Morgunblaðið - 09.11.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 09.11.2019, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 Verið velkomin í Urðarapótek Okkar metnaður er að veita ávallt faglega og góða þjónustu. Næg bílastæði og gott aðgengi. Einn gripurinn sem Ármann nefndi fannst í yfirborðslagi við framkvæmdarannsókn í Hafnar- stræti í Reykjavík árið 2001. Hann segir að þessi gripur end- urspegli nýlegar áherslur í forn- leifafræðinni, það er að hlutir þurfi ekki að vera mjög gamlir til að vera merkilegir. „Þetta er brjóstahaldari í upphaflegum umbúðum. Hugs- anlega er hann ekki orðinn forn- gripur í lagalegum skilningi, ekki orðinn 100 ára. Fornleifa- fræðinni, sem er fyrst og fremst fræðigrein efnismenningar, er eiginlega sama um það. Á um- búðunum stendur Charmlift og „brassieres“ sem þykir benda til þess að hann sé ekki yngri en frá 1930, mögulega frá 1915- 1920. Eftir 1930 varð algengara að stytta heiti þessa plaggs í „bra“,“ sagði Ármann. Brjóstahöld grafin upp í Hafnarstræti FORNLEIFAR Brjóstahaldari Ungar fornminjar. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Þjóðminjasafnið varðveitir nú um 200.000 forngripi sem fundist hafa í jörðu. Langflestir hafa komið úr fornleifarannsóknum en nokkrir frá almenningi sem hefur fundið grip- ina á víðavangi eða við fram- kvæmdir. Lík- lega mun aðeins lítið brot nokkru sinni rata á sýn- ingar. Ármann Guð- mundsson, forn- leifafræðingur hjá Þjóðminja- safni Íslands, hélt nýlega erindi um gripi sem safninu hafa borist síðustu misserin og kynnti sérstaklega tíu þeirra. Hann segir að á árunum 2017 til 2019 hafi verið skráðir um 90 gripir frá almenningi en 27.486 gripanúmer úr leyfisskyldum forn- leifarannsóknum. Undir hverju númeri geta verið margir gripir. En hver af gripunum tíu er athygl- isverðastur að mati Ármanns? „Það er erfitt að gera upp á milli barnanna sinna,“ segir Ármann. „Mér þykir þetta allt mjög spenn- andi en þessir tíu gripir sýna að forngripir geta verið alls konar. Fyrst og fremst eru þetta venjuleg- ir gripir sem venjulegt fólk átti.“ Ármann nefnir stein með gati í miðjunni sem fyrst var haldið að væri kvarnarsteinn. Hann fannst við framkvæmdir hjá Svöðufossi í Snæfellsbæ. Finnandi kom stein- inum til minjavarðar Vesturlands sem sendi hann til Þjóðminjasafns- ins. Síðar var talið að þetta gæti hafa verið einhvers konar sleggja eða jafnvel stjóri, það er ankeri á legufæri. Ármann segir að túlkanir á forngripum geti verið snúnar og umræddur gripur sé ágætt dæmi um það. Hann segir að fólk þurfi að hafa í huga að hlutir sem finnast geti ver- ið merkilegir og mikilvægt sé að hafa samband við Minjastofnun eða Þjóðminjasafnið þegar fólk telur sig hafa fundið forngrip. Ármann nefnir til dæmis grip sem fannst á Bergálfsstöðum í Þjórsárdal. Hann er úr koparblöndu og var fyrst talið að þetta gæti verið döggskór, það er hlíf fremst á sverðsslíðri. Við nánari skoðun var það talið ólíklegt en gripurinn var líklega sproti á belti. Ármann nefnir annan grip sem honum þykir athyglisverður. Sá fannst í Vatnskoti í Skagafirði í fornleifarannsókn sem John Stein- berg, fornleifafræðingur við Fiske Center í Boston, stjórnar. Verk- efnið er samstarfverkefni Fiske og Byggðasafns Skagafirðinga. Um er að ræða pinna úr tönn eða beini sem hefur verið notaður til að festa saman klæði. Hann er skreyttur með haus af úlfi eða dreka. Ár- mann segir að þessi gripur sé örugglega eldri en frá 980. „Stíl- brigðin gera hann skemmtilegan. Pinninn á sér fáar hliðstæður hér á landi nema hugsanlega í öðrum grip sem líkist þessum og fannst í Sveigakoti í Mývatnssveit,“ segir Ármann. Venjulegir gripir venjulegs fólks  Þjóðminjasafnið varðveitir um 200.000 forngripi sem fundust í jörðu  Forn- gripir geta verið alls konar  Mikilvægt að fólk hafi vakandi auga fyrir gripum Ljósmynd/Fiske Center Forngripur Þessi pinni, sem festi saman klæði, er talinn eldri en frá 980 og á sér fáar hliðstæður hér á landi. Ármann Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.