Morgunblaðið - 09.11.2019, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019
Fyrir nokkr-um vikumvar Ísland
sett á gráan lista
apparats, sem fer
undir merkjum
baráttu gegn pen-
ingaþvætti og kall-
ast Financial Action Task
Force, skammstafað FATF.
Margt sætir furðu við verklag
þessarar stofnunar, ekki síst að
Ísland skuli vera í brennidepli
hjá henni því ætla mætti að
víða í heiminum væri að finna
bólgnari kýli til að stinga á.
Dilkadrættir FATF hafa að
því er virðist ekki farið fram
hjá mönnum í fjármálaheim-
inum. Í vikunni bárust fréttir af
því að bankar í Sviss og á Kýp-
ur hefðu varann á sér vegna Ís-
lands. Á miðvikudag kom fram í
ViðskiptaMogganum að Íslend-
ingar, sem átt hafa reikninga í
svissneska bankanum UBS,
hefðu þurft að loka þeim vegna
óljóss regluverks á Íslandi.
Orðspor Svisslendinga er
ekki beysið þegar kemur að
peningaþvætti. Landið er
vissulega með ímynd reglu-
festu og heiðarleika. Bankar í
Sviss hafa hins vegar verið
mörgum skálkaskjól sem hafa
viljað koma auði sínum undan
eftirliti heima í héraði.
UBS er síður en svo undan-
skilinn í þeim efnum. Í febrúar
dæmdi franskur dómstóll
bankann til að greiða rúmlega
fimm milljarða evra (690 millj-
arða króna) í sekt fyrir að
hjálpa viðskiptavinum sínum að
komast hjá því að greiða
skatta.
Þetta mál vefst vitaskuld
ekki fyrir FATF og gefur enga
ástæðu til þess að setja Sviss á
gráan lista, enda er regluverkið
í Sviss fullkomið. Það er bara
ekki farið eftir því. Hins vegar
má velta fyrir sér hvort ekki
væri nær að Ísland og aðrir
hættu viðskiptum við UBS en
að bankinn setji sig á háan hest
gagnvart Íslandi.
En vitaskuld þarf bankinn að
bjarga orðspori sínu og það
hljóta að fara hlýir straumar
um fjármálaheiminn að vita að
hann sé ekki með nein vett-
lingatök þegar kemur að Ís-
landi.
Á forsíðu Morgunblaðsins í
gær var síðan greint frá því að
Þróunarbanki Kýpur, Cyprus
Development Bank, hefði sett
Ísland á bannlista og lokað á
millifærslur til landsins.
Kýpur er þekkt skattaskjól
og í fréttum hefur oftsinnis ver-
ið fjallað um að rússneskir auð-
jöfrar og óligarkar hafi notað
fjármálastofnanir eyjarinnar
til að koma peningum sínum í
umferð.
Cyprus Development Bank
var stofnaður til að efla kýp-
verskt efnahagslíf í upphafi
sjöunda áratugar
20. aldar. Stofn-
endur voru kýp-
verska ríkið og
Fjárfestingarbanki
Evrópu. 2008 var
bankinn einka-
væddur og er því
ekki lengur í ríkiseigu.
Rússar eru meðal núverandi
eigenda bankans. Erfitt getur
verið að átta sig á eignarhaldi
banka, en á einum stað er
hermt að Ívan Míasín nokkur
hafi keypt Cyprus Develop-
ment Bank með illa fengnu fé
úr rússneska bankakerfinu.
Míasín var dæmdur í skil-
orðsbundið fangelsi um alda-
mótin fyrir rán. Í kjölfarið
gerðist hann atkvæðamikill í
bankageiranum í Rússlandi.
Þegar mest lét var hann ráð-
andi í 26 fjármálastofnunum
þar í landi í gegnum leppa og
milliliði. Allar þessar stofnanir
munu hafa misst leyfi sín, með-
al annars vegna gruns um pen-
ingaþvætti, og hafa talsverðar
upphæðir verið nefndar. Mías-
ín var þó ekki borinn sökum
opinberlega.
Það er því athyglisvert að
kýpverski bankinn skuli hafa
ákveðið nú um mánaðamótin að
breyta stefnu sinni um þóknan-
lega viðskiptavini með áður-
nefndum afleiðingum fyrir Ís-
lendinga í viðskiptum við hann.
Spurning hvað þetta þýðir fyrir
eigandann, en ef til vill er hann
ekki í viðskiptum við bankann.
Sú spurning kann að vakna
hjá lesandanum hvers vegna
verið sé að draga fram þessar
upplýsingar, jafnvel óstað-
festar, um bankana tvo.
Fyrir það fyrsta hefur komið
fram að ástæðan fyrir því að Ís-
land er komið á gráan lista
FATF er eingöngu að reglu-
verkið sé ekki í lagi hér á landi.
Ekki hafi verið bent á nein til-
vik um að aðstæður á Íslandi
hafi verið misnotaðar til pen-
ingaþvættis eða annars mis-
ferlis.
Vissulega er ámælisvert að
reglur skuli ekki hafa verið
uppfærðar á Íslandi og engin
ástæða til að verja það. Hins
vegar er rétt að benda á að í
gegnum peningaþvottavélar
heimsins fer upphæð, sem nem-
ur allt að fimm prósentum af
framleiðslu heimsins. Í þessum
stórþvotti er Ísland eins og
korktappi í Gullfossi. Engu að
síður beinir fyrirbæri, sem í
orði kveðnu segist berjast gegn
alþjóðlegu peningaþvætti,
kröftum sínum að Íslandi þann-
ig að bankar sem jafnvel eru
með allt niður um sig í þessum
málum geta slegið um sig með
því að setja Íslendingum stól-
inn fyrir dyrnar í viðskiptum.
Einhvern tímann hefði þetta
verið kallað að kasta grjóti úr
glerhúsi.
Banki í Sviss lokar
íslenskum reikn-
ingum og banki á
Kýpur setur Ísland á
bannlista}
Grjót úr glerhúsi
SVIÐLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Vísbendingar eru um aðbókaútgáfa á Íslandi séað taka við sér eftir mög-ur undanfarin ár. Eins og
Morgunblaðið hefur greint frá nam
tekjusamdráttur í bókaútgáfu
næstum 40% síðasta áratug. Fyrr
á þessu ári sýndu veltutölur bóka-
útgefenda loks vöxt á ný og mun-
aði þar mest um rafrænar áskrift-
artekjur sem koma frá
hljóðbókaveitunni Storytel.
Jólabókaflóðið er nú hafið og
virðist bjartsýni ríkja meðal útgef-
enda. Frumvarp
Lilju Alfreðs-
dóttur mennta-
málaráðherra
um endur-
greiðslu kostn-
aðar við útgáfu
bóka hefur blás-
ið þeim byr í
brjóst og útgáf-
an er veglegri nú
en oft áður.
„Það hefur
verið mikill meðbyr með bókinni
og bókaútgáfu í ár. Frumvarpið
um endurgreiðslu kostnaðar við
bókaútgáfu var sannarlega mikill
meðbyr og allra fyrstu greiðsl-
urnar eru væntanlegar inn á reikn-
inga útgefenda. Bara lagasetningin
sjálf í desember í fyrra hefur haft
áhrif á útgáfuna allt þetta ár. Það
eru bókaunnendur farnir að sjá
núna en við í bransanum höfum
lengi skynjað. Íslensk bókaútgáfa
hefur oft verið keyrð áfram af
bjartsýni og ástríðu og stundum
hefur kannski ekki alltaf verið
innistæða fyrir því. En núna er
eins og fari saman hljóð og mynd í
því,“ segir Heiðar Ingi Svansson,
formaður Félags íslenskra bókaút-
gefenda.
„Svo er auðvitað salan eftir.
Það eru ekki enn komnar tölur
sem hægt er að leggja út af en
miðað við umfjöllun og stemningu
– það er búið að vera fullt hús á
upplestrum á kaffihúsum til að
mynda – heldur þessi meðbyr með
bókinni áfram,“ segir formaðurinn.
Barnabækur í mikilli sókn
Bókatíðindum verður dreift í
hús 18. og 19. nóvember en þegar
er hægt að kynna sér jólaútgáfuna
á heimasíðu Félags íslenskra bóka-
útgefenda. Þar má til að mynda sjá
að 98 íslensk skáldverk koma út að
þessu sinni en þau voru 81 í fyrra.
Nemur aukningin 21%.
Heiðar segir að aukin útgáfa
barna- og unglingabóka veki sér-
staka eftirtekt þetta árið. Alls eru
107 ný skáldverk gefin út fyrir
börn og unglinga að þessu sinni en
þau voru 73 í fyrra. Aukningin
nemur 47%.
„Þarna skiptir máli að umfram
endurgreiðsluna var stofnaður nýr
sjóður, Auður, að frumkvæði
menntamálaráðherra sem hefur
sérstaklega styrkt útgáfu á barna-
og unglingabókum. Ég held að
endurgreiðslan, styrkirnir og
bjartsýnin skipti þarna máli en
kannski er umræðan um bóklestur
farin að skila sér. Vonandi erum
við líka komin að því að það sé vax-
andi áhugi foreldra á að halda bók-
um að börnum sínum. Bæði að lesa
fyrir þau og færa þeim lesefni sem
þau geta lesið sjálf.“
Heiðar segir að mikill vöxtur í
útgáfu ljóðabóka sé til marks um
gott grasrótarstarf í bókaútgáfu.
62 bækur sem innihalda ljóð og
leikrit koma út að þessu sinni og
nemur aukningin 51% frá fyrra ári.
„Það er ýmislegt að gerast í gras-
rótinni þó að stundum þurfi að
leggjast ofan í svörðinn til að sjá
það allt. Mér finnst þessi fjölgun í
útgefnum ljóðabókum forvitnileg
því það er nú ekki langt síðan
menn spáðu því að útgáfa ljóða-
bóka væri dauð.“
Loks meðbyr í bóka-
útgáfu eftir mögur ár
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bókaverslun Jólabókaflóðið er nú hafið og útgáfa barnabóka hefur aukist
umtalsvert frá fyrra ári. Skáldsögum og ljóðabókum fjölgar sömuleiðis.
Heiðar Ingi
Svansson
„Við gefum út 300 bækur á
þessu ári og nú eru um 1.200
íslenskir titlar á Storytel en
um 200.000 ef enskar og
skandinavískar bækur eru tald-
ar með,“ segir Stefán Hjör-
leifsson, framkvæmdastjóri
hljóðbókaveitunnar Storytel á
Íslandi.
Stefán segir að áskrifendum
Storytel hafi fjölgað um 100%
á þessu ári. „Starfsemi Story-
tel er ekki eins árstíðabundin
og hjá öðrum útgefendum. Við
leggjum því ekki áherslu á
jólabókaflóð sem slíkt. Við er-
um þó með eitthvað af titlum
sem koma samtímis út hjá
okkur og á prenti og nokkra
titla sem koma út fyrst sem
hljóðbækur hjá Storytel,“ segir
Stefán en hægt er að kaupa
gjafapakka með Storytel-
áskrift fyrir jólapakkana. „Það
er nefnilega auðveldara að
pakka inn 10.000 bókum en
fólk heldur,“ segir Stefán,
kankvís að endingu.
300 hljóð-
bækur í ár
MIKILL VÖXTUR STORYTEL
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
N
ýtt frumvarp um Menntasjóð
námsmanna felur í sér
grundvallarbreytingu á
stuðningi við námsmenn. Það
mun leiða til betri fjárhags-
stöðu námsmanna og skuldastaða þeirra að
námi loknu mun síður ráðast af fjöl-
skylduaðstæðum, þar sem foreldrar í námi
fá fjárstyrk en ekki lán til að framfleyta
börnum sínum. Þá er innbyggður í kerfið
mikill hvati til bættrar námsframvindu,
með 30% niðurfærslu á höfuðstól og verð-
bótum ef námi er lokið innan tiltekins tíma.
Það stuðlar að betri nýtingu fjármuna, auk-
inni skilvirkni og þjóðhagslegum ávinningi
fyrir samfélagið. Ennfremur munu náms-
menn njóta bestu lánskjara ríkissjóðs Ís-
lands hjá Menntasjóði námsmanna og
námsaðstoðin, lán og styrkir, verður undanþegin lög-
um um staðgreiðslu opinberra gjalda.
Með frumvarpi um Menntasjóð námsmanna er
brugðist við þeim umfangsmiklu breytingum sem
orðið hafa á íslensku menntakerfi, námsumhverfi og
samfélaginu öllu. Nýtt kerfi miðar að því að jafna
stuðning og dreifingu styrkja ríkisins til námsmanna
sem taka námslán, með félagslegum stuðningssjóði.
Sérstaklega verður hugað að hópum sem
reynst hefur erfiðara að sækja nám s.s.
einstæðum foreldrum, fjölskyldufólki og
námsmönnum utan höfuðborgarsvæðisins.
Með þessari kerfisbreytingu viljum við
auka gagnsæi, fyrirsjáanleika og skipta
gæðum með jafnari og réttlátari hætti
milli námsmanna.
Þá er leitast við að bæta þjónustu við
námsmenn í nýju kerfi með því að heimilt
verður að greiða út námslán mánaðarlega,
lánþegar geta þar valið við námslok hvort
þeir endurgreiði lán sín með verðtryggðum
eða óverðtryggðum skuldabréfum og valið
að endurgreiða námslán með tekjutengd-
um afborgunum séu námslok lánþega áður
eða á því ári er þeir ná 35 ára aldri.
Menntun er lykillinn að framtíðinni. Á
okkur hvílir sú skylda að horfa fram á við, setja
metnaðarfull markmið og tryggja að námsstuðningur
hins opinbera stuðli að jafnrétti til náms. Ég trúi því
að með frumvarpi um Menntasjóð námsmanna sé
stigið mikið framfaraskref, sem eigi eftir að nýtast
námsmönnum vel, atvinnulífinu og samfélaginu öllu.
Lilja
Alfreðsdóttir
Pistill
Réttlátur stuðningur við námsmenn
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen