Morgunblaðið - 09.11.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019
Í þeirri niðursveiflu sem Íslend-ingar upplifðu fyrir um áratug
greip vinstristjórnin til þess vafa-
sama ráðs að hækka skatta stór-
kostlega. Um þetta
og fleira tengt
efnahagsmálum
síðasta áratugar
var á dögunum
fjallað í fróðlegri
grein Ásdísar
Kristjánsdóttur,
forstöðumanns
efnahagssviðs
Samtaka atvinnulífsins, í blaðinu
Framúrskarandi fyrirtæki sem
gefið var út í tengslum við Við-
skiptamoggann.
Þar segir Ásdís, sem orðarhlutina varlega, að í síðustu
niðursveiflu hafi of mikil áhersla
verið lögð á aukna skattheimtu
en of lítil á hagræðingu hjá hinu
opinbera. „Fyrir vikið er skatt-
heimta í dag mun meiri en fyrir
10 árum. Tryggingagjaldið, tekju-
skattur fyrirtækja og ein-
staklinga, veiðigjaldið og fjár-
magnstekjuskattur eru allt dæmi
um skatta sem eru hærri í dag en
undir lok síðustu uppsveiflu. Þá
eru skattar eins og bankaskattur,
sérstakur og almennur fjársýslu-
skattur, gistináttaskattur og kol-
efnisgjald dæmi um nýja skatta.
Á árinu 2019 er áætlað að árlegar
tekjur ríkissjóðs af nýjum skött-
um og skattahækkunum verði ríf-
lega 115 milljarðar króna. Sam-
svarar það um 15% af
heildarskatttekjum ríkisins. Þrátt
fyrir að boðaðar séu skattalækk-
anir á árunum 2020-2021 þá
munu heimili og fyrirtæki enn
greiða 97 milljarða króna vegna
skatthækkana síðustu 10 ára.“
Ásdís bendir líka á að Ísland sémeð eina mestu skattheimtu
meðal þróaðra ríkja. Það hlýtur
að vera óhætt að vinda aðeins
meira ofan af vinstri sköttunum.
Ásdís
Kristjánsdóttir
115 milljarðar
vegna nýrra skatta
STAKSTEINAR
Miðflokkurinn heldur fjórða flokks-
ráðsfund sinn í dag í Reykjanesbæ.
Flokksráðið kemur að jafnaði sam-
an tvisvar á ári en núna stefnir í
metfjölda á þessum haustfundi
flokksins að sögn Hólmfríðar Þóris-
dóttur, aðstoðarmanns þingmanna
Miðflokksins, þar sem öllum fé-
lögum í Miðflokknum er að þessu
sinni heimilt að sækja fundinn auk
fulltrúa sem eiga sæti í flokks-
ráðinu. Um 70 manns sitja í flokks-
ráðinu og þar eiga sæti helstu trún-
aðarmenn flokksins, en rúmlega
100 manns hafa tilkynnt þátttöku í
fundinum að sögn Hólmfríðar.
Ræðu Sigmundar streymt
Fundur flokksráðsins, sem hald-
inn er á Park Inn Radisson hótelinu
við Hafnargötu í Reykjanesbæ,
hefst klukkan 13 með ræðu Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugssonar,
formanns flokksins. Verður ræðu
Sigmundar Davíðs streymt á Face-
book-síðu Miðflokksins að sögn
Hólmfríðar.
Fundinum verður því næst lokað
eftir ræðu formanns fyrir öðrum en
fundargestum.
Á dagskrá fundarins er meðal
annars gert ráð fyrir stjórnmála-
umræðum og afgreiðslu stjórnmála-
ályktunar. omfr@mbl.is
Stefnir í metfjölda á fundi flokksráðs
Haustfundur flokksráðs Miðflokksins
verður haldinn í Reykjanesbæ í dag
Morgunblaðið/Hari
Alþingi Miðflokksþingmenn funda.
Rökræðukönnun um endurskoðun
stjórnarskrárinnar verður haldin í
Laugardalshöll um helgina, laug-
ardag og sunnudag, með þátttöku
300 manna hóps víðsvegar af land-
inu.
Könnunin er hluti af almennings-
samráði um endurskoðun stjórnar-
skrárinnar og mun taka fyrir nokkur
afmörkuð atriði.
Þau eru meðal annars ákvæði um
embætti forseta Íslands, þjóðar-
atkvæðagreiðslur og þjóðarfrum-
kvæði, Landsdóm, breytingar á
stjórnarskrá, kjördæmaskiptingu og
atkvæðavægi og alþjóðasamstarf.
Þátttakendur í rökræðukönnun-
inni voru valdir úr hópi þeirra sem
svöruðu viðhorfskönnun um stjórn-
arskrána sem var gerð síðastliðið
sumar og byggðist á slembiúrtaki og
netpanel Félagsvísindastofnunar
Háskóla Íslands.
Kanna breytingar á viðhorfum
fólks eftir umræður
Rökræðukönnunin fer þannig
fram að þátttakendum verður skipt í
hópa sem ræða viðfangsefnin út frá
rökum með og á móti ýmsum til-
lögum undir stjórn umræðustjóra.
Að loknum umræðum um hvert efni
gefst þátttakendum færi á samtali
við sérfræðinga í pallborðs-
umræðum.
Viðhorfskönnun fer fram í upphafi
fundar og einnig í lok hans og þannig
er kannað hvort breytingar verði á
viðhorfum fólks við að taka þátt í
nánari skoðun, rýni og umræðum
um viðfangsefnin.
Félagsvísindastofnun annast rök-
ræðukönnunina í samstarfi við Önd-
vegisverkefni um lýðræðislega
stjórnarskrárgerð og Center for
Deliberative Democracy við Stan-
ford-háskóla.
Rökræða endurskoð-
un stjórnarskrárinnar
Þátttakendum
skipt í hópa sem ræða
um ákveðin málefni
Morgunblaðið/Kristinn
Stjórnarskrá Frá þjóðfundi í
Laugardalshöll 6. nóvember 2010.
HRAFNHILDUR INGA
SIGURÐARDÓTTIR
Listamannaspjall laugardag kl. 15
987,9 hektóPasköl
Rau›arárstígur 12–14, sími 551 0400 · www.gallerifold.is
SÍÐASTA SÝNINGARHELGI
SÝNINGU LÝKUR 9. NÓVEMBER
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/