Morgunblaðið - 09.11.2019, Síða 20
ÚR BÆJARLÍFINU
Sigmundur Sigurgeirsson
Selfossi
Þessa dagana er verið að reisa
nýtt húsnæði undir starfsemi Golf-
klúbbs Selfoss. Um er að ræða 437
fermetra límtréshús sem hýsa mun
vélageymsluog áhaldahús, sem og
æfingaaðstöðu fyrir klúbbfélaga.
Kemur nýbyggingin í stað bráða-
birgðahúsnæðis sem reist var árið
1990. Fyrirtækið Jökulverk ehf. sér
um bygginguna en félagsmenn hafa
jafnframt verið duglegir við að að-
stoða við hana, að sögn Hlyns
Hjartarsonar, framkvæmdastjóra
GOS. Hann segir nýtt hús breyta
miklu fyrir starf klúbbsins, einkan-
lega verði mikill munur fyrir starfs-
fólkið, og þjálfunaraðstaða batnar
einnig til muna að sögn Hlyns.
Klúbburinn er í miklum fram-
kvæmdahug, en á sama tíma er ver-
ið að stækka völlinn í 18 holur.
Framkvæmdastjórinn er bjartsýnn
og segir að starfsemi hefjist í hús-
inu fyrir jól.
Fyrstu húsin í nýjum miðbæ á
Selfossi eru nú risin og vinna við
uppsetningu næstu húsa jafnframt
hafin. Húsin sem risin eru og blasa
við þeim sem koma austur yfir Ölf-
usárbrúna eru eftirmynd Sigtúns,
fyrsta verslunarhúss á Selfossi, sem
varð síðar verslun Kaupfélags Ár-
nesinga. Í því húsi verður veitinga-
staður með austurlensku ívafi. Það
stendur við hlið ráðhúss Árborgar.
Hitt húsið er Braunshúsið, sem
reist var 1915 við Hafnarstrætið á
Akureyri. Þar er ætlunin að verði
bakarí á jarðhæð og íbúðir á hæð-
unum fyrir ofan. Næsta bygging
sem rís verður að líkindum gamla
mjólkurbúið á Selfossi, sem er tals-
vert stór bygging og mun m.a. hýsa
skyrsafn, bókaverslun og kaffihús.
Þá er byrjað að slá upp fyrir fjórum
öðrum húsum sem eru endurgerð
þekktra bygginga; Fjalakattarins,
Egilssonarhússins í Hafnarfirði,
Reykjavíkurapóteksins og Smjör-
hússins í Hafnarstræti í Reykjavík.
Framkvæmdir hefjast fljót-
lega við nýjan leikskóla í Lönd-
unum svokölluðu, nýlegri byggð
sem risin er suðaustast á Selfossi. Í
vikunni voru opnuð tilboð í jarð-
vinnu fyrir bygginguna og var það
fyrirtækið Aðalleið ehf. í Hvera-
gerði sem átti lægsta tilboðið, tæp-
ar 25 milljónir króna, sem er 71
prósent af því sem kostnaðaráætlun
bæjarins hljóðaði upp á. Tólf aðilar
buðu í verkið og aðeins tveir þeirra
yfir áætluninni. Í verkinu felst að
grafa fyrir leikskólanum, fylla undir
sökkla hússins og fylla í lóð og bíla-
stæði. Ætlað er að verkinu sé lokið
7. janúar næstkomandi. Alls eru vel
á sjötta hundrað börn í leikskólum í
sveitarfélaginu og talsverð eftir-
spurn verið eftir plássi, einkanlega
á því svæði sem um ræðir hér að of-
an, þar sem ungar fjölskyldur hafa
byggt upp hverfið hratt á fáeinum
misserum.
Á sama tíma styttist í að jarð-
vinna hefjist við fjölnota íþróttahús
á Selfossi, en fyrsta skóflustungan
var tekin að þeirri byggingu í gær.
Það var fyrirtækið Þjótandi ehf.
sem bauð lægst í það verk og er
ætlað að vinna þar hefjist á næstu
dögum eða vikum.
Fram undan er alþjóðleg skák-
hátíð á Selfossi sem haldin er í til-
efni 30 ára afmælis Skákfélags Sel-
foss og nágrennis. Hefur hún fengið
nafnið Ísey skyr-skákhátíðin og fer
fram á Hótel Selfossi dagana 19.-29.
nóvember. Þar mun meðal annars
fara fram nokkurs konar heims-
meistaramót, þar sem etja kappi tíu
manns sem hafa samtals unnið 14
heimsmeistaratitla í mismunandi
aldursflokkum. Þrír af þeim fjórum
Íslendingum sem hafa orðið heims-
meistarar í sínum aldursflokki taka
þátt í mótinu; Hannes Hlífar Stef-
ánsson, Héðinn Steingrímsson og
Helgi Áss Grétarsson, en sá fjórði,
Jón L. Árnason, verður fjarri góðu
gamni.
Erlendir keppendur mótsins
koma frá fjórum heimsálfum, en á
meðal keppenda verða tvær ungar
skákkonur frá Kasakstan og Íran
sem taldar eru meðal bestu skák-
kvenna í heimi nú um stundir. Auk
þessa móts verða á hátíðinni margir
aðrir viðburðir, svo sem Suður-
landsmótið í skák, Íslandsmót í
Fischer-slembiskák, skákkennara-
námskeið, skákdómaranámskeið,
barnaskákmót, hraðskákmót og
málþing um stöðu skákíþrótt-
arinnar á Íslandi.
Morgunblaðið/ Sigmundur Sigurgeirsson
Nýbygging Framkvæmdastjóri GOS er bjartsýnn á að starfsemi hefjist í nýbyggingu golfklúbbsins fyrir jól.
Framkvæmdagleði í sveitarfélaginu
Selfoss Eftirmyndir gamla Sigtúns og Braunshúss rísa nú í miðbænum.
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019
Árlegur basar
dvalar- og hjúkr-
unarheimilisins
Áss í Hveragerði
verður haldinn í
dag frá kl. 13-17.
Þar munu heim-
ilismenn á Ási
selja margs kon-
ar handverk og
föndur sem tilvalið er að verða sér
úti um í aðdraganda jólanna. Kaffi
og meðlæti verður einnig á boð-
stólum.
Basarinn verður í vinnustofu Áss
í Frumskógum 6b í Hveragerði.
Ás með basar
í Frumskógum
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Þetta var nú fremur tíðindalítið
þing. Við vorum að mestu að vinna í
þeim lögum sem snúa að kirkjunni
vegna samnings hennar við ríkið, en
annars var þetta fremur hefðbundið
og án ágreinings,“ segir Drífa
Hjartardóttir, forseti Kirkjuþings, í
samtali við Morgunblaðið.
Vísar hún í máli sínu til Kirkju-
þings sem hófst laugardaginn 2.
nóvember og lauk á miðvikudag.
Sameining prestakalla víða um
land var til umfjöllunar á þinginu.
Fallið var frá þeirri hugmynd að
leggja niður Holt í Önundarfirði.
Drífa segir íbúa á svæðinu vilja hafa
prest í samfélaginu.
„Það var beðið um að þetta prest-
setur færi ekki í sölu að þessu sinni
og við því var orðið,“ segir Drífa. og
heldur áfram:
„Ég geri ekki ráð fyrir að þessi
ákvörðun verði endurskoðuð á
næstu árum og verður setrið því
áfram í eigu kirkjunnar. Þó að nú-
verandi prestur búi ekki þarna núna
er ómögulegt að segja til um hvað
næsti prestur mun gera. Fólk í þess-
ari sveit vill hafa prestsetur þarna
áfram og þá er bara sjálfsagt að
verða við þeirri ósk.“
Saurbæjarnafnið komið aftur
eftir breytingar á starfsreglum
Á Kirkjuþingi voru gerðar breyt-
ingar á 12. grein starfreglna um
skipulag í héraði. Snúa breytingar
þessar m.a. að heiti Garða- og Hval-
fjarðarstrandarprestakalls í Vestur-
landsprófastsdæmi. Breytist það í
Garða- og Saurbæjarprestakall, en
flutningsmaður tillögunnar var
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Ís-
lands.
Holt í Önundar-
firði ekki lagt niður
Nýliðið Kirkjuþing sagt tíðindalítið
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Kirkja Frá Holti í Önundarfirði, en
það verður ekki selt á næstunni.