri ekkert nýtt. Sú staða hefði oftar en ekki verið frá því hann tók við liðinu. Einn nýliði er í hópnum en það er Mikael Anderson sem leikið hefur vel að undanförnu með Midtjylland sem er í efsta sæti dönsku úrvals- deildarinnar. Hann á reyndar einn A-landsleik að baki og hefur verið í lykilhlutverki í 21-árs landsliði Ís- lands. Reynsluboltarnir Birkir Már Sæv- arsson og Emil Hallfreðsson voru ekki valdir en voru í hópnum í októ- ber. Hamrén sagði að staða Emils væri einfaldlega erfið þar sem hann væri enn án félags og Birkir er með beinmar. Baráttan um hægribak- varðarstöðuna stendur því á milli Guðlaugs Victors Pálssonar og Hjartar Hermannssonar. Að því gefnu að liðið spili með fjögurra manna vörn eins og verið hefur. Erfitt að skora gegn Tyrkjum Fram kom hjá Frey Alexanders- syni aðstoðarþjálfara að tyrkneska liðið hefði tekið miklum framförum á allra síðustu árum en Freyr sá um að fjalla um andstæðinga Íslands á fundinum. Freyr benti á þá stað- reynd að Tyrkland er orðið öflugt varnarlið. Svo öflugt raunar að liðið hefur ekki fengið á sig mark í opnu spili í allri undankeppninni. Liðið hefur fengið á sig þrjú mörk í leikj- unum átta og komu þau öll eftir föst leikatriði. Tvö þeirra komu á Laug- ardalsvellinum og eitt gegn Frökk- um í París í síðustu umferð. Freyr bætti því auk þess við að samstaðan hjá Tyrkjum virtist vera mun betri í þessari undankeppni en hún hefði stundum verið. Ekki hefði alltaf verið eining innan liðsins vegna rígs á milli félagsliða og liðið því stundum þurft að reiða sig á ein- staklingsframtak hjá hæfileikaríkum einstaklingum. Þessir molar hjá Frey varpa betra ljósi á hvers vegna Tyrkland hefur náð þeim úrslitum sem raun ber vitni í undankeppninni. Tyrkland vann Frakkland á heimavelli og gerði jafn- tefli gegn Frakklandi á útivelli. Tyrkland vann einnig Albaníu á úti- velli sem eru dýrmæt stig en þar töp- uðu okkar menn í september. Undir lok undankeppni HM náði íslenska liðið stórkostlegum úrslitum í Tyrklandi þegar Ísland vann 3:0. Í ljósi þeirra úrslita binda áreiðanlega margir knattspyrnuunnendur vonir við að Íslendingar geti unnið aftur í Tyrklandi. Því miður virðist tyrk- neska liðið vera á öðrum og betri stað en haustið 2017 og verkefnið verður því væntanlega mun erfiðara í þetta skiptið. Ekki til umræðu Þjálfararnir báðir voru spurðir hvort þeir hefðu rætt við Kolbein Sigþórsson eftir umfjöllun fjölmiðla í síðustu viku um að hann hefði verið handtekinn í Svíþjóð. Sögðust þeir vera í góðum samskiptum við Kol- bein en þá væri knattspyrnan um- ræðuefnið. Vildu þeir ekki tjá sig að öðru leyti en Hamrén sagði að um- rædd uppákoma væri á milli leik- mannsins og hans félagsliðs. Einn nýliði í hópnum sem mætir Tyrklandi og Moldóvu  Mikael Anderson fær tækifæri með A-landsliðinu  Birkir og Emil ekki valdir Morgunblaðið/Eggert Nýliði Mikael Anderson í leik með U21 árs landsliðinu þar sem hann hefur átt sæti að undanförnu. 32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2019 Z-brautir & gluggatjöld Opið mán.-fös. 10-18 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Mælum, sérsmíðum og setjum upp Úrval - gæði - þjónusta Falleg gluggatjöld fyrir falleg heimili Evrópudeildin A-RIÐILL: APOEL – Qarabag....................................2:1 Dudelange – Sevilla...................................2:5 Staðan: Sevilla 12, APOEL 4, Qarabag 4, Dudelange 3. B-RIÐILL: FC København – Dynamo Kiev ...............1:0 Lugano – Malmö .......................................0:0  Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn fyrir Malmö. Staðan: FC København 6, Dynamo Kiev 6, Malmö 5, Lugano 2. C-RIÐILL: Basel – Getafe............................................2:1 Krasnodar – Trabzonspor.......................3:1  Jón Guðni Fjóluson var ónotaður vara- maður hjá Krasnodar. Staðan: Basel 10, Krasnodar 6, Getafe 6, Trabzonspor 1. D-RIÐILL: LASK – PSV..............................................4:1 Rosenborg – Sporting...............................0:2 Staðan: Sporting 9, LAS 7, PSV 7, Rosen- borg 0. E-RIÐILL: Cluj – Rennes ............................................1:0 Lazio – Celtic .............................................1:2 Staðan: Celtic 10, Cluj 9, Lazio 3, Rennes 1. F-RIÐILL: Standard Liége – Frankfurt ....................2:1 Staðan: Arsenal 10, Frankfurt 6, Standard Liége 6, Guimaraes 1. G-RIÐILL: Feyenoord – Young Boys .........................1:1 Rangers – Porto ........................................2:0 Staðan: Young Boys 7, Rangers 7, Porto 4, Feyenoord 4. H-RIÐILL: Espanyol – Ludogorets ............................6:0 Ferenváros – CSKA Moskva ...................0:0  Arnór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir CSKA Moskvu en Hörður Björgvin Magn- ússon fór af velli á 81. mínútu. Staðan: Espanyol 10, Ludogorets 6, Fe- renváros 5, CSKA Moskva 1. I-RIÐILL: Oleksandryia – Saint-Etienne .................2:2 Wolfsburg – Gent ......................................1:3 Staðan: Gent 8, Wolfsburg 5, Saint-Etienne 3, Oleksandryia 3. J-RIÐILL: Gladbach – Roma ......................................2:1 Wolfsberger – Basaksehir........................0:3 Staðan: Basaksehir 7, Gladbach 5, Roma 5, Wolfsberger 4. K-RIÐILL: Braga – Besiktas .......................................3:1 Wolves – Slovan Bratislava ......................1:0 Staðan: Braga 10, Wolves 9, Slovan Brat- islava 4, Besiktas 0. L-RIÐILL: Astana – AZ Alkmaar ..............................0:5  Rúnar Már Sigurjónsson lék ekki með Astana vegna meiðsla.  Albert Guðmundsson lék ekki með AZ Alkmaar vegna meiðsla. Man.Utd – Partizan ..................................3:0 Staðan: Man. Utd 10, AZ Alkmaar 8, Par- tizian 4, Astana 0. KNATTSPYRNA MARKVERÐIR: Hannes Þór Halldórsson, Val ...................................................................................65/0 Ögmundur Kristinsson, Larissa...............................................................................15/0 Rúnar Alex Rúnarsson, Dijon.....................................................................................5/0 VARNARMENN: Ragnar Sigurðsson, Rostov.......................................................................................92/5 Kári Árnason, Víkingi R............................................................................................80/6 Ari Freyr Skúlason, Oostende..................................................................................70/0 Sverrir Ingi Ingason, PAOK.....................................................................................28/3 Hörður Björgvin Magnússon, CSKA Moskva .......................................................26/2 Jón Guðni Fjóluson, Krasnodar ...............................................................................16/1 Hjörtur Hermannsson, Brøndby..............................................................................14/1 Guðlaugur Victor Pálsson, Darmstadt...................................................................13/0 MIÐJUMENN: Birkir Bjarnason, Al-Arabi .....................................................................................82/12 Gylfi Þór Sigurðsson, Everton ...............................................................................72/21 Arnór Ingvi Traustason, Malmö ..............................................................................32/5 Rúnar Már Sigurjónsson, Astana ............................................................................25/1 Samúel Kári Friðjónsson, Viking ..............................................................................7/0 Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva .............................................................................6/1 Aron Elís Þrándarson, Aalesund ...............................................................................4/0 Mikael Anderson, Midtjylland ....................................................................................1/0 SÓKNARMENN: Alfreð Finnbogason, Augsburg .............................................................................56/15 Kolbeinn Sigþórsson, AIK.......................................................................................54/26 Jón Daði Böðvarsson, Milwall ..................................................................................46/3 Viðar Örn Kjartansson, Rubin Kazan.....................................................................23/3  Mikael, Rúnar og Hörður Björgvin koma inn í hópinn frá leikjunum gegn Frakklandi og Andorra. Rúnar Már sem missti af leiknum gegn Andorra vegna meiðsla kemur aftur inn og Aron Elís sem kom inn fyrir Rúnar heldur sæti sínu. Emil Hallfreðsson, Birkir Már Sævarsson og Ingvar Jónsson detta út. Íslenski hópurinn gegn Tyrklandi og Moldóvu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.