Morgunblaðið - 09.11.2019, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 39
ÍSAM ehf. óskar eftir að ráða tollmiðlara.
STARFSSVIÐ:
• Gerð tollskýrslna og bókun reikninga
•
• Samskipti við innri og ytri viðskiptavini
• Skjalavinnsla
•
HÆFNISKRÖFUR:
•
• Reynsla af tollun
• !"
#$
• %
" & !
• Kunnátta á Ax og Excel, sem og almenn
"
• Íslensku- og enskukunnátta skilyrði
• Góð skipulagshæfni
• '
" $
"
Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi
Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvember 2019 og
skulu umsóknir berast rafrænt á heimasíðu www.isam.is
mannaudur@isam.is
TOLLMIÐLARI
ÓSKAST
ISAM ehf. • BLIKASTAÐAVEGUR 2-8 • 112 REYKJAVÍK • isam.is
Garðyrkjufræðingar
óskast til starfa
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir garðyrkju-
fræðingum til starfa. Við leitum að kraftmiklum einstaklingum til að vinna
að umhirðu og fegrun grænna svæða í borginni. Garðyrkjufræðingar hafa
yfirumsjón með garðyrkju og umhirðu á skilgreindum svæðum í borgarlandinu.
Á næstu vikum mun ný hverfaþjónustustöð opna á Fiskslóð. Henni er ætlað
að verða öflugur vinnustaður þar sem unnið er þvert á fagsvið þeirra sem
starfa að umhirðu og fegrun borgarlandsins. Þar skapast ný og spennandi
tækifæri til samvinnu við að gera borgina fallega, vistvæna og örugga.
Um sviðið
Umhverfis- og skipulagssvið (USK)
gegnir fjölþættu hlutverki í umhverfis-,
skipulags- og samgöngumálum í
Reykjavík. Þar er framkvæmdum og
viðhaldi stýrt og almennum rekstri
í borgarlandinu sinnt, eins og
grasslætti og snjómokstri. Undir
sviðið tilheyra lögbundin verkefni
byggingarfulltrúa, skipulagsfulltrúa,
Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og
Bílastæðasjóðs. Sviðið er stór og
framsækinn vinnustaður þar sem
framúrskarandi fagfólk starfar að
fjölbreyttum verkefnum. Starfsfólk
hefur tækifæri til símenntunar og
virkrar þátttöku í stefnumótun
málaflokksins. Vinnugildi sviðsins
eru vinsemd, kraftur, samvinna
og hófsemd.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Garðyrkjufræðingur úr Land-
búnaðarháskóla Íslands eða
sambærileg menntun
• Reynsla af störfum í garðyrkju
er æskileg
• Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð
• Lipurð í samskiptum og hæfni
til að vinna í teymi
• Almenn ökuréttindi
• Reglusemi og stundvísi
• Líkamleg hreysti
Um er að ræða fullt starf og æskilegt
er að starfsmaður geti hafið störf
sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt
kjarasamningi Reykjavíkurborgar og
hlutaðeigandi stéttarfélags.
UMHVERFIS- OG SKIPULAGSSVIÐ
Borgartún 12–14 • S. 411 11 11 • usk@reykjavik.is
Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember og sækja skal um starfið á heimasíðu
Reykjavíkurborgar, reykjavik.is, undir Laus störf – Garðyrkjufræðingar.
Nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Viktorsson í síma 411 1111 eða á
Hafsteinn.Viktorsson@reykjavik.is.
Öllum umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Viltu mála
BORGINA OKKAR
græna?
Safnvörður
við Byggðasafn
Árnesinga
Starf safnvarðar við Byggðasafn Árnesinga er laust til umsóknar.
Um er að ræða fullt starf. Unnið er undir stjórn safnstjóra að
faglegum störfum við safnið. Starfið er fjölbreytt og fellst í
móttöku gestahópa og leiðsögn, gæslu, safnmunaskráningu í
Sarp, umsýslu varðveislu safnkosts, viðburðastjórnun, sýningagerð,
markaðssetningu, safnfræðslu fyrir nemendur skóla og ýmsu fleiru.
Leitað er að drífandi og áhugasömum einstaklingi sem er sjálfstæður
og vandaður í vinnubrögðum og lipur í mannlegum samskiptum.
Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun sem nýtist í starfi og
þekkingu á safnastarfi. Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg og
góð íslenskukunnátta og ritfærni. Æskilegt er að viðkomandi geti
unnið utan hefðbundins dagvinnutíma þegar svo ber undir.
Byggðasafn Árnesinga er í eigu Héraðsnefndar Árnesinga bs., starfssvæðið
er Árnessýsla öll en höfuðstöðvar safnsins eru á Eyrarbakka. Safnið er með
skrifstofu og geymslur að Hafnarbrú 3 á Eyrarbakka og grunnsýningu
í Húsinu á Eyrarbakka, Eggjaskúrnum og Kirkjubæ. Það sér einnig um
starfsemi Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka og Rjómabúsins á Baugsstöðum
skv. þjónustusamningum. Framundan er spennandi og krefjandi verkefni
við flutning innri aðstöðu safnsins í nýtt húsnæði.
Upplýsingar um Byggðasafn Árnesinga má
finna á heimasíðu safnsins www.byggdasafn.is.
Umsóknir skal senda til Byggðasafns Árnesinga,
Hafnarbrú 3, 820 Eyrarbakka eða á netfangið
lydurp@byggdasafn.is.
Öllum umsóknum verður svarað.
Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá
og kynningarbréf sem greinir frá reynslu,
menntun og fyrri störfum ásamt
rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.
Umsóknarfrestur er til 1. desember 2019. Gert er ráð fyrir að ráða
til eins árs með möguleika á framtíðarráðningu. Laun samkvæmt
kjarasamningi Fræðagarðs við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf ekki síðar en 1. mars 2020.
Nánari upplýsingar gefur Lýður Pálsson safnstjóri í síma 891 7766.
Ertu að leita að sérfræðingi?
hagvangur.is