Morgunblaðið - 09.11.2019, Síða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019
✝ ErlingurLoftsson
fæddist 22. júní
1934 á Sandlæk,
Gnúpverjahreppi.
Hann lést 20.
október 2019 á
lungnadeild LSH í
Fossvogi.
Erlingur hét
fullu nafni Guðjón
Erlingur. For-
eldrar hans voru
hjónin á Sandlæk, þau Elín
Guðjónsdóttir, húsfreyja frá
Unnarholti í Hrunamanna-
hreppi, f. 14.9. 1901, d. 2.2.
1991, og Loftur Loftsson,
bóndi frá Stóra-Kollabæ í
Fljótshlíð, f. 8.10. 1896, d. 14.3.
1978. Systkini Erlings voru:
Baldur, f. 5.10. 1932, d. 18.9.
2015, Loftur Sigurður, f. 5.4.
1937, d. 18.6. 1997, Sigríður, f.
11.4. 1940, d. 13.2. 1992. Yngst
er Elínborg, f. 26.8. 1947. Hún
býr á Akureyri.
Þann 25. júní 1955 giftist
börn. Dóttir Bjarna Jóns er
Ester Elín hjúkrunarfræð-
ingur, f. 1972, í sambúð með
Björgvini Rúnarssyni. Til sam-
ans eiga þau 5 börn og eitt
barnabarn. Valgerður er land-
og skógfræðingur, gift Brian
R. Haroldssyni, f. 1966. Dætur
Brians eru Freyja og Alba Rós,
sem á eina dóttur. Loftur er
löggiltur fasteignasali, giftur
Helgu Kolbeinsdóttur, f. 1974.
Börn þeirra eru Ljósbrá, f.
2001, Kolbeinn, f. 2002, Þór-
katla, f. 2006 og Vésteinn, f.
2008. Með fyrri konu sinni,
Sólveigu, á Loftur börnin Ás-
rúnu Höllu bifvélavirkja, f.
1996, í sambúð með Magnúsi
Þór Ingólfssyni, og Erling Snæ
húsasmið, f. 1991, giftur Hlín
Magnúsdóttur, eiga þau þrjú
börn.
Erlingur gekk í Ásaskóla
sem var barnaskóli Gnúpverja
og unglingaskólann á Braut-
arholti, síðan í Héraðsskólann
á Laugarvatni 1951-1953 þaðan
sem hann tók landspróf. Hann
var bóndi á Sandlæk frá 1954-
2010. Erlingur var alla tíð
virkur félagi í kórum sem
störfuðu í Hreppunum á hverj-
um tíma, Söngfélagi Hreppa-
manna, Árneskórnum, kirkju-
kórum Hrepphólakirkju og
síðan kirkjukór Ólafsvalla- og
Stóra-Núpssóknar. Síðustu árin
starfaði hann einnig með kór
eldri borgara í Hreppum,
Tvennum tímum. Erlingur
starfaði mikið í félagsmálum
innan sveitar og utan alla ævi,
mislöng tímabil. Má þar til
dæmis nefna í stjórn Ung-
mennafélag Gnúpverja og ýms-
um nefndum innan þess,
Hreppsnefnd Gnúpverjahrepps
um 12 ára skeið og nefndum á
hennar vegum, stjórn Árne-
skórsins, sóknarnefnd Stóra-
Núpskirkju, stjórn Félags eldri
borgara í Skeiða- og Gnúp-
verjahreppi, stjórn veiðifélags
Stóru-Laxár, áfengisvarn-
arnefnd Árnessýslu, stjórn
Landssambands blandaðra
kóra, stjórn Kaupfélags Árnes-
inga, þar sem hann gegndi for-
mennsku um nokkurra ára
skeið.
Útför Erlings fer fram frá
Skálholtskirkju í dag, 9. nóv-
ember 2019, klukkan 13.
Erlingur Guðrúnu
Helgadóttur. Hún
var dóttir hjónanna
í Tungufelli, Helga
Jónssonar, f. 22.4.
1906, d. 1945, og
Valgerðar Ingv-
arsdóttur, f. 14.12.
1908, d. 1995.
Bróðir Guðrúnar er
Sigurjón Helgason,
verkfræðingur í
Reykjavík, f. 16.4.
1937. Börn Guðrúnar og Er-
lings eru: Helgi, f. 29. ágúst
1956, d. 10. júlí 1981. Elín, f.
25. maí 1959, Valgerður, f. 11.
apríl 1963, og Loftur, f. 14.
júní 1968.
Elín er landfræðingur, gift
Bjarna Jóni Matthíassyni, f.
1953. Dóttir þeirra er Guðrún
Heiða, f. 1996, í sambúð með
Andra Jónassyni. Sonur Elínar
er Helgi Haukur Hauksson, f.
1984, viðskiptafræðingur, gift-
ur Helgu Margréti Friðriks-
dóttur. Til samans eiga þau 4
Í dag kveðjum við systkinin
föður okkar, Erling Loftsson.
Hann lést á sjúkrahúsi eftir um
sjö vikna margþætt veikindi, 85
ára gamall, eftir farsæla ævi.
Pabbi var svo lánsamur að njóta
góðrar heilsu þar til nú í haust
og heillar hugsunar alveg til
síðasta dags. Hann hafði
mömmu sér við hlið í um 65 ár,
og saknaði hennar sárt. Hún
lést í janúar 2017.
Pabbi var fæddur og uppal-
inn á Sandlæk í fjörugum hópi
systkina og frændfólks. Leik-
irnir snerust um búskap, vega-
gerð og bolta- og hlaupaleiki.
Pabbi lifði miklar tæknibreyt-
ingar á sinni löngu ævi, allt frá
slætti með orfi og ljá, kolaelda-
vél og heimavinnslu mjólkur.
Það varð hlutskipti foreldra
okkar að taka við búskap á
Sandlæk, þegar foreldrar hans,
sem búið höfðu á Sandlæk frá
1930, drógu sig smám saman í
hlé. Pabbi og mamma héldu
áfram ræktun lands og bú-
stofns, innréttuðu sér íbúð í ris-
inu í nýja húsinu árið 1955,
byggðu fjós og fjárhús fyrir
blandað meðalstórt bú, lögðu
rafmagn og vatn og hitaveitu
seinna meir. Þau héldu bókhald
yfir rekstur og skýrslur um bú-
fjárrækt alla tíð. Meðfram bú-
skapnum voru þau virk í tveim-
ur kórum og félagsmálum,
sérstaklega pabbi, innan sveitar
og utan. Pabbi var bjartsýnis-
maður, fús að prófa nýjungar
eins og skjólbelta- og nytja-
skógrækt og kornrækt sem
ruddi sér almennt til rúms í
framhaldi af því. Hann lifði það
að sjá tré sem þau mamma
plöntuðu vegna tilrauna á Sand-
lækjarmýrinni höggvin sem
nytjavið með stórvirkum skóg-
arhöggsvélum.
Pabbi las fyrir okkur fyrir
svefninn og raulaði vísur og fór
með kvöldbænirnar. Hann var
lífsglaður, léttstígur, brosandi
og gjarnan syngjandi í búverk-
unum. Við fylgdum honum eftir
því sem við höfðum aldur til.
Hann var góður kennari, sann-
gjarn verkstjóri, kunni að hrósa
og hvetja til dáða, hafði lag á og
fá okkur til að opna hjartað og
ræða málin um það sem brann á
hverju sinni. Hann varð trún-
aðarvinur okkar og lagði alltaf
gott til málanna, lausnamiðaður
og bjartsýnn, var eiginlegra að
horfa á björtu hliðarnar en hin-
ar. Þau mamma voru foreldrar
sem stóðu með sínum í gegnum
þykkt og þunnt og lögðu ómet-
anlegar línur í mannlegum sam-
skiptum og jákvæðni sem eru
eitt það allra dýrmætasta sem
við meðtókum í uppvextinum.
Börnin okkar og barnabörnin
voru svo lánsöm að fá að kynn-
ast þeim. Sem afi og langafi
naut pabbi sín í botn, sýndi nýj-
um fjölskyldumeðlimum ást og
virðingu, hafði alltaf tíma til að
taka á móti litlum gestum og
taka þátt í leikjum þeirra og
vangaveltum um lífið og til-
veruna. Þannig lagði hann þeim
til viðhorf sín til lífsins.
Pabbi missti heilsuna fyrir
um tveimur mánuðum. Ör-
þreyttur og saddur lífdaga tók
hann ákvörðun og óskaði lið-
sinnis okkar þriggja. Hann ósk-
aði þess að læknarnir aftengdu
tækin sem viðhéldu veiku lífi
sem hann, saddur lífdaga, kaus
að ljúka með reisn. Við sátum
hjá honum til skiptis eða öll
saman þá fimm sólarhringa sem
hann dró andann eftir það. Það
var síðasta einstaka verkefnið
sem hann úthlutaði okkur,
börnunum sínum, í skóla lífsins,
að fylgjast með því hvernig lífið
fjarar út á náttúrulegan, eðli-
legan hátt.
Við og afkomendur okkar
heiðrum minningu pabba best
með því að halda uppi merki
hans sem lífsglaðs, bjartsýns og
jákvæðs mannvinar sem bar
virðingu fyrir fegurð náttúrunn-
ar. Í þakklæti fyrir það sem
hann gerði fyrir okkur systk-
inin, börnin okkar og barna-
barnabörnin öll. Hvíli hann í ei-
lífum friði.
Elín Erlingsdóttir, Val-
gerður Erlingsdóttir,
Loftur Erlingsson.
Það var sannkallaður sólardans á
herbergisveggnum mínum
þegar blessuð morgunsólin sendi
geisla sína
gegnum tindrandi asparlaufið fyrir
utan gluggann minn einn morguninn.
Og vakti það þegar umhugsun um
annan heim
þarna úti í óravíddum geimsins
þar sem við lendum um síðir
er við flytjum milli heima
að endaðri för.
Þar er hvorki sorg né sút
og engin fátækt þekkist þar.
Og við látum það eftir okkur að
hlakka til endurfundanna
við þá sem okkur hefur þótt vænst
um
hér forðum daga.
Og sólin heldur áfram að dansa sinn
sólardans
á veggnum mínum - enn um sinn.
(Hugleiðing EL 4. september 2019)
Með kveðju frá barnabörn-
um,
Helgi Haukur, Guðrún
Heiða, Erlingur Snær,
Ásrún Halla, Ljósbrá,
Kolbeinn, Þórkatla og
Vésteinn.
Ég kom í hlaðið á Sandlæk í
maí 1971 með ferðatösku í ann-
arri hendi og gúmmískó í hinni.
Á móti mér tók ungur piltur
sem sagði: „Komdu sæll. Hvað
heitir þú?“ Ég kynnti mig og
pilturinn kallaði inn í bæ:
„Pabbi, kaupamaðurinn er kom-
inn.“ Erlingur stóð í dyrunum,
brosti út að eyrum og bauð mig
hjartanlega velkominn.
Móttökurnar eru mér
ógleymanlegar. Maðurinn geisl-
aði af gleði og kátínu. Hjá þeim
heiðurshjónum Erlingi og
Gunnu dvaldi ég næstu þrjú
sumur sem kaupamaður. Það er
mér í fersku minni hversu góð-
ur andi ríkti á Sandlæk. Sam-
takamátturinn mikill og já-
kvæður. Á þessum árum var
uppbygging lykilorð í sveitinni.
Erlingur var mjög áhugasamur
um allar framfarir, sama hvaða
nafni þær voru nefndar. Hann
var samvinnumaður með
stórum staf.
Maður skildi fljótt hvað hon-
um var annt um sveitina sína,
og um allt sem þar var að ger-
ast, ekki bara hjá sér, heldur
líka hjá nágrönnunum. Hann
gladdist mikið þegar félags-
heimilið Árnes reis, þegar sund-
laugin í Þjórsárdal var vígð,
þegar bændur í sveitinni voru
að stækka bústofninn, nú eða
bylta túnum. Okkur sem hjá
Erlingur Loftsson
Mér finnst að
ég hafi þekkt
Nonna alla mína
ævi. Þegar Nonni
kom fyrst heim til okkar með
Dagnýju systur hafði ég aldrei
séð annan eins ofurtöffara
með sítt og mikið næstum
svart hár, klæddur í ofursmart
föt með stóran silfurkross um
hálsinn, nánast eins og popp-
stjarna. Krossinn varð hans
aðalsmerki þó svo hann skipti
í annan minni síðar. En fyrir
innan þessa glansmynd sló
stórt og hlýtt hjarta og einn
besti maður sem ég hef
kynnst.
Nonni var litríkur og stór-
brotinn. Hann var einstaklega
duglegur og allt sem hann tók
sér fyrir hendur var unnið
Jón Ernst
Ingólfsson
✝ Jón Ernst Ing-ólfsson fæddist
11. febrúar 1950.
Hann lést 25. októ-
ber 2019.
Jón var jarð-
sunginn 8. nóv-
ember 2019.
hratt og örugg-
lega, hann gekk
rösklega, talaði
hratt og var oft
óðamála, skoð-
anafastur og trú-
aður. Nonni var
örugglega ekki
allra en þeir sem
kynntumst honum
áttu í honum vin
að eilífu. Margar
góðar samveru-
stundir höfum við átt með
Nonna, Dagnýju og börnum
þeirra í gegnum tíðina enda er
stutt á milli heimila okkar. Við
erum sérstaklega þakkát að
hafa átt góða kvöldstund með
þeim viku fyrir andlát Nonna,
en þá hittumst við systkinin og
makar. Mikið óskaplega sökn-
um við Nonna okkar og þökk-
um við honum samfylgdina.
Elsku Dagný mín, Rósa
Dögg, Helgi, Dagur og fjöl-
skyldur, ykkar missir er mikill
og sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og styrk
á þessum erfiðu tímum.
Helga og Karl (Kalli).
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
KOLFINNA ÁRNADÓTTIR,
Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ,
lést á Hrafnistu Nesvöllum þriðjudaginn
29. október.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 15. nóvember
klukkan 11.
Ástfríður Svala Njálsdóttir
Árný Dalrós Njálsdóttir Gísli Sigurðsson
Jóhanna Njálsdóttir Kári Þorgrímsson
Þórdís Anna Njálsdóttir Erlendur Salómonsson
Kolfinna Njálsdóttir Óskar Birgisson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Elskulegi sonur minn, bróðir, mágur
og frændi,
RAFN GUNNARSSON,
fv. verkstjóri hjá Eimskip,
Æsufelli 6, Reykjavík,
lést miðvikudaginn 30. október.
Útförin fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 12. nóvember
klukkan 13.
Elsebeth Finnson
Kristinn Gunnarsson Lilja K. Hallgrímsdóttir
Ásta María Gunnarsdóttir
Anna Gunnarsdóttir
Súsanna Gunnarsdóttir Jón Vilhjálmsson
Bylgja Gunnarsdóttir
og frændsystkini
Elskulegur faðir og afi,
SVEINN ÞORLÁKSSON
ýtustjóri,
Hringbraut 50,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund
miðvikudaginn 6. nóvember.
Þorlákur R. Sveinsson
og fjölskylda
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
AUÐUR BJÖRNSDÓTTIR
frá Fagraskógi,
lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á
Akureyri þriðjudaginn 5. nóvember.
Útförin fer fram frá Möðruvallaklausturskirkju laugardaginn
23. nóvember klukkan 14. Þeim sem vildu minnast hennar er
bent á styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa.
Þóra Björg Magnúsdóttir Sigurður Heiðdal
Stefán Magnússon Sigrún Jónsdóttir
Björn Vilhelm Magnússon Sigrún Ingveldur Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær dóttir okkar, systir, mágkona
og frænka,
GUÐRÚN MARÍA GUNNARSDÓTTIR,
lést hinn 29. október í Þrándheimi, Noregi.
Útför fer fram 13. nóvember klukkan 13 frá
Digraneskirkju.
Þorbjörg Ólafsdóttir Gunnar Viðar Jónsson
Ragna K. Magnúsdóttir Jón Baldur Gíslason
Kristinn Már Viðarsson Ingibjörg Jónasdóttir
Jón Gunnar Gunnarsson Karen Sif Sigurðardóttir
Alex Darri, Katrín Zíta, Birkir Ari,
Rebekka Rán, Ýmir Baldur
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
SÓLRÚN HELGADÓTTIR,
Hrísmóum 1, Garðabæ,
er látin.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Sigurður Helgason