Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 LEIKFÖNG fyrir allan aldur KERTI úr hreinu bývaxi Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Yfir eitt hundrað gestir sóttu ráð- stefnu um jafnréttismál í Valaskjálf á Egilsstöðum í gær. Að sögn Dagmar- ar Stefánsdóttur, yfirmanns sam- skipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli, var ráðstefnan vel heppn- uð. Þar hafi komið fram mikilvægi þess að jafnréttismál séu sett á odd- inn hjá fyrirtækjum. Dagmar segir í samtali við Morg- unblaðið að tilurð ráðstefnunnar megi rekja tvö ár aftur í tímann. „Þá héld- um við hjá Alcoa mannauðsráðstefnu í tilefni afmælis fyrirtækisins. Á þeirri ráðstefnu fundum við hvað væri mikil þörf fyrir einhvers konar fræðslu fyr- ir atvinnulífið hér. Við erum vön því að sækja allt suður, flestar ráðstefnur og viðburðir eru haldnir í Reykjavík. Okkur fannst upplagt að sýna fram á að þessar flugvélar fljúga í báðar áttir og standa fyrir viðburði sem eflir at- vinnulífið úti á landi.“ Hafa sett jafnréttismál á oddinn Hún segir að umfjöllunarefni ráð- stefnunnar, jafnréttismál, standi skipuleggjendunum nærri. „Okkur fannst líka tilvalið að fá til liðs við okk- ur önnur fyrirtæki sem einnig hafa sett jafnréttismál á oddinn. Við leit- uðum til Landsbankans og Lands- virkjunar, tveggja fyrirtækja með mikla og sterka starfsemi á lands- byggðinni.“ Framsögumenn á ráðstefnunni voru Lilja Björk Einarsdóttir, banka- stjóri Landsbankans, Hörður Arn- arson, forstjóri Landsvirkjunar, og Guðný Björg Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri mannauðs hjá Alcoa Fjarðaáli, auk Þorsteins Víglunds- sonar alþingismanns og Þóreyjar Vil- hjálmsdóttur, ráðgjafa hjá Capacent. „Þorsteinn er einskonar faðir jafn- launavottunar hér á landi og talaði um hverju vottunin er að skila at- vinnulífinu. Guðrún talaði um mikil- vægi þess að fyrirtæki hefði kjark til að ögra fyrirtækjamenningunni eins og við höfum gert,“ segir Dagmar og segir mikilvægt að jafnréttismálum sé sinnt á vinnustöðum. „Það er mik- ilvægt að hætta aldrei. Jafnréttismál eru ekki eitthvað sem fyrirtæki laga einu sinni. Þetta er stöðug vinna og stjórnendur þurfa að ræða jafnréttis- mál. Forstjórar þurfa að taka þennan málaflokk upp á sína arma.“ Krefst stöðugrar vinnu að sinna jafnréttismálum  Fjölsótt ráðstefna á Egilsstöðum  Eflir atvinnulífið Ljósmynd/Jón Tryggvason Jafnréttisráðstefna Þau, frá vinstri, Lilja Björk Einarsdóttir, Hörður Arn- arson, Guðný Björg Hauksdóttir, Þorsteinn Víglundsson og Þórey Vil- hjálmsdóttir voru frummælendur og Dagmar Ýr Stefánsdóttir fundarstjóri. Viðurkenningar Jafnvægisvog- arinnar voru afhentar á ráðstefn- unni „Jafnrétti er ákvörðun“ sem fram fór á Grand hóteli í vikunni. Um er að ræða svonefnt hreyfiafls- verkefni Félags kvenna í atvinnulíf- inu, FKA, sem hefur það meg- inmarkmið að auka jafnrétti innan fyrirtækja og auka hlut kvenna í stjórnendastöðum. Sextán fyrirtæki og tvö sveitar- félög hlutu viðurkenningarnar en auk þess bættust 11 fyrirtæki og op- inberir aðilar, ásamt þremur sveitarfélögum, í hóp þeirra sem taka þátt í Jafnvægisvoginni. Í tilkynningu frá FKA segir að ár- angur Jafnvægisvogarinnar sé nú þegar sýnilegur eftir fyrsta ár verk- efnisins. Samkvæmt nýlegri könnun hafa fyrirtækin, sem skrifuðu undir viljayfirlýsingu í fyrra, aukið hlutfall kvenna í millistjórnendastöðum um 15% og stjórnendastöðum um 11%. Að hreyfiaflsverkefninu standa auk FKA, forsætisráðuneytið, Sjóvá, Deloitte, Pipar\TBWA og Morg- unblaðið. Eftirfarandi fengu viðurkenningu: Akureyrarbær, Árnasynir auglýs- ingastofa, Deloitte, Guðmundur Arason ehf., iClean, Íslandsbanki, Íslandshótel, Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins, Mosfellsbær, Nas- daq Iceland, Olís, Pipar \ TBWA, Reiknistofa bankanna, Rio Tinto á Íslandi. Sagafilm, Sjóvá, VÍS og Vörður tryggingar hf. Eliza Reid forsetafrú hélt erindi á ráðstefnunni og afhenti viðurkenningarnar. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson Jafnrétti Fulltrúar nokkurra fyrirtækja ásamt Elizu Reid forsetafrú, sem afhenti verðlaunin. Alls fengu 16 fyrirtæki og tvö sveitarfélög verðlaun. Viðurkenningar Jafnvægisvogar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.