Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 Haustganga Fátt er meira hressandi en að fara í heilsubótargöngu í haustblíðunni, sér í lagi þegar umhverfið er eins fallegt og í þessum skógi við Sveinseyri í nágrenni Varmár. Eggert Við Íslendingar höf- um notið þess að marg- ir útlendingar sem lögðu leið sína hingað á liðnum öldum sögðu frá reynslu sinni á eft- irminnilegan hátt í rit- uðu máli. Margar slík- ar ferðasögur hafa verið þýddar og gefnar út, oft myndskreyttar á þeirrar tíðar vísu. Upp í hugann koma frá 19. öld nöfn manna eins og Ebenezers Hendersons, Konrads Maurers og Williams Collingwoods og frá 20. öld myndir og frásagnir þýskra ferða- langa frá millistríðsárunum sem birtust í ritinu Úr torfbæjum inn í tækniöld (Örn og Örlygur 2003). Við áttum vart von á því að enn myndu bætast í þennan hóp einstaklingar sem ekki var áður kunnugt um og hefðu einhverju marktæku að miðla um land og þjóð. Nú hefur nafn Eng- lendingsins Pikes Wards (1856-1937) hins vegar óvænt birst okkur, tengt bæði máli og myndum frá því um 1900 og árunum fram að fyrri heims- styrjöld. Ward var Íslendingum áð- ur að góðu kunnur af störfum sínum sem fiskkaupmaður hérlendis um og eftir aldamótin 1900, og einnig vegna safns síns af gömlum munum sem Þjóðminjasafnið fékk til varðveislu þegar ár- ið 1950. Dagbækur Wards spennandi lesning Í fyrra kom út hjá Ampora Press bókin The Icelandic Advent- ures, sem hefur að geyma dagbókar- færslur Pikes Wards frá árinu 1906. Handrit með þeim fundust fyrst árið 2016 í geymsluhólfi á heimili eins afkom- anda hans. Bókin er rit upp á rúmar 200 blaðsíður og hefur að geyma texta úr þremur dagbókarhand- ritum Wards frá dvöl hans á Íslandi þetta ár frá mars til nóvember. Hér- lendis hafði hann þá dvalið lang- dvölum ár hvert allt frá fyrstu heim- sókn sinni hingað 1893. Starfsemi hans sem fiskkaupmanns teygði sig víða um land, en fyrstu árin hafði hann aðalaðsetur sitt í Reykjavík, færði sig til Hafnarfjarðar 1898, en árið sem hann skrifar dagbókina gerir hann aðallega út frá þremur stöðum: Reykjavík, Ísafirði og Seyð- isfirði. Hann lærði íslensku og hafði íslenska aðstoðarmenn og hesta- sveina í ferðum sínum víða um land. Árið 1899 gerði hann út togarann Utopia frá Hafnarfirði með breskri áhöfn sem ekki reyndist vandanum vaxin og enga Íslendinga var þá að hafa til slíkra starfa. Þegar hann byrjar dagbókina 1906 er hann að leggja upp í ferð með s/s Vestu frá Englandi til Berufjarðar (Djúpa- vogs) í hörku vetrarveðri. Þaðan var haldið áfram norður um land allt til Reykjavíkur með viðkomu á mörg- um stöðum. Í Reykjavík og nágrenni dvaldi Pike fram í miðjan maí, fór þá til Ísafjarðar en í byrjun júlí lá leiðin til Seyðisfjarðar. Þaðan hélt hann um Fjarðarheiði upp á Hérað og áfram til Vopnafjarðar og Bakka- fjarðar. Seyðisfjarðarþátturinn fær mest rúm í dagbókinni, enda ekki haldið þaðan suður fyrr en um miðj- an október. Meðan Ward dvaldi á Seyðisfirði fékk Ísland síma- samband við umheiminn. – Dagbók hans er skemmtileg aflestrar, með glöggum lýsingum á daglegu lífi, mataræði og aðbúnaði fólks. Þrátt fyrir gagnrýni og góðlátlegt grín leynir sér ekki samúð og velvilji hans í garð heimamanna. Vonandi er þess ekki langt að bíða að þetta rit birtist okkur á íslensku. Ward sem fjölhæfur áhugaljósmyndari Nýlega bárust Þjóðminjasafni Ís- lands frá Devon Heritage Centre í Exeter sýnishorn af ljósmyndum Wards sem þar er að finna í átta úr- klippubókum frá hans hendi. Þetta reyndist vera mikill fengur sem varð til þess að Ljósmyndasafn Íslands gerði sýningu um hann sem opnuð var 20. október sl. undir fyrirsögn- inni Með Ísland í farteskinu. Það var ævintýri líkast að hlýða á Ingu Láru Baldvinsdóttur sviðsstjóra segja frá og leiða gesti um sýninguna við opn- un hennar. Ásamt henni vann að sýningunni Kristín Halla Baldvins- dóttir. Glöggar upplýsingar fylgja hverri mynd og munum úr fórum Wards. Hann birtist mönnum þarna sem reyndur og fær áhugaljósmynd- ari sem á margan hátt fyllir í sögu- lega eyðu með fjölbreyttu myndefni víða að af landinu. Sem vænta má er þarna að finna fjölda mynda af at- vinnulífi við sjávarsíðuna, konum í erfiðisvinnu og körlum á sjó, en líka tækifærismyndir af óvenjulegum viðburðum eins og brúðkaups- skrúðgöngu í Reykjavík 1895, nið- urdýfingarskírn á Ísafirði 1910, hárklippingu á sýslumanni úti fyrir Hótel Seyðisfirði og ljósmyndatöku framan við Lúðvíkshúsið gamla á Norðfirði. Fjölda margbreytilegra húsa úr timbri og torfi frá upphafi 20. aldar bregður hér fyrir, t.d. af bænum á Miðhúsum á Héraði. Hér sjást bátar og skip af öllum stærðum og næstelsta bifreið hérlendis, Grundarbíllinn frá 1909, er vel sýni- legur. Margbreytilegar manna- myndir auka á fjölbreytnina, t.d. af eina lögregluþjóni landsins 1896, af Jóni fótalausa og af Jónasi Mána dyraverði Alþingis. Margar úrklipp- ur úr breskum blöðum þessa tíma með frásögnum frá Íslandi auka á fjölbreytni sýningarinnar sem og munir úr safni Wards. Hann tók einnig svonefndar stereó- eða þrí- víddarmyndir sem horft var á í sér- stökum kíkjum og opnuðust þá óvæntir töfraheimar. Sá sem þetta skrifar minnist slíks galdratækis úr æsku sinni eystra. – Þess er að vænta að margir leggi leið sína á þessa frábæru sýningu í Þjóðminja- safninu, þar á meðal fólk sem víðast að af landinu. Eftir Hjörleif Guttormsson »Dagbók Wards er skemmtileg aflestrar með glöggum lýsingum á daglegu lífi, mataræði og aðbúnaði fólks. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Ljósmyndir og dagbækur Pikes Wards eru óvæntur fjársjóður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.