Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 Nýjar 4. herbergja sérhæðir með stórri verönd, með eða án bílskúrs. Vandaðar fullbúnar eignir, sem skilast með gólfefnum og tækjum. Verð frá 49.500.000.- Júlíus M. Steinþórsson s. 899 0555 Löggiltur fasteignasali Jóhannes Ellertsson s. 864 9677 Löggiltur fasteignasali Leirdalur 15-21, 260 Reykjanesbær Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Hagstæð seljendalán í boði Ég kemst í gott skap þegar ég heyri Skagfirðinga syngja.Fyrir tveimur vikum fór ég að hlusta á Geirmund Valtýs-son og hjómsveit hans á aukatónleikum í Salnum í Kópa-vogi fyrir troðfullu húsi í tilefni af því að sextíu ár eru liðin frá því að hann hóf sinn tónlistarferil. Það var ekki amalegt að sjá og heyra sjálfan sveiflukónginn og bindindismanninn syngja „Nú er ég léttur og orðinn nokkuð þéttur“ – eigið lag og texta. Þakið ætlaði að rifna af Salnum. Kvöldið eftir lék Geirmundur fyrir dansi á Kringlukránni en ók svo norður til að sinna búinu á Geirmundarstöðum eins og ekkert hefði ískorist. Fleiri komu með Skaga- fjörð á bakinu á höfuðborg- arsvæðið þessa helgi. Álfta- gerðisbræður fylltu Eldborgina í Hörpu tvívegis og allt ætlaði vitlaust að verða. Óskar kynnti atriðin og sagði örsögur eins og Skagfirðingum er lagið, sbr. svipmyndina sem hann brá upp af Skagfirðingi sem kom frá útför bróður síns á Siglufirði og sagði: „Nú erum við allir dánir bræðurnir nema ég og systir mín.“ Um annan Skagfirðing, að vísu aðfluttan, sagði Óskar að sá hefði „góða fjarveru“. Á fjórum dögum héldu „Álfta- gerðisenglarnir“ ferna tónleika, sungu við eina jarðarför á Sauðár- króki og skemmtu í níræðisafmæli brottflutts Skagfirðings. Óku svo norður síðasta tónleikakvöldið – og voru „á felgunni“ eins og Sigfús komst að orði þegar heim var komið um nóttina. Skagfirðingar vilja stundum eigna sér það sem þeir kannski eiga ekki beint. Þannig eigna þeir sér Gyrði Elíasson enda er hann alinn upp á Sauðárkróki. Sömu helgina og Skagfirðingarnir sungu í stærstu sölunum syðra kom út nýtt smásagnasafn hans, Skuggaskip. Sögur Gyrðis leita á hugann. Einhver hefur sagt að þær séu þunglyndis- legar. Það er ekki alls kostar rétt, þó undiraldan geti verið ógnvænleg, því það glittir alls staðar í þetta kómíska við lífið, kaldranalegt í bland, eins og það þegar gulir steypubílar runnu út um hlið steypustöðvar- innar „hver á eftir öðrum, fullir af steypu – eins og stjórnmálamenn rétt fyrir kosningar“ (bls. 127). Gula hættan heitir sagan, ég segi ekki meira. Gyrðir hefur oft lagt til skemmtileg nýyrði og nýmerkingar, sbr. það þegar hann heyrði af orðinu „lík“ fyrir „like“ á sveitasímanum (feisbók); þá bætti hann „líkþrá“ og „líkfylgd“ við í nýrri merkingu: Hversu mörg okkar þrá ekki „líkin“ eftir að við höfum sett einhverja snilld á sveitasímann? Og „líkfylgdin“ stækkar eftir að við höfum sótt okkur hundruð ef ekki þúsundir „vina“. Þegar ég bjó á Sauðárkróki fékk ég stundum nemendur til að snúa út úr þekktum ferskeytlum. Einn nemendanna brást svona við: Einu sinni sá ég hest sem var úti að bíta; það var sem mér þótti verst þegar hann fór að sk… Og hér er loks lítil þraut: Finnið þrjár merkingar út úr þessari stafarunu sem er borin svona fram: [UMÁLIÐ]. Ekki kíkja strax á svarið! Svar: ummálið, um málið, um álið Skagfirska sveiflan Tungutak Baldur Hafstað hafstad.baldur@gmail.com Með spurningunni hér að ofan er átt við hvaðsé að „okkur“ sem samfélagi. Í fréttum síð-ustu daga hafa hrannast upp mál sem bendatil þess að við eigum við að etja einhverja óáran sem snýr að mannlegum samskiptum í okkar litla samfélagi. Að því sama var vikið hér á þessum vettvangi fyrir nokkrum vikum en frá þeim tíma hefur staðan versnað. Það á alla vega við um Reykjalund. Enn hefur almenn- ingur ekki fengið neinar viðunandi skýringar á því hvað þar er á ferð. Þeir sem þekkja Reykjalund af eigin raun eða vegna aðstandenda vita mætavel að þetta er frábær umönnunarstofnun. En hvað í ósköpunum er þar á ferð undir yfirborðinu í málefnum starfsmanna? Að undanförnu hafa borizt fréttir af allt að því svæsnu ástandi í starfsmannamálum Vinnueftirlitsins. Hvað er það sem kemur þessu af stað, hvort sem er á Reykjalundi eða hjá Vinnueftirlitinu? Þessar tvær stofnanir eru ekki einangruð fyrirbæri. Hið sama hefur gerzt alltof víða, að- allega hjá opinberum aðilum. Og nú síðast kemur upp enn eitt málið, sem snýr að Útlendinga- stofnun. Spurningin um þá sem leita hér alþjóðlegrar verndar er eitt. Það er margt sem bendir til að mafíuhópar í suðlæg- um Evrópulöndum standi að baki komu sumra sem hingað koma og leita sér verndar. Það er að fólkið hafi borgað mafíunum peninga til að koma sér hingað. Annað er framkoma okkar við fólkið þegar hingað er komið. Það hafa engin skynsamleg rök verið færð fyrir því að það hafi verið svo óskaplega nauðsynlegt að leggja það á þungaða konu frá Albaníu að lenda í þeim hrakningum sem brottflutningur hennar frá landinu óumdeilanlega var. Getur verið að fólki sé bara sama um annað fólk? Þeir sem þannig hugsa ættu að hugsa sig um tvisvar. Enginn veit hvenær hið sama snýr að manni sjálfum. En vandinn snýst ekki bara um opinberar stofnanir eða útlendinga. Þess verður vart í innra starfi einstakra stjórnmála- flokka að umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra fer þverrandi. „Af hverju fer hann ekki bara úr flokknum“ er spurn- ing sem er að verða nánast óhugnanlega algeng þegar skoðanamunur er á milli flokksmanna í einstökum flokk- um um menn eða málefni. Hvers konar viðhorf er þetta í lýðræðisríki, þar sem skoðanafrelsi og tjáningafrelsi er bundið í stjórnarskrá? Fólk sem leyfir sér að hafa aðra skoðun en flokks- félagar upplifir viðbrögðin jafnvel á þann veg að viðkom- andi sé lagður í einelti. Það er kominn tími til að stinga á graftarkýlinu, eins og gamall samstarfsmaður minn á Morgunblaðinu fyrr á tíð sagði stundum þegar honum ofbauð það sem var að gerast í kringum okkur – í mannlegum samskiptum. Með því er einfaldlega átt við að galopna þessi mál. Að starfsfólkið á Reykjalundi segi frá því hvað þar er raun- verulega að gerast. Að starfsmenn Vinnueftirlitsins geri það sama. Að þeir sem eru lagðir í einelti vegna skoðana sinna innan einstakra stjórnmálaflokka segi frá því og hverjir eru þar að verki. Þetta er eina leiðin til þess að koma í veg fyrir svona háttalag. Það er alveg sama hvort um er að ræða opinberar stofnanir, stjórnmálaflokka eða hvaða aðrar einingar sem er í samfélaginu: Svona ástand eitrar út frá sér og veldur þvi að sumir segja: Af hverjum eigum við að halda áfram að búa hér á þessari eyju? Af hverju ekki að fara bara til Spánar – þar sem er augljóslega ódýrara að búa. Ekkert okkar vill búa í slíku samfélagi en samt heldur þetta áfram. Ætli séu til sálfræðingar sem hafa sérhæft sig í sál- fræði þjóða? Það væri forvitnilegt að fá einhvern hóp íslenzkra sálfræðinga, sem hér hafa búið og þekkja því þjóðfélagið af eigin raun, til þess að leggja mat á ástand þjóðarsálarinnar. Þetta er ekki sagt í gríni heldur í fullri alvöru. Við erum á góðri leið með að gera samfélag okkar að einhvers konar forarpytti ef við tökum ekki á þessu. Þó að það sé að sumu leyti fáránlegt að segja það er staðreyndin samt sú að mannleg samskipti í okkar litla samfélagi eru að komast á það stig að það er orðið brýnt að þau komist á dagskrá þjóðfélagsumræðna. Það er margt sem hrjáir fólk hér. Um daginn var mér sagt að 70-80% fanga á Litla-Hrauni hefðu þjáðst af les- blindu í æsku. Í lesblindu var að finna skýringu á því að þeir áttu erfitt uppdráttar í skóla án þess að nokkur gerði sér grein fyrir því. Af hverju þarf einn að ná sér niðri á öðrum? Er það öryggisleysi úr æsku? Er það minnimáttarkennd af öðrum ástæðum? Er það áfengissýki, sem er sennilega mesti bölvaldur sem til er í lífi fólks? Og svo er talið mikilvægt að auka „frelsi“ í viðskiptum með það eitur! Nú orðið er spurningum fjölmiðlafólks til ráðamanna um svona mál yfirleitt svarað með því annaðhvort að það megi ekki ræða einstök mál eða að öllum verkferlum hafi verið fylgt. Þessi klisjukenndu svör eru orðin úrelt. Við verðum að „stinga á graftarkýlinu“ og tala út um þessi mál. Og það er ágætt að byrja strax. Segja þjóðinni frá því hvað raunverulega er á ferðinni á Reykjalundi. Segja þjóðinni hvað raunverulega er á ferð hjá Vinnu- eftirlitinu eða öðrum opinberum stofnunum þar sem svona mál koma upp. Einsetja okkur að umgangast fólk frá öðrum löndum, sem á bágt, með virðingu og væntumþykju – ekki bara í orði heldur á borði. Það á að skipta okkur jafn miklu máli og þau. Hvað er að „okkur“? Viljum við láta um- gangast „okkur“ svona? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Berlínarmúrinn féll fyrir réttumþrjátíu árum, en sigur vestur- veldanna í kalda stríðinu var ekki síst að þakka festu, framsýni og hyggindum þeirra Ronalds Reagans og Margrétar Thatcher. Þó var sagt fyrir um þessi endalok löngu áður í bók, sem kom út í Jena í Þýskalandi 1922, Die Gemeinwirtschaft eftir Ludwig von Mises, en þar rökstuddi hann, að kommúnismi gengi ekki upp. Þess vegna yrðu kommúnistar að grípa til kúgunar. Kúgunin fór þó alveg fram hjá átta manna sendinefnd frá Íslandi á svokölluðu heimsmóti æskunnar í Austur-Berlín í júlílok 1973. For- maður nefndarinnar var Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur, og í skýrslu hennar var æskulýðs- samtökum kommúnista þakkaðar „frábærar móttökur og vel skipulagt mót“. Enn sagði í skýrslu þeirra Þorsteins: „Þjóðverjarnir, sem við hittum, voru yfirleitt tiltakanlega opnir, óþvingaðir og hrokalausir.“ Auðvitað voru öll slík samtöl þaul- skipulögð og undir ströngu eftirliti. En á sama tíma voru fimm ungir lýð- ræðissinnar staddir í Vestur-Berlín. Einn þeirra var Davíð Oddsson laga- nemi. Eftir að hann las skýrslu þeirra Þorsteins skrifaði hann í Morgunblaðið, að hann hefði allt aðra sögu að segja úr stuttri heim- sókn til Austur-Berlínar. Þetta væri lögregluríki, umkringt gaddavírs- girðingu og múr. Tveir ungir Íslendingar við múr- inn: annar klappaði svo kröftuglega uppi í salnum fyrir gestgjöfum sín- um, að kvalastunurnar niðri í kjöll- urum leynilögreglunnar drukknuðu í hávaða; hinn lagði við hlustir og heyrði hjartsláttinn í fangaklef- unum. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Við múrinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.