Morgunblaðið - 09.11.2019, Page 32

Morgunblaðið - 09.11.2019, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 ✝ Emil Þór Guð-björnsson fæddist á Þórshöfn á Langanesi 15. júlí 1952. Hann lést á St. Franciskusspít- ala í Stykkishólmi 29. október 2019. Foreldrar hans voru Guðbjörn Jós- íasson, f. 12.3. 1921, d. 15.1. 2010 og Aðalbjörg Guð- mundsdóttir, f. 20.1. 1925, d. 10.10. 2012. Systkini Emils Þórs eru: Gunnar Sigurðsson, f. 24.8. 1942, Guðmundur Hólm, f. 7.6. 1945, d. 19.2. 2017, Reynir Eð- varð Guðbjörnsson, f. 26.6. 1946, d. 1.3. 2010 og Ester Guð- björnsdóttir, f. 16.4. 1961. Emil bjó fyrstu sex ár ævinnar á Þórshöfn. Árið 1958, þá sex ára, fluttist hann með foreldrum sín- um í Gróðrarstöðina á Akureyri þar sem faðir hans starfaði sem ráðsmaður hjá Tilraunastöð rík- isins. Þar var m.a. stunduð nautgriparækt, kartöflurækt og allur búskapur sem því fylgdi. Emil tók virkan þátt í þeim störfum. Árið 1970 fluttist fjölskyldan í Áshlíð 11 sem Guð- björn byggði, með aðstoð Emils. Þann 19. júlí 1975 kvæntist Emil Hrafnhildi Jónsdóttur, f. 20.7. 1953, dóttur hjónanna Bjarndísar Þorgrímsdóttur, f. 28.5. 1930 og Jóns Lárusar Bæringssonar, f. 25.2. 1927, d. 17.6. 2010. Börn Emils og Hrafnhildar eru: 1) Bjarndís, f. 30.3. 1975, eiginmaður: Magnús Ingi Bæringsson, börn þeirra: Hrafnhildur, Dagný Inga og Bæring Breiðfjörð. 2) Guðbjörn, f. 22.6. 1979, eiginkona: Sabine Marlene Sennefelder, börn þeirra: Emil Þór og Óðinn Pankraz. 3) Dagur, f. 22.8. 1981, eiginkona: Þóra Stefánsdóttir, börn þeirra: Bæring Nói, Birna Maren og Bjarndís Emma. 4) Jón Sindri, f. 12.2. 1989, eiginkona: Heiða María Elf- arsdóttir, börn þeirra: Hafdís Birna og Hrafn Ágúst. Emil Þór lærði skipasmíði í Iðnskólanum á Ak- ureyri og vann í Slippnum. Hann stundaði grásleppuveiðar með föður sínum á vorin frá Þórshöfn og við Flatey á Skjálf- anda, þar sem búið var í bátnum og söltuð hrogn í verstöð. Árið 1974 fluttist Emil til Reykjavík- ur og vann þar við húsasmíði. Loks fluttu þau hjónin í Stykk- ishólm árið 1977 þar sem þau reistu sér hús í Neskinn 6. Þar bjuggu þau til ársins 1991 þeg- ar þau fluttu á Sundabakka. Í Hólminum vann Emil m.a. við smíðar í Öspinni og Skipavík. Hann kom víða við í húsbygg- ingum og um tíma sem bygg- ingarverktaki. Emil setti á fót veiðar og vinnslu á ígulkerum og starfaði um tíma sem verk- stjóri í kavíarverksmiðju Noru/ Agustsson. Hann var með út- gerð og stundaði grásleppu- veiðar flest sumur og hafði dálæti á. Hestamennsku stund- aði Emil af miklum krafti í Stykkishólmi og byggði sér veg- legt hesthús. Fyrir rúmum tveimur árum fluttu hjónin á Hjallatanga 44 þar sem hann hafði reist myndarlegt hús við sjóinn. Útför Emils Þórs fer fram í Stykkishólmskirkju í dag, 9. nóvember 2019, og hefst athöfn- in kl. 15. Í dag kveðjum við pabba harmi slegin og engan veginn tilbúin að takast á við það stóra skarð sem hann skilur eftir, en það er ekki spurt að því. Pabbi var hug- myndaríkur með eindæmum, fór oft á flug með sínar hugmyndir og ómögulegt að vita hvað honum gat dottið í hug. Við eigum eftir að sakna þess að geta leitað ráða hjá pabba, því aldrei kom maður að tómum kofunum. Minnisstætt er t.d. þegar hann reddaði skíðum í hvelli fyrir Dísu með því að saga aftan af skíðunum hennar mömmu svo þau pössuðu henni. Það var sjaldan einfalda leiðin sem varð fyrir valinu, það þurfti helst að vera smá bras og enn betra var að vera svolítið sniðugur og nýta það sem til var. Hann sagði oft „það er ekkert að þessu“, sérstaklega þegar við vorum að losa okkur við eitthvað sem við höfðum ekki not fyrir lengur. Ef það var í lagi með hlutina þótti það yfirleitt næg ástæða til að nota þá. Ekki þurfti alltaf að kaupa nýtt og stundum þurfti yfirhöfuð ekkert að kaupa. Gott dæmi um það er grillið sem hann hlóð úr múrstein- um og notaði grindina úr bakara- ofninum. Við búum vel að öllu því sem hann kenndi okkur og enginn vafi á að hann átti eftir að kenna okkur fleira. Nægjusemi kemur fljótt upp í hugann, hann sagði gjarnan að það skipti ekki máli hversu mikið þú aflar, heldur hvernig þú eyðir. Þegar kom að stærri fjár- festingum hafði hann fyrir reglu, sem hann reyndi að temja okkur systkinunum líka, að spyrja sig: „Get ég verið án þess?“ Þrátt fyrir nægjusemi var hann alltaf vak- andi fyrir sniðugum tækifærum og hafði mikla ánægju af því að gera góð kaup, án þess þó að eyða í vitleysu. Hann vildi helst gera hlutina sjálfur, því annars gætu þeir klikkað og ekki þótti honum verra að ná okkur með sér. Við fórum öll með pabba á grásleppu og hann virkjaði okkur snemma í undirbúningi fyrir vertíð. Í upp- vextinum var grásleppan fyrir- ferðarmikil og fjölskyldulífið tók mið af henni. Á seinni árum var aðaláherslan lögð á samveru, úti- vist og gott nesti og var rækju- samlokan í uppáhaldi. Pabbi var afar vanafastur og kunni vel við rútínu, sem við vor- um farin að þekkja vel inn á. Það þótti til að mynda ekki ástæða til að breyta því sem virkaði. Þetta var ekki flókið, ef fjölskyldan var fyrir sunnan var farið að borða á Pítunni og á Bautanum þegar við vorum fyrir norðan. Pabbi var mikill húmoristi og kenndi okkur að taka lífinu létt og reyna að hafa gaman af þessu. Hann lagði stundum mikið á sig til að gera gott grín og átti ótal frasa og takta sem halda minningunni svo vel á lífi. Pabba verður sárt saknað og missir okkar er mikill. Við kveðj- um á hans vísu: „Þú athugar þetta.“ Bjarndís (Dísa), Guð- björn (Bjössi), Dagur og Jón Sindri Emilsbörn. Við skyndilegt fráfall góðs vin- ar, Emils Þórs, er maður enn einu sinni minntur á hverfulleika lífs- ins, óvægni sjúkdóma og slysa og hvernig örlögin geta spunnið þráð sinn á ósanngjarnan hátt. En ör- lögin eru líka gjöful og það var mér mikil gæfa að eignast órofa vináttu Emma í fjóra áratugi, þar bar aldrei skugga á. Emil var seintekinn en trygglyndur og gef- andi þeim sem voru vinir hans. Við nánari kynni kunni ég æ betur við Emma. Hann hafði mikinn áhuga á lands- og bæjarmálum, kynnti sér málin vel og hafði ákveðnar skoðanir á flestu. Emil gagnrýndi tæpitungulaust allt sem honum þótti miður fara og setti fram aðra kosti. „Kerfið“ með óráðsíu sína og óskilvirkni fékk oft dembu frá honum, en ætíð tók hann málstað þeirra sem minna mega sín. Og honum varð ekki svo auðveldlega hnikað frá því sem hann taldi satt og rétt. En aldrei var hið næma skopskyn hans langt undan og honum veittist létt að láta and- stæða eðlisþætti sína leika saman svo samtalið varð skemmtilegt. Þannig gat hann verið í senn al- vörugefinn og fyndinn, fáskiptinn og félagslyndur, áræðinn og var- kár, nærgætinn og stríðinn, og þó það væri alveg á hreinu að sannur jafnaðarmaður var hann, var þó einkaframtakið alltaf í stafni hjá honum. Trillukarlinn og báta- smiðurinn nutu þess í botn að vera sjálfs síns herra með atorkuna, hagleikinn og langa farsæla reynslu að vopni, og miklu var komið til leiðar. Emil vandaði vel til verka og undirbjó verkin skipulega. Hon- um lét vel um ævina að huga að tækifærum og vinna úr þeim og hafa mörg járn í eldinum og þrátt fyrir lasleika var viljinn einbeittur til hinsta dags. Í vor ákvað hann að stækka grásleppuútgerð sína um helming, og fyrir einungis tveim mánuðum festi hann kaup á lóð í gamla bænum, í Hólminum, til að byggja þar nýtt hús í göml- um stíl. Það var því engan bilbug að finna á framkvæmdagleði Em- ils, en enginn má sköpum renna. Emil var ákaflega hjálplegur og marga aðstoðina þáði ég af hans hendi, en greiðslu kom ekki til greina að þiggja á móti. Þá var hann Helga mínum einstakur og milli þeirra þróaðist sterkt vina- samband. Á kveðjustundu koma í hugann margar minningar og þakkarefnin eru mörg. Ferðalögin, Rotary- klúbburinn, makkeraárin okkar í bridge og tippklúbburinn Glaum- ur, fyrsti Íslandsmeistarinn í krik- ket. Og svo allt fjörið á dönsku dögunum á Bakkanum. En ekki síður minnist ég þeirra stunda þar sem alvarlegri tónn var sleginn og við lásum jafnvel hvor fyrir annan heilu ljóðabálkana og hlustuðum á klassíska tónlist. Skáldið hans var auðvitað Davíð, enda Emil sannur norðanmaður, og viðhorf Davíðs til lítilmagnans, alþýðunnar og gamalla gilda féll vel að skoðunum og eðlislagi vinar míns. Við áttum stundum tal í síma og í bíltúrum um bæinn okkar, og var þá allt undir í spjallinu, líka lífsgátan mikla. Við kvöddumst alltaf með því að biðja hvor annan að athuga þetta. Elsku Hrafnhildur, Dísa, Bjössi, Dagur, Jón Sindri og fjöl- skyldur, innilegar samúðarkveðj- ur, Guð blessi ykkur og styrki. Þú athugar þetta, Emmi minn. Takk fyrir allt. Ellert. Við söknum mikið Emma, góðs vinar okkar, sem féll frá langt fyr- ir aldur fram. Vinskapur okkar hófst á Akureyri fyrir tæpri hálfri öld en þá felldu þau Hrafnhildur, bekkjarsystir okkar í MA, og Emmi hugi saman. Alla tíð síðan hefur þessi góða vinátta haldist og við gleðjumst yfir því að þau hjón- in hafa átt þeirri gæfu að fagna að eignast marga myndarlega af- komendur sem mynda sterka og samhenta fjölskyldu. Það var alltaf skemmtilegt að vera með Emma enda bjó hann yf- ir einstökum húmor, var góður sögumaður og hrókur alls fagnað- ar á mannamótum. Uppátæki hans og spaug færði oft stemn- inguna aftur til unglingsáranna. Emmi var hugmyndaríkur og hafði gjarnan mörg járn í eldinum. Hann var skipasmiður, byggði hús og stundaði sjóinn. Emmi var sjálfstæður í hugsun og vildi fara eigin leiðir. Það hentaði honum ekki að feta í spor annarra. Hann fylgdist vel með þjóðmálum og það urðu oft líflegar og skemmti- legar umræður við hann um stjórnmál. Hann tók málstað þeirra sem stóðu höllum fæti í samfélaginu, tók almannahags- muni fram yfir sérhagsmuni og var andsnúinn heimóttarskap og þjóðrembu. Emmi horfði til framtíðar og hafði mikinn áhuga á nýjum tæki- færum fyrir atvinnulífið í Hólm- inum og í Breiðafirði. Hann var í essinu sínu þegar hann lýsti fyrir okkur nýjum möguleikum fyrir atvinnulífið og auðvelt var að hrí- fast með hugmyndum hans. Hann þekkti vel náttúru Breiðafjarðar og fylgdist gaumgæfilega með fuglalífi, fiskigengd og sjávar- gróðri í Breiðafirði. Á seinni árum byggði Emmi glæsilegt hús fyrir þau Hrafnhildi með einstakri sjávarsýn yfir Breiðafjörð. Á þessum fallega stað ætluðu þau að njóta efri ár- anna en jafnframt að ferðast, kynna sér nýja staði og njóta lífs- ins saman. Það var alltaf gaman að heimsækja Emma þegar hann var að byggja húsið og fá að fylgj- ast með framkvæmdunum. At- hygli vakti sérstök snyrtimennska hans við bygginguna og umhyggja hans gagnvart upprunalega gróðrinum í kringum húsið. Við hittum þau hjónin í Hólm- inum fyrir tveim mánuðum. Það voru einstaklega ánægjulegir endurfundir. Emmi var fullur bjartsýni og sagði okkur frá þeim verkefnum sem hugur hans stóð til. Það var því mikið áfall að frétta af veikindum hans nokkrum dög- um seinna. Við erum þakklát fyrir vinátt- una og allar samverustundirnar sem veittu okkur svo mikið og við munum ætíð minnast. Elsku Hrafnhildur og fjölskylda, okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessum sorgartíma. Árþóra og Þorsteinn (Steini). Það var gott að eiga vininn Emma. Það er svo óendanlega sárt að missa vininn Emma. Fyrir fimmtíu árum hittust nokkrar stúlkur í Menntaskólan- um á Akureyri. Þar var lagður grunnur að vináttu sem ekki hefur borið skugga á. Það var líka gæfa þessara stúlkna að eignast maka sem féllu vel inn í hópinn. Í þeim hópi var Emil Þór Guðbjörnsson eða Emmi, eins og við kölluðum hann, en leiðir hans og Hrafnhild- ar bekkjarsystur okkar lágu sam- an á skólaárunum og hafa þau fylgst að síðan. Þessi hópur hefur gert margt saman sem hefur treyst vinabönd- in. Árlegt þorrablót, þar af eitt í Edinborg, tvær sumarferðir til Puymeras í Frakklandi, nokkrar haustferðir innanlands á æsku- slóðir vinkvennanna og margt fleira. Gleði og vinátta hafa ein- Emil Þór Guðbjörnsson HINSTA KVEÐJA Það er með miklum trega, söknuði og þakklæti að ég kveð kæran tengda- föður minn. Á einu augna- bliki verða minningar svo dýrmætar. Ég er þakklát fyrir vinskap okkar sem var heiðarlegur og traust- ur. Emil var glettinn og hlýr og samskipti okkar einkenndust af því. Við spjölluðum mikið, hann hafði sterkar skoðanir og við vorum ekki alltaf sam- mála. Við vorum þó ávallt á sama máli um að allt sem kæmi að norðan væri fram- úrskarandi. Elsku Emil, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þóra. Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum. Elsku Maggi minn, pabbi okkar, tengdapabbi, bróðir, mágur og afi, MAGNÚS GUÐBJARTSSON smiður, Hafnarfirði, lést á heimili sínu föstudaginn 1. nóvember. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 13. nóvember klukkan 13. Sigurborg Róbertsdóttir Anna Magnúsdóttir Ólafur M. Tryggvason Guðbjartur Magnússon Þórdís Halldórsdóttir Hulda Magnúsdóttir Pétur Magnús Birgisson Guðrún Guðbjartsdóttir Albert Hinriksson Ólöf K. Guðbjartsdóttir Pétur Örn Pétursson og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA STEFÁNSDÓTTIR, Boðagranda 2, Reykjavík, lést sunnudaginn 3. nóvember. Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 13. nóvember klukkan 15. Fyrir hönd aðstandenda, Arnar Steinþórsson Rósa Hlín Óskarsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA GÍSLADÓTTIR húsmóðir, frá Bjargi í Norðfirði, andaðist á heimili sínu Ísafold í Garðabæ miðvikudaginn 6. nóvember. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 20. nóvember klukkan 11.00. Helga Heimisdóttir Pétur Heimisson Ólöf S. Ragnarsdóttir Fanný Kristín Heimisdóttir Breki Karlsson Þorgerður Ragnarsdóttir Birna Heimisdóttir Heimir Heimisson Elín S. Óladóttir María Heimisdóttir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir og afi, GUÐMUNDUR HAGALÍN JENSSON, lést á Spáni 21. október. Bálförin hefur farið fram. Jarðarförin fer fram á Íslandi en verður auglýst síðar. Angelika Hulda Scheel Védís Eva Guðmundsdóttir Petrína Diljá Guðmundsdóttir Sara María Guðmundsdóttir Björgvin Hagalín Guðmundsson Rakel Björnsdóttir Braaten Guðmundur S. Bergmann Marta Ó.R. Hagalínsdóttir Jens G. Jensson Gunnjóna Jensdóttir og barnabörn Minningarvefur á mbl.is Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber       ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningar og andlát

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.