Morgunblaðið - 09.11.2019, Side 16

Morgunblaðið - 09.11.2019, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda 551 1266 Skipulag útfarar Dánarbússkipti Kaupmálar Erfðaskrár Reiknivélar Minn hinsti vilji Fróðleikur Sjá nánar á www.utfor.is Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | utfor.is Önnumst alla þætti útfararinnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Reynslumikið fagfólk Elín Sigrún Jónsdóttir Framkvæmdastjóri Jón G. Bjarnason Útfararþjónusta Ellert Ingason Útfararþjónusta Helga Guðmundsdóttir Útfararþjónusta Lára Árnadóttir Útfararþjónusta Katla Þorsteinsdóttir Lögfræðiþjónusta Guðmundur Baldvinsson Útfararþjónusta Sigurður Bjarni Jónsson Útfararþjónusta Magnús Sævar Magnússon Útfararþjónusta Emilía Jónsdóttir Félagsráðgjafi Sigrún Óskarsdóttir Guðfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta utfor.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í fjárhagsáætlun Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir 100 milljóna króna framlagi til að mögulegt verði að tengja skip í Sundahöfn raforkukerfinu í landi. Gert er ráð fyrir 50 milljónum í háspennubúnað við Sundabakka (Eimskip) og 50 m.kr. í háspennu- búnað við Vogabakka (Samskip) í fjárhagsáætluninni. Þar kemur fram að allmikið magn upplýsinga liggi nú fyrir um möguleika á há- spennutengingum fyrir stærri skip og raunhæft að ætla að unnt sé að setja upp búnað fyrir flutningaskip Eimskips og Samskipa. Samstarf við skipafélögin Ef háspennutengingar við Sundabakka og Vogabakka væru fyrstu skrefin í þessari þróun þyrfti að liggja fyrir vilji skipa- félaganna að útbúa skip sín þannig að þau gætu tekið við tengingum. Enn fremur þurfi að liggja fyrir með hvaða hætti Veitur myndu koma að þessu verkefni. Á grund- velli samstarfs framangreindra að- ila mætti sækja um framlag úr Loftslagssjóði. „Nú er að fara af stað vinna starfshóps borgar, Faxaflóahafna sf. og Veitna um hvernig megi taka fyrstu skrefin í háspennutenging- um og á grundvelli niðurstöðu þess hóps ætti að vera unnt að koma verkefninu af stað. Framhald máls- ins ræðst hins vegar af samstarfi og samkomulagi aðila. Með til- greindum fjármunum lýsa Faxa- flóahafnir sf. yfir vilja sínum til að af verkefninu verði,“ segir í fjár- hagsáætluninni. Tíu stærstu hafnirnar á Norður- löndum, að Faxaflóahöfnum sf. og Þórshöfn í Færeyjum meðtöldum, hafa undirritað yfirlýsingu um samstarf og samvinnu á sviði um- hverfismála og þar með talið lofts- lagsmála. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Faxaflóahafna. Markmið samkomulagsins er að hafnirnar leggi sitt af mörkum í samræmi við Parísarsamninginn. Einn mikilvægur þáttur sé há- spennutengingar stærri skipa til að draga úr útblæstri skipa sem liggja í höfn. Umhverfismál á hafnarsvæðum snerta fjölmarga þætti svo sem út- blástur skipa, móttöku á sorpi, gæði sjávar og ástand setlaga á sjávarbotni. Með formlegu og auknu samstarfi stærstu hafna á Norðurlöndum er markmiðið að ná enn frekari árangri á þessu sviði, segir í fréttinni. Setja 100 milljónir til landtengingar skipa  Tíu stærstu hafnirnar á Norðurlöndum taka upp samstarf Morgunblaðið/Árni Sæberg Sundahöfn Dettifoss í höfninni. Landtengingar skipa verða teknar upp. Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Áhersla Íslandsstofu á sjálfbærni vakti mikla athygli á World Travel Market, WTM, í Lundúnum fyrr í vikunni, en WTM er ein stærsta ferðasýning í heimi. María Björk Gunnarsóttir, verk- efnastjóri hjá Íslandsstofu á sviði áfangastaðarins, segir í samtali við Morgunblaðið að gestir hafi haft orð á því að Ísland væri eini áfangastað- urinn sem gerði út á sjálfbærni með svo sýnilegum hætti á sýningunni. Sjálfbærni er meginþemað í fram- tíðarstefnu Íslandsstofu fyrir ís- lenskan útflutning, eins og fram kom í viðtali ViðskiptaMoggans við Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóra Íslandsstofu, á dögunum. „Á básn- um okkar vorum við með stóra vegg- mynd af íslensku heitunum fyrir ferðamenn (e. The Icelandic Pledge), sem snýst um að fá fólk til að velta fyrir sér ábyrgri ferða- mennsku. Margir komu og tóku ljós- myndir af veggmyndinni, og ferða- þjónustuaðilar frá öðrum löndum sóttu innblástur í heitin og vildu gera það sama á eigin áfangastöð- um.“ Vel nýtt fundaaðstaða María segir að mikið líf og fjör hafi verið á básnum dagana sem sýn- ingin stóð yfir, 4.-6. nóvember. „Við hjá Íslandsstofu skipuleggjum alltaf sérstakan Íslandsbás og bjóðum fyr- irtækjum að taka þátt með okkur. Þarna er fundaaðstaða sem fyrir- tækin nýta vel. Allt í allt voru fulltrúar frá 17 íslenskum ferðaþjón- ustuaðilum mættir með okkur á sýn- inguna, ásamt markaðsskrifstofu Norðurlands.“ Að sögn Maríu verða næstu ferða- sýningar á Spáni og í Hollandi í jan- úar, og svo koll af kolli. „Þá fer bolt- inn að rúlla aftur eftir hátíðirnar.“ Ferðir Mikið líf og fjör var á íslenska básnum á World Travel Market í Lundúnum í vikunni þar sem íslenskir aðilar kynntu þ jónustu sína.  17 ferðaþjónustuaðilar kynntu vörur og þjónustu á World Travel Market Áhersla á sjálfbærni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.