Morgunblaðið - 09.11.2019, Síða 13
DAGLEGT LÍF 13
HARPA – NOR
FIMMTUDAGIN
KL. 12.30-15.3
12.30 Opnun Flutningalandsins
Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
12.40 Framtíðin
Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri
Icelandair Cargo
Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskip
Lilja Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur og
verkefnastjóri Borgarlínunnar
13.20 Frumkvöðlamínútur
Krít, Almar Guðmundsson
Optitog, Halla Jónsdóttir
Magnea bátar, Bjarni Hjartarson
Greenvolt, Bala Kamallakharan
Tracio, Stefán Jones
Mínútustjóri er Berta Daníelsdóttir,
framkvæmdastjóri Sjávarklasans
13.50 Hlutverk atvinnulífsins í uppbyggingu innviða
Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri
Viðskiptaráðs Íslands
14.05 Kaffihlé
14.30 Umræður
Verður Ísland samkeppnishæft í flutningum
árið 2050?
Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu
Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia
15.00 Lokaorð: Samgöngur og framtíðin
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra
15.30 Dagskrárlok
Ráðstefnustjóri er Ragnhildur Hjaltadóttir,
ráðuneytisstjóri samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneytis
DAGSKRÁ
Vinsamlegast skráið þátttöku á www.sa.is
Íslenski sjávarklasinn, Samtök atvinnulífsins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið efna
til ráðstefnunnar Flutningalandið Ísland í Hörpu fimmtudaginn 14. nóvember kl. 12.30-15.30.
Boðið er upp á fjölbreytta og áhugaverða dagskrá þar sem m.a. verður horft til tækifæra og
ógnana framundan í þessari mikilvægu atvinnugrein fyrir Íslendinga.
FLUTNINGALANDIÐ
ÍSLAND
Margt spennandi býðst í Vest-
mannaeyjum nú um helgina á Safna-
helgi sem þar er nú efnt til og nær
dagskráin raunar til næstu helgar
líka. Dagskráin í ár er unnin í samráði
við nefnd sem staðið hefur að ýms-
um viðburðum í tilefni af 100 ára
kaupstaðarafmæli Vestmannaeyja-
bæjar og því er meira lagt undir nú en
áður. Má þar meðal annars nefna að í
dag, laugardag, verður Lúðrasveit
Vestmannaeyja með hátíðartónleika í
Hvítasunnukirkjunni í tilefni af 80
ára afmælis sveitarinnar. Einnig er
þessa dagana efnt til ýmissa fróð-
legra fyrirlestra um sögu og mannlíf í
Eyjum. Á sunnudag um næstu helgi
opnar Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri
sýningu á munum Náttúrugripa-
safnsins við Heiðarveg.
Safnahelgi í Eyjum
Tveggja helga
hátíðardagskrá
Eyjar Menning í verstöðinni miklu.
Markaðsstofa
Norðurlands
veitti þrjár við-
urkenningar á
uppskeruhátíð
ferðaþjónust-
unnar í lands-
hlutanum sem
haldin var á dög-
unum. Sjóböðin
GeoSea á Húsavík
voru sproti ársins, fyrirtækin Ekta-
fiskur og Hvalaskoðun á Hauganesi
fengu sameiginlega viðurkenningu
sem fyrirtæki ársins og Skagfirðing-
urinn Evelyn Ýr Kuhne hlaut viður-
kenningu fyrir störf í þágu ferða-
þjónustu.
Á Lýtingsstöðum, sem eru í fram-
dölum Skagafjarðar, hefur Evelyn,
ásamt fjölskyldu sinni, byggt fyrir-
tækið sitt upp í 20 ár og stöðugt
unnið að því að auka þjónustuna við
ferðamenn. Hestaferðir og hestasýn-
ingar eru hennar aðalsmerki en einn-
ig er boðið upp á gistingu og skoð-
unarferðir með leiðsögn um
torfhesthúsið sem byggt var upp fyr-
ir örfáum árum. Þetta hefur mælst
vel fyrir og starfsemin er í sókn.
Viðurkenningar nyrðra
Góðir sprotar
Evelyn Ýr Kuhne
Búið er að selja
um 75% sýning-
arsvæðis á stór-
sýningunni Verk
og vit sem hald-
in verður dagana
12.-15. mars
næstkomandi í
Laugardalshöll. Í
fréttatilkynningu
segir, haft eftir
Elsu Giljan Krist-
jánsdóttur sýningarstjóra, að Verk
og vit sé vettvangur fyrir alla sem
starfa í byggingargeiranum að hitt-
ast og styrkja viðskiptasamböndin
og afla nýrra, kynna vörur og þjón-
ustu og ræða mál. Aðsóknarmet
var slegið á síðustu sýningu Verks
og vits árið 2018 en þá komu
25.000 gestir á sýninguna þar sem
um 110 sýnendur tóku þátt. Þorri
þeirra var ánægður með útkomuna,
flestir mynduðu viðskiptatengsl og
náðu markmiðum sínum með þátt-
tökunni.
Verk og vit
Stefnir í stóra
sýningu í mars
Byggingarkrana
ber við himin.
Upplýsingatækni og nýjar áherslur í skólamálum
eru í brennidepli á UTÍS-ráðstefnunni sem haldin
er í Árskóla á Sauðárkróki um helgina. Upptakt-
urinn var sleginn sl. fimmtudag í skólanum með
svonefndum UT-starfsdegi allra grunnskólanna í
Skagafirði, með endurmenntunardagskrá fyrir
starfsmenn.
Ingvi Hrannar Ómarsson er höfundur að UTÍS-
ráðstefnunni sem haldin er árlega á Sauðárkróki.
Vegna ráðstefnunnar koma hingað til lands alls
átta erlendir sérfræðingar í tækni- og skóla-
málum og stýra vinnustofum fyrir starfsfólk skól-
anna á endurmenntunardegi þeirra á morgun.
Einnig eru haldnar svonefndar menntabúðir þar
sem starfsfólk grunn- og framhaldsskóla deilir
reynslu af áhugaverðum og fjölbreyttum verk-
efnum sem unnin eru í skólunum. Dagurinn endar
á spennandi örkynningum um ýmis smáforrit og
verkfæri sem nýtt eru í skólastarfi. Alls taka um
150 manns þátt í ráðstefnunni og var mikill áhugi
meðal fólks á því að taka þátt í þessum viðburði
sem hefur vakið athygli víða meðal skólafólks.
„Upplýsingatækni skapar mikla möguleika í
skólastarfi og framþróunin er hröð um þessar
mundir,“ segir Ingvi Hrannar. „Við verðum samt
að muna eftir mennskunni og samskiptum við
fólk í skólastarfi og það efni hefur einmitt verið
mjög til umræðu á ráðstefnunnii núna. Skapandi
hugsun og það að segja sögur er nokkuð sem
mannfólkið hefur fram yfir tölvurnar. Hingað á
ráðstefnuna er margt af helsta skólafólkinu mætt
og því hef ég sagt að þessi viðburður hér sé eins
konar landsliðsæfing í skólastarfi,“ bætir Ingvi
Hrannar við.
Nýjungar upplýsingatækninnar í skólamálum eru í brennidepli
Landsliðsæfing í skólastarfi á Króknum
Ljósmynd/Óli Arnar
Skólar Ingvi Hrannar leiðbeindi kennurum á
UT-starfsdegi grunnskólanna í Skagafirði.