Morgunblaðið - 09.11.2019, Page 29

Morgunblaðið - 09.11.2019, Page 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 Íslenska liðið sem tók þátt í Ól-ympíumóti 16 ára og yngri íCorum í Tyrklandi fékkst viðeitt mest krefjandi verkefni sem hægt er að hugsa sér í þessum aldursflokki. Eins og getið var um í síðasta pistli var íslenska liðið hið eina frá Norðurlöndunum og V- Evrópuþjóðirnar sátu heima ef und- an er skilin portúgalska sveitin. Alls voru þátttökuþjóðirnar 48 talsins og niðurstaðan varð sú að Aserbaídsjan sigraði með 16 stig, Úsbekistan varð í 2. sæti með 15 stig og Hvít-Rússar fengu bronsið með 14 stig. Þó að íslenska liðið hafi fallið nið- ur í 31. sæti með tapi í lokaumferð- inni var árangurinn vel ásættan- legur þegar horft er til þess að fjórir liðsmenn bættu ætlaðan árangur sinn. Bestum árangri náði Vignir Vatnar Stefánsson, sem hlaut 6 vinninga af 9 mögulegum og var traustur á 1. borði. Næstur kom Stephan Briem með 5½ vinning af 9 á 2. borði. Batel Goitom skilaði góð- um árangri, en í hverri sveit var a.m.k. ein stúlka. Hún vann tvo mun stigahærri andstæðinga og hækkaði um samtals 54 Elo-stig. Benedikt Briem hækkaði einnig lítillega en Al- exander OIiver Mai var seinheppinn en mér sýndist litlu muna að hann næði að landa mun fleiri vinningum. Í 7. umferð unnu Íslendingar góðan 3½ : ½ sigur á öflugri stúlknasveit Tyrklands. Þá var þessi skák tefld: Filipa Piparas – Batel Goitom Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Be2 O-O 6. Be3 e5 7. d5 Ra6 8. g4 Rc5 9. f3 h5 10. g5 Rh7 11. h4 f6 12. gxf6 Bxf6 13. Bf2 a5 14. Kd2?! Skrítinn leikur. Hægt var að koma kónginum í skjól með því að leika 14. Dd2 og hrókera síðan langt. 14. ... c6 15. Kc2 a4 16. De1 Bg7 17. Rh3 Bd7 18. Dg1 Df6 19. Hd1 Hfd8 20. Be3 a3 21. b3 Ra6 22. Rg5 Rb4 23. Kb1 Hdc8 24. Rxh7 Hvíta staðan er betri því að leiðir til gegnumbrots á drottningarvæng eru ekki greiðar. Hér var 24. c5! mun sterkara og svarta staðan er erfið. 24. ... Kxh7 25. Bg5 Df8 26. De3 c5 27. Hdg1 Bf6 28. Hg3 De7 29. Hhg1 Hg8 30. Df2 Haf8 31. Dg2 Df7! Svartur hefur náð að verja g6- veikleikann og á betri möguleika því að eftir uppskipti á g5 situr hvítur eftir með hinn lélega biskup á e2. 32. Dh1 Bxg5 33. Hxg5 Df4 34. Hd1 De3 35. De1 Df4 36. Df2? Bg4! 37. Rb5 Reynir að ná mótspili en það er of seint. 37. ... Dxe4+! 38. fxe4 Hxf2 39. Bxg4 Hb2+ 40. Kc1 - og gafst upp um leið því að næsti leikur svarts er 40. ... Rxa2 mát. Rússar Evrópumeistarar Rússar unnu langþráðan sigur í Evrópukeppni landsliða sem lauk í Batumi í Georgíu um síðustu helgi. Þeir unnu Pólverja í síðustu unferð en Úkraínumenn sem voru jafnir Rússum urðu að gera sér jafntefli að góðu gegn Króötum, hlutu 14 stig og silfrið. Englendingar hrepptu bronsið. Íslenska liðið vann Kósóvó 3:1 í síðustu umferð og hafnaði 21. sæti af 40 liðum. Frammistaðan er lakari en oftast áður og einungis Guðmundur Kjartansson náði að bæta ætlaðan árangur sinn. Liðsstjórinn Ingvar Þ. Jóhannesson fór þá leið að gefa efni- legum skákmanni, Degi Ragnars- syni, tækifæri til að spreyta sig. Var það góð ákvörðun. Á umræðuvett- vangi skákmanna hefur verið gagn- rýnt að Hjörvar Steinn Grétarsson var ekki valinn þó að hann hafi gefið kost á sér í liðið. Þrír aðrir skák- menn með yfir 2.500 Elo-stig sátu líka heima að þessu sinni. Krefjandi verk- efni í Tyrklandi Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Heimasíða Teflt til sigurs Íslenska liðið f.v. Vignir Vatnar Stefánsson, Stephan Briem, Alexander Oliver Mai og Batel Goitom unnu Tailendinga 2½ : 1½. Ari fróði Þorgilsson fæddist 1067. Foreldrar hans voru hjón- in Þorgils Gellisson, bóndi á Helgafelli, og Jóreiður, líklega Hallsdóttir Þórarinssonar, bónda í Haukadal. Þegar Ari var sjö ára var hon- um því komið í fóstur hjá Halli í Haukadal og var hjá honum næstu 14 árin. Teitur Ísleifsson, ættfaðir Haukdælinga, var þar prestur. Hann kom á fót skóla í Haukadal og kenndi sveinum þar til prests. Ari var nemandi hans, hlaut klassíska menntun og lærði latínu en nam einnig ýmsan annan fróðleik. Að námi loknu var Ari vígður af Gissuri biskupi Ísleifssyni og gerðist prestur á Stað á Öldu- hrygg, sem nú heitir Staða- staður, en lítið er vitað um ævi hans eftir það. Börn Ara voru Þorgils prestur á Stað og Hall- fríður. Ari skrifaði Íslendingabók en í henni er skráð saga íslensku þjóðarinnar frá upphafi til um 1120. Á dögum Ara var latína al- þjóðamál lærðra manna, en hann kaus að rita á tungu þjóð- ar sinnar og markaði með því stefnu í upphafi íslenskrar bók- menningar. Hann mun einnig hafa skrifað eða átt þátt í frum- gerð Landnámu. Ari fróði lést 9.11. 1148. Merkir Íslendingar Ari fróði Þorgilsson Íslendingabók Handrit frá 17. öld, en Ari skrifaði sagnfræði- ritið á fyrri hluta 12. aldar. Reykjavik Raincoats LAUGAVEGUR 62, 101 RVK www.reykjavikraincoats.com info@reykjavikraincoats.com Sími: 5711177 Takk, Þorgerður Katrín, fyrir grein þína í Morgunblaðinu 5. nóvember sl. Það er tólf mánaða bið í boði heilbrigðis- ráðherra eftir lið- skiptaaðgerð á Ís- landi. Er það ásættanlegt að hið íslenska vel- ferðarkerfi skuli kjósa að hafa þetta ástand svona fyrir þennan hóp sjúklinga? Að fólk með nokkuð algengan kvilla skuli þurfa að þjást og bíða eftir aðgerð í allt að tólf mánuði? Það merkilega við þetta ástand er að það er algerlega á ábyrgð heil- brigðisráðherra. Ríkið greiðir nefni- lega fyrir aðgerðir erlendis frekar en nýta íslenska krafta. Það er óskiljanlegt að heilbrigðisráðherra geti réttlætt það að greiða erlend- um klínikum fyrir aðgerðir sem ís- lenskir sérfræðingar bjóða upp á hér á landi með fullkominni að- stöðu. Hvað veldur? Fyrir þann sem stendur frammi fyrir þeim læknisúrskurði að lið- skiptaaðgerð sé nauðsynleg eru þrír kostir í boði. Í fyrsta lagi bíða og þjást með sinn kvilla í tólf mánuði. Í öðru lagi fara til útlanda og fá þessa aðgerð framkvæmda þar fyrr, með því umstangi sem því fylgir, löngum ferða- lögum og óþægindum. Í þriðja lagi greiða fyr- ir aðgerðina úr eigin vasa og fá þar með skjóta og góða þjón- ustu hér á landi. Það er líklegt að margir muni reyna að skrapa saman spari- peningana sína til að taka þann kostinn. Maður skilur ekki hvað liggur að baki þeirri ákvörðun heilbrigðisráðherra að leysa ekki úr þessum vanda snarlega þar sem henni væri það í lófa lagið. Það eru mörg hundruð manns á biðlistum eftir liðskipta- aðgerð. Það er sársaukafullt að ganga með þann sjúkdóm sem ekk- ert er við að gera nema liðskipti. Það er alveg ótrúlegt að ástandið skuli vera svona í þessari grein læknisfræðinnar hér á landi, að óþörfu. Tólf mánuðir í boði heilbrigðisráðherra Eftir Kristján Baldursson Kristján Baldursson »Ríkið er nefnilega að greiða fyrir aðgerðir erlendis frekar en nýta íslenska krafta. Höfundur er eldri borgari. kribald@gmail.com Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.