Morgunblaðið - 09.11.2019, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 09.11.2019, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 LEIKFÖNG fyrir allan aldur KERTI úr hreinu bývaxi Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Yfir eitt hundrað gestir sóttu ráð- stefnu um jafnréttismál í Valaskjálf á Egilsstöðum í gær. Að sögn Dagmar- ar Stefánsdóttur, yfirmanns sam- skipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli, var ráðstefnan vel heppn- uð. Þar hafi komið fram mikilvægi þess að jafnréttismál séu sett á odd- inn hjá fyrirtækjum. Dagmar segir í samtali við Morg- unblaðið að tilurð ráðstefnunnar megi rekja tvö ár aftur í tímann. „Þá héld- um við hjá Alcoa mannauðsráðstefnu í tilefni afmælis fyrirtækisins. Á þeirri ráðstefnu fundum við hvað væri mikil þörf fyrir einhvers konar fræðslu fyr- ir atvinnulífið hér. Við erum vön því að sækja allt suður, flestar ráðstefnur og viðburðir eru haldnir í Reykjavík. Okkur fannst upplagt að sýna fram á að þessar flugvélar fljúga í báðar áttir og standa fyrir viðburði sem eflir at- vinnulífið úti á landi.“ Hafa sett jafnréttismál á oddinn Hún segir að umfjöllunarefni ráð- stefnunnar, jafnréttismál, standi skipuleggjendunum nærri. „Okkur fannst líka tilvalið að fá til liðs við okk- ur önnur fyrirtæki sem einnig hafa sett jafnréttismál á oddinn. Við leit- uðum til Landsbankans og Lands- virkjunar, tveggja fyrirtækja með mikla og sterka starfsemi á lands- byggðinni.“ Framsögumenn á ráðstefnunni voru Lilja Björk Einarsdóttir, banka- stjóri Landsbankans, Hörður Arn- arson, forstjóri Landsvirkjunar, og Guðný Björg Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri mannauðs hjá Alcoa Fjarðaáli, auk Þorsteins Víglunds- sonar alþingismanns og Þóreyjar Vil- hjálmsdóttur, ráðgjafa hjá Capacent. „Þorsteinn er einskonar faðir jafn- launavottunar hér á landi og talaði um hverju vottunin er að skila at- vinnulífinu. Guðrún talaði um mikil- vægi þess að fyrirtæki hefði kjark til að ögra fyrirtækjamenningunni eins og við höfum gert,“ segir Dagmar og segir mikilvægt að jafnréttismálum sé sinnt á vinnustöðum. „Það er mik- ilvægt að hætta aldrei. Jafnréttismál eru ekki eitthvað sem fyrirtæki laga einu sinni. Þetta er stöðug vinna og stjórnendur þurfa að ræða jafnréttis- mál. Forstjórar þurfa að taka þennan málaflokk upp á sína arma.“ Krefst stöðugrar vinnu að sinna jafnréttismálum  Fjölsótt ráðstefna á Egilsstöðum  Eflir atvinnulífið Ljósmynd/Jón Tryggvason Jafnréttisráðstefna Þau, frá vinstri, Lilja Björk Einarsdóttir, Hörður Arn- arson, Guðný Björg Hauksdóttir, Þorsteinn Víglundsson og Þórey Vil- hjálmsdóttir voru frummælendur og Dagmar Ýr Stefánsdóttir fundarstjóri. Viðurkenningar Jafnvægisvog- arinnar voru afhentar á ráðstefn- unni „Jafnrétti er ákvörðun“ sem fram fór á Grand hóteli í vikunni. Um er að ræða svonefnt hreyfiafls- verkefni Félags kvenna í atvinnulíf- inu, FKA, sem hefur það meg- inmarkmið að auka jafnrétti innan fyrirtækja og auka hlut kvenna í stjórnendastöðum. Sextán fyrirtæki og tvö sveitar- félög hlutu viðurkenningarnar en auk þess bættust 11 fyrirtæki og op- inberir aðilar, ásamt þremur sveitarfélögum, í hóp þeirra sem taka þátt í Jafnvægisvoginni. Í tilkynningu frá FKA segir að ár- angur Jafnvægisvogarinnar sé nú þegar sýnilegur eftir fyrsta ár verk- efnisins. Samkvæmt nýlegri könnun hafa fyrirtækin, sem skrifuðu undir viljayfirlýsingu í fyrra, aukið hlutfall kvenna í millistjórnendastöðum um 15% og stjórnendastöðum um 11%. Að hreyfiaflsverkefninu standa auk FKA, forsætisráðuneytið, Sjóvá, Deloitte, Pipar\TBWA og Morg- unblaðið. Eftirfarandi fengu viðurkenningu: Akureyrarbær, Árnasynir auglýs- ingastofa, Deloitte, Guðmundur Arason ehf., iClean, Íslandsbanki, Íslandshótel, Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins, Mosfellsbær, Nas- daq Iceland, Olís, Pipar \ TBWA, Reiknistofa bankanna, Rio Tinto á Íslandi. Sagafilm, Sjóvá, VÍS og Vörður tryggingar hf. Eliza Reid forsetafrú hélt erindi á ráðstefnunni og afhenti viðurkenningarnar. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson Jafnrétti Fulltrúar nokkurra fyrirtækja ásamt Elizu Reid forsetafrú, sem afhenti verðlaunin. Alls fengu 16 fyrirtæki og tvö sveitarfélög verðlaun. Viðurkenningar Jafnvægisvogar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.