Morgunblaðið - 09.11.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.11.2019, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 STUTT ● Landsréttur staðfesti í gær dóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur um sýknu Símans hf. af skaðabótakröfu Sýnar hf. vegna verðlagningar á símtölum inn í far- símakerfi Símans á árunum 2001-2007. Einnig sýknaði Landsréttur Sýn hf. af skaðabótakröfu Símans hf. vegna verð- lagningar Sýnar á sama tímabili. Rakið til lúkningagjalda Eins og fram kemur í tilkynningu frá Símanum má rekja málið til verðlagn- ingar á svokölluðum lúkningargjöldum í farsímaneti en um er að ræða gjald sem farsímafyrirtæki innheimta hvert af öðru þegar viðskiptavinir þeirra hringja í viðskiptavini í öðru far- símakerfi. Þessi gjöld hafa verið ákveð- in af Póst- og fjarskiptastofnun til fjölda ára, eins og segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að Síminn fagni nið- urstöðunni og bendir á að nú hafi bæði Landsréttur og héraðsdómur staðfest að kröfur Sýnar hf. eigi ekki við rök að styðjast. Fjarskipti Símafyrirtækin deila. Síminn sýknaður af skaðabótakröfu Sýnar Líkt og fjallað var um á forsíðu Morgunblaðsins í gær hefur íslensk- um viðskiptavinum kýpverska bank- ans Cyprus Development Bank (CDB) verið neitað um millifærslu umtalsverðrar fjárhæðar á banka- reikninga hér á landi. Í svari Seðla- banka Íslands (SÍ) við fyrirspurn Morgunblaðsins í tengslum við málið um það hvort bankinn hefði haft spurnir af slíkum tilfellum segir bankinn að nýverið hafi „einstök til- vik komið upp þar sem greiðslur hafa verið stöðvaðar eða tafist“. Seg- ir í svari bankans að hann muni áfram fylgjast með gangi mála í sam- starfi við Fjármálaeftirlitið. Þar kemur enn fremur fram að Seðla- bankinn fylgist með greiðslumiðlun á milli Íslands og annarra landa, m.a. í samvinnu við fjármálafyrirtæki hér á landi. Ísland var sett á gráan lista alþjóðlegu samtakanna Financial Action Task Force (FATF) í október síðastliðnum vegna ónógra varna gegn peningaþvætti. Í svari Seðla- bankans segir að sú aðgerð virðist enn sem komið hafa haft mjög tak- mörkuð áhrif. „Það er þó viðbúið að einhverra áhrifa geti gætt,“ segir í svari bankans. Í frétt Viðskipta- Moggans á miðvikudag kom fram að fjármálaeftirlitið í Sviss hefði nýlega vísað til fundar FATF er Ísland var sett á gráa listann. Kallaði eftirlitið eftir því að þarlendar stofnanir tækju upplýsingar frá FATF til greina þegar kemur að áhættustýr- ingu fjármálastofnana þar í landi. Í sömu frétt var rakið að Íslendingar sem hefðu flutt heimilisfesti frá Sviss til Íslands hefðu þurft að loka öllum reikningum sínum þar í landi. Ástæðan var rakin til óljóss reglu- verks hér á landi um nokkurt skeið. Morgunblaðið/Golli Seðlabankinn Vandræði hafa kom- ið upp með greiðslur til landsins. Greiðslur hafa verið stöðvaðar  SÍ staðfestir vandræði með greiðslur 9. nóvember 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.94 124.54 124.24 Sterlingspund 159.48 160.26 159.87 Kanadadalur 94.12 94.68 94.4 Dönsk króna 18.377 18.485 18.431 Norsk króna 13.603 13.683 13.643 Sænsk króna 12.904 12.98 12.942 Svissn. franki 124.89 125.59 125.24 Japanskt jen 1.135 1.1416 1.1383 SDR 170.52 171.54 171.03 Evra 137.32 138.08 137.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.8829 Hrávöruverð Gull 1484.1 ($/únsa) Ál 1817.0 ($/tonn) LME Hráolía 61.73 ($/fatið) Brent Fagleg þjónusta fyrir fólk í framkvæmdum www.flugger.is þess voru vélarnar hins vegar fjór- ar. Því stefna forsvarsmenn Play að því að félagið verði með 150% stærri flota á þriðja rekstrarári sínu en WOW air kom sér upp á þremur árum. Það var raunar ekki fyrr en á fimmta starfsári WOW sem vélar félagsins tóku að telja á annan tuginn, en þá urðu þær tólf og meðal þeirra hinar gríðarstóru Airbus A330-vélar. Athygli vekur að skv. fjárfesta- kynningu ÍV er gert ráð fyrir að þjálfunarkostnaður flugstarfsfólks verði mjög takmarkaður. Er bent á að WOW air hafi á sínum tíma var- ið um 15 milljónum dollara, jafn- virði ríflega 1,9 milljarða króna í þjálfun starfsfólks. Hins vegar geri áætlanir Play ráð fyrir að þriggja daga „innanhússnámskeið“ þurfi til að gera áhafnir félagsins klárar í fyrsta flug. Þurfa minni sætanýtingu Forsvarsmenn Play segja að samningar félagins af ýmsu tagi tryggi að kostnaður félagsins verði í veigamiklum atriðum lægri en í tilfelli WOW air. Þannig muni hlut- fallslegur launakostnaður vera 27- 37% lægri en var hjá WOW air. Nýting á áhöfnum verði mikil eða um 800 til 900 klst. á ári meðan Icelandair sé með um 550 klst. nýt- ingu á sínum áhöfnum. Þá mun Play hafa gengið frá samningi við nýjan flugafgreiðsluaðila á Keflavík sem bjóði áður óþekkt kjör. Hið sama eigi við um viðhaldsmál sem þriðji aðili mun sinna á mjög hag- stæðum kjörum. Af þessum sökum er bent á það í fjárfestakynning- unni að Play þurfi um 75% sæta- nýtingu til að standa undir rekstr- arkostnaði en að sambærilegt hlutfall hafi verið um 85% í tilfelli WOW air. Hyggjast stækka flugflotann hraðar en WOW air gerði  Tíu vélar verði komnar í rekstur í maí 2020  Þjálfunarkostnaður mjög lítill Áætlun þróun flugflota félagsins OKTÓBER 2019 2 vélar MAÍ 2020 6 vélar MAÍ 2021 8 vélar APRÍL 2022 9 vélar MAÍ 2022 10 vélar Heimild: Fjárfestakynnig Íslenskra verðbréfa fyrir WAB air BAKSVIÐ Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is Forsvarsmenn flugfélagsins Play hyggjast stækka flugvélaflota fé- lagsins mjög hratt á komandi miss- erum, gangi áætlanir þeirra eftir. Þetta má lesa úr fjárfestakynningu sem fjármálafyrirtækið Íslensk verðbréf (ÍV) hefur kynnt fyrir fjárfestum í von um að afla nýs hlutafjár til félagsins. Líkt og fram hefur komið er stefnan sett á að félagið hefji rekst- ur fyrir lok þessa árs með tvær vél- ar í förum milli Íslands og Evrópu. Verða þær af gerðinni Airbus A320 og A321 skv. fyrrnefndri kynningu er ætlunin að floti félagsins muni einvörðungu skipaður vélum af þeirri tegund. Sérstaklega er til- tekið þar að félagið hyggist ekki taka breiðþotur í sína þjónustu. Félagið mun hins vegar ekki ætla að vera með svo fáar vélar á sínum snærum lengi. Þannig er ætlunin að þrefalda flotann strax í maí á næsta ári og mun hann þá skipaður sex vélum. Sléttu ári síðar er gert ráð fyrir að tvær vélar bætist í flotann og að þær verði þá átta. Í apríl, tæpu ári síðar mun ein vél bætast við flotann og önnur í maímánuði. Þá mun flotinn telja tíu vélar alls. Lágur þjálfunarkostnaður Séu áætlanir Play bornar saman við vöxt WOW air á sínum tíma, sem þótti nærri ævintýralegur, kemur glögglega í ljós að áform nýja félagsins eru afar stórtæk. Þannig var WOW air með tvær vél- ar í förum frá miðju ári 2012 og fram á árið 2013 þegar ein vél bætt- ist í flotann. Þriðja árið í rekstri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.