Morgunblaðið - 09.11.2019, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Mér finnst mjög áhuga-vert að kynnast fólkiúr öðrum starfs-stéttum og eiga við það
samneyti. Rótarý heldur reglulega
fundi með fróðlegum erindum og
skemmtilegri samveru og er að mér
finnst einkar gefandi. Þetta félags-
starf hefur gefið mér mikið,“ segir
Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur, sem nýlega tók við embætti
umdæmisstjóra Rótarý-
hreyfingarinnar á Íslandi.
Verkefni um veröld víða
Um 1.200 manns eru í dag inn-
an vébanda Rótarýklúbba víða um
land, en þátttakan byggist á því að
þar séu fulltrúar sem flestra starfs-
greina sem miðli af reynslu sinni og
þekkingu. Á vikulegum fundum eru
flutt erindi um ýmis efni af áhrifa-
fólki úr viðskiptalífinu, opinberum
stofnunum, skólum, stjórnmálum
og svo mætti áfram telja. Þá taka
Rótarýfélagar einnig til máls á
fundum og segja frá áhugaverðum
málum. Hinn þátturinn í starfi Rót-
arý er mannúðarmál almennt; verk-
efni í samfélaginu og um veröld víða
sem hreyfingin á heimsvísu sem er
með 1,2 milljónir félaga í sínum röð-
um styrkir.
„Ég hef lengi haft áhuga á
mannúðarmálum og starfað innan
samtaka sem hafa það markmið að
bæta lífsskilyrði fólks,“ segir Anna
Stefánsdóttir, sem starfaði á Land-
spítalanum í áratugi og var lengi
framkvæmdastjóri hjúkrunar þar.
„Kjörorð Rótarýhreyfingar-
innar eru Þjónusta ofar eigin hag
sem er við hæfi hjá einum stærstu
mannúðarsamtökum heims. Meðal
verkefna þar má nefna forvarnir og
baráttu gegn sjúkdómum, mæðra-
vernd og forvarnir gegn ungbarna-
dauða. Þá vinnur Rótarý við að
stuðla að friði í heiminum með þjálf-
un og menntun í friðarfræðum.
Hreyfingin á og rekur einn stærsta
friðarsjóð heims og styrkir árlega
100 manns til meistaranáms í fræð-
um er lúta að friðarstarfi.“
Umdæmisstjóri Rótarý í
hverju landi er fulltrúi og tals-
maður alþjóðaforseta Rotary Int-
ernational og kynnir og fylgir
áherslum alþjóðaforseta eftir. Um-
dæmisstjóri stýrir umdæmisráði og
mótar ásamt því stefnu Rótarý á Ís-
landi, heimsækir klúbbana og ræðir
mál og stóru myndina. Áherslur eru
annars lagðar á umdæmisþingum
sem eru eins konar aðalfundir, en
það er síðan umdæmisstjórans að
sjá til þess að samþykktum sé fram-
fylgt.
Á umdæmisþingi Rótarý á Ís-
landi nú í haust voru loftslagsmál
ofarlega á baugi. Anna Stefáns-
dóttir segir þetta í samræmi við tíð-
arandann; umhverfismál verði að
vera í öndvegi ætli hreyfingin að
vera trúverðug í sínum mikilvægu
mannúðarverkefnum á 21. öld.
„Áhrifa loftslagsbreytinga gætir í
auknum mæli víða í heiminum.
Flóð, hvirfilbylir og gróðureldar
ógna lífsviðurværi fólks eins og við
sjáum í fréttum nánast daglega. Við
vitum að áhrifa loftslagsbreytinga
er farið að gæta hér á landi. Al-
þjóðaforsetar Rótarý leggja í ríkari
mæli áherslu á að umhverfismál
falla vel að megináherslum okkar,“
segir Anna og heldur áfram:
Framlagið skiptir sköpum
„Við sjáum líka að mjög munar
um framlag frjálsra félagasamtaka í
brýnum viðfangsefnum samtímans.
Baráttan gegn lömunarveiki hefur
lengi verið áherslumál Rotarý og
árangur þar er stórkostlegur. Það
er nánast búið að útrýma lömunar-
veiki í heiminum. Ár hvert eru um
400 milljón börn bólusett við löm-
unarveiki. Búið er að útrýma tveim
af þremur lömunarveikiveirunum.
En lokatakmarkinu er ekki náð því
enn greinast börn í Pakistan og
Afganistan með veikina. Framlag
Rótarý til velferðarmála skiptir
sköpum í mörgum löndum, ekki síst
þar sem mikil fátækt ríkir. Ég get
nefnt dæmi eins og áveitukerfi til
ræktunar og viðurværis búfénaðar
vatnsbrunnar til að fá hreint vatn,
sem skiptir einmitt miklu í barátt-
unni við lömunarveikina.“
Fróðlegt og
skemmtilegt
Anna Stefánsdóttir er umdæmisstóri Rótarý á Ís-
landi. Hún starfar í Rótarýklúbbnum Borgum í
Kópavogi og segir þátttöku í starfinu hafa gefið
sér mikið. Það sé áhugavert að hlusta á fróðleg
erindi og samveran sé skemmtileg. Mannúðar-
starf hreyfingarinnar víða um heiminn sé sömu-
leiðis starf sem skilað hafi miklu.
Umdæmisstjóri Mjög munar um framlag frjálsra félagasamtaka í viðfangsefnum samtímans, segir Anna.
Umhverfi Rótarýfélagar í Borgum taka til hendi á Borgarholti í Kópavogi.
Anna Stefánsdóttir, sem er félagi í Rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi
tók við embætti umdæmisstjóra í júlíbyrjun á þessu ári. Áður var um-
dæmisstjóri Garðar Eiríksson á Selfossi, það er frá 1. júlí 2018 til 30. júní
– en við þær dagsetningar miðast starfsár Rótarý.
„Við eigum að vera opnari um starfið okkar og um þau samfélagsverk-
efni sem klúbbarnir sinn. Segja frá því til dæmis á samfélagsmiðlum í
máli og myndum,“ segir Anna Stefánsdóttir. „Ég hef líka hvatt félaga
okkar til að ræða um starfið á sínum vinnustöðum, meðal vina sinna og
fjölskyldu. Gera að umtalsefni skemmtileg og fræðandi erindi á fundum
okkar og bjóða til þátttöku í fundum og í starfinu almennt. Almenningur
veit lítið um Rótarý, hvað við gerum og fyrir hvað við stöndum. Ég vil
breyta því.“
Rótarý veitir á hverju ári veglega styrki til ungra tónlistarmanna og
viðkenningar til skólafólks fyrir góða frammistöðu á ýmsum sviðum.
Sömuleiðis hafa Rótarýklúbbar unnið að skógrækt um árabil víða um
land í lundum sem dafna vel.
Segja frá samfélagsverkefnum
STARF RÓTARÝKLÚBBANNA VERÐI OPNARA EN NÚ ER
Jólakaffi Hollvina
Grensásdeildar
verður í Bústaða-
kirkju í dag,
laugardaginn 9.
nóvember, kl. 13-
17. Basarinn hefur
verið vinsæl leið
til að styðja við Grensásdeild og
fjöldi fólks hefur jafnan komið og
skoðað úrvalið. Allur ágóði rennur til
Grensásdeildar, fyrst og fremst til
kaupa á búnaði til meðferðar og til
bættrar aðstöðu.
Styrkir Grensás
Jólakaffi Hollvina
Efnt verður til dag-
skrár í Hofi á Akur-
eyri á morgun, 10.
nóvember, kl. 15 í
tilefni af 100 ára
útgáfuafmæli
fyrstu ljóðabókar
Davíðs Stefáns-
sonar, Svartar
fjaðrir.
Fáar íslenskar
ljóðabækur hafa vakið aðra eins at-
hygli og aðdáun og Svartar fjaðrir,
enda hefur bókin oft verið endur-
útgefin. Í Hofi býður María Pálsdótttir
leikkona Guðmundi Andra Thorssyni,
Pétri Halldórssyni og Valgerði Bjarna-
dóttur til stofu til að ræða skáldið
Davíð og verk hans.
Davíðshátíð
Davíð Stefánsson
Svartar fjaðrir í Hofi
Hamraborg 12
200 Kópavogur
416 0500
www.eignaborg.is
Fallegar og bjartar íbúðir, flestar með
góðu útsýni, í fjölbýlishúsi við rólega
götu í Urriðaholti. Íbúðirnar eru þriggja,
fjögurra og fimm herbergja. Íbúðunum
verður skilað tilbúnum án gólfefna.
Öllum íbúðum fylgir kæli-/frystiskápur,
eldavél og uppþvottavél frá Siemens.
Afhending við kaupsamning. Lyfta.
Flestum íbúðum fylgir stæði í bíla-
geymslu og er gert ráð fyrir rafhleðslu
við hvert stæði. Sameiginleg stæði ofan
á bílageymsluhúsi. Sameign og lóð
skilast fullfrágengin.
ÁRANGUR
Í SÖLU
FASTEIGNA
BREKKUGATA 1-3, 210 Garðabæ
Opið hús sunnudaginn 10. nóv. kl. 14-15
Verð frá 52,9 m.
Stærðir frá 109 m2
Upplýsingar eru veittar á Eignaborg sími 416 0500 eða í farsíma sölumanna.
Óskar
Bergsson
fasteignasali
s. 893 2499
Hildur
Harðardóttir
lögfr. og lgfs.
s. 897 1339
Elín G.
Alfreðsdóttir
nemi til lögg.
s. 899 3090
Sveinbjörn
Sveinbjörnsson
lögmaður
s. 892 2804
Rakel
Árnadóttir
fasteignasali
s. 895 8497
Vilhjálmur
Einarsson
fasteignasali
s. 864 1190
Hugrún geðfræðslufélag og samtökin
Ungir umhverfissinnar standa næst-
komandi þriðjudagskvöld, 12. nóvem-
ber, kl. 19.30 fyrir málþinginu Andleg
heilsa á tímum loftslagsbreytinga.
Tilgangurinn er að fjalla um loftslags-
kvíða og hvað sé hægt að gera við
honum. Þá verður einnig fjallað um
tengsl umhverfismála og geðheilsu.
„Þegar við hugsum um loftslags-
breytingar þá er geðheilsa líklega
ekki það fyrsta sem kemur upp í hug-
ann. Við könnumst flest við slæm
áhrif loftslagsbreytinga á tíðni
skógarelda og fellibylja, hækkun
sjávarmáls, bráðnun jökla, lífríki í sjó
og á landi og útrýmingu dýrategunda.
Ljóst er þó að loftslagsbreytingar
hafa líka mikil áhrif á geðheilsu.
Loftslagsbreytingar liggja svo þungt
á mörgum að hugtakið loftslagskvíði,
sem þekktist ekki fyrir nokkrum ár-
um, er nú sífellt meira notað til að
lýsa þeim áhyggjum og erfiðu tilfinn-
ingum sem því fylgja.“
Geð og umhverfi
Loftslagsbreytingar
Morgunblaðið/Hari
Verkfall Aðgerðaleysi í loftslags-
málum mótmælt í Reykjavík.